Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 17
MQRPUNBLAÐIÐ lAUGAKDAGUK 23. JANÚAR 1993 17 Ríkisbankarnir mynda Rann- sóknarframlag bankanna BUNAÐARBANKI Islands, Is- landsbanki hf., Landsbanki Is- lands og Seðlabanki íslands hafa ákveðið að efla og kynna hagnýt- ar rannsóknir með sérstökum framlögum í samvinnu við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. Fyrsta verkefnið, sem Rannsókn- arframlag bankanna styður, er heimsókn og fyrirlestrahald pró- fessors Lars Oxelheim. Hann er prófessor við Háskólann í Lundi, en var áður prófessor við Háskólann í Gautaborg, jafnframt því sem hann hefur stundað rannsóknir við Rannsóknarstofnun iðnaðarins í Stokkhólmi. Hann hefur ritað fjöl- margar bækur og fræðigreinar á sviði fjármála fyrirtækja og pen- ingamála. Hann hefur nýlega gefið út bók um þróun á alþjóðlegum fjár- málamarkaði og vinnur að bók um breytingar og nýjungar á norræn- um fjármálamörkuðum. Hann mun flytja fyrirlestra um þetta efni með- an á dvöl hans stendur hér á landi. Jafnframt mun hann í framhaldi af því hafa samstarf við Hagfræði- stofnun Háskóla íslands um rann- sókn á íslenskum fjármálamarkaði, hliðstæða þeirra, sem hann hefur unnið fyrir önnur Norðurlönd. Rannsóknir efldar í frétt frá bönkunum segir, að markmiðið með Rannsóknarfram- lagi bankanna sé að efla hagnýtar viðskipta- og hagfræðirannsóknir við Háskóla Islands með sérstakri áherslu á peninga- og bankamál. Leitast verði við að ná þessu mark- miði með því að fjármagna ráðningu innlendra og erlendra sérfræðinga í fremstu röð í tímabundin verkefni eða gestastöður í viðskipta- og hag- fræðideild, veita rannsóknar- og útgáfustyrki, efla viðskipta- og hagfræðirannsóknir með öðrum hætti, kynna erlenda gesti og rann- sóknarniðurstöður meðal banka- manna og á vettvangi samfélagsins. Rannsóknarframlagið er í um- sjón sérstakrar stjórnar, sem skipuð er tveimur fulltrúum frá viðskipta- og hagfræðideild, ásamt einum full- trúa frá hveijum bankanna. Stjórn- in skal m.a. afla tillagna um heim- sóknir erlendra sérfræðinga, rann- sóknar- og útgáfuverkefni, meta fjárþörf og úthluta fé. Framlög bankanna eru breytileg frá ári til árs, en að jafnaði er gert ráð fyrir árslaunum fræðimanns. Stjórnina skipa: Brynjólfur Sigurðsson, for- maður, Björgvin Vilmundarson, Jó- hannes Nordal, Jón Adolf Guðjóns- son, Ragnar Árnason, Tryggvi Páls- Morgunblaðið/Sverrir Lars Oxelheim prófessor heldur fyrirlestur en heimsókn hans og fyrirlestrahald er fyrsta verkefnið, sem Rannsóknarframlag bank- anna styður. Gengið um miðbæ- inn með Pétri þul Félagsdómur Aðgerðir sjúkraliða ólöglegar Allir missa laun, án tillits til þátttöku í aðgerðunum FÉLAGSDÓMUR hefur fallist á kröfu fjármálaráðherra fyrir hönd félagsmenn að gegna vinnuskyldu ríkissjóðs og komist að þeirri niðurstöðu að vinnustöðvun félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Islands hjá Ríkisspítölum og á heilsugæslustöðvum í Reykjavík sem stóð frá 1.-3. desember sl. hafi verið ólögmæt að- gerð. Fjármálaráðuneytið mun draga tveggja daga laun um næstu mánaðamót af öllum sjúkraiiðum á Landsspítala, Kleppsspítala, Vífils- staðaspítala, Kópavogshæli og heilsugæslustöðvum í Reykjavík, án tillits til þess hvort viðkomandi hafi tekið þátt í aðgerðunum eða átt vaktafrí meðan á aðgerðunum stóð. PÉTUR Pétursson, þulur og fræðimaður, heldur laugardag- inn 23. janúar áfram að segja frá mönnum og málefnum á árum áður og rifja upp byggðasögu miðbæjarins. Fólk er beðið um að mæta við Hafnarhúsið, Grófarmegin kl. 14, síðan verður gengið út á Lækjar- torg en þar hefst söguferðin. Geng- ið verður eftir Lækjargötu, Skóla- brú, Pósthússtræti, Tryggvagötu, upp Amarhólstraðirnar og niður Bakarabrekku (Bankastræti) ef tími vinnst til. Gangan tekur um einn og hálfan tíma. Allir velkomn- ir. Ekkert þátttökugjald. Verið vel búin því víða verður stoppað. (Fréttatilkynning) Gunnar Björnsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að sam- kvæmt niðurstöðu dómsins hafi Sjúkraliðafélagið sem slíkt staðið fyrir aðgerðunum og líti Félagsdóm- ur svo á að um ólögmæta vinnu- stöðvun hafi verið að ræða. Þegar lögmæt vinnustöðvun sé boðuð missi allir félagsmenn laun og útilokað sé að láta félagsmenn í félagi sem boðar ólögmæta vinnustöðvun standa betur að vígi en þá sem fara að lögum. Sjúkraliðafélagið krafðist sýknu á þeim forsendum að félagið hefði ekki átt aðild að aðgerðunum heldur einstakir félagsmenn. í niðurstöðum Félagsdóms segir að Ijóst sé að fé- lagið hafi haft veruleg afskipti af aðgerðunum en ekki hafí komið neitt fram um að að félagið hafí andmælt aðgerðunum eða skorað á sinm. Því væri kröfum réttilega beint að félaginu. Þá sé ljóst að markmið og tilgangur aðgerðanna hafi verið að knýja viðsemjendur þeirra til að ganga frá kjarasamn- ingi. Þetta hafi verið ólögmæt vinnustöðvun og andstæð ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Vhita/zcv Heílsuvörur nútímafólks GLÆNYR OG 5PENNANDI FYRIR ALLA FJOLSKYLDUIMA - í KRINGLUNNI! Viö höfum opnað spennandi og glæsilegan skemmtispilasal í Kringlunni (á jaröhæð viö hliðina á Kókó og Byggt og Búiö). Þetta er skemmtispilasalur fyrir alla fjölskylduna. Leiktæki við allra hæfi, sérstök leiktæki fyrir yngsta fólkið Tækin eru öll af nýjustu og bestu gerö. Þaö geta allir skemmt sér konunglega í Galaxy jafnt yngsta kynslóðin, afafólkiö og allir þar á milli. GALAXY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.