Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Nokkur orð um gildi 26. gr. stj órnar skrárinnar eftir Jóhann Þórðarson Að lokinni staðfestingu á lögum er varðar samþykkt á hinum mjög svo umdeildu EES-samningi, en lög þessi voru samþykkt á Alþingi 12. þ.m. og staðfestingin fór fram í ríkisráði 13. s.m., kemur greini- lega fram að þau stjómvöld sem fara með þann þátt löggjafans að staðfesta lög skilja ekki ákvæði 26. greinar stjómarskárinnar með því að draga þá ályktun að forseta Islands hafí ekki verið fært að synja um staðfestingu á lögunum og legja það undir atkvæði kosn- ingarbærra manna í landinu. Nú er það svo að þó að ýmislegt sé í lögum sem er stundum erfitt að skilja, þá er tilvitnuð 26. gr. stjórnarskrár íslands það auðskilj- anleg að allir þeir sem em læsir á íslenska tungu og lesa grein þessa geta ekki verið í nokkram vafa um hvað löggjafinn er að fara. Það þarf enga lögspekinga til að skilja ákvæðið, en greinin hljóðar svo: „En Alþingi hefur samþykkt laga- framvarp, skal það lagt fyrir for- seta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt og veitir stað- festingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagaframvarpi staðfesting- ar og fær það þá engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Svona augljóst er þetta og ég veit að hinn almenni borgari þarf ekki að láta segja sér hvernig eigi að skilja þetta, hann hlustar ekki á menn í æðstu valdastólum sem eru að reyna að mistúlka ákvæðið, hér dugar að nota hina venjulegu náttúrugreind eins og kunningi minn orðaði það. Forset- inn hefur skv. þessu ekki neitunar- vald, hvorki algert né frestandi, hann getur aðeins skotið lagafrum- varpinu til þjóðarinnar, en frá þjóð- inni í sjálfstæðum lýðræðisríkjum fá valdhafar völd sín. Skv. stjórnarskrá íslands fer forseti bæði með framkvæmdavald og löggjafarvald skv. heimild í 2. gr. hennar sem segir svo: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjómvöld skv. stjórnarskrá þessari og öðram landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Þingmenn vinna eið að stjómarskránni skv. 47 gr. hennar en forsetinn skv. 10. gr. Skv. því sem ég hef bent hér á hvað snertir löggjafarþátt forset- ans og hvernig á að bregðast við ef forseti synjar staðfestingu laga, þá er veralegur munur á því, ef forseti synjar um staðfestingu á stjómarráðstöfunum, því slíkri synjun verður ekki skotið til þjóð- arinnar, en hér er um að ræða þann þátt valds forseta er snýr að framkvæmdavaldinu. Kann að vera að núverandi ríkisvöld ragli þessu tvennu saman? - O - Það er rétt að á hinum stutta líftíma íslenska lýðveldisins hefur ákv. 26. gr. stjómarskrárinnar ekki verið beitt, en ákvæðið er í fullu gildi fyrir því. Það ber öllum saman um að EES-samningurinn hefur að geyma ákvæði sem geta haft mjög róttæk áhrif á íslenskt þjóðfélag og raskar mjög réttar- stöðu íslenskra þegna og bendi ég þá einkum á einkarétt þeirra til auðlinda þeirra sem ísland býður upp á til lands og sjávar svo og einkarétt til atvinnu og atvinnu- rekstrar. EES-samningurinn skerðir sjálfsákvörðunarrétt okkar, með EES-samningnum skuldbind- um við okkur til að taka sem okk- ar lög, lög sem erlendir aðilar hafa sett og höfum þannig falið útlend- ingum að ráða hvernig við viljum lifa í þessu landi. Samræming laga aðildarríkja EES-samningsins er alvarlegasta og stærsta atriðið í samningnum og skiptir þá ekki máli hvort þessi lög henta íslensk- um aðstæðum eða ekki. Með samn- ingnum bjóðum við erlendum aðil- um að fara með dómsvald, samn- ingurinn býður upp á að útlending- ar megi beita íslendingum refsing- um og sektum. Við bjóðum aðildar- ríkjum EES veiðar í íslenskri land- helgi, svo og aðstöðu í landi sbr. 5. gr. bókunar 9 en þar segir svo: Samningsaðilar skulu gera nauð- synlegar ráðstafanir til að tryggja að öll fiskiskip, sem sigla undir fána annarra samningsaðila, hafi jafnan aðgang og þeirra eigin fiski- skip að höfnum og markaðsmann- virkjum vegna framvinnslu ásamt öllum tækjum og aðstöðu sem þeim tengjast." Þetta ákvæði nær ekki einungis til þeirra skipa sem mega veiða í landhelgi okkar þarna er um að ræða öll skip aðildarríkja. Við megum því búast við að her- skari fiskiskipa og þá einkum verk- smiðjuskipa verði hér öslandi um allan sjó upp í fjörum undir því yfirskyni að þau séu að fara inn á íslenskar hafnir. Skapar þetta ekki möguleika á að einhveijir kasti trollinu og togi svona til prufu? Ekki er landhelgisgæslan það búin skipum í dag að hún geti sinnt hinu aukna eftirliti, sem þetta býð- ur upp á. Það er oft þoka, dimm- viðri og myrkur á íslandsmiðum, sem skapa skilyrði fyrir veiðar þessara skipa. Hver getur svo sannað hvar þessi fiskur er veidd- Jóhann Þórðarson „Ég vil því meina að lýðsræðislegt hefði ver- ið að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til laganna um EES-samninginn einkum vegna þess hversu víðtæk áhrif hann hefur á þjóðfélag- ið og þegna þess.“ ur? Talið hefur verið með réttu að þjónusta við ferðamenn eigi fram- tíð fyrir sér. Þessi þjónusta yrði og hefur verið að mestu leyti yfir sumartímann. EES-samningurinn býður upp á það að útlendingar geti fleytt ijómann ofan af þessu vegna þess að þama má ekki mis- muna þegnum aðildarríkja við þessa vinnu. Erlendar ferðaskrif- stofur gætu því komið hingað með allan útbúnað, bifreiðar, mat, leið- sögumenn og annað. Þegar hau- staði þá færa þeir og þyrftu ekki meira við okkur tala og skildu engin verðmæti eftir sig. EES- sinnar segja að þetta sé gagn- kvæmt þannig að íslenskir hóp- ferðabílaeigendur geti bara farið Enn um nauðungaraðild að SHI eftirÁrna J. Magnús Meðal stúdenta er nú nokkuð um það rætt hvort gefa skuli aðild að stærsta félagi þeirra, Stúdenta- ráði HÍ, fijálsa og þá hvort slíkt sé raunsætt og réttlátt. Líkt og oft vill verða þá mæla menn á móti þessu og með og reyna eftir megni að rökstyðja mál sitt. Fylgismenn nauðungaraðildar hafa aðallega fært fyrir máli sínu þrenns konar- rök, sem greinarhöfundur vill hnýta ögn í. „Stúdentaráð er ekki félag!“ Það er ef til vill ekki sanngjarnt að byija á þeirri „röksemd" sem mesta kátínu hefur vakið. Hér er átt við þá skoðun að skylduaðild sé réttlætanleg sökum þess að hér er ekki um félag að ræða. Sumir vilja meina að ráðið sé eins konar ríki í ríkinu, þar sem stúdentar eru þegnarnir og ráðið er ríkisstjórnin, enda er í það kosið með lýðræðis- legum hætti. Gjöld þau sem greidd eru til ráðsins era því sambærileg við skatta og þau eru svo að nafn- inu til notuð til þess að vinna að „hagsmunum" stúdenta. Ef ekki þarf meira til en lýðræðislega kosna stjóm og einhveija gróflega skil- greinda hagsmuni til þess að stofna ríki, þá geta öll ráð og samtök sem eiga í fjárhagsvandræðum tekið gleði sína á ný. Allir lýðræðislega kosnir stjómarmenn hafa sam- kvæmt þessu vald til þess að taka gjöld af hveijum þeim sem talið er að njóti góðs af hagsmunabar- áttu viðkomandi ráða og samtaka. Nú er lag fyrir stúdentaráð að stofna annað ráð sem vinnur að hagsmunum greiðslukorta- og gluggatjaldaeigenda!! Og gangi ykkur vel að sannfæra tilvonandi gjaldgreiðendur um réttmæti gjald- heimtunnar með sömu röksemd sem hér um ræðir. Öðrum skylduaðildarsinnum þykir það liggja ljóst fyrir að ráðið sé ekki félag þar eð orðið „félag“ kemur hvergi fyrir í nafninu Stúd- entaráð Háskóla íslands. Það er von mín að þetta sé tilraun til þess að gera hlut stúdenta meiri í ritröð sem nefnd er skólaskop, en ekki röksemd gegn fijálsri aðild. Vitaskuld er Stúdentaráð HÍ fé- lag og hefur aldrei verið neitt ann- að alla sína tíð. En það er félag með óréttlát forréttindi sem það kærir sig ekki um að missa, blind- að af þröngum sérhagsmunum og hryllir við því að ala önn með sama hætti og öll önnur félög þurfa að gera. „Lögum samkvæmt Ein röksemdin hefur verið undarlega lífseig allt frá því að fyrstu raddir um afnám skylduað- ildar heyrðust. Hún er tilraun til að réttlæta nauðungaraðildina á grandvelli þess að hún er studd lagaákvæði. En benda má á, að bjórbannið var eitt sinn byggt á lögum, og sömuleiðjs óskoruð völd Danakonungs yfir íslandi. Nú eru íslendingar hins vegar sjálfstæð þjóð sem má drekka bjór í friði fyrir yfirvöldum. Reyndar eru ís- lendingar svo heppnir að þeir ráða því sjálfir hvort þeir vilja taka þátt í starfi félaga, en með tveimur undantekningum þó. Fullorðið fólk þarf enn að þola það að vera skikk- að óspurt til aðildar að verkalýðsfé- lögum og einnig skólafélögum á borð við Stúdentaráð HÍ. Höfum við sem þjóð hlotið ávítur fyrir, en sem betur fer má breyta lögum og reglugerðum þannig að skaplegt þyki. Mergur málsins er sá, að þó svo að skylduaðild sé bundinn í lögum, sem deilt er um, þá er ekki þar með sagt að við þau ólög þurfi að búa endalaust. Því síður er mögulegt að réttlæta skylduaðild með skírskotun í lögin. Það er deginum ljósara að ýmist athæfí verður ekki réttlátt við það eitt að vera bundið í lagabókstaf. Enda lítur enginn svo á. Meira og minna öll barátta fyrir réttlæti í heiminum felst í því að beijast gegn ólögum mistækra yfirvalda. Barátta manna gegn kúgun í fyrr- um kommúnistaríkjum einkenndist af þessu og sömuleiðis barátta blökkumanna í S-Afríku og stúd- enta á Torgi hins himneska friðar. Ekki er baráttan fyrir afnámi skylduaðildar jafn stórtæk og sú sem hér er nefnd. En hún er af sama meiði. Þetta er barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum; í þessu tilviki að fá að standa utan félaga ef mönnum sýnist. „SHÍ mun leggjast niður!“ Áhrifamesta röksemdin gegn fijálsri aðild er í rauninni ekki rök- semd, heldur mótsagnakenndur hræðsluáróður. Hann gengur út á að telja fólki trú um að án skylduaðildar myndi starf ráðsins leggjast niður, eða hið minnsta yrði mjög úr því dregið. Talsmenn ráðsins hafa greinilega ekki meira álit á starfi -þess en svo að þeir sjá fyrir stórkostlegan flótta úr félag- inu ef fólki gefst færi á að segja sig úr því. Það er því verið að Árni J. Magnús „Þetta er barátta fyrir sjálfsögðum mannrétt- indum; í þessu tilviki að fá að standa utan félaga ef mönnum sýn- ist.“ mæla gegn frjálsri aðild með vísan í ímyndaðar afleiðingar. En ljóst er að það er aðeins ein afleiðing sem máli skiptir. Með því að gefa stúdentum kost á að velja eða hafna aðild að SHÍ er réttlætinu full- nægt. Aðrar afleiðingar mega sín minna. Ef það yrði tilfellið að fólk segði sig unnvörpum úr félaginu, er Ijóst út og ekið þar - er á bætandi þar í atvinnuleysipu, er þetta vænlegur kostur fyrir íslendinga? - O - Ég vil því meina að lýðsræðis- legt hefði verið að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til laganna um EES-samninginn einkum vegna þess hversu víðtæk áhrif hann hefur á þjóðfélagið og þegna þess. Hér er ekki um venjulega lagasetn- ingu að ræða hún er mjög veiga- mikil og miklar líkur á að meiri- hluti þjóðarinnar hefði hafnað henni. Áfstaða fólks til EES-samn- ingsins fer ekki eftir því hvaða flokki það skipar sig í. Ljóst er að vilji þjóðarinnar er ekki í samræmi við vilja meirihluta alþingismanna, meirihluti þjóðarinnar vill ekki loka sig inn í EB blokkinni, en tilgang- urinn með stefnu EB var að standa saman og loka sig að mestu frá viðskiptum við ríki utan EB. Þar ríkir því ekki frelsið, þar ríkir ein- angrunin. Meirihluti íslendinga vill vinsamleg viðskipti við allar þjóðir hvar sem þær eru á hnettinum. Pjóðir í austri og vestri hafa verið okkur mjög vinsamlegar og sýndu okkur mikinn velvilja, þegar við stóðum í deilum vegna útfærslu landhelginnar, er yfirbuga átti okkur með herskipum og viðskipta- banni af hálfu EB-þjóðanna. Nú er búið að boða að á næstunni verði unnið að því að afnema Kol- beinsey sem grannlínupunkt, verð- ur svo ekki haldið áfram? EES-samningurinn er þess eðlis að fólk tekur ekki afstöðu til hans með eða á móti eftir því hvar í flokki það er, fólk vill ekki leika sér með fjöregg þjóðarinnar, þ.e. sjálfstæði hennar. Það verða 49 ár 17. júní nk. frá því að ísland varð sjálfstætt ríki, við verðum að halda baráttunni áfram og standa fast á því að ísland ásamt fiskveiði- lögsögu okkar verði fyrir íslend- inga og gefa þar ekkert eftir, þó galað sé hátt og óhugnanlega hafi syrt í álinn dagana 12. og 13. jan- úar 1993. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. að það hefur verið á villigötum um langa hríð. Einnig væri þá augljóst að mikið ranglæti fólst í því að innheimta nauðungargjöld af stúd- entum fyrir þjónustu sem þeir kærðu sig greinilega ekkert um. En tilgangslaust er að velta vöng- um yfir mögulegum fólksflótta úr SHÍ og það er ekki skynsamlegt að taka afstöðu til fijálsrar aðildar með tilliti til þess. Vitaskuld munu einhveijir segja sig úr SHÍ. Þessi umræða hefði aldrei farið af stað ef svo væri ekki. En hversu marg- ir kjósa að standa utan þess er ekki hægt að spá í. Það skiptir heldur ekki meginmáli, heldur hitt að hafa þann rétt að standa utan félagsins. Það er á þeim grundvelli sem afstaðan skyldi ráðast. Löngum hefur SHÍ lagt áherslu á að stúdentar mæli sem einn mað- ur. Þá lítur út fyrir að þeir séu allir hallir undir einn málstað og fái því styrka stöðu í „hagsmuna- “baráttu sinni. Hér gera aðstand- endur SHÍ ekki ráð fyrir að meðal stúdenta fyrirfinnist fólk sem ekki kærir sig um að vera hluti af fals- aðri hópsál. Einnig virðist sem tals- menn SHÍ haldi að stúdentar séu allir sammála um hveijir séu hags- munir þeirra, en það er ekki svo. Hagsmunir stúdenta eru eflaust fleiri en tölu verður komið á, og ekkert eitt sameinar alla. SHÍ sem félag hefur þó afar brenglaða sér- hagsmuni. Þeir felast helst í því að eiga sem greiðasta leið í buddu stúdenta, svo að þeir sem að ráðinu standa geti með sem auðveldustum hætti fjármagnað félagsmálafíkn sína á kostnað 5.000 stúdenta. Þeim er gert að borga, eða hætta námi sínu ella. Sannkallaðir afar- kostir sem sæma hvorki siðmennt- aðri þjóð né æðstu menntastofnun hennar. Höfundur er heimspekinemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.