Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 21

Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 21 Stærstu hluthafar í Olíufélaginu sáttir við hlutafjárkaup Sjóvá-Almennra Sögð til marks um styrk Olíufélagsins TALSMENN þriggja stærstu hluthafanna í Olíufélaginu hf. ESSO, þ.e. Olíusamlags Keflavíkur, KEA og Samvinnulífeyrissjóðsins, segja að ekkert nema gott sé um það að segja að Sjóvá-AImennar ásamt dótturfyrirtækjum sinum hafi eignast 5% hlut í Olíufélaginu og séu þar með orðin fjórði stærsti hluthafinn í ESSO. Segja þeir kaup Sjóvá-Almennra á þessum hlut á almennum markaði sýna að Olíufélagið sé talið vera traust félag. Guðjón Ólafsson framkvæmda- stjóri Olíusamlags Keflavíkur, sem er stærsti hluthafinn í Olíufélaginu hf., sagði í samtali við Morgunblað- ið að ekkert nema gott væri um það að segja að nýir aðilar kæmu Inflúensan Bóluefni eina •• ENGIN lyf eru til við inflúensu og aðeins er unnt að kv >' i veg fyrir sýkingu með bóluefni. Þessar upplýsingar fékk Morguiioíað- ið í gær hjá Margréti Guðnadóttur, prófessor á Rannsókarsto' i Háskólans í veirufræði. Bóluefnið er m.a. notað til þess að verj'- sjúklinga og gamalmenni við inflúensunni. „Haustmánuðirnir eru besti tíminn til að bólusetja en vemdin er hvorki langvinn né örugg,“ sagði Margrét Guðnadóttir enn- fremur. „Það eru tveir meginstofn- ar vírusa sem valda inflúensu, A- og B-stofn. I bóluefninu eru bólu- efni gegn báðum stofnunum og undirflokkum þeirra. Það er B- stofninn sem hefur verið að heija hér að undanförnu en við höfum ekki fundið A-stofninn enn sem komið er. Stofnar yfirleitt aðskildir Veturinn er tími flensunnar og hún er vanalega að ganga fram yfir páska. Þeir sem hafa myndað mótefni gegn B-stofninum eru jafnmóttækilegir fyrir A-stofnin- um þrátt fyrir það og geta alveg lagst í flensu á ný. Það eru reynd- ar til undirflokkar innan stofnana tveggja sem geta sýkt sama ein- stakling hvað eftir annað. Undan- farin ár hafa tvær gerðir af A- stofninum verið á kreiki á sama tíma í stórborgum. Hér í stijálbýl- inu eigum við nú ekki von á að fá þá báða yfir okkur samtímis. Þessir stofnar hafa yfirleitt komið hingað aðskildir og þeir hafa dreifst svolítið mismunandi um landið. Ég man eftir því að einu sinni komu þeir í tveimur hrotum norður í land en það er ekki oft sem þetta gerist hér,“ sagði Mar- grét. inn í félagið, og í sjálfu sér sæi hann ekkert athugavert við það. „Þetta eru traustir aðilar og hlutföllin hafa ekkert breyst milli þessara þriggja sem eru stærstir. Við erum út af fyrir sig sáttir við það að það hefur engin tilhneiging verið til þess að reyna að koma með nokkra breytingu sem valdið gæti byltingu innan stjórnar fé- lagsins. Það tel ég vera gott fyrir félagið, en það er búið að stjórna því mjög vel í fjöldamörg undan- farin ár, enda svnir afkoma félags- ins það,“ sagði nann. Góðs viti Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri T^EA sagði að sér litist ekki illa a það fyrirfram að Sióvá-Almennar eignuðust 5% hlut ‘'élaginu, og sér þætti það jjOtv aó menn hefðu trú á félaginu og framtíð þess og væru viljugir að fjárfesta í því. Margeir Daníelsson fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sem er þriðji stærsti hlut- hafinn í ESSO, sagði að þar sem Olíufélagið hf. væri opið hlutafélag þá hlyti hveijum og einum að vera fijálst að eignast í því hlut. „Það ber einungis vott um að menn telja þetta vera traust félag þar sem þeir vilja hætta fjármun- um sínum í það, og ég held að það sé bara góðs viti. Við skulum vona að það sé hvatinn að vilja fjár- festa í traustu og góðu fyrirtæki, og annað vil ég ekki ætla,“ sagði hann. Það er toppurinn að vera í teinóttu Teinótt föt í úrvali, verð 5.500-14.900. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 91 -18250. Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat og gera þátttakendum kleift að njóta sín til fulls f félagsskap annarra. Lögð er áhersla á að gera þátt- takendum grein íyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mann- legum samskiptum og hvemig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi, án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Fjallað verður um atriði sem auðvelda fólki að svara fyrir sig og halda uppi samræðum og leiðir til að auka almenna lífsgleði. Ennfremur er rætt um hvemig hafa megi hemil á kvíða og sektarkennd með breyttum hugsunarhætti og taka gagnrýni þannig að maður læri af henni - en haldi jafnframt reisn sinni. Upplýsingar og innritun í síma 61 22 24 laugardag og mánudag og í síma 123 03 aðra daga. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, Brœðraborgarstíg 7. Reykhólasveit Reykhólaskóla HUSGAGNAUTSALA Enn lækkar verðið færð tölva að giöf Miðhúsum. NÝLEGA fékk Reykhólaskóli PC-tölvu að gjöf frá fyrrverandi þorrablótsnefnd Reykhólasveit- ar, en hver nefnd starfar aðeins í eitt ár í senn. Þegar vel gengur verður stund- um tekjuafgangur og fráfarandi formaður nefndarinnar, Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað á PC-tölvu að gjöf frá þorrablóts- nefnd. Reykhólaskóli á fyrir fjórar PC-tölvur og verður það að teljast gott í 50 nemenda skóla. Formað- ur skólanefndar og skólastjóri Reykhólaskóla biðja fyrir þakkir sínar til nefndarmanna fyrir hug- ulsemina. - Sveinn. Síðustu dagar utsolunnar Sófasett í áklæði frá kr. 50.000,- Sófasett í leðri frá kr. 110.000,- VALHUSGOGN Ármúla 8, símar 812275 - 685375.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.