Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 24
MORÖUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 ASEAN-ríkin Visir að sameigin- legnm markaði FYRSTA skrefið í átt að sameigin- legum markaði ríkjanna sex í Bandalagi ríkja Suðaustur-Asíu (ASEAN), Brunei, Filippseyja, In- dónesíu, Malasíu, Tælands og Sin- gapore, var tekið nú um áramótin. Rétt eins og á öðrum sameiginleg- um markaðssvæðum, sem nú er verið að mynda, s.s. hinu Evrópska efnahagssvæði Fríverslunar- bandalags Evrópu og Evrópu- bandalagsins og NAFTA, sameig- inlegum markaði Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, er stefnt að fijálsara flæði vöru og þjónustu. Aætlunin um AFTA (Asean Free Trade Area) er til fímmtán ára og fyrstu tíu árin er einungis stefnt að sameiginlegum markaði ríkjanna sex þar sem 330 milljónir manna búa nú. Á fundi ráðherra ASEAN-ríkjanna fyrir skömmu var tekin sú ákvörðun að hefja niðurrif tollamúra á iðnaðar- vörum frá og með 1. janúar 1993. Hvatinn að myndun AFTA var ótti leiðtoga ASEAN-ríkjanna við aukna vemdarstefnu og tollamúra í Evrópu og Norður-Ameríku. Ekki er þó ætl- unin með AFTA að torvelda utanríki- sviðskipti og loka sig af frá umheim- inum enda eru ríki Suðaustur-Asíu mjög háð útflutningi. Ríkin ætla ein- ungis að brjóta niður innbyrðis tolla- múra án þess að reisa nýja út á við. Mikill hagvöxtur hefur verið á þessu svæði undanfarin ár, að meðal- tali 8% síðan 1987. Vinnuafl er ódýrt og ríkin auðug af hráefnum og því hefur verið mikið um fjárfestingar frá Evrópu, Bandaríkjunum og Jap- an. Úr þeim gæti þó dregið á næstu árum með myndun NAFTA og innri markaðar EB að viðbættri aukinni samkeppni um fjárfestingar frá lág- launalöndum á borð við Indland og ríki Rómönsku Ameríku. Mengrmarslysið við Súmötru Enn logar í olíuskipinu Singapore. Reuter. Risaolíuskipið Maersk Navigator logaði enn er það rak hægt í vest- urátt norður af indónesísku eynni Súmötru í gær en skipið lenti í árekstri við annað tankskip á fimmtudag. Olía lekur úr skipinu, sem er um 255.000 tonn að stærð, og er flekkurinn orðinn meira en þriggja kílómetra langur. Óttast er að verulegur skaði geti orðið á lífríkinu en sérfræðingar benda þó á að olían sé svonefnd léttolía og gera megi ráð fyrir að hún gufi því fljótt. Enginn mun hafa slasast við áreksturinn. Maersk Navigator, sem var byggt 1989, er í eigu danska skipafélags- ins A. P. Meller en skráð í Singap- ore. Var það lestað nærri tveim millj- ónum tunna af olíu frá Persaflóa og ferðinni heitið til Japans. Áhöfnin var flutt frá borði eftir slysið. Hitt skipið, Sanko Honour, er 96.500.000 tonn og voru tankar þess tómir. Það skemmdist nokkuð en ekki kom gat á tanka þess og skipveijar þurftu ekki á aðstoð að halda eftir slysið. Talsmaður A. P. Moller sagði að dráttarbátar væru að reyna að bjarga Maersk Navigator en sagðist ekkert geta sagt um það hvenær hægt yrði að slökkva eldinn, því síð- ur gat hann tjáð sig um líkur á að hægt væri að stöðva lekann. Ymsar tegundir af skjaldbökum en einnig sækýr, er sagt er að séu fyrirmyndir sagnanna um hafmeyj- ar, eru taldar vera í hættu takist ekki að stöðva olíulekann, einnig hrygningarstöðvar físks á grunn- slóðum. Fulltrúi stjórnvalda í Indó- nesíu, sem sent hafa fjögur skip á svæðið, sagði að krafíst yrði skaða- bóta af skipafélaginu ef verulegt tjón yrði af olíumenguninni. Japanar hafa boðið fram aðstoð við að fjarlægja olíuna. Meirihlutinn af olíuinnflutningi Japana fer um þröngt Malakkasundið milli Malasíu og Súmötru. Aftöku Loðvíks XVLminnst Þess var minnst í París á fimmtudag að tvö hundruð ár eru síðan Loðvík sextándi var hálshöggvinn. Konungssinnar komu af því tilefni saman á Place de la Concorde. Þögn sló á hópinn kl. 10.22 að staðartíma en þá voru nákvæmlega tvær aldir frá því fallöxin hvein. Athygli vakti að höf- uð konungsfjölskyldunnar gömlu, greifinn af París, var ekki viðstaddur. Sagðist hann óttast að hægriöfgasinnar myndu eigna sér minningarathöfn- ina. Nokkrir konungssinnar tóku sig til og settust að í Pantheon. Lögregl- an fjarlægði mennina eftir nokkur átök. Flak rússnesks kíarnorkukafbáts Vilja einangra Koms- omolets með froðu Moskva. Reuter. RÚSSAR sögðu í gær að þeir hefðu lagt áform um að bjarga kafbátn- um Komsomolets, sem sökk skammt frá Bjarnarey norður af Noregi árið 1989, á hilluna og væru í staðinn að athuga aðrar leiðir. Mikil leynd hvíldi yfir Komsomo- geislavirk efni losna úr læðingi. lets, sem var tilraunakafbátur, en um borð var jafnt kjarnakljúfur sem kjarnorkuvopn. Hafa Norðmenn mótmælt harðlega áformum um að reyna að þjarga flaki bátsins þar sem þeir telja hættu á að við það myndu Her Króatíu ræðst inn í Kraiina-hérað Zaereb, Sarajevo, Pale í Bosníu. Washinerton, Brussel. Reuter. ÚTVARPIÐ í Sarajevo, sem lá undir harðri sprengjuárás í gær, sagði að enn væru átök milli múslima og Króata í grennd við borgina Gomji Vakuf, þrátt fyrir að þeir hafi samið um vopnahlé. Tanjug- fréttastofan í Belgrad sagði að króatískir hermenn hefðu ráðist á Krajina-hérað í Króatíu þar sem serbneskur minnihluti hefur lýst yfir sjálf- stæði. Múslimar segja að Bosníu- Serbar séu að fá liðsauka frá Serbíu við borgina Srebrenica. Rússneskur hermaður í gæsluliði Sameinuðu þjóðanna fórst í gær í Króatíu, skammt frá serbnesku landamærunum, er hann steig á jarðsprengju. Madeleine Albright, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur skipað í stöðu aðalfulltrúa landsins hjá SÞ, segir að átökin í Bosníu séu efst á forgangslista Clintons í utanríkismálum. Hart er deilt í Þýskalandi um það hvort þýskir hermenn megi með einhverjum hætti taka þátt í að framfylgja flugbanni yfír Bosníu. Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem líklegt er að annist flugbannið, hvatti Þjóðveija ein- dregið til að komast sem fyrst að niðurstöðu. Stjórnarskrá Þýska- lands hefur verið túlkuð þannig að hún banni að þýsku herliði sé beitt utan vamarsvæðis NATO. Einnig er bent á að minningar um hernám og grimmdarverk Þjóðveija í síðari heimsstyijöld séu enn lifandi í fyrr- um lýðveldum Júgóslavíu. Serbar hafa lagt undir sig um 70% Bosníu en múslimar eru nær helmingur íbúanna og telja mjög á sig hallað með skiptingunni þótt þeir hafí samþykkt hana. Síðustu vikumar hefur stríðsmönnum músl- ima tekist að rétta nokkuð hlut sinn gegn Serbum. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti írans, hringdi í gær í Alija Izetbegovic, múslima og forseta Bosníu, til að fá fregnir af gangi mála og afstöðu Bosníu- stjórnar til friðaráætlunar SÞ og Evrópubandalagsins. Friðarviðræð- um verður haldið áfram í Genf í dag. Níkolaj Borísov, sem veitir nýrri nefnd um neðansjávarvinnu for- stöðu, sagði á blaðamannafundi í gær að sérfræðingar væru nú þeirr- ar skoðunar að besta lausnin væri að innsigla kjarnorkutundurskeytin og kjarnakljúfínn með sérstakri froðu sem kæmi í veg fyrir að geisla- virkni læki út. „Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en málið hefur verið rannsakað til hlítar." Nefnd Borísovs hefur áætlað að kostnaðurinn við að hylja Komsomo- lets froðu verði um 70 milljónir Bandaríkjadala (um 4.500 milljónir ÍSK) en björgun flaksins átti að kosta um hálfan milljarð dala. „Við þurfum á miklu fjármagni að halda . . . Við getum ekki fjár- magnað þetta sjálfír," sagði hann. Eina gallann við froðuhugmynd- ina segir Borísov vera að tæknin til að sprauta froðunni inn í kafbátinn hefur ekki verið þróuð nægilega. „Við vonum að eitthvað muni gerast á næstu tveimur til þremur árum í þeim efnum. En það bráðliggur á að gera eitthvað [varðandi kafbát- inn],“ sagði Borísov. Skotmenn í þyrlum yfirvalda drápu 750 hreindýr á eyðieyju í Alaska Dýrin sögð eyða gróðri Hornprýði íslenskt hreindýr. Ættingjar þess í Alaska sæta loftárásum yfírvalda en eskimóar vilja nýta kjötið. Dýravinir vilja margir friða dýrin. Anchorage í Alaska. The Daily Telegraph. NÆR 200 hreindýr hírast nú á lítilli, vindbar- inni eyju, Hagemeister, í Bristol-flóa í Al- aska meðan deilt er um framtíð þeirra. Skot- menn á vegum Náttúruvemdarstofnunar Bandaríkjanna drápu um 750 dýr úr þyrlum í fyrra en dýrin umræddu komust af, virð- ast hafa falið sig með einhverjum hætti. Stofnunin segir að dýrin séu að eyða gróðri á eyjunni en Yupik-eskimóar vilja eignast þau og afla tekna með því að selja kjötið. Aragrúi bréfa frá hneyksluðum dýravemdun- arsinnum víðs vegar I Bandaríkjunum hefur borist til stjómvalda vegna útiýmingarinnar en flestir landsmenn vita það helst um hreindýr að jólasveinninn notar þau til að draga sleðann. Dýraverndunarsinnar vilja að dýrin séu látin eiga sig og eru því jafnt á móti útrýmingunni sem áætlunum eskimóa um að nýtingu stofnsins. Hreindýrakjöt er mjög algeng fæða í Alaska en annars staðar í Bandaríkjunum er svo mikil andstaða við nýtingu hreindýra að sumir, sem eiga hjarðir og vilja komast inn á stærri mark- aði, íhuga að kalla kjötið „Alaskapylsu" eða segja að kjötið sé af ræktuðu caribou-kyni en caribou er innlend hreindýrategund. Kjöt dýranna er mikilvægt fyrir marga esk- imóa og indíána á afskekktum svæðum en bann- að er að selja það. Trúboði nokkur, Sheldon Jackson, flutti með sér nokkur evrópsk hreindýr til Alaska fyrir réttri öld og var markmiðið að kenna innfæddum eskimóum nútímalegri bú- skaparhætti; hreindýrin eru eingöngu alin til kjötframleiðslu. Dýrin eru alls um 41.000, flest í hjörðum sem eru í einkaeigu og flestar á vest- urströnd sambandsríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.