Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 31

Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 31 SJONARHORN Hjartaáfall getur verið lífshættulegt Lífsmögiileikar ráðast af réttum viðbrögðum nærstaddra Hjartaáföll koma óvænt og þau geta verið lífshættuleg. Einstaklingar geta orðið fyr- ir hjartaáföllum á heimili sínu, á vinnustað og raunar hvar sem er. Við slíkar að- stæður geta lífsmöguleikar þess sem áfallið hlýtur ráðist af réttum viðbrögðum þeirra sem nærstaddir eru. Þrátt fyrir að leiðbeiningar um fyrstu aðstoð hafi verið gefn- ar út vill það koma fyrir þeg- ar einhver nærstaddur hefur óvænt fengið þjartaáfall, að fum og fát grípur nærstadda og litið verður úr aðgerðum. Hjartaáföll geta hent hvern sem er og hvar sem er. Af þeim ástæðum var leitað til prófessors Þórðar Harðar- sonar, yfirlæknis á Landssp- ítalanum, og hann beðinn um aðstoð við að setja saman leiðbeiningar um viðbrögð við hjartaáfalli. Leiðbeiningarnar á að vera hægt að klippa út, setja í ramma og hengja á vegg á vinnustað svo þær séu við hendina þegar á þarf að halda. Slíkar leiðbeiningar ættu að vera aðgengilegar á öllum vinnustöðum bæði á sjó og í landi. Líf getur verið í veði. Nauðsynlegt að þekkja einkenni eigins hjartaáfalls Ef grunur leikur á að hjarta- áfall sé í aðsigi er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir því hver sjúkdómseinkennin eru, þ.e. hvort um er að ræða kransæða- stíflu. Höfuðeinkenni kransæðastíflu er bijóstverkur og er hann að jafnaði staðsettur undir miðju bringubeini, en ekki vinstra meg- in í brjósti eins og margir halda. Bijóstverkurinn leiðir gjaman út í handlegg, annan hvom eða báða, en þó oftar út í þann vinstri og stundum upp í háls. Þó að þessi einkenni gildi um langflesta sjúklinga era þeir til sem aðeins fá verk í handlegg eða aðeins í háls og jafnvel upp í tennur. Stundum kemur fyrir að verkur- inn liggur aftur í bak eða axlir. Um 90% þeirra sem fá krans- æðastíflueinkenni fá bijóstverk. Helstu einkenni kransæðastíflu Bijóstverkur af völdum krans- æðastíflu þarf ekki að vera sár, en er venjulega nokkuð stöðug- ur. Þórður segir að sjúklingar lýsi honum sem sáram verk eða þunga fyrir bijósti, en ekki sem tímabundnum sting sem komi og fari. Um 30% þeirra sem fá kransæðastíflu fá ekki einkenni, stíflan er þá oftast vægari, þ.e. sárið í hjartanu er minna. Oft uppgötvast það ekki fyrr en í hjartalínuriti, e.t.v. löngu síðar. Margir þeir sem fá kransæða- stíflu hafa haft kransæða- þrengsli sem veldur verk við áreynslu, oft í mörg ár. Þeir þekkja verkinn, hann er sams konar og þeir hafa fundið fyrir áður. Munurinn er sá að verkur af völdum kransæðastíflu hverf- ur ekki þó menn hvílist eða taki nitroglyserin-töflu undir tungu. Haldist bijóstverkurinn stöðugur í 10-15 mínútur og hverfi ekki þrátt fyrir ofangreindar ráðstaf- anir er rétt að leita aðstoðar. Auk bijóstverkjar geta komið fram einkenni sem stafa af því hve hjartavöðvinn verður slapp- ur. Sjúklingar verða kaldir og sveittir, þeim verður oft óglatt og kasta upp og þeir geta einnig misst meðvitund. Meðvitundarleysið getur staf- að annaðhvort af því að blóð- þrýstingur verður snögglega lág- ur eða vegna hjartsláttartruf- lana, en það getur haft í för með sér að hjartað hættir að dæla á eðlilegan hátt. í hjartanu er fín- gert rafleiðslukerfi sem gatur raskast á ýmsan hátt og valdið slíkum traflunum. Flestar hjart- sláttartraflanir era saklausar eða ekki mjög hættulegar, en ef þær era miklar geta þær leitt til dauða á skömmum tíma. Bráð hjartabilun getur líka verið einkenni kransæðastíflu, þá safnast vatn í lungun vegna þess að hjartað dælir ekki nóg. Einkennin lýsa sér í mæði og getur hún orðið það erfíð að froða komi úr munni. Þetta á sérstaklega við þá sem hafa fengið mikla kransæðastíflu eða era með lélegt hjarta fyrir. Ruglast má á einkennum hjartaáfalls og annarra sjúkdóma Hægt er að raglast á hjarta- stoppi af völdum kransæðastíflu og aðsvifi og meðvitundarleysi af öðram orsökum, t.d. þegar um er að ræða sjúkling sem hef- ur fengið flogaveikiskast eða sykursýkissjúkling með lítinn sykur í blóði. Meðvitundarlaus maður getur verið drakkinn eða hann getur hafa fengið höfuð- högg eða heilablóðfall. Heilablóðfall og sykursýkistil- felli eiga sér lengri aðdraganda en hjartastopp. Iþeim tilfellum verða menn sljóir og undarlegir áður en þeir missa meðvitund. Þar skiptir máli hvort vitni hafí verið að því að viðkomandi missti meðvitund eða hvort komið hafi verið að honum meðvitundar- lausum. Hvernig bregðast á við hjartastoppi Verði fólk vitni að því, að maður sem virst hefur algjörlega eðlilegur í fasi hnígi allt í einu niður meðvitundarlaus er líkleg- ast að það sé vegna hjartaáfalls. Þegar komið er að sjúklingi með kransæðastíflu, sem misst hefur meðvitund, veltur mikið á því að einhver sé viðstaddur sem kann endurlífgun, hjartahnoð og blástur. Stundum geta hjartslátt- artraflanir horfið og hjartsláttur- inn orðið eðlilegur ef slegið er föstu höggi á bringubeinið. En jafnvel þó að einhver viðstaddur treysti sér til að reyna endurlífg- un skal strax haft samband við sjúkrabíl eða sjúkrahús eða leita aðstoðar læknis. Helstu viðbrögð: 1. Við óvænt hjartastopp gefur björgunarmaður kröftugt högg með hnefanum á bringu- bein sjúklingsins. Höggið skal gefið innan mínútu. Ef árangur er enginn skal beita hjartahnoði og blástursaðferð. 2. Hjartahnoð: Hjartað liggur á milli bringubeins og hryggjar. Þegar bringubeini er þrýst niður (l'/z-ð cm), þá er blóði dælt út úr hjartahólflinum út í slagæð- amar. Þegar þrýstingnum er lét af, fer bringubeinið í sína fyrri stöðu og hjartahólfin fyllast af blóði á ný. 3. Björgunarmaður verður að þrýsta á bringubeinið um 80-100 sinnum á mfnútu. Ef björgunarmaður beitir einnig blástursaðferð þá þrýstir hann 15 sinnum (um leið og hann telur; einn, tveir, þrír o.s.frv.). Þá blæs hann í munn tvisvar á 6 sekúndum, þiýstir aftur á bringubeinið, blæs tvisvar og þannig heldur hann áfram. Sé ekki um hjartastopp að ræða heldur eingöngu kransæða- stíflu, t.d. ef sjúklingur sem hef- ur haft bijóstverki fer að fá þétt- ari verki liggur ekki eins mikið á. Honum gefst tækifæri til að hringja til heimilislæknisins ef slfkt kemur upp á vinnutíma, annars á vaktþjónustu lækna. Aðhlynning þeirra sem hnigið hafa niður af völdum hjartáfalls Ef um kransæðastíflu er að ræða en ekki hjartastopp getur blóðþrýstingurinn orðið mjög lágur og getur það orsakað skerta meðvitund og slappleika. Þá er mikilvægt að láta sjúkling- inn liggja út af. Með því að reisa hann við lækkar blóðþrýstingur- inn. Fyrir sjúkling sem hefur hjartabilun og er móður eða á erfítt með andardrátt er var- hugavert að liggja alveg fíatur. Þeir þurfa að sitja uppi til að draga úr þrýstingi í lungnablóð- rásinni. Ef aðaleinkenni era slappleiki og skert meðvitund era rétt við- brögð að láta sjúkling liggja flat- an. Ef aðaleinkenni er mikil mæði á að láta hann sitja uppi. Ef granur er á bráðri kransæða- stíflu skal haft samband við sjúkrahús. Lífslíkur þeirra sem fengið hafa hjartastopp Ef ekki er hægt að koma við viðeigandi aðgerðum innan 4-5 mínútna eru horfumar lélegar, því mikil hætta er á heila- skemmdum vegna súrefniss- korts. Af þeim sem deyja af kransæðastíflu deyr um það bil helmingur á fyrstu klukkustund- unni og flestir af völdum hjarta- stopps. Þórður var að lokum spurður — hvert eiga menn að hringja eftir stuðningi ef þeir eru stadd- ir fjarri lækni og sjúkrahúsi, t.d. úti á sjó? Er ekki nauðsynlegt að skip- stjórar hafi í sinni vörslu um borð í skipum lyf sem gætu hjálp- að ef einhver í áhöfninni hefur fengið hjartaáfall? „Jú,“ svaraði Þórður, „a.m.k. morfín, nitroglyserín og þvag- ræsilyf." VIÐBRÖGÐ VIÐ HJARTAÁFALLI Við óvænt hjartastopp gefur björgunarmað- ur kröftugt högg með hnefanum á bringu- bein sjúklinsins. Höggið skal gefið innan mínútu. Ef árangur er enginn skal beita þjartahnoði og blástursaðferð. Björgunarmaður verður að þrýsta á bringubeinið um 80-100 sinnum á mín- útu. Ef björgunarmaður beitir einnig blástursaðferð þá þrýstir hann 15 sinnum (um leið og hann telur; einn, tveir, þrír o.s.frv.). Þá blæs hann í munn tvisv- ar á 6 sek- úndum, þrýstir aftur á bringu- beinið, blæs tvisvar og þannig held- ur hann áfram. Hjartahnoð: Hjartað liggur á milli bringu- beins og hryggjar. Þegar bringubeini er þrýst niður (l'A-5 cm), þá er blóði dælt út úr hjartahólfunum út í slagæðarnar. Þeg- ar þrýstingnum er létt af fer bringubeinið í sína fyrri stöðu og hjartahólfin fyllast af blóði á ný.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.