Morgunblaðið - 23.01.1993, Page 34

Morgunblaðið - 23.01.1993, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 ORKAN OG LÍFIÐ Frásögn af 15. þingi Alþjóðlegaorkuráðsins o g nokkrar hugleiðingar af því tilefni eftir Jakob Björnsson 1. Inngangur Alþjóðlega orkuráðið (World Energy Council, WEC)I nefnast alþjóðleg samtök um orkumál sem stofnuð voru í London 1924 og hafa starfað síðan. Þau eru byggð upp af landsnefndum, einn í hveiju landi eða landsvæði með eigin ^rkumálastefnu. Þetta eru ekki samtök ríkisstjóma eða annarra stjórnvalda í þessum löndum enda þótt ráðuneyti og opinberar stofn- anir standi að landsnefndunum í mörgum löndum ásamt fulltrúum frá einkafyrirtækjum, háskólum og rannsóknarstofnunum og fleir- um. Samtökin spanna yfir allar tegundir orku, gagnstætt því sem er um mörg sérgreinasamtök á orkusviðinu, svo sem Alþjóðlega gassambandið (IGU) og alþjóða- ráðstefnan um stór raforkukerfi og fleiri. Alþjóðlega orkuráðið em víðfeðmustu millibjóðasamtök á orkusviðinu sem til em. Að loknu J5. þinginu sem hér verður sagt ’ frá em 99 hndsnefndir í ráðinu í öllum hlutum heims. 2. Fimmtánda þingið Alþjóðlega orkuráðið hefur nú um langan aldur haldið þing þriðja hvert ár. Hið 15. var haldið í Madrid 20.-25. september síðast- liðinn. Skráðir þátttakendur vom nokkuð yfir þijú þúsund, auk maka og annarra gesta, þar af 12 frá Islandi. Alls vom 237 er- indi lögð fyrir þingið í ú'órum deild- um: 1. Orka og umhverfi. 2. Orka og efnahagur. 3. Orka og þróun. 4. Samvinna í orkumálum. Frá íslandi kom eitt erindi í 4. deild. Það nefnist „Alþjóðleg sam- vinna um staðsetningu á raforku- reknum iðnaði í því skyni að draga úr gróðurhúsavandanum“ og er eftir þá Jakob Björnsson, Jóhann Má Maríussson og dr. Jóhannes Nordal. í erindinu komast höfund- ar að þeirri niðurstöðu, að með því að flytja allan raforkufrekan iðnað í heiminum til svæða þar sem unnt er að framleiða raforkuna handa honum úr öðmm orkulind- en eldsneyti og ekki er nægur markaður fyrir þessa orku til ann- arra nota megi minnka losun á koltvísýringi í heiminum, þýðing- armesta gróðurhúsagasinu, um 260 milljónir tonna á ári, eða um 1% af þeim koltvísýringi sem ár- lega berst út í andrúmsloftið af mannavöldum. Helstu leiðir til að koma slíkum tilflutningi í kring telja höfundar vera þær, að hætta niðurgreiðslum á raforku til slíkra iðngreina og verðleggja raforku almennt út frá markaðssjónarmið- um, svo og að skapa í ríkari mæli en nú svæðisbundna raforkumrak- aði með samtengingu raforku- ~’f(erfa. Samvinnan yrði fyrst og fremst í því fólgin að skapa slíkar aðstæður. Við þær leiti raforkuf- rekir notendur þangað sem orkan er ódýrust, en það myndi leiða af sér slíkan tilflutning. í erindinu er jafnframt bent á ýmsar tálman- ir í vegi fyrir slíkum tilflutningi. Höfundar telja að hann muni taka nokkra áratugi og einkum fara fram um leið og eldri úreltar verk- smiðjur eru lagðar niður og nýjar reistar í staðinn, þá á nýjum stöð- um. " Einkunnarorð þingsins voru að þessu sinni: „Orkan og lífið.“ Meg- inviðfangsefnið var að gera sér grein fyrir því að hvemig unnt er a sjá sívaxandi mannfjölda í heiminum fyrir þeirri orku sem hann þarf á að halda til að geta lifað mannsæmandi lífí — eða -4i.m.k. eygja möguleika á því — með viðráðanlegum tilkostnaði og sjálfbærum hætti til frambúðar. Lausn á þeim vanda er forsenda þess að mannsæmandi mannlíf fái þrifist á þessari jörð í framtíðinni. Án orku er ekkert líf. Ef til vill er merkasti atburður þessa þings sá, að þar voru kynnt drög að skýrslu sm nefnist: „En- ergy for Tomorrows World — the Realities, the Reai Options and the Agenda for Achievement“, eða „Orka handa heimi framtíðarinnar — raunveruleikinn, raunkostir og leiðin að markinu". Skýrslan er unnin af sérstakri könnunarnefnd á vegum Alþjóðlega orkuráðsins, sem verið hefur að störfum allt frá síðasta þingi í Montreal 1989 þegar ákveðið var að koma henni á fót. Hlutverk hennar er að ein- mitt að leita raunhæfra svara við ofangreindri spurningu. Þessari könnunarnefnd til aðstoðar eru átta svæðisnefndir „heimamanna" á átta heimssvæðum, þ.e. Norður- Ameríku, Latnesku Ameríku og Karíbahafi, Vestur-Evrópu, Aust- ur-Evrópu, Miðausturlöndum og Norður-Afríku, Afríku sunnan Sahara, Kyrrahafssvæðinu og Suður-Ásíu. Hver þessara svæðis- nefnda metur ástand og horfur í sínum heimshluta þar sem nefndarmenn eru hnútum kunnug- astir. Athugunin sem heild er þannig byggð upp neðanfrá, eða heiman að, en með því móti ætti mest að verða að marka niðurstöð- umar. Könnun þessari lýkur ekki fyrr en í ár, 1993, en ítarlegar umræð- ur fóru fram á þinginu í Madrid um drögin og verður tekið mið af þeim við endanlegan frágang skýrslunnar um hana. Helstu atriðin úr bráðabirgða- yfirliti könnunarnefndarinnar á orku fyrir heim framtíðarinnar má draga saman þannig: * Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum jarðar fjölgi úr 5,3 millj- örðum 1990 í 8,1 milljarð 2020 óg að nær 90% af fjölguninni verði í þeim löndum sem nú teljast til þróunarlanda. Það er fyrst og fremst þessi gífurlega fólksfjöigun sem ieiðir til stóriega vaxandi orkunotkunar í heiminum fram tii 2020 — þrátt fyrir bætta orkunýt- ingu. Búist er við því að strax frá og með fyrsta áratug næstu aldar vaxi orkunotkun núverandi þróun- arlanda í heild af þessum sökum hraðar en heildamotkun iðnríkj- anna og úr því verður vöxtur notk- unarinnar fyrst og fremst í þróun- arlöndunum — og þar með einnig sá umhverfisvandi sem þeim vexti kann að fylgja. * Heimsframleiðslan er talin munu aukast úr 21,0 TUSD (tera- dölum bandarískum, 1012 eða þús- undum milljarða Bandaríkjadala) 1990 í 55,7 TUSD 2020 á verð- lagi 1985, eða um 34,7 TUSD. Aukningin skiptist nokkum veginn jafnt milli iðnríkja og þróunar- landa. Vegna fólksfölgunarinnar í þeim síðamefndu eykst hins vegar munurinn milli þessara landahópa í framleiðslu á íbúa enda þótt hún vaxi verulega í þróunarlöndunum og lífskjörin batni þar með frá því sem nú er. Hlutfail framleiðslu á íbúa breytist aftur á móti þróunar- löndunum í vii. * Búist er við að orkunotkun í heiminum aukist um 4,6 Gtoe (gígatonn, þ.e. milljarða tonna, að olíuígildi), úr 8,7 Gtoe 1990 í 13,3 2020 og að 75% af aukningunni verði í þróunarlöndunum. * Hefðubndið eldsneyti, kol, olía og jarðgas, mun áfram verða meg- inorkugjafí mannkyns næstu ára- tugi, en hlutur endurnýjanlegra orkulinda mun samt aukast veru- lega fam til 2020. Jakob Björnsson „Vandinn sem við blasir öllum jarðarbúum er að þræða einstigi til fram- tíðar með þeim hætti að sæmileg’ur friður ríki í heiminum og við- unanlegt jafnvægi milli efnahags, umhverfis og orkunotkunar; jafn- vægi sem haldist getur til frambúðar og tryggt sjálfbæra þróun.“ * Með tilliti til þess að mikil óvissa ríkir um hversu mikill svo- nefndur gróðurhúsavandi er í raun og veru mælir könnunarnefndin með því að fyrst um sinn verði lögð áhersla á þær aðgerðir gegn honum sem lítt eða ekki þarf að sjá eftir að hafa ráðist í þótt vand- inn reynist mun minni en margir óttast nú. Meðal slíkra aðgerða er bætt orkunýting að því marki sem hún nú þegar svarar kostn- aði. Skoða verður kostnað við mis- munandi aðgerðir til að draga úr losun á koltvísýringi og velja milli þeirra með þeim hætti, að sem mestur árangur náist í hlutfalli við það sem til er kostað í stað þess að setja sér handahófskennd markmið um að hafa dregið úr losuninni í hveiju landi um svo og svo marga hundraðshluta á til- teknu árabili. * Það kostar gífurlegt fjár- magn að sjá fyrir allri þeirri orku sem mannkynið þarf á að halda í framtíðinni. Hvernig á að afla þess fjár, ekki síst fyrir þróunar- löndin? Nefndin bendir á að þar verður að byija á byijuninni, sem er að verðleggja orkuna rétt. Á annan hátt fæst nauðsynlegt fjár- magn aldrei. í mörgum þróunar- löndum, sem stynja undan fjár- magnsskorti, er orka seld á verði sem er langt undir kostnaði henn- ar. Það verður að byija á að hætta því. Fjármagn frá iðnríkjunum verður að koma til, en það gerist ekki fyrr en ráðin hefur verið bót á þessu. 3. Að skoða málin í samhengi — ekki einangrun Það sem einkenndi þetta þing frá flestum undanfömum þingum Alþjóðlega orkuráðsins er meiri áhersla en fyrr á að skoðá orku- mál, efnahagsmál og umhverfis- mál í heild og að gera sér grein fyrir hinu nána samhengi sem þama er á milli. Umhverfishlið orkumálanna var þannig meira rædd á þessu þingi en nokkru sinni fyrr. Þróunarlöndin bentu á að það er tómt mál að tala um að ráða bót á umhverfisvandanum í þess- um löndum — sem er hrikalegur sums staðar — fyrr en efnahags- ástandið þar batnar. Og bætt efna- hagsástand leiðir til meiri orku- notkunar. Það hægir heldur ekki á fólksfjölguninni fyrr en efnahag- urinn batnar. En orkuþörf mann- kyns verður ekki hamin nema það hægi á henni. Þessu innbyrðis samhengi orku, efnahags og umhverfis er lýst í aðalatriðum, en með einfölduðum hætti á myndinni sem hér fylgir með. Þar er tæknin sett í miðju þríhyrningsins vegna þess að hún hefur áhrif á allt þrennt. Strikin tákna tengsl eða samhengi. Gamalkunn eru tengslin milli orku og efnahags sem lýsa sér í þeirri alkunnu staðreynd að bættum efnahag fylgir jafnan meiri orku- notkun. Ef eingöngu er horft á þessi tengsl gleymist hinsvegar þriðja hornið í þríhyrningnum, umhverfið. Flestir eru nú sammála um að því má ekki gleyma. Á síð- ari árum hefur oft verið horft meira á tengslin milli orku og umhverfis. Með því að draga úr orkunotkun, segja sumir, getum við bætt umhverfið. Þá gleyma menn aftur einu horni þríhyrnings- ins, efnahagnum. Sú einsýni er engu betri hinni fyrri. Það er nefni- lega líka samhengi milli efnahags og umhverfis. Ef við eyðileggjum umhverfi mannsins leggjum við um leið efnahag jarðarbúa í rúst. Á hinn bóginn er blómlegur efna- hagur undirstaða undir góðu og heilnæmu umhverfi. Það er vert að veita því athygli í þessu sam- bandi að allar umhverfisbreytingar nútímans eiga upptök sín í ríkum iðnríkjum. Gott og heilnæmt um- hverfi er einn lúxus hinna ríku. Snauður maður lætur sér ekki annt um umhverfið. Hann hefur um nóg annað að hugsa. Þegar menn þess vegna einblína á samhengið milli orku og um- hverfis og segja að minni orku- notkun leiði af sér betra umhverfi þá gleyma menn því að minni orkunotkun kann að leiða af sér þrengri efnahag sem aftur bitnar á umhverfinu. Þau neikvæðu áhrif geta vegið upp jákvæðu áhrifín af minni orkunotkun — jafnvel meira til, þannig að verr sé farið en heima setið. Menn skyldu því varast einsýni. Varast að búast við einföldum svörum við flóknum og marg- brotnum spurningum. Einfaldra lausna á orkuvanda heimsins er ekki að vænta! Það var einmitt boðskapur 15. þingsins. Brýnt er að menn temji sér heildarsýn; kerf- issýn, sem felst í því að skoða málin í samhengi en ekki einangr- un; að gera sér ljóst að eitt hefur áhrif á annað. Meta verður heild- aráhrifin þegar einhveiju er breytt en láta sér ekki nægja að skoða áhrifín á hluta af heildinni. Þetta er hið sama sjónarmið og er ráð- andi í vistfræðinni. Því er haldið fram af mörgum talsmönnum þróunarlanda, þegar við frá iðnríkjunum ræðum um nauðsyn umhverfisverndar og á að ráða bót á umhverfisvanda heimsins, að stærsti umhverfis- vandinn hér á jörðu sé efnahagsleg vanþróun meirihluta mannkyns- ins. Þegar við segjum að frumskil- yrði þess að efnahagslegar framf- arir geti átt sér stað í þróunarlönd- unum, og frumskilyrði þess að unnt sé að hafa hemil á orkunotk- un mannkyns í framtíðinni, sé það að hinni gegndarlausu fólksfjölgun í þessum löndum linni, þá benda fulltrúar þessara landa á það á móti, að fólksfjölgun muni ekki linna nema nægar efnahagsframf- arir verði til að konur í þessum löndum verði læsar og geti þannig notfært sér fræðslu um getnaðar- varnir og fjölskylduáætlanir. Báðir hafa rétt fyrir sér. Sú staðreynd undirstrikar einmitt það sem minnst var á hér að ofan, að um er að ræða gagnverkun milli efna- hags, umhverfís og orkunotkunar. Skoða verður heildarmyndina — ekki einstaka drætti hennar. 4. Afleiðingar af því að halda áfram að brenna eldsneyti í heiminum — og af því að gera það ekki Við höfum að undanförnu heyrt mikið talað um vandamál vegna flóttamanna sem streymt hafa til sumra Evrópulanda svo sem Þýskalands. Þýsk innflytjenda- löggjöf var mótuð á tímum kalda stríðsins og miðaði að því að létta pólitískum flóttamönnum frá Austur-Evrópu að komast vestur yfír. En nú er önnur tegund flótta- manna tekin að gera æ meir vart við sig: Efnahagslegir flóttamenn, fólk sem er að flýja fátæktina heima fyrir. Sú hætta er fyrir hendi að hin gegndarlausa fólks- fjölgun víða í þriðja heiminum, þróunarlöndunum, og efnahagsleg stöðnun þar sökum þess að fjölg- unin étur jafnóðum upp allan árangur efnahgasframfara leiði af sér er tímar líða nánast óstöðv- andi straum efnahagslegra flótta- manna frá suðri til norðurs. Þau vandamál sem nú er við að etja vegna flóttamanna kunna að verða hreinn barnaleikur hjá þeim sem þá getur orðið við að stríða. Við höfum einnig heyrt út- málaðar afleiðingar þess að koltví- sýringur og önnur gróðurhúsagös haldi áfram að safnast fyrir í and- rúmsloftinu vegna áframhaldandi notkunar mannsins á eldsneyti úr jörðu sem inniheldur kolefni, eins og kolum, olíu og jarðgasi. Menn hafa því áhyggjur af stórlega vax- andi eldsneytisnotkun í þróunar- löndunum. Hér að framan var þess getið að búist væri við að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.