Morgunblaðið - 23.01.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.01.1993, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993 —í.i i1! i'iM/ 36 „ Jóla- og líknarmerki 1992 IAMOSMMTOK HIARfASíÚKUSCA IANOSSAMIOK HtAttlAMUKUNCA LANOSSAMI0X HJAKIASHJKUNCA Jóla- og líknarmerki 1992. ________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Enn verður haldið margra ára gömlum sið í þessum þætti, þ.e. að segja nokkuð frá þeim jóla- og líknarmerkjum, sem út komu fyrir síðustu jól. Enn er það líka svo, að Bolli Davíðsson í Frí- merkjahúsinu hefur sent þættin- um þessi merki og jafnframt upplýsingar um þau. Kann ég honum beztu þakkir fyrir, enda er mér kunnugt um, að ýmsum þykir gott að fá upplýsingar um þessi merki á einum stað. í þætti um jóla- og líknar- merki 18. jan. 1991 greindi ég frá smáathugun, sem ég gerði á notkun þessara merkja á jóla- bréfum eins viðtakanda 1990. Kom þá í ljós, að slík merki voru örfá. Sama virtist vera upp_ á teningnum fyrir síðustu jól. Ég hef áður komið með þá skýringu á því, hversu jólamerkjum virðist fara fækkandi á jólabréfum, að menn telji sjálf jólafrímerki póst- stjómarinnar nægja til þess að minna á jólin. En þau hafa kom- ið út í rúman áratug, eins og lesendur vita. Ég held reyndar, að önnur skýring komi einnig til greina. Verður vikið að henni í lok þessa þáttar. En nú skulu nefnd þau jóla- og líknarmerki, sem út komu að þessu sinni. Bolli Davíðsson segir mér, að út hafí komið ellefu jóla- og líkn- armerki frá níu samtökum og stofnunum árið 1992. Fylgja hér myndir af þessum merkjum nema einu, sem hafði ekki tekizt að fá eintak af fyrir ritun þessa þáttar. Fyrst verður þá fyrir jólamerki Thorvaldsensfélagsins, en nú eru komin út alls 79 merki frá því félagi frá 1913, ef mig mis- minnir ekki. Næst eru svo merki frá Kvenfélaginu Framtíðinni á Akureyri. Þá kemur merki frá Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar. Líknarsjóður Lionsklúbbsins Þórs gefur enn út merki til ágóða fyrir Tjaldanesheimilið. Ung- mennafélag Dalamanna og Norður-Breiðfírðinga sendir enn á markað jólamerki og nú með mynd af Skarðskirkju. Kaþólski söfnuðurinn á Islandi gefur út jólamerki í þriðja sinn. Er það eins að útliti og 1991, einungis breytt um ártal. Þá gaf Spari- sjóður Hafnarfjarðar út jóla- merki og mun hafa dreift því ókeypis meðal viðskiptavina sinna af því tilefni að Sparisjóð- urinn varð níutíu ára á árinu, svo sem fram kemur á merkinu. Landssamtök hjartasjúklinga gáfu út örk með 15 merkjum af þremur gerðum til ágóða fyrir samtök sín, en því miður eru þau ártalslaus. Samtökin munu einn- ig hafa gefíð út líknarmerki fyr- ir jólin 1991, en spumir um þau höfðu mér ekki borizt fyrr en alveg nýlega. í allri vinsemd vil ég benda forráðamönnum þess- ara samtaka á að geta ártals, ef þeir halda áfram að gefa út slík merki. Eins og fram kemur hér að framan, vantar mynd af einu jólamerki, sem út kom að þessu sinni. Er það frá Ungmennasam- bandi Borgarfjarðar, en það hef- ur áður gefíð út fímm frímerki með kirkjumyndum úr héraðinu. Loks hefur frétzt, að nunnur í Stykkishólmi hafí gefið út jóla- merki fyrir þessi jól og það jafn- vel einhver jól á undan. Þessi merki hafa ekki borizt á markað hér í Reykjavík, svo að mér sé kunnugt um. Langlíklegast er, að útgáfa sérstakra jólafrímerkja á vegum póststjómarinnar hafí dregið all- verulega úr notkun jóla- og líkn- armerkja á undanfömum árum. Hins vegar kemur önnur skýring vel til greina. Er það verðlagning þessara merkja. Mun ég áður hafa vikið að þessu atriði í um- ræðu um líknarmerki. Enda þótt ég efíst ekki um, að allt það fé, sem kemur inn fyrir seld merki, renni til margvíslegra og þarfra líknarmála, má gæta sín á því að spenna bogann ekki of hátt. Thorvaldsensmerkin voru t.d. seld á 25 kr. stykkið eða á rúm 80% af því, sem kostar undir almennt burðargjald póstsins, en það er eins og kunnugt er 30 krónur. Nú er það vitað, að flest- ar fjölskyldur senda tugi jóla- korta á hveiju ári. Það dregur sig því saman, ef menn vilja styrkja þessi ágætu málefni, að þurfa að bæta einum 80% ofan á sjálft burðargjaldið. Að mínum dómi nær þessi verðlagning engri átt og er í raun mjög óskynsam- leg, þegar grannt er skoðað. Ég hef þá trú, að líknarfélögin fengju meira í sinn hlut, ef gætt er hófs í verðlagningu merkj- anna. Þeir sem þekkja til frímerkj- aútgáfu vita t.d. að sé frímerki gefíð út með svonefndu yfír- verði, má það aldrei fara yfir 50% af nafnverði þess til burðar- gjalds. Ég held því, að líknarfé- lög eigi að taka hér mið af og fara a.m.k. aldrei hærra í verð- lagningu sinni en sem svarar því hlutfalli af almennu burðargjaldi á hveijum tíma. og helzt aðeins neðan við það. Landssamtök hjartasjúklinga seldu sín merki í 15 merkja örkum, þar sem hver þeirra kostaði 200 krónur. Þar kostaði þá hvert merki sem svarar 13,33 kr. eða um 44,4% af póstburðargjaldinu. Um það munar fáa, ef þeir vilja á annað borð styrkja gott málefni. Þá hef ég tekið eftir því, að notkun ýmissa límmerkja, t.d. í líkingu jólasveina eða annars, sem minnir á jólin, hefur aukizt. Jafnvel er farið að selja umslög undir kortin, þar sem prentað er vinstra megin að neðan JÓL með jólatrésgrein yfír eða ein- vörðungu með jólabjöllum. Auð- vitað nægir flestum þetta til þess að minna á jólapóstinn til viðbót- ar burðargjaldinu, en kostar um leið miklu minna en merki þau, sem líknarfélögin selja. Hér er því komin samkeppni við jóla- merkjamarkaðinn frá annarri hlið, ef svo má segja. Afleiðingin verður þá sú, að merkin komast ekki nema að litlu leyti á almenn- an markað. Það verða þá einkum safnarar, sem kaupa þau, og svo þeir, sem líta á það sem skyldu- kvöð að kaupa þau til styrktar ákveðnu málefni. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag kvenna Nú er 4. umferð lokið í sveitakeppn- inni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Margrétar Þorvarðardóttur 79 Sv. Gullveigar Sæmundsdóttur 78 Sv. Ingu L. Guðmundsdóttur 77 Sv. Ólínu Kjartansdóttur 72 Sv. Hrafnhildar Skúladóttur 71 Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 71 Bridsfélag Siglufjarðar 13 sveitir taka þátt í aðalsveita- keppni félagsins. Eftir 3 umferðir er staða efstu sveita þessi: Sv. Bjarkar Jónsdóttur 66 Sv. Þorsteins Jóhannssonar 63 Sv. íslandsbanka 56 Sv. Reynis Karlssonar 56 Sv. Birgis Bjömssonar 48 Kjördæmismót N-vestra. 25 pör tóku þátt í mótinu sem hald- ið var á Sigluíirði 16 janúar sl. Röð efstu para varð þessi: Asgrimur Sigurbjömsson - Jón Sigurbjömsson, Siglufirði 157 Sigfús Steingrímsson - Valtýr Jónasson, Siglufirði 156 Kristján Blöndal - Sigurður Sverrisson, Sauðárkróki 147 Páll Ágúst Jónsson - Sigurður Gunnarsson, Siglufirði 111 Heiðar Albertsson - Jóhann Stefánsson, Fljótum 99 Anton Sigurbjömsson - Bogi Sigurbjömsson, Siglufírði 90 Kjördæmameistarar fá rétt til að spila í úrslitum íslandsmótsins. Bridsfélag Hreyfils Lokið er sveitakeppni félagsins með sigri sveitar Daníels Halldórssonar. Með honum spiluðu í sveitinni Ragnar Björnsson, Helgi Straumfjörð, Thor- vald Imsland, Viktor Björnsson og María Haraldsdóttir. Röð efstu sveita var þessi: Daníel Halldórsson 239 SigurðurÓlafsson 221 Birgir Sigurðsson 220 ÓlafurJakobsson 199 Ámi Kristjánsson 166 Nk. mánudag hefst barómeter. Spil- að er í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Lokið er 9 umferðum í aðalsveita- keppninni. Staðan er eftirfarandi: SveitDrafnarGuðmundsdóttur 178 Sveit Erlu Siguijónsdóttur 163 Sveit Kristófers Magnússonar 156 SveityinaKonna 142 SveitÁrsælsVignissonar 134 Staðan í byijendariðli: SveitVinaRagnars 93 Sveit Bryndísar Eysteinsdóttur 7 2 Sveit Sófusar Bertelsens 54 Nk. mánudag, 25. janúar, verða spilaðar síðustu tvær umferðirnar í sveitakeppninni. Minning Tryggvi Jónsson Mánudaginn 4. janúar 1993 var vinur minn og svili, Tryggvi Jóns- son, kvaddur hinstu kveðju frá Garðakirkju. Dyntir örlaganna réðu því, að ég gat ekki fylgt honum síðasta spölinn né heldur komið þeim kveðjuorðum frá mér, sem hér fylgja. Tryggvi fæddist í Ystabæ í Hrís- ey árið 1911. Hann var næstyngst- ur níu systkina. Af þeim náðu átta fullorðinsaldri, en tveir bræður hans létust þó í þann mund er þeir höfðu náð manndómsþroska, MEG frá ABET UTAN A HÚS Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 annar 20 ára en hinn 24 ára. Foreldrar Tryggva voru Hall- fríður Þórðardóttir frá Hólum í Öxnadal og Jón Krisetinn Kristins- son, útvegsbóndi og kennari frá Ystabæ, en hann var kominn af merkum útvegsbændum í Hrísey. Fyrstu ár ævi sinnar dvelst Tryggvi í Hrísey, en þegar hann er 8 ára gamall flyst fjölskyldan til Siglufjarðar, en þar tekur faðir hans við starfí sem fiskmatsmaður og kennari. Fljótlega mun það hafa komið fram hjá Tryggva að hann hafði gaman að vélum og vildi gjaman kynna sér innviði þeirra og nota- gildi. Það lá því beint við að Tryggvi færi í vélfræðinám, enda ákvað hann að fara til náms í bif- vélavirkjun hjá Vilhjálmi bróður sínum, en hann var bifvélavirki á Akureyri. Þaðan lýkur hann prófi sem bifvélavirki rétt um tvítugt. Að námi loknu gengur hann í fé- lag við bróður sinn, Vilhjálm, um að byggja bifreiðaverkstæði á Akureyri, en þeir nefndu það Ham- arinn Mjölni. Rekstur þess verk- stæðis mun ekki hafa skilað mikl- um arði og endaði með því að rekstri var hætt. Tryggvi vann eigi að síður áfram að bifvélavirkjun á Akur- eyri. Um þetta leyti vann hann ennfremur mörg sumur sem verk- stjóri við vélsmíði og uppbygingu sfldarverksmiðju á Vopnafírði. Það segir nokkuð um hæfni hans við uppsetningu sfldarverk- smiðjunnar á Vopnafírði, að í framhaldi af vinnu hans þar var honum boðið starf á Höfn í Horna- fírði, þar sem hann fékk það hlut- verk að byggja upp og endumýja físikmjölsverksmiðjuna. í framhaldi af því flyst hann frá Akureyri til Hafnar laust fyrir 1970 og tekur þá við fram- kvæmdastjóm fiskimjölsverk- smiðjunnar. Því starfí gegndi hann meðan kraftar leyfðu. Þegar ekki var lengur hægt að halda í við unga menn í afköstum ákvað Tryggvi að setjast „í helgan stein“ og eyða síðustu ævidögunum ásamt konu sinni í verndaðri íbúð að Naustahlein 5, í tengslum við Hrafnistu í Hafnarfírði. Þeir dagar urðu, því miður, alltof fáir því fljót- lega kenndi hann þess sjúkleika sem endanlega réð úrslitum. Hér hefír verið stiklað á býsna stóru um atvinnusögu og fram- kvæmdir Tryggva um ævina. Það væri hins vegar fráleitt að gera ekki grein fyrir þeim þætti í lífí hans, sem skipti hann mestu máli, en það var kona hans og dætur. Óhætt er að fullyrða að hann var mikill hamingjumaður í sínu einka- lífi, enda snerist hugur hans allur um líf og velsæld fjölskyldunnar. Tryggvi kvæntist eftirlifandi eiginkonu, Elínu Ólafsdóttur frá Burstafelli árið 1939, en föður- bróðir Tryggva, séra Stefán Krist- insson, prestur á Völlum í Svarfað- ardal, gaf þau saman. Þau eignuð- ust fjórar dætur: Ásrúnu, fædda 1939, var gift Marshall Thayer flugliðsforingja, Hallfríði, fædda 1942, var gift Sveini Sveinssyni, deildarstjóra í Landsbanka, Mar- gréti, fædda 1946, gift Ingþóri Haraldssyni, lækni í Borgamesi og Þóm, fædda 1952, gift Lámsi Ragnarssyni, lækni í Búðardal. Alls eru bamabömin orðin 8. Það er margs að minnast, þegar ég hugsa til kynna okkar Tryggva. Tryggvi var með eindæmum ljúfur maður og elskulegur og ömgglega var hann einn þeirra, sem aldrei gerði neinum manni rangt til vís- vitandi. Hann var mikill náttúr- unnandi og hafði næmt auga fyrir fögru umhverfi og dýralífí. Ég vissi til þess að hann fylgdist grannt með komu farfugla á vorin og gat sagt nákvæmlega hvenær og hvar fyrst sást til hverrar fugla- tegundar á Höfn. Ég fékk gott tækifæri til þess að kynnast honum allnáið er hann starfaði um skeið á Keflavíkur- flugvelli og var þá að sjálfsögðu tíður gestur á heimili mínu. Ég minnist þess að í hvert sinn, sem hann bar að garði þá flutti hann með sér hlýju í húsið. Bros hans og hljóðlát nærvera var ætíð jafn kærkomin. Síðar fékk ég að eyða með þeim hjónum nokkmm dögum á ferðalagi um Niðurlönd og Þýskaland og betri ferðafélaga hefði ég ekki getað kosið og verð- ur mér sú minning dýrmæt. Við brottfór Tryggva kveð ég hann með einlægu þakklæti fyrir trygga vináttu og drengskap, sem aldrei brást. Þar sakna ég góðs vinar. Eiginkonu, dætram og öllum öðram vandamönnum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Ég er þess jafnframt fullviss, að sá ljómi, sem umvefur minningu hans, mun milda ættmennum söknuðinn. Megi Guð blessa minningu þessa mæta manns. Ingólfur Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.