Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 39
seer haúmai .es HUOAUflAOUAj giqajhmuohom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Minning Ingvi Bjöm Antons son frá Dalvík Fæddur 5. febrúar 1928 Dáinn 16. janúar 1993 Er ég heyrði um andlát vinar míns Ingva Antonssonar kom mér í hug orð úr Fjallræðunni: „Sælir eru hjartahreinir." Þannig kynntist ég honum, að hreinlyndi hans er mér nú efst í huga og einlægnin, sem eru eiginleikar sem haldast í hendur. Sá maður sem hefur fengið þessa eiginleika í vöggugjöf og ræktað þá með sér er alltaf ríkur að vinum. Þannig var Ingvi enda þótt hann væri oft fljóthuga og ör og vildi ekki geyma neitt ógert til morgundagsins. Það gustaði oft að honum, svo stórgerðum, og enginn var hann venjulegur í sínum vinnu- ham. Því kom manni á óvart, þegar maður kynntist hans innri manni, viðkvæmni hans og samúð, mikilli réttlætiskennd og auðmýkt gagn- vart þeim sem ræður. Þar var hann helgasta vé, trúin á handleiðslu Drottins Guðs og að tilviljunin væri nánast ekki til. Böm og unglingar sóttu til hans, því hann skemmdi aldrei bamið í sjálfum sér. Vinir hans og kunningjar leituðu oft til hans, því þeir vissu að Ingvi sagði alltaf hug sinn og gaf jafnan góð ráð, sem kom oft síðar á daginn að hefðu reynst vel, ef eftir hefði verið farið. Hann fæddist á Dalvík 5. febrúar 1928, sonur hjónanna Antons Ant- onssonar og Sólveigar Hallgríms- dóttur, ættuðum úr Svarfaðardal. Hann missti ungur móður sína og ólst upp í stórum systkinahópi að Hrísum hjá afa sínum og ömmu í föðurætt. Ungur fór hann til sjós og vann heimili sínu allt það sem hann gat. 1953 fór hann til búnað- amáms í Noregi og kom heim lærð- ur búfræðingur tveimur ámm síðar. Var hann ráðinn bústjóri, fyrst á Vífilsstöðum og ári síðar á Bessa- stöðum þar sem hann var bústjóri í tólf ár á stóru búi með vinnufólki sínu. 1957 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Guð- mundsdóttur, ljósmóður frá Selja- brekku, og eignuðust þau fjögur böm, Guðmund, Petru, Anton og Bjarnveigu, og síðar fósturdóttur, Magneu Þóm. 1968 var búskap hætt á Bessastöðum og fluttist Ingvi þá á ættarsetrið á Hrísum, þar sem hann tókst á við stóraukinn búskap, ræktun og endurbyggingu húsa. Á þessum ámm ætlaði hann sér aftur og aftur of mikið, svo heilsan og bakið bilaði. 1975 fluttist hann til Dalvíkur þar sem hann vann lengst- um sem hafnarvörður og síðustu árin sem vigtarmaður. Eg kom síðasta sumar í stutta heimsókn á heimili þeirra hjóna. Á eftir keyrði Ingvi með mér um stað- inn og talaði um menn og málefni af sinni einkennandi einlægni. Síð- ast fómm við í sumarbústaðinn hans í Hamarslandi, þar sem hann smátt og smátt hafði verið að byggja upp sitt einvemhús, þar sem þó allir vom velkomnir. Þarna urðu trúnað- arviðræður um hina helgu nálægð „hins mikla eilífa anda, sem í öllu og alls staðar býr ...“. Hann sagði mér frá tilfinningu sinni, vitund og trúarvissu og þegar hann færi, þá fengi hann að fara fljótt, eins og hann kysi helst. Minningin um gæð- inginn Tígul kom upp í huga hans og andlit hans geislaði af gleði. Þannig færir hugsunin mann fram og til baka í tíma á örskots- stund. Eftir stendur minningin um hreinlyndan og einlægan vin, sem nú hefur mætt Drottni sínum og skapara. „Sælir em hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.“ Halldór Gunnarsson. Það hulduland sem bíður á bak við fjöll og sund í bemskri vitund þinni, mun opnast þér við stíg yfir gamalkunna grand, - þú gekkst hann mörgu sinni. Það tindrar, eins og heiminn á tímans morgni sér, í tíbrá fagurskærri. Þig undrar, hversu lengi það leyndist fyrir þér, - og lá þó svona nærri. Það tekur þig í fang sér; þú veizt það er og var og verður eilíflega, - og stendur, er það hverfur sem hilling álengdar, með hjartað fullt af trega. (Þorsteinn Valdimarsson) Það var kuldalegur morgunn er mér barst fregnin um lát Ingva Bjöms Antonssonar, vinar míns og nágranna. Þessi atorkumaður hafði fundið hulduland bernsku sinnar og vann svo kappsamlega að því að útbúa sér aðstöðu þar sem hann gæti veitt athafnaþrá sinni útrás. Þetta hulduland, í landi feðra hans, Hamars við Dalvík, var hans óðal. Á jörð þar sem huldufólk á sína bústaði í steinum og hólum gætti hann þess tryggilega að raska sem minnst heimilisfriði þess. Þarna ætlaði hann að njóta ævikvöldsins við gróðurrækt og aðra sýslan. En enginn ræður sínum næturstað og kallið sem við öll verðum að hlíta kom til hans fyrir aldur fram. Ingvi Bjöm Antonsson var fædd- ur á Dalvík, en foreldrar hans vom Anton Antonsson, útgerðarmaður á Dalvík, og Sólveig Soffía Hallgríms- dóttir frá Ytra-Garðshomi í Svarf- aðardal. Ungur missti Ingvi móður sína og var eftir það að mestu leyti alinn upp hjá föðurfólki sínu á Hrís- um við Dalvík. Ingvi lauk gagn- fræðanámi á Akureyri, hélt til bún- aðamáms í Danmörku og Noregi og dvaldist þar árin 1952-55. Árið 1956 var Ingvi ráðinn bústjóri ríkis- búsins á Bessastöðum og kvæntist ári síðar Valgerði Guðmundsdóttur, ljósmóður úr Mosfellssveit. Þau hjón önnuðust stjórn búsins til ársins 1968 er það var lagt niður og fluttu norður og tóku við búi af föðurfólki Ingva á Hrísum við Dalvík. Þar bjó Ingvi góðu búi allt til ársins 1975 er hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Dalvíkur og hóf störf hjá Dalvíkurbæ. Um tíma gegndi hann starfí bæjarverkstjóra, en síðar tók hann við vigtarvörslu á hafnarvog Dalvíkurhafnar þar sem hann starf- aði allt til síðasta dags. Ingva og Valgerði varð fjögurra bama auðið, en þau eru: Guðmundur, Petra, Anton og Bjarnveig og em barna- börnin orðin þrjú. Þá tóku þau til fósturs Þóru Magneu Einarsdóttur og gengu henni í foreldrastað. Er ég kynntist Ingva fyrst var hann bóndi á Hrísum. Var ég þá við sumarstörf hjá bróður hans Hallgrími og vantaði Ingva að láta gera við múrskemmdir á húsinu. Eg hafði ekki fengist við slíkt áður en með tilsögn bræðranna tókst þetta allt sæmilega og það sem mest um vert var þá tókust með okkur Ingva ánægjuleg kynni. Ekki sakaði það að kona mín var frænka hans en hann var frændrækinn eins og allt hans fólk, þótt hann léti ekki mikið á því bera í daglegri umgengni. Ingvi kom ávallt til dyr- anna eins og hann var klæddur. Á ytra borði gat hann verið hrjúfur og sagði umbúðalaust sína mein- ingu. Hann gat snöggreiðst, en var jafnfljótur að skipta skapi og gerði þá góðlátlegt grín að öllu saman. Hann var kappsamur við vinnu og valdi ekki alltaf einföldustu leið að marki, en hló svo og skemmti sér yfir „hálfvitaganginum“ í sjálfum sér eins og hann orðaði það, þegar hann sá hve auðvelda leið hann hefði getað valið. Það var gott að leita aðstoðar hjá honum. Einhveiju sinni kom hann að mér þar sem ég var að skera kjöt og leist ekki á aðfarirnar. Húðskammaði hann mig fyrir það hví ég talaði ekki við hann. Eftir það var ævinlega hóað í Ingva. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir það að hafa átt tækifæri til þess að rétta honum svolitla hjálparhönd við sumarbústaðinn á Hamri þar sem hann eyddi öllum sínum frí- stundum síðustu ár. Ég fann að hann mat það og okkur gafst líka tími til að ræða ýmsa hluti. Hann rifjaði margt upp frá búskaparárum sínum sem mér fannst forvitnilegt, sagði mér frá samferðarmönnum Minning Kristján Sigmunds- son málarameistari í dag verður borinn til grafar vinur minn Kristján Sigmundsson málarameistari. Mér hlotnaðist sá heiður að kynn- ast Stjána eins og við kölluðum hann í daglegu lífi, þegar ég var ungur drengur og þróuðust þau kynni eftir að ég varð eldri. Þar sem við áttum dagleg samskipti vegna vinnu okkar sem málarameistarar og samstarfsmenn til margra ár. Kristján var góður og heiðarlegur drengur og vandur að virðingu sinni. Um leið og ég kveð Stjána, þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum heiðursmanni. Ég hitti Stjána að morgni daginn sem hann kvaddi, en datt ekki í hug að þessar ljóðlínur Stefáns frá Hvítadal kæmu mér í hug svona fljótt. Ég er þreyttur og þollaus, af þreytu er gráturinn sprottinn. Gef mér gleðina aftur gleymdu mér ekki drottinn. Konu hans og börnum votta ég samúð mína. Friðrik Þorbergsson. Kristján Sigmundsson lést mánu- daginn 18. janúar 1993, rétt sjötug- ur að aldri. Kristján fæddist 12. janúar 1916 í Fíflholtum, Hraunhreppi, Mýra- sýslu. Foreldrar: Sigmundur Guð- mundsson bóndi þar, f. 28. apríl, 1876 í Hjörsey, d. 2. janúar 1952 og kona hans, Soffía Kristjánsdótt- ir, f. 29. júní 1877 að Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi, Hnappadals- sýslu, d. 13. maí 1968. Eins og að líkum lætur ólst Krist- ján upp við öll algeng störf til sveita á þeim tíma og kynntist þar með vinnuaðferðum, vinnusemi og dugn- aði, sem fólk fætt á síðustu öld flutti með sér yfir á tuttugustu öldina. Fljótlega eftir fermingu stundaði Kristján ýmis önnur störf, svo sem vegavinnu á sumrin og sjóróðra haus og vetur, enda öðlaðist hann haldgóða verkkunnáttu í hvívetna og var sama að hvaða verki hann gekk. Árið 1945 urðu þáttaskil í starfs- ævi Kristjáns, en þá hóf hann mál- aranám í Keflavík, hjá Guðna Magnússyni málarameistara, mæt- um heiðursmanni, sem óhætt var að taka til fyrirmyndar í hvívetna. Hann lauk síðan prófi frá Iðn- skólanum í Keflavík og sveinsprófi 1949 eins og til stóð. Að námi loknu stundaði Kristján iðn sína, svo að segja til hinstu stundar. Árið 1957 urðu aftur nokkur þáttaskil í starfsævi hans, en þá stofnuðu málarameistarar á Suður- nesjum með sér hlutafélag sem hlaut nafnið Málaraverktakar Keflavíkur hf. og starfaði Kristján á þeim vettvangi eftir það og síðast sem lagerstjóri hjá því fyrirtæki sem kallast í daglegu tali M.V.K. Okkur sem starfað höfum með Kristjáni síðustu 30 til 50 árin er vel ljóst að hann var mörgum góð- um hæfileikum gæddur, þó svo að hann flíkaði því ekki við alla. Það vita fáir af þeim sem hafa kynnst honum seinni árin að hann var með gott tónlistareyra og lék á harmoniku á sinum yngri árum, þegar því var að skipta, þótt lífsbar- áttan gæfí honum ekki kost á að læra til slíkra hluta. Fljótlega eftir seinni heimsstyrj- öld eða rétt fyrir 1950 fluttist mik- ið af fólki víðsvegar að til Suðvest- urlands og Suðurnesja. Kristján og við sumir af félögum hans urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að starfa með hagyrðingum bæði úr Þingeyjarsýslu, Skagafirði og frá Snæfellsnesi. Þá kom í ljós að Kristjáni var létt um að kasta fram vísu, þegar hagyrðingamir beindu skeytum sínum hver að öðr- um, en náttúrlega var ekki alltaf dýrt kveðið. Mér er minnisstæð ferð, sem við fórum 6 vinnufélagamir á hesta- mannamót í Skagafirði 1953 eða 1954, í boði Jóhanns Magnússonar frá Varmalæk, sem var góður hag- yrðingur eins og margir í hans ætt. Þá urðu margar vísur til, flest- ar týndar en Kristján tók þátt í því með góðum árangri. Það er margt fleira sem kemur upp í hugann, en því verður ekki gerð skil í stuttri grein. Kristján var hamingjusamur maður. Hann gekk að eiga eftirlif- andi konu sína, Kristínu Guðmunds- dóttur, 1943 og eignuðust þau fjög- ur mannvænleg börn. Haft er fyrir satt að börn þarfnist frekar fyrir- myndar en gagnrýnanda. Það höfðu börnin þar sem Kristján var, en stundum veitir maður svo sjálfsögð- um hlut litla athygli í önnum dags- ins. Við félagarnir í M.V.K. söknum vinar í stað og áttum ekki von á svo snöggum umskiptum, þótt eng- inn viti hvenær kallið kemur. Það kveða við klukkur í ijarska. Það kalla mig dulin völd. Nú heyri ég hljómana líða ég hringist til guðs í kvöld (Stefán frá Hvítadal) Við þökkum allar ánægjustund- irnar með vini okkar og vitum að minningin um eiginmann, föður og afa varpa birtu fram á ófarna braut ykkar sem lifíð. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Þorbergur Friðriksson. _________________________88 39 og setti ofan í við mig fyrir það sem honum fannst betur mætti fara í mínum störfum að málefnum Dal- víkurbæjar. Allt var þetta sagt af ullri einurð og af góðum hug. Við áttum það sameiginlegt að vilja sjá hag bæjarfélagsins sem best borgið og af honum mátti margt læra. Vinur minn er horfínn „sem hill- ing álengdar" en eftir standa spor hans á gamalkunnri grundu huldu- landsins í Hamrinum. Ég votta eig- inkonu hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Trausti Þorsteinsson. Ingvi Antonsson, fyrrum bústjóri á Bessastöðum, varð bráðkvaddur á heimili sínu á Dalvík þann 16. jan- úar sl. Við kynntumst Ingva fyrst er hann varð bústjóri á Bessastaðabú- inu árið 1956. Hann hafði þá stund- að búfræðinám erlendis um þriggja ára skeið, fyrst í Danmörku og síð- an við búfræðiskólann að Ási í Nor- egi. Kom hann til starfa fullur hug- mynda og bjartsýni. Við vorum um fermingaraldur ráðnir sem sumarmenn á Bessa- staðabúið og stóð í fyrstu nokkur ógn af þessum kraftmikla jötni, sem skipaði okkur rösklega og ekki allt- af hávaðalaust til verka. En fljótt komumst við að raun um, að undir þessu yfirborði eldhugans bjó einlæg og hreinskiptin sál, sem var jafn bráð til vinnu og dillandi hláturs. Fyrr en sumar rann höfðum við eignast góðan félaga og vin. Æ síð- an var eins og Ingvi ætti í okkur hvert bein. Bessastaðabúið var á þessum tíma stórbú á íslenskan mælikvarða með fjölda starfsfólks. Ingvi rak búið af miklum myndarskap og gekk ötull og ósérhlífínn til starfa með vinnumönnum sínum. Þegar mikið reið á fór hann hamförum og varð ekki lát á fyrr en verki var lokið, eða Ingvi lá örmagna. Enda fór svo að líkaminn þoldi ekki lengur þessa ákefð hugans. Misserum saman var Ingvi illa haldinn af bakmeiðslum, og aldrei náði hann aftur þeim lík- amsstyrk sem hefði þurft til að fylgja því sem hugurinn vildi. Árið 1968 voru viðhorf þannig í landbúnaðarmálum, að ekki þótti rétt að ríkið keppti við bændur á þröngum markaði, og var Bessa- staðabúið lagt niður. Ingvi flutti norður að Hrísum við Dalvík. Þang- að hafði hugur hans löngum leitað, og var hann í raun alltaf á leið norður frá því við kynntumst hon- um. Á Hrísum bjó hann búi í nokk- ur ár, en flutti síðan til Dalvíkur þar sem hann bjó til æviloka. Síðustu árin var hann orðinn ró- lyndari og sáttari við átakaminni verk en áður fyrr. Beindi hann áhuga sínum að garðrækt og skóg- rækt og fórst það vel úr hendi. Síðastliðið sumar heimsótti hann okkur. Við áttum saman notalega kvöldstund. Ingvi ræddi um ungl- ingana á Dalvík, flölskylduna og hin nýju áhugamál sín af sama eldlega áhuga og er hann fyrrum fór ham- förum í heyverkunum. Ingvi hafði mikla skapsmuni og heita lund. Þessi stóri maður komst við ef hann sá eitthvað aumt. Hann fann til með umhverfinu og var sjaldan hlutlaus. Afstaða hans til manna og málefna var fremur byggð á tilfinningum en kaldri rök- hyggju, en reyndist þó æði oft standast reynsluna. Hann var t.d. óvenju næmur hestamaður, þótt hann hefði ekki numið þau fræði að neinu verulegu leyti á yngri árum. Þar virtist hann skynja, þegar aðrir þurftu að læra. Ingvi kvæntist árið 1957 Val- gerði Guðmundsdóttur frá Selja- brekku, þáverandi ljósmóður Mos- fellssveitar. Hún er einstök ágætis- kona sem veitti bónda sínum um- hyggju og kjölfestu þegar fyrir kom að ákafamaðurinn missti landfestar. Böm áttu þau fjögur, sem virðast hafa erft ýmsa bestu eðlisþætti föð- ur og móður. Auk þess tóku Ingvi og Valgerður til sín stúlku, sem al- ist hefur upp undir þeirra verndar- væng. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Sigurður G. Thoroddsen, Sverrir Þórhallsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.