Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 29
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú htjóta skalt.
(V. Briem.)
Elín mín, Pétur Þór, Gunnþórunn
og Páll. Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Guð styrki ykkur.
Ágúst Oddsson og
fjölskylda í Ástralíu.
Okkur langar að minnast með
örfáum orðum vinar okkar Ágústs
Pálssonar, eða Gústa eins og við
kölluðum hann alltaf.
Við kynntumst Gústa á þeim tíma
sem við unnum með Elínu, konu
hans, í Búnaðarbankanum. Við sam-
starfsmenn höfðum það fyrir reglu
að hittast reglulega utan vinnutíma
og gera eitthvað skemmtilegt sam-
an. Gústi kom þá venjulega með og
fyrr en varði var hann orðinn hrókur
alls fagnaðar. Einnig var gaman að
ræða við hann um alvarleg málefni
því hann hafði sterkar og ákveðnar
skoðanir á hlutunum. Hann var allt-
af hress og sérlega ljúfur og
skemmtilegur félagi. Gústi var mjög
handlaginn og bar íbúðin þeirra á
Hallveigarstígnum þess glögglega
merki.
Vorið 1989 fluttu Elín og Gústi
búferlum til Danmerkur. Samband
okkar við þau slitnaði þó ekki, held-
ur hélt áfram símleiðis og bréfleiðis.
Við fórum að heimsækja þau út til
Vejle og nutum þar einstakrar gest-
risni. Allt var sjálfsagt, þeyst með
okkur út um allar trissur og við
boðnar velkomnar aftur hvenær sem
væri.
Ffyrir tæpu ári kom fjölskyldan í
heimsókn hingað til íslands. Við
stöllur fórum þá að hitta þau og sjá
í fyrsta skipti einkasoninn Pétur
Þór. Kvöldið leið fljótt og það hvarfl-
aði ekki að okkur þegar við kvöddum
að þetta væri í síðasta sinn sem við
sæjum Gústa.
Erfítt er að sætta sig við og skilja
hvers vegna svona ungur og hraust-
ur maður er kallaður héðan á þenn-
an átakanlega hátt frá eiginkonu
konu hans Maríu, sem var færeysk.
Börn þeirra hjóna, Pétur augnlæknir
og Ásta Svava, héldu vinskap við
hana allar götur síðan. Hún fékk
síðan vinnu við Sumarhótelið á
Laugarvatni þar sem þau Þórarinn
Pjeturss eftirlifandi eiginmaður
hennar kynntust árið 1934. Það var
glæsilegt par sem gifti sig 12. des-
ember 1936. Þau stofnuðu síðan
heimili og bjuggu í húsi tengdaföður
hennar, dr. Helga Pjeturss, að Smið-
justíg 5.
Svava gegndi ýmsum störfum á
yngri árum, en lengst af voru barna-
uppeldi og heimilisstörf á hennar
könnu. Síðustu tuttugu starfsár sín
vann hún á Hótel Loftleiðum, lengst
af í hópi kvenna sem kallaðar voru
„bláu englarnir", en þar fór fríður
flokkur herbergisþerna hótelsins.
Svövu líkaði starfíð vel á Hótel Loft-
leiðum og gegndi þar lengi vel stöðu
aðstoðaryfirþemu. Þetta var góður
kafli í lífi Svövu. Hún ferðaðist mik-
ið og naut lífsins að öðru leyti.
Þórarinn og Svava eignuðust þrjá
syni. Elstur er Helgi læknir, búsett-
ur í Noregi, kvæntur Sigríði Rósu
Gunnarsdóttur röntgentækni og eiga
þau börnin Helgu Björk og Gunnar
Þór. Helgi var áður kvæntur Hrafn-
hildi Skarphéðinsdóttur. Þeirra börn
eru þau Pétur matvælafræðingur
sem kvæntur er Magdalenu Gests-
dóttur, og eiga þau fjórar dætur;
Helena húsmóðir, er gift Þorláki
Ingjaldssyni og eiga þau tvo syni.
Annar sonur Þórarins og Svövu er
Þórarinn Brandur rafeindavirki sem
reynst hefur foreldrum sínum með
afbrigðum vel, en með honum og
Svövu var alltaf sérstök vinátta.
Yngstur er Stefán ráðgjafi, kvæntur
Kristrúnu Þórðardóttur sérkennara
og eiga þau tvær dætur, Sæunni og
Svövu Lóu.
Svava og Þórarinn höfðu fyrir
skömmu fest kaup á og flutt í yndis-
legt húsnæði fyrir eldri borgara í
Garðabæ, sem þau voru himinlifandi
með, en þar höfðu þau hugsað sér
að eyða ellinni saman. En enginn
má sköpum renna og komið er nú
að kveðjustund. Guð blessi minningu
Svövu og styrki Þórarin í sorg hans.
Kristrún Þórðardóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1998 29
og ungum syni. Gústa hlýtur að
vera ætlað annað og meira hlutverk
á æðri stöðum.
Elsku Elín og Pétur Þór. Missir
ykkar er mikill. Yið vottum ykkur
og öðrum aðstandendum, okkar
dýpstu samúð. Megi almáttugur Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Elín Gróa Karlsdóttir,
Magnea Gunnarsdóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir.
Skömmu fyrir jól hitti ég Ágúst
Pálsson á vinnustað, eins og ég hef
gert nánast daglega í nokkur ár.
Ég spurði hann hvort fjölskyldan
færi heim til íslands í jólafrí. „Nei,
við ætlum að bíða vors,“ sagði hann.
Nú kemur Ágúst og litla fjölskyld-
an hans heim til ættlandsins á annan
hátt en vonir stóðu til.
Við stöndum skilningsvana
frammi fýrir þessu hræðilega slysi
og söknuðurinn er okkur efstur í
huga, söknuður eftir góðan og ráð-
vandan vinnufélaga, sem við bárum
virðingu fyrir.
Mig langar til að þakka verkleikni
Ágústs og einstaka trúmennsku
gagnvart fyrirtækinu. Hinir miklu
mannkostir hans eiga þátt í að ég
er stoltur af að vera fulltrúi íslands.
Við vottum ástvinum Ágústs Páls-
sonar dýpstu samúð okkar. Blessuð
sé minning hans.
Knud Andersen,
ræðismaður íslands,
Fredericia Skibsværft A/S.
Okkur langar að minnast nokkr-
um orðum systursonar míns og vinar
okkar. Hamingjusömum ungum
manni er kippt burt frá jarðnesku
lífi í blóma lífsins. Ágúst var sérstak-
ur piltur, hann var svo glaður og
skemmtilegur, kærleiksríkur og bón-
góður.
Ágúst fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann var fjórði í röð sjö
systkina, svo oft var líf og fjör á
heimili systur minnar Gunnþórunnar
og Palla mágs.
Ágúst lærði stálskipasmíði og
vann við það sína stuttu ævi, lengst
af í Bátalóni í Hafnarfirði. Mjög
ungur kynntist Ágúst indælli stúlku,
Elínu Mörtu, dóttur Stellu Sigur-
laugsdóttur og Péturs Guðfinnsonar.
Ágúst og Elín, stofnuðu heimili og
bjuggu fyrst í Hamraborg í Kópa-
vogi og síðan á Hallveigarstíg í
Reykjavík.
Þau giftu sig hinn 5. desember
árið 1987 og fóru síðan í brúðkaups-
ferð til Ástralíu í heimsókn til nafna
Ágústs og frænda og hans fjöl-
skyldu. Síðan fluttust þau 1989 til
Vejle í Danmörku, en þar vann Ág-
úst við skipasmíðar í Fredericia og
lést í hörmulegu vinnuslysi þ. 17.
janúar sl.
Mikil var gleðin og hamingjan
þegar barn var á leiðinni og enn ein
stóra stundin í lífi þeirra rann upp
þann 15. nóvember 1991 þegarþeim
fæddist sonur. Þau komu heim um
jólin sama ár og hlaut þá sveinninn
nafnið Pétur Þór. Það voru stoltir
foreldrar sem komu þá í heimsókn
til okkar. Þetta átti að vera síðasta
heimsóknin frá útlandinu því Elín
og Ágúst ætluðu að flytjast heim
alkomin á þessu ári.
Við kveðjum elsku frænda og vin,
sem var svo bjartur og hlýr, með
þökk fýrir allt og allt.
Elsku Elín okkar, Pétur Þór, Lilla,
Palli og systkini hins látna. Megi
góður guð styrkja ykkur og varð-
veita og sefa ykkar miklu sorg með
minningunni um dásamlegan dreng.
Olga, Maggi, Óskar
og Þröstur.
Með sorg í hjarta sjáum við á bak
góðum vini og vinnufélaga sem hafði
aflað sér virðingar og aðdáunar með
viðmóti sínu og verkkunnáttu.
Við vottum Elínu, Pétri Þór og
öðrum aðstandendum innilega sam-
úð okkar. Blessuð sé minning Ágústs
Pálssonar.
Vinnufélagar í Skipasmíða-
stöð Fredericiu.
Bróðirinn sem við elskum er lát-
inn.
Skyndilega og án viðvörunar var
klippt á þráð lífs þíns. Söknuður
okkar er sár, en sárari er þó söknuð-
ur yndislegrar eiginkonu þinnar,
Elínar Pétursdóttur og sonar þíns
litla, Péturs Þórs. Við vottum þeim
innilega samúð okkar.
Margar góðar stundir áttum við
saman með þér. Það var gott að
eiga þig fyrir bróður og minningarn-
ar um þig verða ætíð með okkur.
Þú varst alltaf jákvæður og
traustur og reiðubúinn til að hjálpa
þegar eitthvað bjátaði á. Þess vegna
áttir þú svo auðvelt með að umgang-
ast fólk og laða það að þér. Það var
gott að vera í návist þinni.
Og þú varst kappsamur og þegar
við lékum okkur sem börn kastaðist
stundum í kekki, en þú gast aldrei
verið reiður lengi. Eftir skamma
stund varstu búinn að fyrirgefa og
allt féll aftur í ljúfa löð.
Og þú varst foringi krakkanna í
hverfinu. Þau voru alltaf að koma
og spyija eftir þér. Það var eins og
ekkert væri hægt að gera nema þú
værir með. Leikvöllurinn var túnið,
klappirnar og fjaran, bæði niðrá
Oddeyri og útí Glerárþorpi á Akur-
eyri. Og fyrir áramót var mikið um
að vera að safna í brennu.
Við erum þakklát fyrir hvetja þá
stund sem við áttum saman, fyrir
það góða sem þú hefur gefið okkur.
Hvert og eitt berum við mynd þína
innra með okkur.
Þegar þú fórst að búa og stofnað-
ir þitt eigið heimili varstu okkur
samt aldrei fjarri. Við vissum alltaf
hvað þú hafðir fyrir stafni. Það rofn-
uðu engin tengsl. Og ekki heldur
þó að þú flyttist til Danmerkur.
Sambandið milli okkar hélst áfram
jafn sterkt. Þú lést okkur vita hvað
þú varst að gera og hugsa.
Og nú ertu ekki lengur til staðar.
Það er komið tóm í tilveru okkar, í
líf okkar. En samt vitum við af þér,
og þú ert ekki fjarri, heldur aðeins
rétt ... fýrir handan.
Því eins og lífið hefur haft sinn
gang og samband okkar við þig
hefur breyst frá því við vorum böm,
þá hefur það núna breyst. Þau tengsl
sem binda okkur við þig hafa ekki
rofnað, þeim er aðeins á annan veg
farið.
Mynd þín er óbreytt. Við berum
hana með okkur hveija stund og við
getum samt sagt: Við áttum bróður
sem var góður maður. Fyrir það
þökkum við Guði. Við þökkum hon-
um fyrir að hafa eignast þig fyrir
bróður.
Við kveðjum þig því elsku dreng-
urinn okkar, sátt við að þú farir þá
leið sem Guð hefur ætlað þér og
fullviss þess, að síðar, þegar sá dag-
ur kemur, munum við, hvert og eitt
okkar, hitta þig aftur.
Jón, Héðinn, Loftur,
Rannveig Björg,
Olga Guðlaug,
Páll Þór.
Fleiri greinar um Ágvst Páis-
son bíða birtingar og verða
birtar í blaðinu næstu daga.
Verslun/lager/
skrifstofuhúsnæði
Rótgróið fyrirtæki í Reykjavík auglýsir eftir ca 100-150
fm verslunarhúsnaeði ásamt tengdu lagerhúsnæði með
innkeyrsludyrum. Á sömu eða næstu hæð(um) ca 400
fm skrifstofuhúsnæði. Óskast til leigu, kaup kæmu þó
til greina og færi eftir kjörum.
Þeir, sem hafa húsnæði í boði og ræða vildu málið, vin-
samlega sendi nánari upplýsingar í umslagi til auglýsinga-
deildar Mbl. hið fyrsta, merktu: „Góð aðstaða-14073“.
240 fbúðir og hús
á söluskrá okkar
Kaupendur athugið! Aðeins hluti eigna, sem eru á
söluskrá okkar, eru auglýstar. Vinsamlegast hafið sam-
band og fáið nánari upplýsingar eða fáið heimsenda
söluskrá. í textavarpinu (sjónvarpinu) er yfirlit yfir flest-
ar eignir á söluskrá okkar.
Nýskráðar eignir
Árbær
2ja herb. íbúð á jarðhæð í blokk. Ný máluð. Laus. Hent-
ar vel ungu fólki með barn eða t.d. fötluðum. V. 5,3
m. Mjög góð áhv. lán kr. 3,3 m. Útb. 2 millj.
Stóragerði
4ra herb. endaíb. á 1. hæð í blokk. Falleg íbúð. Suður-
svalir. Laus. Bílskúr. V. 8,9 m. Ekkert áhv.
Norðurbær - Hf.
5-6 herb. 135 fm íbúð í blokk. Aðeins ein íbúð á stiga-
palli. 4 svefnherb. Þvherb. og búr inn af eldhúsi. Suður-
svalir. V. 9,5 m. Skipti á minni koma til greina.
Garðabær
3ja herb. ný og fullgerð íbúð með bílgeymslu. Sérinn-
gangur. Falleg skemmtileg eign með frábærri sólað-
stöðu. Hagstæð greiðslukjör.
Garðabær
4ra herb. ný íbúð tilb. undir tréverk. Öll sameign full-
gerð. Fullgerð bílgeymsla fylgir ásamt mjög góðri
geymslu. Fullgerð lóð í góðum tengslum við íbúðina.
Skipti koma til greina á minni íbúð. Ath.: Hugsanlega
hægt að fá þessa íbúð afhenta fullgerða. Leitið nánari
upplýsinga og pantið skoðunartíma.
Garðabær
5-6 herb. íbúð á tveimur hæðum í nýju húsi. íbúðin er
nú tilb. undir tréverk en hægt að fá hana afhenta full-
gerða. Mjög góð geymsia fylgir ásamt stæði í full-
gerðri bílgeymslu. Þessi íbúð getur hentað hvort sem
er eldra fólki, sem vill losna úr einbýlishúsi og hafa fá
svefnherb. og stórar stofur, eða yngra fólki, sem vant-
ar mörg svefnherb. íbúðin ertil afh. nú þegar. Sveigjan-
leg greiðslukjör. Pantið skoðunartíma.
Eldri borgarar
- aðeins tvær íbúðir eftir
Nú eru aðeins tvær 3ja herb. ca 100 fm íbúðir eftir í
háhýsi á Snorrabraut 56 (við hlið Domus Medica). íbúð-
irnar eru fullgerðar ásamt allri sameign. Til sýnis nú
þegar. Pantið skoðunartíma.
Mosfellsbær
3ja herb., ný fullgerð íbúð í blokk. V. 7,4 m. Laus.
Þingholtin
Sérlega falleg og vönduð 4ra herb. (2 svefnherb.) íbúð
með miklu útsýni. Líklega glæsilegasta íbúð Þingholt-
anna. V. 11,5 m. Skipti á dýrari eign allt að 20 m. eða
ódýrari koma til greina.
Laugarnes
4ra + 2 = 6 herb. íbúð. íbúðin er 4ra herb. með 2 for-
stofuherb. sem hafa sérsnyrtingu. Stórar suðursvalir.
Parket á stofum. Útsýni. Falleg eign. V. 9,8 m. Skipti
á minni koma til greina.
Einbýli/tvíbýli
Á glæsilegum útsýnisstað, þar sem sést frá Snæfells-
jökli til Bláfjalla, er til sölu verulega vandað ca 300 fm
hús á tveimur hæðum. Hægt að hafa sjálfstæða 3ja
herb. íbúð á neðri hæð. Mjög stutt í eitt vinsælasta
útivistarsvæði borgarinnar. Teikn., Ijósmyndir og nán-
ari uppl. á skrifst. Til greina koma skipti á minni eign.
V. 25 m.
Álftanes
Mjög gott einbhús 136 fm aukk 45 fm bílskúrs með
gryfju. Heitur pottur í garðinum. Falleg lóð. V. 14,5 m.
Seljendur
Hólum - Seljahverfi
Vantar 2ja-4ra herb. íbúðir á söluskrá okkar.
Grafarvogi
Vantar blokkaríbúðir og parhús í smíðum eða fullgerðar.
Högum - Melum - Vesturbæ
Vantar millistóra sérhæð eða stóra blokkaríbúð.
Iðnaðarhúsnæði
200 fm iðnaðarhúsnæði með mikilli lofthæð og stórri
lóð. Hægt að innrétta 100 fm milliloft í húsnæðið.
Húsnæðið sem er í byggingu er hægt að fá keypt fok-
helt eða skemmra komið. Teikn. á skrifst. Hagstæð
greiðslukjör.
FastelBnaþiímtan,
Þorsteinn Steingrímsson
löggiltur fasteignasali.
30, 3.
Sími 20000, lax 20213.