Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1993
7
Stóðhesturinn Eðall frá Hólum seldur til Danmerkur
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Fékk háa einkunn
Eðall frá Hólum fékk 8,16 í einkunn á sýningu stóðhestastöðvarinnar
1990, knapi á honum var Eiríkur Guðmundsson.
Verðið hef-
ur lækkað
um milljón
_______Hestar
Valdimar Kristinsson
Stóðhesturinn Eðall frá Hól-
um var í vikunni seldur til Dan-
merkur á ellefu hundruð þús-
und krónur. Eðall var þriðji
hæst dæmdi stóðhesturinn í 5
vetra flokki á Landsmótinu sem
haldið var á Vindheimamelum
1990. Hlaut hann í einkunn
8,16, 7,95 fyrir byggingu og
8,37 fyrir hæfileika. Hann er
undan Feyki 962 frá Hafsteins-
stöðum og Eldey 5477 frá Hól-
um en bæði hafa hlotið fyrstu
verðlaun sem einstaklingar og
Feykir hefur einnig hlotið
fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Kristinn Guðnason, stjórnar-
maður í Hrossaræktarsambandi
Suðurlands, sem er seljandi hests-
ins, sagði að enginn áhugi hafi
verið fyrir hestinum og benti á
að síðastliðið. sumar hafí aðeins
komið innan við 150.000 á hestinn
í folatolla en vinsælir stóðhestar
geta auðveldlega skilað inn 7 til
8 hundruð þúsundum króna. Að-
eins ein deild innan Hrossarækt-
arsambandsins var búin að panta
hestinn fyrir næsta sumar og
sagði Kristinn enga tryggingu
fyrir því að fleiri en 10 til 15
hryssur hefðu komið undir hann.
„Þetta er sorgarsaga, að Eðall
skuli ekki vera notaður meir en
raun ber vitni,“ segir Kristinn,
„það er eins og ekki sé hægt að
stöðva það þegar niðurrifsraddir
fara í gang og nú hefur Eðall
orðið fyrir barðinu á slíkum rógi.“
Eðall var keyptur fyrir 2 millj-
ónir króna 1990 þannig að
Hrossaræktarsamband Suður-
lands tapar yfir milljón króna á
hestinum. Kaupandinn er John
Siiger Hansen frá Danmörku en
hann hefur haft með höndum
umfangsmikla ræktun á Jótlandi
og verið með marga stóðhesta í
takinu og þar á meðal Aspar frá
Sauðákróki', Ljóma frá Björk,
Þjálfa frá Keldudal, Storm frá
Vindási og Hagalín frá Lækjar-
móti. Auk kaupverðsins þarf John
Siiger að greiða 10% eða um 300
þúsund krónur í Stofnverndarsjóð
þar sem lágmarksverð fyrir svo
hátt dæmdan hest er 3 milljónir
króna. Þá þarf að greiða ein-
hverja tolla í Danmörku og með
flutningskostnaði má gera ráð
fyrir að heildarverð hestsins kom-
inn til Danmerkur verði á bilinu
1,5 til 2 milljónir króna. Hesturinn
er ekki farinn úr landi og hafa
innlendir aðilar möguleika á að
ganga inn í kaupin ef einhveijir
telja óbætanlegan skaða að hest-
urinn fari úr landi.
40% minni bók-
lestur ungmenna
BÓKLESTUR ungmenna var 40% minni árið 1991 heldur en árið 1985.
„Hlutfall þeirra, sem grípa sjaldan eða aldrei til bókar, stækkar hægt
og bítandi. Þessi hópur mun eiga erfiðara með að temja sér bóklestur
á fullorðinsárum og hugsanlega venst hann einnig af dagblaðalestri,"
segir Þorbjörn Broddason dósent i nýjasta tölublaði Skímu, málgagni
móðurmálskennara.
í 3. tölublaði 15. árgangs, 1992
Skímu er grein eftir Þorbjöm
Broddason, .jMinnkandi bókhneigð
ungmenna." I greininni skýrir Þor-
bjöm m.a. frá niðurstöðum kannana
á fjölmiðlanotkun og bóklestri ung-
menna í grunnskólum á árabilinu
1968-1991. Þar kemur m.a. fram
börn og unglingar á aldursbilinu 9-15
ára vom spurð eftir fjölda bóka sem
þau hefðu lesið síðustu 30 dagana
að frátöldum skólabókunum. Arið
1968 var meðalijöldi bóka sem ung-
menni í Reykjavík, Akureyri og Vest-
mannaeyjum, lásu 4,0. Árið 1985 var
þessi tala 4,7 en árið 1991 var hann
2,8 bækur.
Hlutfall þeirra sem lásu enga bók
hafði frá 1968 til 1991, hækkað úr
11% í 16%, en hinsvegar hafði hlut-
fall þeirra sem lásu 10 bækur eða
fleiri lækkað úr 10% í 6%.
Þorbjörn Broddason segir niður-
stöðurnar gefa að sínu mati óyggj-
andi vísbendingu um mjög minnk-
andi bóklestur íslenskra ungmenna
á 9. áratugnum. „Líklega er óhætt
að segja að þær staðfesti verstu
grunsemdir bölsýnna spámanna þar
að lútandi. Ef við lítum einungis á
breytinguna milli 1985 og 1991 þá
táknar hún hátt í 40% fækkun les-
inna bóka til jafnaðar. Og fátt bend-
ir til þess að skýringin liggi í því að
ungmennin hafi snúið sér að lestri
færri og þyngri bóka en áður,“ segir
greinarhöfimdur.
Skjánotkun tvöfaldast
„Skjánotkun", þ.e. vikuleg sjón-
varps- og myndbandanotkun hefur
rúmlega tvöfaldast; var árið 1968
10 klst., árið 1985 16 klst. og árið
1991 21 klst. Ungmenni minnka
mjög sjónvarpsnotkun sína þegar
kemur að gelgjuskeiði en þá dregur
einnig mjög úr bóklestri. Þorbjörn
Broddason bendir á að athafnir sem
tengjast foreldrahúsum láti undan
síga á þessu aldurskeiði. Og sjón-
varpsnotkun og bóklestur sé hvort
tveggja dæmigert heimilisatferli.
Greinarhöfundur bendir á að þótt
unglingur láti af fijálsum bóklestri
að mestu þá sé hann ekki endilega
hættur bóklestri, því skólinn geri
vaxandi kröfur og einnig geti við-
komandi einstaklingur snúið sér aft-
ur til bókarinnar síðar á ævinni. En
hitt sé brýnt áhyggjuefni: „Þær
óháttbundnu sveiflur í bókhneigð
milli kynslóða, sem blasa við af þeim
gögnum sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni, eru á hinn bóginn tákn
um þjóðfélagsbreytingar og geta ver-
ið fyrirboði varanlegrar röskunar í
menningar- og félagslífi. Hlutfall
þeirra, sem grípa sjaldan eða aldrei
til bókar, stækkar hægt og bítandi.
Þessi hópur mun eiga erfiðara með
að temja sér bóklestur á fullorðinsá-
rum og hugsanlega venst hann einn-
ig af dagblaðalestri."
Raforkuverð hjá Orku-
búi Yestfiarða
Verðlækk-
uneftir
tvögóð
vatnsár
-segir Kristján
Haraldsson for-
stjóri Orkubúsins
ÁSTÆÐUR þess að Orkubú
Vestfjarða lækkar almenna
taxtann hjá sér um 10% nú
er tvö góð vatnsár í röð.
Kristján Haraldsson forstjóri
Orkubúsins segir að af þess-
um sökum hafi þeirra eigin
orkuframleiðsla aukist mikið
og að ákveðið var að neytend-
ur nytu góðs af þessu. Eigin
orkuframleiðsla nemur nú
um þriðjungi af orkunotun-
inni á veitusvæði Orkubúsins.
Rekstur Orkubús Vestfjarða
hefur verið mjög erfiður á undan-
förnum árum eða allt fram til árs-
ins 1989. Þá gripu stjórnvöld til
þess ráðs að aflétta lánum af
Orkubúinu, fyrir um 600 milljónir
króna á verðlagi þess árs, og seg-
ir Kristján að þær ráðstafanir
ásamt hagræðingu í rekstri Orku-
búsins gefi vonir um að lækkun á
hinum almenna taxta verði viðvar-
andi.
Aðspurður segir Kristján að
nýtilkomin hækkun Landsvirkjun-
ar um 4% á taxta sínum muni
ekki hafa áhrif á þessa lækkun til
neytenda á Vestfjörðum. „Hækk-
un Landsvirkjunar mun kosta okk-
ur um 9 milljónir króna á ári en
við höfum ákveðið að taka þá
hækkun á okkur þannig að hún
hefur ekki áhrif á verð til neyt-
enda okkar,“ segir Kristján.
20-50% AFSLÁTTUR .
Okkar árlega stórútsala á pottaplöntum er hafin
Lífgið upp á drungalega þorradagana.
Mikið úrval af glæsilegum blómum.
Fíkus
Gullpálmi
jómaiykill (prímúla)
Alparós
Flaueisfjöður
r
f
Iðarlilja (stór)
Havalfikus