Morgunblaðið - 30.01.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.01.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 10 milljóna króna viðgerð á Twin Otter vél Flugfélags Norðurlands Viðgerð lokið fyrir sumarið VIÐGERÐ hefur staðið yfir á Twin Otter flugvél Flugfé- lags Norðurlands síðustu vikur, en vélin skemmdist nokkuð mikið er hún fór út af flugbrautinni í Ólafsfirði í lok ágúst á síðasta ári. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, sagði að áhersla væri lögð á að ljúka viðgerðinni fyrir sumarið. „Við stefnum að því að ljúka þessu verki í vor, því við þurfum virkilega á vélinni að halda fyrir sumarið," sagði Sigurður. Tlu milljóna tjón Tjón sem varð á vélinni er metið á um tíu milljónir króna, en miklar skemmdir urðu á neti vélarinnar, m.a. brotnaði nefhjólið af henni. Sigurður sagði að félagið hefði þokkaleg verkefni um þessar mund- ir, en m.a. flýgur það áætlunarflug fyrir Grænlandsflug einu sinni í viku milli Keflavíkur og Kúlúsúk og geng- ur það ágætlega. Sigurður sagði fyrirsjáanlegt að lítils háttar sam- dráttur hefði orðið á áætlunarferðum félagsins á liðnu ári, en að öðru leyti væri ekki farið að skoða nákvæm- lega hvemig rekstur síðasta árs kom út. Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið að viðgerð Vilhjálmur Baldursson, flugvirki hjá Flugfélagi Norðurlands, hefur að undan- förnu unnið að viðgerð á Twin Otter vél félagsins, sem skemmdist þegar hún fór út af brautinni í Ólafsfirði seint á síðasta ári. Framkvæmdaáætlun í gatnagerð upp á 121 milljón króna Ný Strandgata og bíla- stæði í miðbæ á dagskrá Búkollur Nokkrir af þátttakendum í leikritinum Plógi og stjörnum sem ieikfélagið Búkolla í S-Þingeyjarsýslu fmmsýnir eftir helgi. Búkolla frumsýnir Plóg og stjömur LEIKFÉLAGIÐ Búkolla í Suður-Þingeyjarsýlu frumsýnir á þriðjudagskvöld, 2. febrúar, leikritið Plóg og stjörnur eftir Sean O’Casey. Félagið var stofnað á síðasta ári, en æfingar á þessu verki hófust upp úr miðjum nóvember sl. undir leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar. Sýnt er í Ýdölum í Aðaldal. Verkið hefur aðeins tvisvar verið sett á sviði áður hér á landi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1971 og árið 1978 hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja. Sean O’Casey er einn virtasti leikritahöfundur sem skrifað hefur á enska tungu á þessari öld, en meðal verka hans í íslenskri þýð- ingu má nefna „Júnó og páfugl- inn“. Vakti athygli Leikritið fjallar að meginhluta til um páskauppreisnina á íriandi árið 1916 og um líf írsks alþýðu- fólks og vakti það mikla athygli er það var frumsýnt í Dyflinni árið 1926. Gamansemi höfundar og persónusköpun leiftrar gegnum al- vöruþunga atburðanna og hefur gert verkið svo vinsælt sem raun ber vitni. Alls koma 17 leikendur fram í sýningunni, en með helstu hlutverk fara Ragnar Þorsteinsson, Jóhann- es Haraldsson, Baldur Kristjáns- son, Vilhelmína Ingimundardóttir, Ásdís Þórsdóttir og Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Önnur sýning á verkinu verður á fimmtudagskvöld, 4. febrúar. ALLS verður 121 milljón króna varið til gatnagerðar á vegum Akureyrarbæjar á þessu ári, en bæjarráð fjallaði um fram- kvæmdaáætlun vegna gatnagerðar á fundi á fimmtudag og kemur hún til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Byijunarframkvæmdir á umfangsmiklum endurbótum á frá- veitukerfi bæjarins eru stærsti einstaki liðurinn samkvæmt áætluninni, en auk þess skera sig úr þrjú stór verkefni, nýr áfangi í Giljahverfi, endurbygging Strandgötu og gerð bíla- stæða í miðbænum. Bílastæði í miðbæ Samkvæmt áætluninni fara 4,8 milljónir til umferðarmála og fer tæpur helmingur upphæðarinnar í breytingar á gatnamótum Hörgár- brautar og Hlíðarbrautar og 1 millj- ón vegna stöðumæla. Hvað varðar endurbyggingu gatna sem samtals verður varið tæpum 20 milljónum króna til, er gerð bílastæða í mið- bænum austan Hafnarstrætis lang- stærsta verkið eða upp á 10,5 millj- ónir króna. Þá verður gerður vegur við nýbyggingu Blómahússins við Hafnarstræti upp á 5,3 milljónir króna og fyrirhugað er að laga Skíðastaðaveg fyrir 2,6 milljónir króna. Strandgata endurbyggð Um 24 milljónum króna verður varið til að gera nýjar götur í bæn- um, þar af fer tæp milljón í nýja aðkomu að Gróðrarstöð. Tæpum 12 milljónum króna verður varið til að leggja nýjar götur í Giljahverfi, III. áfanga, og rúmum 11 milljónum í endurbyggingu Strandgötu. Sigurð- ur J. Sigurðsson, formaður bæjar- ráðs, sagði að ætlunin væri að byggja götuna upp sunnan núver- andi götustæðis og þá væri einnig hugmyndin að gera gönguleið með- fram fjörukantinum. Stærsti einstaki liðurinn í fram- kvæmdaáætluninni er vegna fyrir- hugaðra endurbóta á fráveitukerfi bæjarins og til byijunarfram- kvæmda á þessu ári verður varið tæpum 33 milljónum króna. Brú yfir Glerá Götur verða malbikaðar í sumar fyrir tæpar 14 milljónir, m.a. hluti Súluvegar, Krossanesbrautar, við Vestursíðu, Kiðagil, Tröllagil og Drekagil. Þá verða gangstéttir mal- bikaðar fyrir rúmar sjö milljónir, m.a. í Gilja- og Síðuhverfí og einnig langur kafli við Hjalteyrargötu. Aætlað er að tæpar 14 milljónir króna fari í ýmis verk, m.a. fímm milljónir í gerð gangstíga og um 3,5 milljónir til að byggja brú yfir Glerá sem einkum er ætluð hestamönnum. Óvenjugóð verkefnastaða hjá Slippstöðinni Odda Óvæntar bilanir og fyr- irfram bókuð verkefni - segir Sigurður Ringsted forstjóri MIKIll er um verkefni hjá Slippstöðinni Odda um þessar mundir, eða óvenjumikið miðað við árstíma. Yfirleitt er lítið að gera á þessum árstíma, en fyrstu mánuðir ársins hafa alla jafna verið daufastir í skipaviðgerðum. Sigurður Ringsted forstjóri Slipp- stöðvarinnar Odda sagði að vanalega væri þessi árstími fremur lélegur verkefnalega hjá fyrirtækinu, en nú brygði svo við að nokkur stór verk- efni væru fyrir hendi. „Að sumu leyti er um tilviljun að ræða, skipin bila og koma þá inn til viðgerðar. Það má segja að þetta sé svona í bland óvæntar bilanir og fyrirfram bókuð verkefni," sagði Sigurður. Eyfirsk matvæli gjaldþrota EYFIRSK matvæli voru í gær úrskurðuð gjaldþrota í Héraðs- dómi Norðurlands eystri, en úrskurði hefur tvívegis verið frestað. Fyrirtækið hefur starfað síð- ustu ár og framleidd ýmis konar matvæli, s.s. pizzur og hrásalat. Það var með starfsemi að Ránar- götu 10 á Akureyri þar sem einn- ig var rekin verslun. Hreinn Pálsson lögfræðingur hefur verið skipaður skiptastjóri. ----»44----- Ishokkí á skauta- svellinu EINN leikur verður í íslands- mótinu í íshokki um helgina, þegar Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur eigast við á skautasvellinu á Akureyri í dag kl. 14. Skautafélag Reykjavíkur hefur forystu á mótinu og Akureyring- ar fylgja fast á eftir, en þeir urðu íslandsmeistarar á síðasta ári. í fyrri leik þessara liða sigraði SR með 5 mörkum gegn 4 Akur- eyringa. Þar sem leikurinn verður á opnunartíma fyrir almenning verður skautasvellið opnað eftir leikinn um kl. 17 og verður opið fram til kl. 22 um kvöldið. ----»■♦ ♦--- Stuttmyndin Skotinn í skónum Aukasýn- ingarvegna mikillar aðsóknar STUTTMYNDIN Skotinn í skónum sem sýnd hefur verið í 1929 i vikunni hefur notið mikilla vinsælda og eru áhorf- endur orðnir nær tvö þúsund talsins. Vegna mikillar aðsóknar hafa framleiðendur myndarinnar ákveðið að efna til aukasýning á myndinni um helgina, sýnt verður kl. 21 á laugardags-, sunnudags-, og mánudagskvöld og einnig kl. 17 á sunnudag. Sævar Guðmundsson leikstjóri myndarinnar sagði að viðtökurnar hefðu komið þægilega á óvart og menn væru himinlifandi. Stuttmyndin Skotinn í skónum. er 27 minútna löng, en Filmu- menn, sem gerðu myndina hafa m.a. gert áður myndina Spurning um svar og Stillta Austrið, sem einnig hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Að loknum sýningum á Akur- eyri ætla Filmumenn suður með mynd sína og verður hún sýnd i framhaldsskólum á höfuðborgar- svæðinu. ----♦ ♦ ♦--- Glerárkirkja Biblíulestur og bænastund verður í Glerárkirkju kl. 13 á laugardag, 30. janúar. Fjöl- skylduguðsþjónsta verður kl. 11 f.h. á sunnudag, 31. janúar og messa kl. 14 sama dag. Æsku- lýðsfundur verður haldinn kl. 17.30 á morgun, sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.