Morgunblaðið - 30.01.1993, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.01.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 35 Guðmundur Guð- mundsson bóndi, Dals- mynni - Minning Fæddur 15. september 1902 Dáinn 24. janúar 1993 Afi er dáinn. Hann mun aldrei aftur taka okk- ur á hnén, kveða vísur fyrir okkur eða fara með okkur til hestanna sinna og leyfa okkur á hestbak. Afi á aldrei eftir að koma í heim- sókn til okkar, né til hans Afa- stjama, sem hann gaf okkur í fyrra. Við sitjum og hugsum og hugs- um. Samt vitum við vel að afi var orðinn níutíu ára og hann vildi bara vera heima hjá sér og hugsa um dýrin sín. Okkur finnst það svo gott hvað afi var hraustur og þurfti ekki að liggja lengi á spítala. Litli bróðir okkar, Guðmundur Grétar, þriggja ára, sagði: „Ég set bara glugga á himininn og sé afa.“ Þó það sé ekki gluggi á himninum, þá vitum við að afi fylgist með okkur öllum. Guð geymi afa. Barnabömin á Kálfavöllum. Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur systkinin að minnast pabba með örfáum orðum. Hann var fæddur í Kolviðamesi 15. sept- ember 1902, yngstur barna þeirra hjóna Margrétar Hannesdóttur og Guðmundar Þórarinssonar. Pabbi ólst þar upp og tók við búi af föð- ur sínum látnum og rak það ásamt móður sinni. Árið 1941 kvæntist hann mömmu, Margréti Guðjónsdóttur frá Kvíslhöfða í Álftaneshreppi. Amma bjó hjá þeim þar til hún andaðist í hárri elli. Árið 1948 keyptu þau jörðina Dalsmynni, þar sem þau komu okk- ur upp, ellefu systkinum. Þau byggðu upp jörðina af miklum stór- hug. Sem dæmi má nefna virkjuðu þau Núpá upp úr 1950, það var mikið stórvirki í þá daga. Það voru mikil forréttindi að fá Fædd 14. maí 1936 Dáin 18. janúar 1993 í dag kveðjum við með söknuði Sigurbjörgu Helgadóttur, „Sísí“, sem undanfarin ár hefur starfað á Kumbaravogi og séð um handa- vinnu og viðgerðir á fötum fyrir vistmenn. Við kveðjum og viljum minnast Sísíar sem var kær og traustur vinnufélagi og ekki síst góður heimilisvinur. Sísí átti sinn þátt í gleði okkar og sorgum á sinn hægláta og nærfærna hátt. Mikið tómarúm hefur nú skapast á Kumbaravogi. Einn fastur liður tilverunnar hér var þegar Sísí kom á morgnana og opnaði handavinnu- herbergið - þá var „dagurinn byij- aður“. í handavinnustofunni undir leiðsögn Sísíar var gott að vera, gott afdrep, daglegar gleðistundir margra og ekki síst staður tit að ræða um lífið og tilveruna. Okkur hér á Kumbaravogi er efst í huga þakklæti fyrir þær stundir sem við fengum að njóta krafta hennar og nærveru. Þakk- læti fyrir létta lund hennar og það heimilislega viðmót sem skapaðist kringum hana. Það var traustvekj- andi að vita af þessum þætti starf- seminnar í hennar höndum, og yfir- leitt traustvekjandi að hafa slíkan starfskraft sem vinnufélaga. Með- an hennar naut við virtist allt sem þarna fór fram vera svo sjálfsagt, en það finnst best þegar hún er farin að bak við þetta „sjálfsagða" að alast upp saman í svona stórri fjölskyldu. Pabbi átti stóran þátt í þeirri einingu sem ríkti á heimilinu. Þegar við lítum til baka, undrumst við oft yfir þeirri þolinmæði og natni sem hann sýndi okkur krökk- unum. Hann gaf sér alltaf tíma, þó að mikið væri að gera, til þess að skreppa með okkur á hestbak, fara í stórfiskaleik eða aðra hóp- leiki. Sjaldan settist hann svo niður að hann væri ekki kominn með eitt eða tvö böm í fangið, og þá var nú oft kveðin staka. Pabbi las með okkur bænimar á kvöldin og signdi okkur á morgn- ana. Aldrei heyrðum við blótsyrði af hans vörum og hann lagði ríka áherslu á að við segðum ekki ljót orð og lifðum heilbrigðu lífi. Pabbi var heilsuhraustur allt sitt líf, nema hvað sjón og heyrn voru farin að daprast síðustu árin. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann færi á hestbak, svo til á hveijum degi, fram undir það síðasta. Andlegri heilsu hélt pabbi óskertri og fylgd- ist grannt með öllum sínum afkom- endum, sem eru þó að nálgast sjötta tuginn. Síðastliðið haust héldu pabbi og mamma upp á gull- brúðkaup sitt og níræðisafmæii hans. Það var pabbi hrókur alls fagnaðar. Meðal annars eyddi hann dijúgum tíma með barnabörnunum þegar hann varð að kenna þeim að kveða. Það var einkennandi fyrir pabba hve hann var boðinn og búinn, allt sitt líf, að aðstoða nýtt fólk sem var að hefja búskap í sveitinni. Hann hafði sjálfur svo mikinn áhuga á búskap að honum var það kappsmál að fólk næði tökum á búskapnum strax í byijun, og hann lagði ótrauður sitt af mörkum til að svo mætti verða, og skipti þá ekki máli hver í hlut átti. Elsku pabbi. Með góðu og reglu- sömu líferni náðir þú ótrúlega háum aldri, þrátt fyrir mikla vinnu og fáa frídaga, alla þína ævi. Nú fór hugur og hjarta. Sísí hefur barist við illvígan sjúkdóm í tvö ár sem að lokum sigraði hinn 18. jan- úar, en þrátt fyrir það mætti hún alltaf til starfa, þar til um miðjan desember sl. - það segir líka sína sögu um hveija persónu Sísí hafði að geyma. Fyrir hönd Kumbaravogs og vistmanna sem hér hafa dvalið og átt langa og góða samvinnu við Sísí viljum við kveðja góðan starfs- félaga og vin, svo og votta fjöl- skyldu hennar dýpstu samúð. Guðni Kristjánsson. Kallið erkomið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Mig setti hljóða er ég frétti að vinkona mín og fyrrverandi tengda- móðir væri dáin. Margt flaug í gegnum huga minn og minningarn- ar hlóðust upp. Ég kynntist Sísí fyrir nokkrum árum er leiðir okkar sonar hennar lágu saman. Sísí var yndisleg tengdamóðir og alltaf gott að koma í Heiðarhvamminn. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað var að, og hjálpaði hún mér mikið sem vinur og að vera með son minn. Það er svo stutt síðan hún kom til mín hress og kát, þó að hún vissi um þennan mikla vágest. Allt- síðustu árin mátti oft sjá þig, milli sjö og átta á morgnana, á hestbaki í löngum reiðtúrum. Fáir munu leika það eftir þér að temja hesta eins og þú gerðir undir það síð- asta. Fólk er venjulega komið í kör um nírætt. Við, börn okkar og bamabörn, þekkjum þig aðeins sem hraustan og heilbrigðan mann, sem aldrei bognaði, hvað sem á gekk í lífinu, heldur harðnaði við hvetja raun. Það voru erfiðir tímar hjá þér þegar mamma veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum, en með guðs blessun komst hún yfir það. Trú- lega hefur enginn beðið heitar fyr- ir henni en þú. Nú er skarð fyrir skildi í litlu sveitinni okkar, þar sem þú fæddist og undir svo vel alla þína ævi. Það er hinn trúi dyggi þjónn sem drott- inn tekur til sín eftir svo langa vegferð. Elsku pabbi. Börnin okkar sakna afa sem tók þau á hnðé og kvað við þau, fór með þeim í útreiðart- úra eða tefldi og spilaði við þau. Hún er björt og falleg minningin um þig, sem endist okkur öllum til æviloka. Hafðu okkar bestu þökk fyrir allt og allt. Börnin. Sumarið 1979, ég var aðeins fjögurra ára gömul og í fyrsta sinn á leið í sveit án foreldra minna. Þetta átti að vera eins konar til- raun. Ef ég fengi heimþrá yrði ég bara send aftur suður með fyrstu rútu. En til þess kom aldrei og sumrin urðu fleiri en þetta eina. Strax frá fyrsta degi var mér tekið opnum örmum af þeim þjón- .um Margréti og Guðmundi sem æ síðan urðu fyrir mér sem afí og amma í Dalsmynni. Ætíð voru þau reiðubúin að taka við borgarbarn- inu á sumarmánuðunum og þarna lærði ég margt sem ég bý að enn þann dag í dag. Afí sem var mikill hestamaður kenndi mér að sitja hest og þau voru ófá skiptin sem ég fékk að beisla Skugga og ríða út. Ég man hversu mikið ég leit upp til afa. Ég vissi að þarna fór maður sem hafði unnið hörðum höndum allt frá blautu barnsbeini. Mig langaði að gera allt eins og hann, meira að segja líka að drekka af kom hún með eitthvað handa drengjunum mínum þó að annar væri henni ekki tengdur. Það er svo erfítt að trúa því að hún sé ekki lengur hér á meðal okkar. Elsku Valli, Sigrún, Gunna, Steinar og aðrir aðstandendur. Ég bið guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði og blessa minn- ingu þessarar konu sem við elskuð- um öll og hefur fengið hvíld í faðmi drottins. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn e. K.Gibran.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Steinunn I. Pétursdóttir. „afakaffi“. Honum virtist aldrei þverra þolinmæði þó að við krakk- arnir værum að eltast og ærslast í kringum hann. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur, til að fara með stöku, segja sögu, tefla og stundum brá hann á leik við okkur. Við bár- um alltaf virðingu fyrir honum og gjörðum hans og gættum þess að hafa hljótt er afí lagði sig. Eitt sinn er afi fór suður bað hann mig um að líta eftir hundinum sínum, Tátu. Mér fannst mikið til þessa trausts koma og lagði mig í hvívetna fram um að uppfylla þarfir Tátu. Nú þegar daginn er farið að lengja á ný reikar hugurinn ósjálf- rátt til sumarsins. Minningar mínar um afa og ömmu og sumrin er ég dvaldi hjá þeim gleymast aldrei — þær eru geymdar á öruggum stað í hjarta mínu. Elsku amma, megi guð styrkja þig og fjölskyldu þína á þessari skilnaðarstund. Vala Pálsdóttir. Langri og farsælli ævi er nú lok- ið þegar Guðmundur Guðmundsson bóndi í Dalsmynni í Eyjarhreppi er kvaddur frá Rauðamelskirkju. Ell- efu bömum var komið á legg og miklu starfí skilað á jörðinni. Orð og athöfn ætíð með kurteisi og hlýju, viðmót einkenndist af skiln- ingi og ljúfmennsku. Margar myndir koma upp í hug- ann. Lítill drengur lætur sér leiðast, kroppar hélu af glugga. Veðrið það slæmt að mamma leyfir ekki að hann fari einn upp í fjárhús í dag. „Skyldi hann koma ríðandi til gegn- inga í dag? Á Skugga? Vonandi kemur hann í kaffí til okkar á eft- ir en það er bara svo langt þangað til.“ Glittir ekki í eitthvað í sortan- um? í klakabrynju stendur hann á tröppunum. „Mér datt í hug að koma við áður en ég færi í húsin ef strákurinn hefði ætlað að gefa Mig langar til að minnast vinnu- félaga okkar, Haralds Siguijóns- sonar trésmiðs, sem lést sl. mánu- dag. Þrátt fyrir að hann væri kom- inn á efri ár kom fráfall hans á óvart þar sem hann var alla tíð mjög heilsuhraustur. Hann var skemmtilegur maður, hafði skoðun á flestum málum og hleypti oft lífi í umræðuna í kaffi- tímum, enda fór því fjarri að hann væri jábróðir nokkurs. Það hefur verið býsna lærdóms- ríkt að kynnast Haraldi, ekki síst fyrir það á hvern hátt hann leysti þau verkefni sem fyrir hann voru lögð. Fyrir utan það að vera verk- laginn var hann með eindæmum úrræðagóður og algjörlega laus við að mikla hlutina fyrir sér. Því einkenndi jafnan hans verk hversu nýtinn hann var og allt bruðl var sem eitur í hans beinum. Þetta viðhorf Haralds gagnaðist að sjálf- sögðu vinnuveitendum hans vel og á garðann með mér.“ Stoltur pjakk- ur tvímennir með vini sínum til gegninga þennan dag. Jarm heyrist úr klettaskoru um miðjan sauðburð. Skriðið niður á milli steina og lambið fundið, fast. Ærin með markinu hans Guðmund- ar reikandi um og getur ekki annað en veinað, pabbi sóttur og lambið losað. í annríki sauðburðar er ekki staldrað neitt sérstaklega við þenn- an atburð, hefði sjálfsagt gleymst með öðru og ekki talist til tíðinda. Næst þegar farið er til kirkju á Rauðamel og Guðmundur hefur sem meðhjálpari í messulok farið með þakkarbæn tekur hann lítinn dreng afsíðis. „Ég frétti að þú hefð- ir bjargað fyrir mig lambi í vor.“ Fjólublár 25 krónu seðill er lagður í lítinn lófa. Pjaskað á litla hjólinu upp í Dalsmynni, þar er alltaf eitthvað að gerast. Ekki aðeins heimakrakk- arnir úti við heldur einnig nokkrir að sunnan í sveit. Slegist í hóp þeirra yngri og aðkomukrakkanna, Guðmundur að bústörfum með eldri strákunum. Ekkert sjálfsagðara en að bæta einum gutta við borðið. Margrét allt í öllu, jafnt í matseld og garðyrkju. Guðmundur spyr frétta, létt grín frá eldri strákunum, þotið í leikinn aftur með Tryggva. Hjálpað til að venja undir lamb í fjárhúsunum heima, staðið fyrir í kró þegar hundur er látinn gelta að ánni, fát og hræðsla og ærin sleppur. „Ógnar skussi ertu, strák- ur.“ Guðmundur hleypur út, fyrir ána og nær henni inn. Heimurinn samt að farast lengi á eftir, að láta hann Guðmund þurfa að skamma sig svona. Mörgum árum seinna er komið í heimsókn í Dalsmynni og stoltur pabbinn sýnir frumburðinn. Mildur hlátur, allt þetta stóra andlit samfagnar og er að springa af gleði, strokið um litla kollinn. Eni. líða nokkur ár og farið er á hesta- mannamót, Guðmundur þar og hlær við tveim litlum hnoðrum sem fá að fara á bak. Farið með vísu um afastelpuna sína og hestinn hennar, ort af Svani. Eins og tíminn standi í stað. Síðastliðið sumar kemur hann, tæplega níræður, gestur á ættar- mót burtfluttra sveitunga, glæsi- legur á velli eins og alltaf. Glettni og hlýja. „Ég mátti til með að líta aðeins á gömlu kærustumar mínar frá Stóra-Hrauni.“ Eftir fagnaðar- fund kveður hann með reisn þegar leikurinn stendur sem hæst. Nú þegar heimurinn er orðinn lítill er leitt að vera fjarri og geta ekki kvatt Guðmund Guðmundsson frá Dalsmynni öðru vísi en með þessum fátæklegu orðum. Megi minningin um þennan góða dreng lifa hjá Margréti, afkomendunum og öllum sem hann þekktu. Þórólfur Árnason. var hann ákaflega farsæll í starfí. Með virðingu í huga kveðjum við þennan sómamann og vottum aðstandendum hans samúð. F.h. samstarfsmanna í Nóa-Sír- íus hf. Tryggvi Hallvarðsson. Séifnrðingar í blóiiiaskreytingiini við öll læltil'æri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 Sigurbjörg Helga- dóttir - Minning Haraldur Sigur- jónsson - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.