Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 44

Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Það þurfti svo sem ekki mikla Þetta er síðasta viðvörunin sem hetju til að landa honum! þú færð! HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 JltaymiMbiPw Lög eða ólög? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: VARLA verður sagt að fyrsti mán- uður þessa árs væri tíðindalaus hér á Islandi. í sambandi við margt af því sem gerst hefír hlýtur sú spurning að vakna hvort allt geti gerst á Alþingi — samþykkt var frumvarp til laga um aðild að EES, þótt prófessor í stjórnarfars- rétti við Háskóla íslands skýrði Alþingi frá því að hann teldi ekki hægt að samþykkja frumvarpið til laga óbreytt. En nú vaknar spum- ing: Geta lög sem byggð era á röngum forsendum haft gildi? Eng- inn getur efast um að prófessorinn hafi vit á þessu máli. Gagnfræðaskóli Davíð Oddsson líkti hinu háa Alþingi eitt sinn við gagnfræða- skóla. Getur ekki verið að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefði gott af því að hvíla sig frá stjómarstörf- um og fara í framhaldsskóla? Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn á gagnfræðaskólastigi geti stjómað þjóðfélagi svo í lagi sé, enda er hér orðið allt í rúst eins og allir vita. Sumir hafa ótrú á tölunni 13; fram að þessu hefi ég ekki haft það, en ég veit ekki hvað kann að verða eftir það sem á undan er gengið. Var það ekki einmitt 13. janúar sem unnt hefði verið að bjarga þessum mönnum, ef skiln- ingur hefði verið fyrir hendi á vandamálum þeirra? Það var vissu- lega dapurlegt hversu illa tókst þá til. En um það dugir ekki að sak- ast. Þjóðin verður að taka til sinna ráða og leiða vesalings mennina út úr völundarhúsinu sem þeir flæktust inn í án þess að kunna fótum sínum forráð. Ríkisráðsfundur Fölir og skjálfandi menn gengu upp tröppur Stjómarráðsins 13. jan. Ekki trúi ég öðra en það hafi vafíst fyrir mörgum að átta sig á sviðsetningunni, sem fram fór. Enda mun þetta óvenjulega ástand hafa valdið taugatitringi ráðherr- anna, sem ætluðu að láta forseta íslands samþykkja lögin strax að atkvæðagreiðslu lokinni, en urðu að bíða fram á næsta dag. Og auk þess þetta, sem aldrei hafði gerst áður í sögu embættisins, að for- seti færi fram á ríkisráðsfund við samþykkt laga. „Það sem að helst hann varast vann varð þó að koma yfír hann.“ Skyldi fleira í þeim dúr fylgja í kjölfarið, hafa þeir trúlega hugsað. En fljótlega fuku allar áhyggjur út í veður og vind fyrir fagurlega hönnuðu versi, sem for- seti las yfír ráðherram ríkis- stjómarinnar áður en hún sam- þykkti lögin. Þar sem skyldu- rækni, skilningur og fögur fyrirhe- it fylltu loftið unaði. En saman dregið er efni þess eitthvað á þessa leið: Að virða hefðir og venjur og efna drengskaparheit sitt við þjóð- ina, rækja sameiningarhlutverk forsetaembættisins. „Enginn for- seti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi, sem tekið hefur ákvarðanir sínar með löglegum hætti.“ Þetta var alveg sérstaklega fagurt stef í versinu. En er þetta alveg svona einfalt með hefð og lög? Er nokkur hefð fyrir því að samþykkja slík lög sem hér er um að ræða, sem dæmd hafa verið óhæf í óbreyttri mynd, hvort sem er til synjunar eða sam- þykkis? Og hefír nokkur fyrrver- andi forseti samþykkt lög sem fela í sér víðtækt fullveldisafsal? — Ef forseti trúir því að annar eins gjörningur og þetta sameini þjóð- ina er ég hrædd um að þrátt fyrir alla menntun, menningu og ferða- lög utan lands og innan, að hún þekki íslendinga lítið. Ég efast um að þeir séu komnir svo langt niður að þeir láti berja sig til hlýðni, þótt erfítt hafi vafalaust mörgum verið að lifa á þessum síðustu og verstu tímum. Endurmat á nýársávarpi Þegar ég hlustaði á ávarp for- seta Islands á nýársdag var ég ekki nógu skyggn á þann boðskap sem hyggst sætta tvö ósættanleg sjónarmið. Eftir það sem þú hefur gerst fór ég að endurmeta þetta faglega hannaða ávarp og sá það í alveg nýju ljósi. „Fullveldið er ekki þess eðlis að því sé náð og síðan megi setjast um kyrrt.“ Þetta hélt ég í einfeldni minni að tákn- aði það, að þess yrði að gæta vand- lega, svo að það glataðist ekki. Það er auðvitað kjánalega ályktað og kemur að sjálfsögðu af mennt- unarskorti. „Fullveldið er þróunar- ferli síbreytilegt eins og annað í heimi hér. Auðvitað átti fullveldið að þroskast og kanna eitthvað nýtt, sjá sig um í veröldinni. Því heimskt er heimaalið barn. í tileffni af því, að forsetinn sagði um lífbeltin tvö sem umlyktu okkur og Kristján Eldjárn hefði nefnt svo, flaug sú spurning elds- nöggt um huga minn: Hvers vegna skyldi ekki EES-samningurinn hafa getað verið dálítið fyrr á ferð- inni? AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Víkverji skrifar að getur verið dálítið skrítið hvernig fariðer með klukkuna í ljósvakamiðlum. Á dögunum, þeg- ar sýnt var frá innsetningarhátíð Bills Clintons, hófst bein útsending í sjónvarpinu alllöngu áður en kom að sjálfum eiðstafnum. Klukkuna vantaði 10 mínútur í fímm og þulur- inn sagði: Eftir um það bil 10 mínút- ur eða klukkan 17.00 sver Clinton eið að stjórnarskránni og verður 42. forseti Bandaríkjanna. Það er þetta með að segja klukk- an 17. Hvers vegna gat þulurinn ekki sagt klukkan 5, sem er mun eðlilegra talmál? Víkveiji telur þó að hann viti af hveiju þetta stafar. Hin ágæta útvarpsstöð BBC notar ávallt 24 klukkustunda talninguna í sólarhring, þegar sagt er hvað klukkan er á GMT, eða „Greenwich Mean Time“. Og það er oft, sem BBC minnist á klukkuna. Þetta getur því verið smitandi fyrir út- varpsmenn, sem þykir kannski fínt að hafa þetta eftir BBC. Hins vegar telur Víkveiji að það gegni nokkuð öðra máli hvað varð- ar BBC. Sú útvarpsstöð heyrist um víða veröld og klukkan getur verið mjög ólík hjá hlustanda og þul. Það er því nauðsynlegt að gera greinar- mun á því, hvort klukkan er 2 eða 14. Hins vegar eru allir hlustendur litla bróður, Ríkisútvarpsins, með það á hreinu væntanlega, hvort dagur sé eða nótt. xxx Eigi alls fyrir löngu fór kunningi Víkveija norður í land. Hann kom til baka og hafði verið alllengi á leiðinni, ekki vegna þess að fann- fergi var svo mikið, heldur vegna þess að hálkan var svo gífurleg að hann gat aðeins ekið fetið og var þó á fiórhjóladrifnum bíl og negld- um á öllum hjólum. Hann lýsti svell- inu á þjóðveginum norður - þjóð- vegi 1 - og sagðist hafa getað far- ið á skautum alla leið, ef svo hefði borið undir. Þetta sýnir í raun, hve hættulegt getur verið að leggja út á íslenzka þjóðvegi að vetrarlagi, akstursskil- yrði geta verið með þeim hætti að fólk er nánast í lífshættu hveija einustu sekúndu, sem það er á leið- inni. Það er því aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að sýna fyllstu aðgætni og sumir aka alit of hratt miðað við slíkar aðstæður. xxx Jón Sæmundur Siguijónsson, fyrram alþingismaður, skrifar í Fréttabréf Siglfírðingafélagsins í Reykjavík „Hugleiðingar um salt og súrt“. Eins og Víkveijalesendur minnast var fjallað um niðurfellingu skemmtunar á vegum Siglfirðinga- félagsins hér í þessum dálkum. Jón Sæmundur segir um það: „Ástæðan er ef til vill glaðvært kæruleysi rit- stjóra vors, sem gaf þá skýringu á niðurfellingu haustfagnaðar félags- ins í síðasta blaði, að nú sætu Sigl- fírðingar við sút í sínum heima- ranni og mættu sig hvergi hreyfa til dansiballs vegna efnahagskreppu og annarri heimsins óáran. Þetta var auðvitað skýring, sem fyrst og fremst var ætluð til heimabrúks. Ritstjóri vor áttaði sig ekki á því hversu gífurlega víðlesið okkar ágæta félagsrit er. Þessi skýring var hent á lofti í Víkveija Morgun- blaðsins og komið inn á hvert ein- asta heimili landsins. Þannig var kyrfílega auglýst linka okkar Sigl- fírðinga gagnvart heimsins böli og héidu þó ýmsir mjög svo réttilega, að það væru einmitt við sem engir aðrir, sem kynnum að lifa af þá eldraun sem efnahagssveiflur bera með sér. Nú er ljótt í efni og gaman- ið orðið grátt. Það láir því enginn Víkveija Morgunblaðsins þótt honum hafi bragðið í brún. Að vísu er ástandið slæmt en að það skyldu vera Sigl- fírðingar, sem fyrstir lögðu upp laupana, var auðvitað ástæða til að býsna. Það er því löngu tímabært að koma öllu á réttan kjöl í trausti þess að Víkveiji sé enn traustur lesandi blaðsins okkar og segja frá því að þetta er allt á misskilningi byggt. Ný stjórn félagsins vísaði því til aðalfundar að breyeta aðeins til um haustfagnaðinn að þessu sinni og brydda upp á einhveiju nýju í félagslífínu. Sameiginleg nið- urstaða á aðalfundi varð svo sú að við skyldum blóta þorra með glæsi- brag nú í febrúar." Svo mörg voru orð Jóns Sæ- mundar Siguijónssonar. Víkveiji óskar Siglfirðingum til hamingju með þessa merku „nýjung" - þorra- blót. ( i i i í í i í i i i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.