Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 47

Morgunblaðið - 30.01.1993, Side 47
MORGUNBLAÐÍÐ ' ■ inoM\ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 47- FOLX ■ VALSSTÚLKUR eru óánægð- ar með að hafa ekki fengið leik sín- um gegn Selfyssingum í 1. deild í dag frestað. Fimm stúlkur í liði þeirra eru í 3. flokki og taka þátt í túmeringu íslandsmóts 3. flokks um helgina. Selfyssingar neituðu að breyta leiktíma, en Haukar báðu Fram um breytingu á sömu for- sendum og fór sá leikur fram í gærkvöldi eins og um var samið. ■ ÁTTA leikmenn U-16 ára landsliðs Albaníu í knattspyrnu óskuðu hælis sem pólitískir flótta- menn í Portúgal í gær. Þeir töpuðu 3:1 fyrir heimamönnum á miðviku- dagskvöld í forkeppni EM. Strák- arnir fetuðu þar með í fótspor 14 jafnaldra sinna, sem urðu eftir í Þýskalandi fyrir skömmu. ■ BELGÍSKA liðið Brugge verð- ur að leika undanúrslitaleikinn gegn Glasgow Rangers í Evrópukeppni bikarhafa fyrir luktum dyrum vegna óláta áhorfenda. UEFA gerði félaginu einnig að greiða 40.000 svissneska franka í sekt. ■ ATLETICO Madrid var gert að greiða 50.000 svissneska franka vegna þess að félagið hleypti Paulo Futre ekki í vináttulandsleik með Portúgal. URSLIT UBK-UMFN 116:114 Digranes, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fostudaginn 29. janúar 1993. Gangur leiksins: 0:2, 13:8, 23:14, 36:21, 40:32, 49:48, 56:48, 62:57, 66:64, 74:75, 86:86, 99:93, 103:101, 112:114, 116:114. Stig UBK: Joe Wright 67, David Grissom 14, Bjöm Hjörleifsson 10, Brynjar Karl Sigurðsson 8, Hjörtur Amarsson 8, Egill Viðarsson 7, Ingvi Jökull Logason 2. Stig UMFN: Jóhannes Kristbjömsson 30, Teitur Örlygsson 21, Rondey Robinson 20, Ástþór Ingason 19, Rúnar Ámason 15, Gunnar Örlygsson 9. Áhorfendur: 140. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Brynj- ar Þorsteinsson vora slakir og óöraggir. 1. deild karla: Þór-ÍA.......................96:104 ÍS-Höttur....................74: 76 Handknattleikur Haukar- Fram.................9:17 íþróttahúsið við Strandgötu, 1. deild kvenna í handknattleik. Mörk Hauka: Harpa Melsted 3, Ragnheið- ur Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Júlíus- dóttir 1, Kristín Konráðsdóttir 1, Hulda Rún Svavarsdóttir 1, Ema Amadóttir 1. Mörk Fram: Díana Guðjónsdóttir 3, Inga Huld Pálsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 2, Þórann Garðars-- dóttir 2, Knstín Ragnarsdóttir 2, Margrét Blöndal 1, Ólavía Kvaran 1, Ósk Víðisdótt- ir 1. ■Staðan í leikhléi var 5:7 fyrir Fram. Lið- in spiluðu góðan vamarleik og markvarslan var góð. í síðari hálfleik gerðu Haukastúlk- ur ekki mark fyrstu 20 mínútumar og þar með vora vonir þeirra orðnar að engu. 2. deild karla: KR-ÍH........................30:23 Knattspyrna Holland Fortuna Sittard - Feyenoord....0:1 - (Paul Jansen sjálfsm. 10.). KORFUKNATTLEIKUR Joe Wright gerði 67 stig fyrir Blika þegar þeir unnu Njarðvíkinga í gær- kvöldi. Þetta var annar sigur Breiðabliks á keppnistímabilinu. Joe Wright með 67 stig fyrirUBK UMFN á litla von um að komast í úrslitakeppnina Stefán Stefánsson skrífar BREIÐABLIK vann Njarðvík- inga 116:114 í úrvalsdeildinni f gærkvöldi og var þetta annar sigur Blika á tímabilinu. Þeir lögðu Borgnesinga að velli 6. nóvember. Njarðvíkingar eiga nú litla von um að komast í úrslitakeppnina því Haukar eru 12 stigum á undan þeim. Blikar hittu körfuna vel frá upp- hafi og náðu tíu stiga forskoti sem þeir héldu fram undir leikhlé á meðan alla baráttu vantaði í Njarðvík- inga. Munaði mestu fyrir Blika að David Grissom var grimm- ur í fráköstunum og Joe Wright hitti mjög vel en þegar Suðumesja- menn lögðu áherslu á að stöðva skotin frá honum, átti hann vandað- ar stoðsendingar sem gáfu stig. Með mikilli baráttu náðu Njarð- víkingar að komast yfír á sjöundu mínútu síðari hálfleiks en þá könn- uðust leikmenn Breiðabliks við sig og tóku við forystunni þar til Njarð- víkingar komust aftur yfír þegar hálf mínúta var til leiksloka. Joe Wright jafnaði þá úr vítaskotum en Ronday Robinson hafði mögu- leika á að gera út um leikinn fyrir gestina. Hann fékk bónus vítaskot þegar 11 sekúndur voru eftir en hitti ekki svo Blikar náðu knettin- um. Brotið var á Joe Wright þegar 5 sekúndur voru eftir og hann átti ekki í vandræðum með að skora úr sínum vítaskotum og gera út um leikinn því Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sér lokasekúndurnar. „Þetta var baráttu út í gegn. Við döluðum þama um tíma þegar við vorum yfír því það er svo langt síð- an við höfum verið yfir að við vomm búnar að gleyma hvað á að gera þá. Við erum ekki fallnir enn og ætlum að ná KR því það era enn nóg af stigum í pottinum," sagði David Grissom sem stjómaði leik Breiðabliks. Grissom gerði glæsi- lega körfu þegar Joe Wright sendi boltann upp yfír körfuna og David tróð viðstöðulaust. Eins og fyrr segir átti Joe Wright stórleik með 67 stig. Hann nýtti 23 af 41 skoti en aðrir leikmenn reyndu samtals 40 skot. „Við fengu hugarfarslegt áfall þegar Haukar unnu Keflvíkinga og gerðu út um tölfræðilega möguleika okkar á úrslitakeppninni. Ekki skemmir fyrir Blikum að þeir era með besta erlenda leikmanninn á íslandi í dag, Joe Wright, sem er iilstöðvanlegur. Annars hittu þeir- allir mjög vel,“ sagði Jóhannes Kristbjörnsson en hann sýndi mest- an lit í liði Njarðvíkinga. Rúnar Ámason átti góða spretti en aðrir voru daufír. KNATTSPYRNA Lárus þjálf- ar Víkinga Láras Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meist- araflokks Víkings fyrir næsta sumar. Láras er ekki ókunnug- ur hjá félaginu því hann lék með yngri flokkum þess og meistaraflokki þar til hann gerðist atvinnumaður með Wat- erschei í Belgíu árið 1982 og varð bikarmeistari með liðinu sama ár. Hann lék í Belgíu til ársins 1984 er hann fór til þýska liðsins Bayer Uerdingen og með liðinu varð hann bikar- meistari árið 1985 og næsta keppnistímabil á eftir varð hann markahæsti leikmaður liðsins. Atvinnumannaferlinum lauk hann síðan hjá Kaiserslautem leiktímabilið 1987-88. HANDKNATTLEIKUR Baráttan byijar á ný HANDKNATTLEIKUR / HSI Framkvæmdastjór- anum var sagt upp Framkvæmdastjóra HSÍ var sagt upp störfum í gær eftir að meirihluti framkvæmdastjórnar hafði tekið ákvörðun þar um á stjórnarfundi. Formaður HSÍ sagði við Morgunblaðið að ákvörðunin ætti sinn aðdraganda, en fram- kvæmdastjórinn sagði að uppsögnin hefði komið mjög á óvart, þar sem starfsamningurinn hefði verið end- urnýjaður í nóvember s.l. og þá engar athugasemdir við störf hans gerðar. _ Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að Gunnar Kr. Gunnarsson, sem tók við fullu starfi framkvæmdastjóra í mars í fyrra, hefði staðið sig að mörgu leyti vel og hann hefði ekk- ert uppá hann að klaga. „Þetta er liður í endurskipulagn- ingu hjá okkur á allri starfseminni. Við viljum gjaman breyta um áherslur, auka þjónustuþátt skrif- stofu HSÍ og breyta ýmsu í sam- bandi við reksturinn." Gunnar vildi ekki tjá sig um málið, þar sem honum hafði ekki verið gerð grein fyrir ástæðum upp- sagnarinnar að öðru leyti en að hún væri liður í endurskipulagningu og sparnaði. HEIL umferð verður leikinn í 1. deild karla í handknattleik á morgun. Næsta umferð fer fram á miðvikudaginn en síðan verður gert hlé á deildarkeppn- inni fram yfir HM í Svíþjóð. Leikimir á morgun eru allir mikil- vægir enda ekki nema sex umferðir eftir af mótinu og því hvert stig mikilvægt. Efsta liðið, Stjaman í Garðabæ, leikur gegn Fram sem er í neðsta sæti ásamt HK. Eyjólfur Bragason mun stjóma Framliðinu í fyrsta sinn, en hann tók við liðinu nýlega. í Kaplakrika má búast við spenn- andi leik þegar KA-menn mæta FH-ingum. FH er í öðru sæti ásamt Val, þremur stigum á eftir Stjöm- unni og má illa við að missa stig ætli liðið sér efsta sætið og deildar- meistaratitilinn. KA er langt komið með að tryggja sig inn í úrslita- keppnina en það má ekki mikið bregða útaf hjá liðinu til að það sitji eftir. Valsmenn fara til Akureyrar og leika við Þór. Þórsarar eru í níunda sæti, þremur stigum frá næsta liði SKOTFIMI Skúli Gunnsteinsson og félagar eru í efsta sæti í deildinni. og ætla örugglega að selja sig dýrt til að ná inn í úrslitakeppnina, og því þurfa þeir helst að krækja sér i stig gegn Val. Valsmenn eru hins vegar í toppbaráttunni og vilja eflaust vera það áfram. ÍR-ingar fá Hauka í heimsókn í Seljaskóla. Haukar era í 4. - 5. sæti ásamt Selfyssingum og það er því þýðingarmikið fyrir Hafnfirð- ingana að ná í stig á morgun. ÍR er í áttunda sæti, á milli Akureyrarlið- anna. Liðið er einu stigi á eftir KA og þremur stigum á undan Þór. Baráttan er hörð á þessum slóðum og því ætla Breiðhyltingar öragg- lega að fá bæði stigin. í Digranesi tekur neðsta liðið, HK, á móti Selfyssingum, sem léku til úrslita í fyrra. Baráttan á botnin- um virðist ekki spennandi en fljótt skipast veður í lofti og hvert stig er fljótt að telja. Selfyssingar ætla örugglega að halda sínu striki óg' vera meðal efstu liða. Eftir leikina á miðvikudaginn verður gert hlé fram til miðviku- dagsins 31. mars eftir Heimsmeist- arakeppnina í Svíþjóð sem hefst 9. mars. Þá eru fjórar umferðir eftir og mikil barátta frammundan hjá liðunum, sérstaklega á botninum. Hannes vann þijár greina^ Hannes Tómasson vann þrjár greinar á opnu móti í skamm- byssuskotfimi sem fram fór á veg- um Skotfélags Kópavogs um síð- ustu helgi. Árangur Hannesar er athyglisverður þar sem hann hefur ekki stundað skotfími nema í nokkra mánuði. í keppni í loftskammbyssu hlaut Hannes 558 stig, Hannes Haralds- son varð annar með 534 og Eiríkur Björnsson þriðji með 531 stig. í staðlaðari skammbyssu hlaut Hannes 537 stig, Eiríkur varð ann- ar en íslandsmeistarinn, Hannes Haraldsson, þriðji. Hannes sigraði síðan í frjálsri skammbyssu, hlaut 482 stig, Eiríkur varða annar og Óskar Einarsson þriðji. Gylfí Ægisson sigraði í keppni með riffli, hlaut 587 stig en Hannes Tómasson varð annar. Mót þetta gefur stig til bikjy^— meistara íslands 1993.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.