Morgunblaðið - 17.02.1993, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
Guðríður Signrðardóttir nýr ráðuneytissljóri menntamálaráðuneytis
Hlakka tíl að takast
á við þetta verkefni
ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra hefur
ákveðið að leggja til við forseta Islands að Guðríður
Signrðardóttir ráðunautur menntamálaráðherra í skóla-
málum verði skipuð ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu-
neytinu frá 1. mars næstkomandi að telja. Guðríður sagði
í samtali við Morgunblaðið að starf ráðuneytisstjóra legð-
ist vel í sig. Fyrir lægi áfangaskýrsla um mótun mennta-
stefnu og það myndi að sjálfsögðu setja mark sitt á það
starf sem framundan væri í ráðuneytinu á næstu mánuð-
um. Hún lagði áherslu á að ráðuneytið færi með marga
málaflokka aðra en menntamál, svo sem menningarmál,
íþrótta- og æskulýðsmál og vísindamál, og hlakkaði hún
ekki síður til að vinna að þeim málaflokkum.
Au_k Guðríðar sóttu um stöðuna
þau Ámi Gunnarsson skrifstofu-
stjóri í menntamálaráðuneyti,
Bessí Jóhannsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Bjami Daníelsson
skólastjóri Myndlista- og handíða-
skóla íslands, Dögg Pálsdóttir
skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neyti, Erlingur Bertelsson lög-
fræðingur í menntamálaráðu-
neyti, Hörður Lárusson deildar-
stjóri í menntamálaráðuneyti, Jón
Hjartarson skólameistari Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra,
Reynir Karlsson íþróttafulltrúi
ríkisins, Sólrún Jensdóttir skrif-
stofustjóri í menntamálaráðu-
neyti, Tryggvi Gíslason skóla-
meistari Menntaskólans á Akur-
eyri og Þórunn Hafstein deildar-
stjóri í menntamálaráðuneyti.
Tveir umsækjenda óskuðu nafn-
leyndar.
Góð samvinna
Aðspurð sagði Guðríður að hún
óttaðist alls ekki að nein óánægja
yrði meðal starfsfólks ráðuneytis-
ins vegna ráðningar hennar í
stöðu ráðuneytisstjóra þótt á með-
al annarra umsækjenda um stöð-
una hefðu verið sex starfsmenn
ráðuneytisins.
„Ég er búin að vera nokkra
mánuði starfandi þama og hef
því náð að kynnast þessu fólki.
Ég hef átt mjög góða samvinnu
við það allt saman og hef ekki
minnstu trú á öðru en að svo verði
áfram,“ sagði hún.
Guðríður Sigurðardóttir hefur
meistarapróf í uppeldis- og
kennslufræði frá Harvardháskóla
í Bandaríkjunum, BA próf í al-
mennum þjóðfélagsfræðum frá
Háskóla íslands og kennarapróf
frá Kennaraháskóla íslands. Hún
hefur kennt á gmnn- og fram-
haldsskólastigi og við Háskóla
íslands, auk þess sem hún hefur
unnið að rannsóknum á sviði upp-
eldis- og menntamála. Síðastliðið
ár hefur Guðriður verið ráðunaut-
ur menntamálaráðherra í skóla-
málum.
Ráðuneytisstjórinn
GUÐRÍÐUR Sigurðardóttir
segir að skýrsla um mótun
nýrrar menntastefnu muni að
sjálfsögðu setja mark sitt á
starfið í ráðuneytinu.
Knútur Hallsson, ráðuneytis-
stjóri í menntamálaráðuneytinu,
hefur að eigin ósk sótt um lausn
frá störfum ráðuneytisstjóra en
hann mun ná hámarksaldri emb-
ættismanna 30. desember nk.
Knútur mun hafa með höndum
nokkur sérverkefni á vegum ráðu-
neytisins til næstu áramóta.
Kveikt í
garðskúr
ELDUR kom upp í garðskúr á
lóð íbúðarhúss við Nýbýlaveg
í Kópavogi um kl. 22 í gær-
kvöldi og stóð skúrinn í björtu
báli þegar slökkviliðið kom á
vettvang skömmu síðar.
Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðsins gekk greiðlega að
ráða niðurlögum eldsins. Ekkert
rafmagn var í skúrnum og er talið
að kveikt hafí verið f honum.
----»..»■ 4-
Loðnuverðið
fer lækkandi
VERÐ fyrir bræðsluloðnu hefur
farið lækkandi og er komið niður
í 3.400 tonnið. 14 krónur fást
fyrir ldlóið af loðnu sem fer í
frystingu.
Góð loðnuveiði hefur verið á
loðnumiðunum vestur af Krísuvík-
urbjargi að sögn Gunnars Harðar-
sonar stýrimanns á Faxa RE, sem
landaði um 400 tonnum í frystingu
í Reykjavík í gær. Hann sagði að
bátamir gerðu stuttan stans á mið-
unum, köstuðu einu sinni eða tvisv-
ar en héldu síðan til löndunar. Hann
sagði að nokkur áta hefði verið í
loðnunni og hefðu margir bátar
fengið farm sem taldist óhæfur til
frystingar.
Gæfa afurðahæst
Morgunblaðið/Rúnar Þór
KYRIN Gæfa var methafinn í afurðahæsta kúabúi landsins á síðasta
ári. Viðar Þorsteinsson bóndi stendur hjá.
Fjórar af níu bestu
kúnum á Brakanda
GÆFA 171 á Brakanda í Hörgárdal varð afurðahæsta mjólkurkýr-
in á síðasta ári og skilaði 10.190 kg mjólkur. Eigandi Gæfu, Viðar
Þorsteinsson bóndi á Brakanda, var með afurðahæsta bú landins
í fyrra. Kýr hans mjólkuðu að meðaltali 6.264 kg.
Viðar á fjórar af níu efstu kúnum inu. Gæfa 171 er dóttir Fjalla 81033.
á afrekskúalistanum eftir siðasta ár Er þetta í annað sinn sem kýr hér á
og hefur það ekki áður gerst að svo landi skilar meira en 10 þúsund kg
margar metkýr komi frá sama bú- mjólkur á ári.
Ríkisstjómm ákveður að hækka vexti í féiagslega kerfínu
Verkalýðshreyfingin
krefst afturköllimar
Ekki hyggileg ráðstöfun segir forseti Alþýðusambandsins
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að vextir í félagslega
íbúðakerfinu hækki úr 1% í 2,4% frá og með 1. mars næst-
komandi, en húsnæðismálastjórn hafði gert um það tillögu
til ríkisstjórnarinnar síðastliðið haust. Vextir þessir gilda
um ný lán og lán sem veitt hafa verið eftir 1. júlí 1984.
Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir
þetta ekki hyggilega ráðstöfun hjá ríkisstjórninni og þetta
sé ekki gæfuleg byijun á samningaviðræðum. Hún eigi
eftir að torvelda þær og það verði ein af höfuðkröfum
verkalýðshreyfingarinnar að þessi ákvörðun gangi til baka.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
að hækka vexti í félagslega kerf-
inu á fyrir í byrjun janúar og kom
þá fram hjá félagsmálaráðherra
að valið hefði staðið milli þess að
draga úr útlánum til félagslegra
íbúða eða hækka vextina. Hús-
næðisstofnun var formlega til-
kynnt um vaxtahækkunina á
mánudag.
Benedikt sagði að við gerð síð-
ustu kjarasamninga hefði verið
komið í veg fyrir vaxtahækkun í
félagslega kerfinu og þá fengist
fyrirheit um að vextirnir yrðu að
minnsta kosti ekki hækkaðir á
samningstímabilinu. Nú sé þetta
tilkynnt þannig að þetta geti tekið
gildi um leið síðasti kjarasamning-
urinn rennur sitt skeið.
Skynsamlegt að skoða
vaxtakerfið
Benedikt sagði að sér fyndist
það heldur storkandi að gera þetta
á sama tíma og Alþýðusambandið
sé að reyna að draga úr sárustu
álögunum á þá sem búi við erfið-
ustu kjörin, en sá hópur sé innan
félagslega húsnæðiskerfísins.
Benedikt sagði það út af fyrir
sig alveg rétt að það væri skyn-
samlegt að skoða þetta vaxta-
kerfí, en gera það með þessum
hætti væri nánast eins og köld
vatnsgusa framan í fólk. Það væri
raunar búið að breyta reglunum
svolítið í þá veru að ef fólk hefði
meiri tekjur en það hefði haft þeg-
ar það fékk úthlutað þá væri heim-
ilt að breyta vöxtunum á lánstíma-
bilinu. Þessi ákvörðun tæki hins
vegar til allra, einnig þeirra sem
minnsta möguleika hefðu til að
standa undir greiðslubyrðinni.
„Það er forkastanlegt að svara
með þessum hætti fyrstu tilkynn-
ingum um viðleitni verkalýðs-
hreyfíngarinnar til að reyna að
leysa málið á einhveijum skyn-
samlegum nótum án þess að verð-
lag fari hér allt úr skorðum. Þess-
ar aðgerðir gera það að verkum
að fólk verður auðvitað að krefjast
hærri launa til þess að geta staðið
undir álögunum. Ég sé ekki til-
ganginn,“ sagði Benedikt.
í dag
Risnu- og ferðakostnaður
Kostnaður ríkisins af ferðalögum
og risnu var tæpir 1,7 milljarðar
árið 1991 5
íslenskur sigur________________
íslensk sveit vann Flugleiðamótið
í brids 17
McDonald’s og Eiffel-turninn
Þjóðræknir Frakkar komu í veg
fyrir opnun hamborgarastaðar við
Eiffel-turninn 21
Leiðari
Bolungarvik 22
Úr verínu Myndasögur
► Nær stöðug bræla - Aflaverð- ^ Ljóð - Myndir ungra lista-
mæti muma í ar - Fiskneysla manna — Drátthagi blýanturinn
Breta minnkaði í fyrra - Sigurður _ Bolluvöndur - Völundarhús -
Ágústsson hf. í Stykkishólmi 60 Sundkeppni - Jó-jó - Myndasög-
ára - Breyting á viðskiptaháttum ur - Krossgáta - Réttar tölur
aflasamdráttur í janúar
- ■ ■_■
Haraldur Kristjánsson
með mestan meðalafla
20,9 tonn veidd að meðaltali á dag
FRYSTITOGARINN Haraldur Kristjánsson HF-2 var með
mestan meðalafla hvern úthaldsdag og mestan heildarafla
í tonnum talið árið 1992 samkvæmt nýútkominni togara-
skýrslu yfir liðið ár. Af ísfiskskipum var Otto N. Þorláks-
son RE-203 með mestan meðalafla hvern úthaldsdag og
Guðbjörg ÍS-46 með hæsta aflaverðmætið.
Haraldur Kristjánsson fékk að
meðaltali 20,9 tonn hvern úthalds-
dag og 6.112 tonn samtals allt árið.
Otto N. Þorláksson aflaði 20,1 tonns
að meðaltali hvern úthaldsdag og
5.211 tonna alls á árinu. Aflaverð-
mæti Guðbjargarinnar var 350 millj-
ónir kr. og aflamagnið 4.705 tonn.
Samkvæmt togaraskýrslunni
minnkaði meðalafli ísfisktogara
hvern úthaldsdag um 13% milli ár-
anna 1991 og 1992, úr 11 tonnum
í 9,6 tonn. Hjá frystitogurum minnk-
aði meðalaflinn hvern úthaldsdag
um 11,4% eða úr 12,8 tonnum á
úthaldsdag í 11,4 tonn.