Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 4

Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Deilt í borgarráði um Hótel Borg Tómas fær við- bótar veðleyfi BORGARRÁÐ samþykkti í gær að verða við beiðni Tómasar A. Tómassonar, veitingamanns á Hótel Borg, um að hann fái veð- leyfi fyrir 20 milljóna króna veðsetningu á hótelinu. Erindi Tómas- ar var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu í borgarráði eftir nokkur orðaskipti. Ástæðan fyrir beiðni Tómasar er „að kostnaður við að koma eigninni og búnaði hennar í viðunandi lag hefur reynzt verulega hærri en áætl- anir gerðu ráð fyrir,“ eins og segir í bréfi hans til borgarstjóra. „Hefur nú verið lagt í kostnað við endumýj- un og endurbætur á eigninni og bún- aði hennar, sem svarar um það bil 80.000.000 kr. (þar af lausabúnaður kr. 35.000.000) og má ætia að verð- mæti eignarinnar og veðhæfni hafí hækkað um sömu fjárhæð." Tillögu vísað frá Reykjavíkurborg seldi Tómasi Hótel Borg á síðasta ári fyrir 172 milljónir króna. í nóvember síðast- liðnum veitti borgarráð honum veð- leyfi fyrir 15 milljónum króna. Á borgarráðsfundinum í gær lagði Júl- íus Hafstein, Sjálfstæðisflokki, til að staða Hótels Borgar yrði skoðuð frekar, tii að meta áhættu borgarinn- ar af veitingu frekari veðheimilda. Tiilögu Júlíusar var vísað frá. Þrír aðrir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, þau Vilhjálmur Þ. yilhjálmsson, Anna K. Jónsdóttir og Árni Sigfússons lýstu sig hlynnt er- jndi Tómasar. Olína Þorvarðardóttir, fuiltrúi Nýs vettvangs, lagðist gegn veitingu veðleyfísins. Sigrún Magn- úsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, og Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Kvennalistans, lögðust ekki gegn veðleyfinu. Morgunblaðið/Sverrir Númeraplötur í hrúgum LÖGREGLAN hóf í vikunni aðgerðir gegn þeim bifreiðaeigendum, sem trössuðu að færa bifreið- ir sínar til skoðunar á síðasta ári. Frá mánudags- morgni og fram til kl. 14.30 í gær höfðu númer- in verið klippt af 160 bifreiðum. Það var því nóg að gera hjá Sævari Gunnarssyni aðalvarð- stjóra og Árna Friðleifssyni lögregluþjóni, þegar þeir flokkuðu númerin og komu þeim til Bifreiða- skoðunar íslands. Þar eru þau sett á bifreiðim- ar að nýju um leið og þær eru skoðaðar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 17. FEBRUAR YFIRLIT: Búist er viö stormi á norðurdjúpi, suðurdjúpi og suðvestur- djúpi. Suðvestur af Bretlandseyjum er 1045 mb hæð og 1028 mb hæð yfir Grænlandi. Austur við Noreg er 1002ja mb lægð á leið austur en vaxandi lægð á Grænlandshafi mun hreyfast norðaustur. SPÁ: Vaxandi suðlæg átt, allhvasst um sunnan- og vestanvert landið síðdegis. Rigning um mestallt land, einkum þó sunnanlands og vestan. Talsvert hlýnar í bili. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR FIMMTUDAG: Breytileg átt (fyrstu en síðan vaxandi norðan- og norðvestan átt. Él víða um land nema suðaustan til. Hitl um og und- ir frostmarki. , HORFUR Á FOSTUDAGr Norðan strekkingur með éljagangi norðan og norðaustanlands fram eftir degi en annars hægviðri og þurrt. Frost 3 til 10 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Snýst í hæga suðaustan átt og dregur tals- vert úr frosti. Snjókoma á víð og dreif. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.4S, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning tik Léttskýjað * a * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma * Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig., 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30fgær) Vegir á landinu eru víðast færir. Vestanlands er stórum bílum fært um Mosfellsheiði, en ófært um Bröttubrekku. Austanlands er ófært um Breiðdalsheiði. Á vestan-, norðan- og austanverðu landinu er talsverð hálka á vegum, aðallega á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hlti veður 1 þokafgrennd 3 þokaígrennd Bergen 5 rignlng Helsinki 1 alskýjað Kaupmannahöfn 4 þokumöða Narssarssuaq +3 snjókoma Nuuk +11 snjkoma Osló 1 skýjað Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona 14 mistur Berlín 0 þokumóða Chicago +3 8njókoma Feneyjar 6 léttskýjað Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 10 skýjað Hamborg 4 þokumóða London 8 skýjað LosAngeles 12 skýjað Lúxemborg 0 þokumóða Madrid 11 heiðskírt Malaga 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal +10 snjóél NewYork 3 snjókoma Orlando 14 léttskýjað París 6 þokumóða Madeira 18 skýjað Róm 9 léttskýjað Vín 0 skýjað Washlngton 2 rigning Winnípeg +28 léttskýjsð / DAG kl. 12.00 HeímiW: Veöurstofa íslands / (Byggt á veðurspó Kl. 16.15 í gær) Margeir sigraði á alþjóðlegu skákmóti Mjög sáttur við taflmennskuna MARGEIR Petursson, stórmeistari, sigraði á alþjóðlegu skák- móti í Árhúsum í Danmörku, sem lauk um helgina, en hann hlaut sjö vinninga af níu mögulegum. Margeir tapaði engri skák, vann fimm skákir og gerði fjögur jafntefli. „Ég er mjög sáttur við taflmennskuna. Ég lenti ekki í taphættu í neinni skák,“ sagði Margeir í í öðru sæti á mótinu varð stór- meistarinn Hector frá Svíþjóð með 6,5 vinninga. í þriðja sæti varð Sher frá Rússlandi með 6 vinninga, í 4. sæti stórmeistarinn Sax frá Ung- veijalandi með 5,5 vinninga og í 5. sæti ungverska stúlkan Sofia Polg- ar, en hún fékk fímm vinninga. Hún gerði sér lítið fyrir og vann Hector og Sax í tveimur síðustu umferðun- um, þannig að Margeir þurfti aðeins jafntefli út úr síðustu umferðinni til samtali við Morgunblaðið. þess að tryggja sigurinn á mótinu. Næst á dagskránni hjá Margeiri er að taka þátt í sterku alþjóðlegu opnu skákmóti sem haldið er í bæn- um Cappelle La Grande í Norður- Frakklandi og hefst á laugardaginn kemur. Á mótinu tefla tugir stór- meistara og auk Margeirs hefur fjór- um íslenskum skákmönnum af yngri kynslóðrnni verið boðin þáttaka. Tefldar verða níu umferðir á mótinu. Borgin leigir Reið- höllina til áramóta BORGARRAÐ samþykkti á fundi í gær að heimila íþrótta- og tóm- stundaráði borgarinnar að semja við Stofnlánadeild landbúnaðarins um að taka Reiðhöllina í Víðidal á leigu til næstu áramóta. ITR hefur haft starfsemi í Reiðhöllinni og meðal annars komið nálægt rekstri reiðskóla. Gert er ráð fyrir að slíkri starf- semi verði haldið áfram og einn- ig námskeiðum fyrir tómstunda- starf í skólum. Þá er rætt um möguleika á námskeiðahaldi fyr- ir fatlaða, starfsemi fyrir aldr- aða, sýningar, ýmsa starfsemi á vegum hestamanna, tónleika og sýningar. Stofnlánadeildin eignaðist Reiðhöllina á nauðungaruppboði árið 1990 og hefur síðan reynt að selja húsið. Rætt er um að það myndi kosta 100 milljónir króna. Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, lagði til á borgarráðsfundinum að kannað- ir yrðu möguleikar á að Reykja- víkurborg keypti Reiðhöllina. Yfirlýsing í febrúarhefti tímaritsins Mannlífs, árg. 1993, birtist viðtal við bróður okkar Sigurð Þór Guð- jönsson, sem ber þar föður okkar grófum ásökunum um kynferðis- misnotkun. Þeir atburðir eiga að hafa átt sér stað allt til 15 ára aldurs Sigurðar, en þessu man hann fyrst eftir við dáleiðslu 30 árum síðar. Faðir okkar sem nú er níræður hefur staðfastlega neitað þessu. Við dáleiðsluna hefur Sigurður einnig fyrst munað eftir fjölmörg- um öðrum atburðum sem að nokkru er getið í viðtalinu. Ætt- ingjar hans eiga oftast að hafa verið þátttakendur eða vitni að þeim atburðum. Þeir kannast ekki við þá. Ættingjar Sigurðar Þórs Guð- jónssonar geta því ekki staðfest nokkurt það atvik sem hann segir frá í umræddu viðtali. Birgir Guðjónsson, Helga Guðjónsdóttir, Ingvi Þór Guðjónsson. Aths. ritstj.: Með birtingu þessar- ar yfirlýsingar er umræðu um þetta mál lokið hér í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.