Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993
9
Aðalfundur
Hestamannafélagsins
Fáks
verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar
kl. 20.30 ífélagsheimilinu á Víðivöllum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Nú er rétti tíminn til ab
hefja reglulegan sparnað með
áskrift að spariskírteinum
ríkissjóðs.
Notaðu símann núna,
hringdu í
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
Kringlunni, sími 91- 689797
Kalkofnsvegi 1,
sími 91- 699600
Frá höftum til
frjálsræðis
Gunnar Svavarsson,
formaður Félags ís-
lenzkra iðnrekenda, seg-
ir i grein á sextíu ára af-
mæli félagsins:
„í raun má skipta sögu
iðnaðarins frá stofnun
félagsins i tvö álíka löng
tímabil. Fyrra tímabilið,
fram til 1960, einkennd-
ist af ófrelsi alls konar,
innflutningshöftum,
skömmtun gjaldeyris og
háum ' tollum. Síðara
tímabilið hófst með Við-
reisnarstjóminni og á
þeim tíma braut þjóðin
af sér Qötra haftaáranna.
Samningurinn um aðild
íslands að EFTA og síðar
við Efnahagsbandalagið
upp úr 1970 em merk
tímamót í sögu íslenzks
iðnaðar. Það var ekki sízt
fyrir afstöðu félags iðn-
rekenda að gengið var
tíl verksins, sem segja
má að ljúki um þessar
mundir, þegar samning-
ur um Evrópskt efna-
hagssvæði tekur gildi,
vonandi um mitt ár.
Við stöndum í þakkar-
skuld við þá stjómmála-
menn sem leystu þjóðina
úr viðjum haftatímabils-
ins. Sá kjarkur, sem for-
ystumenn i iðnaði sýndu
þegar þeir mótuðu af-
stöðu sína til fríverzlun-
ar, gleymist heldur
ekki.“
EES færir
okkur nýja
mögnleika
Síðar segir formaður
Gunnar Svavarsson formadur l'il
ELAGISLENSKRA
INREKENDA 60 ÁRA
ímamótum staldra menn
skyggnast aftur í tfmann
am i veginn. Þaö voru erf-
Aur f íslensku'atvinnulífí
brautryðjcndur á sviði
saman til fundar undir
nánaðar 1933. Kreppan s-ar
igi. cfnahagur bágur og at-
mikið. Talsverö iðnaðar-
ar þá þegar hafin f landinu
eftir að aukast næstu árín.
ar sem ýmsar ráðstafanir
nis geröar lil að efla hana.
innfluttum iðnaðarvörum
aöarins. um hagkvæmni þess að
mvnda ein ný heildarsamtök. Niður-
stöðu er að v*nta á allra n*stu min-
uðum.
Iðnrekcndur hafa lifað timana
tvenna frá stofnun samlaka sinna.
Þeir stofnuðu þau í skugga kreppunn-
ar þcgar atvinnulcysisvofan grúfði
yfir landinu. Þcir nutu góðxrisins á
stríðsárunum þegar crfut var að lá
iðnaöarvörur erlendis frá og fólk
hafði allt í einu mikið fé milli hand
anna. En þeir urðu cinnig aö yfirstígi
crfiöleikana sem komu f kjölfai
Úr viðjum haftanna
„Við stöndum í þakkarskuld við þá stjórn-
málamenn sem leystu þjóðina úr viðjum
haftatímabilsins." Þannig kemst Gunnar
Svavarsson, formaður Fll, að orði í grein
um félagið sextugt. Hann fjallar jafnframt
um eflingu íslenzks iðnaðar heima fyrir
og landnám íslenzks hugvits og framtaks
á erlendum slóðum í kjölfar aðildar að
Evrópska efnahagssvæðinu.
FÍI:
„Samningurinn um
Evrópskt efnahagssvæði
mun bæta rekstrarskil-
yrði ísienzks iðnaðar.
Það gerist ekki daginn
sem hann gengur í gildi
og ekki daginn eftir,
heldur á lengri tima,
bæði fyrir og eftir gildis-
töku samningsins. Stjórn-
völd fá aukið aðhald við
að laga umhverfi at-
vinnulífs hér á landi að
þvi sem gerist með öðr-
um þjóðum. Möguleikar
til Qölbreyttari vinnslu
sjávarfangs opnast þegar
tollar lækka eða falla nið-
ur. Ýmis aðkeypt þjón-
usta við iðnað lækkar í
verði þegar samkeppnin
færist yfir á fleiri grein-
ar og samstarf okkar við
Evrópuþjóðir á sviði við-
skipta, vöruþróunar og
rannsókna mun eflast.
Vonandi opnast augu
okkar einnig fyrir mögu-
leikum sem upp kunna
að koma, hvort heldur
þeir leiða til samstarfs á
erlendri grund eða hér á
landi. LOdega er erlend
fjárfesting hvergi jafn
lítil og hér, a.m.k. ekki í
hinum vestræna heimi.
Ef frá eru talin örfá fyr-
irtæki í orkufrekum iðn-
aði er vart hægt að tala
uni erlenda Qárfestingu
á Islandi. Þjóðiimi er
nauðsyn að reyna hvað
hún getur til að auka
þennan þátt atvinnúlífs-
ins. Erlend skuldasöfnun,
veik eiginfjárstaða ís-
lenzkra fyrirtækja, van-
nýtt tækifæri og dreifing
áhættu minna okkur á
þessa nauðsyn."
A
Islenzkt land-
nám erlendis
„Á sama hátt eiga ís-
lenzk fyrirtæki að leita
sér aukins olnbogarýmis
í öðrum löndum með nýj-
um viðskiptum og fjár-
festingum. Heimurinn er
sífellt að breytast. Sam-
skipti við lönd Vestur-
Evrópu verða emi að-
gengilegri við gildistöku
EES. Hræringar austan
giunla jámtjaldsins eru
ekki ógnanir við íslenzkt
viðskiptalíf. Þær leiða
ekki síður til nýrra tæki-
færa á þeim slóðum og
möguleikarnir eru víðar.
Nefna má lönd S-Amer-
íku og risaveldið í austri,
Kina, er að opnast er-
lendum Qárfestum.
Utrás iðnaðar er hafin.
Við erum farin að nota
reynslu okkar til sóknar
á* erlendri grund með
vörur, þjónustu og fjár-
festingu. Fyrst verður
það starfsemi sem teng-
ist fiskiðnaði og tækni
við veiðar og vinnslu en
fleiri greinar fylgja í
kjölfarið. Skilaboðin eru
þessi: Islenzkur iðnaður
þarf að verða alþjóð-
legri. Hann þarf að
hleypa heimdraganum.
Heimurinn er ekki bara
landið og miðin.“
Hildur Jónsdóttir ritstjóri Vikublaðsins
Framhaldið tryggt
HILDUR Jónsdóttir, ritstjóri og
ábyrgðarmaður Vikublaðsins
sem hóf göngu sína í nóvember
á síðasta ári, segist vera bjartsýn
á framhald útgáfunnar. Söfnun
áskrifenda að blaðinu hafi geng-
ið vel og þeir séu nú orðnir fleiri
en talið var nauðsynlegt að afla
til að útgáfa blaðsins gæti geng-
ið. Starfsmenn blaðsins fengu
aðgang að áskrifendaskrá Þjóð-
viljans sáluga og buðu þeim
áskrift að Vikublaðinu. „Við
erum nú komin með áskrifenda-
hóp sem á að tryggja að við get-
um gefið blaðið áfram út,“ sagði
Hildur.
Hildur sagði að nú væri unnið
að ýmsum áætlunum varðandi út-
gáfuna í framtíðinni og nokkrar
breytingar væru fyrirhugaðar, m.a.
á útliti, og til stæði að stækka brot
blaðsins. -
Vikublaðið er gefið út af Alþýðu-
bandalaginu en starfsmenn þess
hafa fullt ritstjórnarlegt frelsi að
sögn Hildar og nýtur það engra
útgáfustyrkja frá flokknum.
Auk Hildar starfar einn blaða-
maður á Vikublaðinu og einn
starfsmaður við auglýsingasöfnun.
Þá sagði hún að margir legðu þeim
lið við greinaskrif í blaðið í hverri
viku.
RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI
Þihnrinn l’ Þórarinsson,
[mmkvíemdnstjíni \ ’S/.
Er raunhæft að gera
RÁÐ FYRIR VERULEGRI
VAXTALÆKKUN?
A morgun, fimmtudaginn 18. febrúar, verður Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í VÍB-stofunni
og ræðir við gesti um vaxtamál og mikilvægi þeirra í
þróun atvinnu- og kjaramála. Eru forsendur fvrir
umtalsverðri vaxtalækkun? Hvað aðferðum er hægt að
beita? Hversu mikið geta vextir lækkað?
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn.
Ármúla 13a, 1. hæð.