Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Myrkir músíkdagar - Skottís í Ráðhúsi Reykjavíkur Komungir tónlistarmenn frumfluttu eigin tónverk ÞAÐ var boðið til afar óvenjulegra tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn laugardag, þar sem þrír hópar ungra tónlistarnema frum- fluttu eigin tónsmíðar undir stjórn írska tónskáldsins Elaine Agnew, með aðstoð nokkurra tónlistarmanna úr skosku kammersveitinni Paragon ensemble of Scotland. Nemendurnir eru úr Tónmennta- skóla Reykjavíkur, Tónstofu Valgerðar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Elaine Agnew hefur undanfarnar fjórar vikur starfað nokkrar klukkustundir á viku með hveijum þessara hópa og hefur hún notið aðstoðar Guðna Franzsonar. Að hennar sögn byijuðu hópamir að æfa sig í að semja sögur sem tengd- ust tónlist og spratt sú hugmynd af óperu Judith Weir, „Consolation of Scholarship" sem flutt var af Paragon hópnum hér í Reykjavík í síðustu viku. Allt ólík verk Tónsmíðahópamir völdu svo allir sögu eða ljóð sem þau byggðu verk sín á. Þau þijú verk sem voru flutt á þessum tónleikum vom afar ólík. Það fyrsta hét Enn hvað það var skrítið, byggt á þulunni eftir Pál J. Árdal. Það vom nemendur úr Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónstofu Valgerðar sem fluttu verkið með aðstoð hljóðfæraleikara úr Paragonhópnum. Aðdáunarvert var að fylgjast með leik- og sögu- gleði þessara ungu flytjenda, sem allir em þroskaheftir. Ungur sögu- maður sagði þuluna við undirleik félaga sinna. Árangurinn sem tón- menntakennarar þeirra hafa náð er slíkur að þeir mega vera stoltir. Næsta verk var afar nútímalegt söng- og tónverk, byggt á kvæði Halldórs Laxness „Unglingurinn í skóginum" og flytjendur voru eldri nemendur úr Tónskóla Sigursveins ásamt hljóðfæraleikurum Paragon- hópsins. Raunar var Sigrún Jóns- dóttir, altsöngkona í aðalhlutverki og dáfögur rödd hennar var sannar- lega eftirminnilegasta hljóðfærið í þessum sérstæða flutningi. Yngri nemendur úr Tónskóla Sig- Melkorka Ólafsdóttir leikur bæði á þverflautu og píanó. ursveins luku þessum bráðskemmti- legu tónleikum með verki sínu Móð- ir, byggt á þjóðsögunni og ljóðinu „Móðir mín í kví, kví“. í lok tónleikanna fögnuðu gestir ungu flytjendunum vel og lengi með þéttu lófataki. Það var augljóst að það voru ekki bara tónleikagestir sem skemmtu sér vel á þessum tón- leikum. Flytjendumir vom ekki síð- ur ánægðir og má segja að hvert andlit hafi ljómað af leikgleði og stolti sem hlýtur að vera því sam- fara að flytja eigin tónsmíð fyrir fullu Ráðhúsi fólks. Mjög skemmtilegt m Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af nokkrum hinna yngri tónlistarmanna að tónleikum lokn- um. Ungur gítarleikari, Guðmundur Hauksson, 13 ára á öðru stigi í gítarnáminu var fyrstur tekinn tali: „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni. Við tókum söguna Móðir mín í kví, kví og töluðum um hana. Við notuðum einnig stef úr laginu og spunnum svo okkar hugmyndir að tónum í kringum það sem við töluðum um.“ Skemmtilegur stjórnandi „Mér fannst þetta bara mjög gam- an,“ sagði Steinunn Guðjónsdóttir, 11 ára fiðluleikari, þegar hún var spurð hvernig henni hefði fundist að taka þátt í tónsmiðjunni undan- farnar vikur. „Ég átti ekki mikið af hugmyndum, þegar við vorum að semja, en svona smá!“ sagði unga tónlistarkonan hógværa og brosti. „Mér fannst skemmtilegast að við sömdum þetta saman og klár- uðum svo verkefnið með því að flytja verkið á tónleikum. Stjórn- Guðmundur Hauksson: „Spunn- um hugmyndir að tónum.“ Steinunn Guðjónsdóttir: „Skemmtilegast að við sömdum þetta saman.“ andinn, hún Elaine er mjög skemmtileg.“ Spilar á þverflautu og píanó Melkorka Ólafsdóttir 11 ára þverflautuleikari, á þriðja stigi er jafnframt í hálfu námi að læra á píanó. „Mér fannst þetta prógramm mjög skemmtilegt. Þetta er mjög ólíkt því sem við gerum í tónlistar- skólanum. ekkert endilega t skemmtilegra, heldur allt öðru vísi. Ég átti nokkrar hugmyndir um það hvað píanóið gerði og eins hvað ég gerði sjálf á þverflautuna. Ég bjó til lítið stef, sem var svo spilað á píanóið. Ég fékk hugmyndina að því heima hjá mér og stakk svo upp á því í tíma í tónsmiðjunni. Mér fannst það passa svo vel við söguna um Móður mína í kví, kví.“ AB Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Jónsdóttir, ajtsöngkona (lengst til vinstri) var í aðalhlutverki þegar eldri nemendur Tónskóla Sigursveins fluttu “Únglíngurinn í skóginum". TIMBURDAGURINN 1993 Fimmtudaginn 18. feb. kl 9:00 - 16:30, á Holiday Inn Ráðstefnustjórar: Jón Sigurjónsson og Gunnar Gissurarson 9:00 Setninq Hákon Olafsson, forstjóri. TIMBUR 9:10 Vibarframleibsla á fslandi Jón Loftsson, skógiæktarstjóri. 9:30 Frá skógi til timburs Sigurbjöm Einarsson, jarövegslíffræðingur. VIÐARVÖRN 12:40 Gagnvörn Rögnvaldur Gíslason, efnaverkfræöingur. 13:00 Yfirborösmebhöndlun AÖalsteinn Þóröarson, efnaverkfræöingur. 13:20 Vibhald timburhúsa Bragi Skúlason, byggingameistari. 13:40 Umræbur 9:50 Kaffi TIMBURGÆÐI, FLOKKUN OG EFNISKRÖFUR 10:10 Breytt byggingarreglugerb Hrafn Hallgrímsson, aikitekt 10:30 Flokkun á timbri Eiríkur Þorsteinsson, Uétæknir. 10:50 Úttekt á timbri hér á landi Bjöm Marteinsson, verkfræöingur. 11:10 Innflutningur á timbri Jón Snorrason, forstjóri. 11:30 Umræbur 11:40 Matarhlé FRAMLEIÐSLA 13:50 Einingaframleibsla húshluta og húsa SigurÖur Þór Sigurösson, ftamkvæmdastjóri. 14:10 Timburvinnsla á íslandi Jón Helgi GuÖmundsson, forstjóri. 14:20 Kaffihlé 14:50 Límtrésframleibsla GuÖmundur Ósvaldsson, framkvæmdasljóri. 15:10 Gluggaframleibsla Bjami Gunnarsson, framkvæmdastjóri. 15:30 Umræbur 15:40 Timburhús á íslandi Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. verba í boöi róöherra. Jón Sigurbsson, iönabarráöherTa slítur róöstefnunni um kl. 16:10. Léttar veítingar Tónlistarskóladag- ur á Egilsstöðum DAGUR tónlistarskólanna á ís- landi er að þessu sinni laugar- daginn 20. febrúar næstkomandi. FÁ'Á’G'í- ;,; ■•■■/■/■ / : LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending gæðaplOtur frá swiss pavaroc EINKAUMBOÐ Þ.ÞORGRIMSSON Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Af því tilefni munu nemendur og kennarar tónlistarskólanna á Hallormsstað, Eiðum og Egils- stöðum standa að sameiginlegri tónlistardagskrá í Hótel Vala- skjálf þann dag klukkan 15.00. Flutt verður ijölbreytt tónlist: Salonmúsík, dixilandmúsik og popp, auk þess sem leikin verður einleik- ur. Þá leikur sameiginleg hljóm- sveit skólanna nokkur lög. í fréttatilkynningu segir: Þetta er í fyrsta sinn sem skólarnir á Héraði standa sameiginlega að tón- listardagskrá þennan dag. Á þessu skólaári hefur samvinna kennara og nemenda á svæðinu aukist veru- lega. Það hefur eflt skólastarfið og fjölbreytni þess. Aðgangur að tón- listardagskránni er ókeypis. NETIÐ ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL: RANNSÓKNASTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS Sími 676000 - Myndsendir 678811 - Þátttökugjald kr. 6.000,- Veitingar innifaldar Fjölmennið á fundinn á Austurvelli í dag kl 17.15 til að mótmæla skipulögðum nauðgunum á konum og börnum í stríðshrjáðum heimi. v

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.