Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
13
FJÓRÐU tónleikarnir í Rauðri áskriftarröð hjá Sinfóníuhljómsveit
Islands verða á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 20 og hljómsveitarstjóri er rússneski hljómsveitarstjórinn
Edward Serov og einleikari er lágfíðluleikarinn Rivka Golani.
Edward Serov fæddist í Moskvu
og hóf hann þar ungur tónlistamám.
Fyrst lagði hann stund á fiðlu og
píanónám en síðar tók við nám í
hljómsveitarstjórn. Strax að námi
loknu var hann ráðinn aðstoðarmað-
ur Eugene Mravinsky sem var aðal-
stjómandi Fílharmóníusveitar Len-
íngrad. í kringum 1970 gerðist hann
hljómsveitarstjóri og listrænn stjórn-
andi sinfóníuhljómsveitarinnar í
fæðingarbæ Leníns, Uljanovsk. Síð-
ar hefur Serov komið víða við og
er nú einn af stjórnendum Fíl-
harmóníusveitar Pétursborgar og
síðastliðin tvö ár hefur hann einnig
verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfón-
íuhljómsveitarinnar í Oðinsvéum í
Danmörku.
Lágfiðluleikarinn Rivka Golani er
fædd í ísrael og hóf þar nám á hljóð-
færi sitt. Árið 1974 fluttist hún til
Kanada þar sem hún varp prófessor
í lágfiðluleik við háskólann í Tor-
onto. Rivka Golani hefur komið fram
með mörgum þekktustu hljómsveit-
um heims og þykir hún afburða lág-
fiðluleikari. Má nefna að um 100
tónverk hafa verið tileinkuð henni.
Rivku Golani er ýmislegt fleira til
lista lagt, því hún þykir hinn ágæt-
asti listmálari. Nýlega var haldin
sýning á verkum hennar í Bond
Street Gallery í Lundúnum.
Á efnisskrá tónleikanna eru tvö
verk eftir landa hljómsveitarstjór-
ans, Rimskíj-Korsakov og Alfred
Schnittke. Rimskíj-Korsakov til-
heyrði hópi rússneskra tónskálda
sem kallaður var „hinir fimm stóru"
en þeir voru, auk hans, Mus-
sorgskíj, Balakirew, Borodin og Cui.
Schnittke var prófessor við Tónlist-
arskólann í Moskvu. Hann varð ekki
þekktur á Vesturlöndum fyrr en
seint á sjöunda áratugnum, en hann
er nú talinn eitt fremsta tónskáld
samtímans. Sagt hefur verið að hann
sé verðugur arftaki Sjostakóvítsj.
Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir
Schnittke er leikið á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Síðast á efnisskrá tónleikanna er
Sinfónía nr. 3 op 56 í a-moll, eftir
Mendelssohn. Hann fékk hugmynd-
ina að þessari sinfóníu þegar hann
var eitt sinn á ferðalagi um Skot-
land. Hann lauk reyndar ekki við
þessa sinfóníu fyrr en nokkrum árum
síðar, en í samræðum við vini sína
kallaði Mendelssohn sinfóníuna
ávallt „hina skosku'* og með tíman-
um festist sá titill við hana.
(Fréttatilkynning)
Edward Serov
Rivka Golani
Margrét Bóas-
dóttir söng á
Húsavík
Húsavík. ^
MARGRÉT Bóasdóttir, sópran-
söngkona og Kristinn Orn Krist-
insson, píanóleikari, eru á söng-
ferð um Norðurland og skemmtu
Húsvíkingum sl. föstudagskvöld
með ljóðasöng sem var vel tekið.
Efnisskráin var mjög fjölbreytt
og voru þar ljóð um konur í öndvegi
og lög eftir fimm Þingeyinga. Þá
fluttu þau lagaflokkinn Helga in
fagra eftir Jón Laxdal við ljóð eftir
Guðmund Gúðmundsson. Þennan
lagaflokk samdi Jón Laxdal 1916
og mun hann ekki oft hafa verið
fluttur í einu lagi, eins og Margrét
gerði nú, en hún hefur verið dugleg
við að kynna óþekkt eða lítið þekkt
sönglög eftir íslenska höfunda. Einn-
ig voru á söngskránni þekkt þýsk
ljóðalög.
- Fréttaritari.
♦ ♦ ♦
Nýjar bækur
ÞRUMUHJARTA heitir bók sem
gerð hefur verið eftir kvikmynda-
handriti John Fusco, en sú mynd
er nú sýnd i Stjörnubíó. Þýðandi
er Ragnar Hauksson.
Kvikmyndahandritið var að hluta
til samið með hliðsjón af atburðum
sem gerðust á vemdarsvæði indlána
í Oglala í Suður-Dakóta árið 1975.
Þá voru tveir lögreglumenn banda-
rísku alríkislögreglunnar vegnir þar.
Mikil saga hefur sprottið af þessum
atburðum og var indíáni af verndar-
svæðinu sakfelldur og dæmdur fyrir
vígin. Miklar deilur hafa orðið í
Bandaríkjunum vegna dómsins.
Fijáls fjölmiðlun gefur bókina út
í bókaflokknum Urvalsbækur.
Rivka Golani leikur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands
Njóttu páskanna í frábæru veðri
á Kanaríeyjum við góðan aðbúnað
á glæsilegum gististöðum
Heimsferða. Hér nýtur þú þjónustu
reyndra fararstjóra, sem bjóða þér
spennandi kynnisferðir og skemmt-
anir meðan á dvölinni stendur.
i TURAVIA
air europa
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
3 vtkur - brottför 1. aprfl
Verð frá kr. 44.800,-
Hjón með 2 börn, 2-14 ára.
Verð frá kr. 59.900,-
2 í smáhýsi, Koala Garden
Brottför 11. mars
18 sæti laus
Verð frá kr. 52300,-
m.v. 4 í smáhýsi.
3M
Prentfilmur
Einleikur á lágfiðlu