Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
Jöfnimarsjóður sveitarfé-
laga og reglugerðarbreyt-
ing félagsmálaráðherra
eftir Sturlu
Böðvarsson
Að undanförnu hefur Alþýðu-
blaðið ráðist að mér með afar sér-
stökum hætti. Ástæðan er sú að
ég leyfði mér að gagnrýna félags-
málaráðherra fyrir breytingar á
reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitar-
félaga. Ekki er látið duga að blaða-
menn Alþýðublaðsins beini spjótum
sínum að mér, heldur eru kallaðir
til bæjarfulltrúar úr Hafnarfirði til
þess að segja frá því hvemig undir-
ritaður vinni gegn hagsmunum
„barnabæjarins" eins og Tryggvi
Harðarson bæjarfulltrúi nefnir
Hafnarflörð.
Ekki þarf að efast um að þessi
aðför er með vitund og vilja félags-
málaráðherra. Málatilbúnaður allur
hjá félagsmálaráðherra og málpíp-
um hennar á Alþýðublaðinu er með
þeim hætti að ég tel nauðsynlegt
að upplýsa um staðreyndir þessa
máls á síðum Morgunblaðsins.
Jöfnunarsjóður
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
hefur mikilvægu hlutverki að gegna
fyrir sveitarfélögin. Lengi vel stóð
sjóðurinn ekki undir nafni, en mest-
um hluta framlaga úr honum var
dreift eftir íbúatölu. Lítill hluti fór
til svokallaðra aukaframlaga. Jöfn-
unarhlutverkið var þannig óveru-
legt. Sjóðurinn var í raun einungis
til þess að millifæra hluta af skatt-
tekjum ríkisins til sveitarfélaganna,
óháð afkomu þeirra og getu til þess
að standa undir lögbundnum verk-
efnum.
Með breytingum á verkaskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga var
Jöfnunarsjóðnum einnig breytt.
Tekjur sjóðsins eru landsútsvar og
hluti skatttekna ríkissjóðs. Sjóðnum
er síðan skipt í þrjá höfuðflokka:
Bundin framlög, sérstök framlög
og jöfnunarframlög.
Bundnu framlögin eru 1993 437
m.kr. og skiptast til Sambands ísl.
sveitarfélaga, landshlutasamtaka,
Lánasjóða Innheimtustofnunar,
Eftirlaunasjóðs og Húsfriðunar-
sjóðs.
Sérstöku framlögin eru 1993 573
m.kr. og skiptast þannig: Vegna
sameiningar sveitarfélaga, vegna
fjárhagserfiðleika sveitarfélaga,
stofnkostnaðarframlaga, grunn-
skólaframlaga og kostnaðarauka
vegna verkaskiptingar.
Jöfnunarframlögin eru 1993 860
m.kr. og skiptast í tekjujöfnunar-
framlag 559 m.kr. og þjónustu-
framlög 301 m.kr. Jöfnunarfram-
lögin eru þannig um 46% af sjóðn-
um.
Með sérstakri úthlutun félags-
málaráðherra í lok ársins 1992 á
85 m.kr. var verið að úthluta upp-
hæð sem nemur 15% af tekjujöfnun-
arframlagi þess árs. Hefði sömu
reglu verið beitt og 1991 hefði
mátt hækka þjónustuframlögin
1992 um 35%.
Þessar tölur sýna að verulegu
máli skiptir hvernig staðið er að
setningu reglugerðar um úthlutun
jöfnunarframlaga.
Samkomulag um að
endurskoða reglugerðina
I byijun síðasta árs var ljóst að
sum stóru sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu höfðu gert ráð fyrir
að fá tekjujöfnunarframlög úr Jöfn-
unarsjóði s'veitarfélaga. Gerðu ein-
hver þeirra ráð fyrir því í fjárhags-
áætlun 1992 og hækkuðu útsvarið
í 7,5% fyrir það ár, en skilyrði fyr-
ir því að fá tekjujöfnunarframlag
er að tekjustofnanir útsvar, fast-
eignaskattur og aðstöðugjald væru
nýttir að tilteknu lágmarki.
Þegar þessar fyrirætlanir voru
mönnum ljósar lá fyrir að jöfnunar-
framlag myndi lækka verulega til
annarra sveitarfélaga, sem vegna
fámennis þurfa fremur á tekjujöfn-
un að halda en þau stóru, sem njóta
hagkvæmni stærðar sinnar og
fjölda íbúa. Umræðan var einkum
um Hafnarfjörð.
Við þessar aðstæður varð sam-
komulag milli stjórnarflokkanna og
Sambands ísl. sveitarfélaga að
skipa starfshóp „til að endurskoða
ákvæði reglugerðar Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga um jöfnunarframlög,
þ.e. 13. og 14. grein reglugerðar
nr. 309/1991“, svo sem segir í skip-
unarbréfi félagsmálaráðherra.
í starfshópinn voru skipaðir:
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri Hafnarfirði, og Valgarður
Hilmarsson oddviti, af hálfu Sam-
bands ísl. sveitarfélaga, Gunnlaug-
ur Stefánsson alþingismaður og
Sturla Böðvarsson alþingismaður
af hálfu stjómarflokkanna. Hún-
bogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri
félagsmálaráðuneytis, var skipaður
formaður.
Samkvæmt skipunarbréfi var
starfshópnum einungis ætlað að
endurskoða ákvæði um jöfnunar-
framlög, þ.e. 13. og 14. gr. reglu-
gerðar en ekki „breytingar sem
munu verða á Jöfnunarsjóðnum í
tengslum við aðstöðugjöld og breyt-
ingar á þeim“, eins og félagsmála-
ráðherra hélt fram í útvarpinu.
Starfshópurinn hafði ekki lokið
störfum, enda var það skilningur
hópsins að ekki kæmi til breytinga
á reglugerðinni fyrr en við úthlutun
úr sjóðnum 1993. Sá skilningur
kom m.a. fram hjá bæjarstjóranum
í Hafnarfírði á fundi starfshópsins.
Reglugerðinni breytt
Það gerist síðan 18. desember
sl. að félagsmálaráðherra breytir
reglugerðinni um Jöfnunarsjóð án
þess að starfshópurinn hafi lokið
störfum. Skömmu áður og síðan í
byijun janúar eftir að þing kom
saman hafði ég átt fund með for-
manni starfshópsins. Þar ræddum
við tillögur og hugmyndir til að
leggja fram í hópnum. Ekki kom
fram á þeim fundum að ráðherra
hefði breytt reglugerðinni. Hefði ég
vafalaust sparað mér það ómak að
sitja yfir tillögum hefði ég haft
hugboð um vinnubrögð ráðherra.
Skipulagðar nauðg-
anir eru stríðsglæpir
eftirPórunni
Sveinbjarnardóttur
Undanfarin misseri hefur
grimmileg borgarastyijöld geisað í
fyrrum Júgóslavíu. Fréttir af dráp-
um, misþyrmingum og fólskuverk-
um hvers konar eru daglegt brauð.
Fyrr í vetur bárust þær fréttir svo
um heimsbyggðina að stríðið í Júgó-
slavíu hefði tekið á sig skelfilegri
mynd en nokkurn hefði órað fyrir.
Konum og stúlkubömum í Bosníu-
Herzegóvínu er haldið í sérstökum
búðum þar sem nauðgun er dag-
skipun hermannanna. Þau okkar
sem vonuðu að á ferðinni væri sögu-
sagnir runnar undan rifjum áróð-
ursmeistara stríðsherranna hafa nú
fengið staðfest að sannleikurinn í
þessu máli er hræðilegri en nokkur
sögusögn. Þessi ólýsanlega grimmd
fyllir okkur máttvana reiði og skelf-
ingu.
Sannanir skortir ekki
í borgarastyijöldinni í Bosníu-
Herzegóvínu er kynferðislegu of-
beldi beitt í hernaðarlegum tilgangi
— til þess að „þynna“ blóð óvinar-
ins. Fyrir liggur vitnisburður fjölda
kvenna, sem haldið hefur verið í
sérstökum nauðgunarbúðum og
„Konur um alla Evrópu
hafa tekið höndum
saman um að fordæma
voðaverkin í löndum
fyrrum Júgóslavíu. í
dag verða mótmæla-
stöður í Kaupmanna-
höfn, London og Hels-
inki, svo að einhverjar
borgir séu nefndar. I
Reykjavík verður safn-
ast saman á Austurvelli
og minnst þeirra
kvenna og barna sem
orðið hafa fórnarlömb
kerfisbundinna nauðg-
ana.“
nauðgað á hveijum degi þar til þær
urðu þungaðar. Þessum konum var
svo sleppt þegar Ijóst þótti að þær
ættu engin ráð nema að fæða burð
sinn. Meðal þeirra sem staðfest
hafa að nauðganirnar séu skipulag-
ar eru mannréttindasamtökin Am-
nesty International. í nýlegri
skýrslu frá samtökunum segir að
ofbeldið fylgi mynstri kynþáttaof-
sókna. Hermenn allra stríðsaðila
hafa gerst nauðgarar og konum úr
öllum stéttum og þjóðfélagshópum
hefur verið nauðgað. Þó séu músl-
ímakonur sem nauðgað hafa verið
af serbneskum hermönnum lang-
flestar. Lýsingar kvennanna á
reynslu sinni þarf ekki að endurtaka
hér en villimennskan í stríðinu í
Bosníu-Herzegóvínu á sér engin
takmörk. Við spyijum sjálf okkur
hvað bíði barna sem líta dagsins
ljós hötuð og útskúfuð úr eigin sam-
félagi. Mannhatursöfl ráða ferðinni.
Nauðgun er stríðsglæpur
Konur um alla Evrópu hafa tekið
höndum saman um að fordæma
voðaverkin í löndum fyrrum Júgó-
slavíu. í dag verða mótmælastöður
í Kaupmannahöfn, London og Hels-
inki, svo að einhveijar borgir séu
nefndar. í Reykjavík verður sa’fnast
saman á Austurvelli og minnst
þeirra kvenna og barna sem orðið
hafa fórnarlömb kerfisbundinna
nauðgana. Við krefjumst þess að
hernaðaraðgerðir sem þessar verði
meðhöndlaðar sem stríðsglæpir og
þeir sem beri ábyrgð á þeim svari
til saka. Enn fremur skorum við á
Sturla Böðvarsson
„Þessi breyting er aft-
urvirk og þarf ekki
mikið hugmyndaflug til
þess að átta sig á því,
að hér beitir ráðherr-
ann valdi sínu á „sér-
tækan“ hátt en ekki í
formi „almennra að-
gerða“.“
Ekki var haft samráð við stjóm
Sambands ísl. sveitarfélaga um
breytinguna og ekki leitað til skrif-
stofu sambandsins um útreikning
framlaganna eins og venja er við
útdeilingu framlaga úr Jöfnunar-
sjóði.
Breyting félagsmálaráðherra á
reglugerðinni hljóðar svo:
>.L gr.
Við 13. gr. bætist ný málsgrein
svohljóðandi:
Ef enn er óráðstafað tekjum
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þeim
sem veija skal til jöfnunarframlaga,
eftir að úthlutun þessara framlaga
hefur farið frarh samkvæmt fyrri
málsgreinum þessarar greinar og
samkvæmt 14. gr., er ráðherra
heimilt samkvæmt tillögu ráðgjaf-
arnefndar að jafna því sem óráð-
stafað er sem sérstöku aukatekju-
jöfnunarframlagi til þeirra sveitar-
félaga sem hvorki uppfylla skilyrði
fyrri málsgreina þessarar greinar
um úthlutun tekjujöfnunarframlaga
Þórunn Sveinbjarnardóttir
íslensk stjórnvöld að beita áhrifum
sínum á alþjóðavettvangi til að svo
megi verða. Við ætlum að eiga
hljóða og táknræna stund á Austur-
velli í dag klukkan 17.15 og af-
henda áskorun okkar ríkisstjórn
íslands. Að því loknu mun sr. Áuð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir sjá um sam-
verustund í Dómkirkjunni. Við
hvetjum landsmenn alla, konur og
karla, til þess að setja ljós í glugga
á milíi klukkan 17 og 18 í dag og
vekjum með þeim hætti athygli á
voðaverkum stríðsherranna í fyrr-
um Júgóslavíu.
Höfundur er starfskona
Kvennalistans.
né skilyrði 14. gr. um úthlutun þjón-
ustuframlaga, enda séu tekjur við-
komandi sveitarfélaga undir við-
miðunartekjur sambærilegra sveit-
arfélaga.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett á grund-
velli laga um tekjustofna sveitarfé-
laga nr. 90/1990 og öðlast gildi
þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 18, des-
ember 1992.
Jóhanna Sigurðardóttir/
Húnbogi Þorsteinsson.“
Með þessari breytingu á reglu-
gerðinni er fallið frá þeim skilyrðum
sem öll önnur sveitarfélög höfðu
áður þurft að uppfylla. Þessi breyt-
ing er afturvirk og þarf ekki mikið
hugmyndaflug til þess að átta sig
á því, að hér beitir ráðherrann valdi
sínu á „sértækan“ hátt en ekki í
formi „almennra aðgerða" svo sem
mjög er haft á orði að beri að gera.
Undirritaður hefur vakið athygli
á þeirri tilviljun að Hafnarfjörður
fékk 43 millj. kr. við úthlutun eftir
þessa breytingu. Ekki efast ég um
að það bæjarfélag þurfí á því að
halda. Hefur Tryggvi Harðarson
bæjarfulltrúi gert ítarlega grein
fyrir því í heilsíðugrein í Alþýðu-
blaðinu hversu illa „barnabærinn“
Hafnarfjörður sé staddur. í sömu
grein ræðst hann að undirrituðum
með „skítkasti“, svo notað sé orða-
lag félagsmálaráðherra sem haft
er eftir henni í svari til mín í Alþýðu-
blaðinu.
Málflutningur bæjarfulltrúans er
honum lítt til vegsauka, en merki-
legt innlegg í stjórnmálaskrif blaðs-
ins, þar sem þess er krafist að ég
biðji félagsmálaráðherra afsökunar
á því að hafa vakið athygli á þessu
máli!
Forsendur fyrir breytingum fé-
Iagsmálaráðherra er að úthluta fé
Jöfnunarsjóðs sem er óráðstafað
þegar reiknuð hafa verið tekjujöfn-
unarframlög. Búið er til nýtt hug-
tak, aukatekjujöfnunarframlag,
fyrir þá sem ekki komast að eftir
þeim reglum sem allir aðrir hafa
þurft að hlíta.
Þegar úthlutað var úr sjóðnum
1991 var afgangur. Ekki var gripið
til slíkra ráða sem nú var gert,
heldur voru þjónustuframlögin
hækkuð. Sú aðferð var í fyllsta
máta eðlileg.
Ráðherrann hefur reynt að skjóta
sér á bak við svokallaða ráðgjafar-
nefnd. Hún hafí gert tillögu að út-
hlutun svo sem haft er eftir ráð-
herra. Sá málflutningur er heldur
vafasamur. Ráðherrann setur
reglugerðina og ráðgjafarnefndin á
engra annarra kosta völ en að
reikna út framlögin í eamræmi við
hana.
Hvernig á að breyta
reglugerðinni?
Úr því sem komið er verður að
líta á breytingu ráðherrans á reglu-
gerðinni sem hvert annað slys, sem
ekki verður aftur tekið. Viðfangs-
efnið er að setja nýja reglugerð og
fella hina úr gildi.
Við gerð nýrrar reglugerðar tel
ég að hafa beri eftirfarandi sjónar-
mið til leiðsagnar:
1. Meta þarf tekjuþörf sveitarfé-
laga í ljósi stærðar með öðrum
hætti en gert hefur verið og
auka hlutdeild þjónustufram-
laga.
2. Fjölmenn þéttbýlissveitarfélög
hljóta að hafa minni tekjuþörf
en þau minni. Hagkvæmni
stærðarinnar verður að meta.
3. í núgildandi reglum eru tekjur
einungis metnar miðað við út-
svar, fasteignaskatt og aðstöðu-
gjald. Taka á allar tekjur til
viðmiðunar, svo og tilfærslur frá
fyrirtækjum sveitarfélaga, ef um
þær er að ræða.
Hér verður látið staðar numið
og vænti ég þess að þetta sérstaka
regluverk félagsmálaráðherra sé nú
ljóst, og hver og einn geti metið
réttmæti þess. Sporðaköst Alþýðu-
blaðsins vegna þessa máls og árás-
ir á mig er auðvitað vandamál þess
blaðs og þeirra sem tóku það verk
að sér.
Höfundur er þingmaöur
Sjálfstæiiisflokksins í
Vesturlandskjördæmi.