Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
Ferðaskrifstofa Heimsklúbbs Ingólfs
stækkar undir nafninu Príma hf.
Fyrsta hnattreisan verður farin í nóvember og gefur kost á að sjá marga fegurstu staði heimsins.
Myndin er af höfninni í Sydney með óperuhúsinu fræga í forgrunni.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá Ferða-
skrifstofunni Prímu hf.:
Heimsklúbbur Ingólfs hefur nú
starfað sem sjálfstætt fyrirtæki
með fullum ferðaskrifstofuréttind-
um í rúmt ár, en byggir á ára-
langri reynslu Ingólfs Guðbrands-
sonar að skipulags- og ferðamálum.
Hefur reksturinn gengið með ágæt-
um og umfang hans margfaldast á
þessum skamma tíma. Þegar séð
varð, hvert stefndi með aukninguna
og vinsældir Heimsklúbbsins, var
ákveðið að breyta rekstrarforminu,
gera Heimsklúbbinn að ferða-,
fræðslu- og skemmtiklúbbi þeirra
sem langar að kynnast heiminum
og njóta hins besta sem völ er á
með bestu kjörum, en stofna sér-
hæfða ferðaskrifstofu fyrir þjón-
ustuna, sem yfirtæki ferðir Heims-
klúbbsins frá síðustu áramótum.
í þeim tilgangi var Ferðaskrif-
stofan Príma hf. stofnuð á síðasta
ársíjórðungi og hefur bætt nafni
sínu við nafn Heimskiúbbs Ingólfs
með öllum réttindum og trygging-
um til ferðaskrifstofureksturs og
farseðlaútgáfu, þ.m.t. viðurkenn-
ingu IATA og víðtæk sambönd við
valin hótel, flugfélög og ferðaþjón-
ustuaðila um allan heim. Ingólfur
Guðbrandsson er áfram forstjóri og
aðaleigandi, en aðrir hluthafar eru
dætur hans og fjölskyldur þeirra:
Þorgerður Ingóifsdóttir, Rut Ing-
ólfsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir,
Unnur María Ingólfsdóttir og Inga
Rósa Ingólfsdóttir.
Eins og nafn hinnar nýju ferða-
skrifstofu bendir til, leggur hún
höfuðáherslu á vöndun í ferðavali,
gistingu og þjónustu, svo að farþeg-
in geti notið til fulls þeirrar gleði,
fræðslu og lífsnautnar, sem tengist
aðeins góðum ferðum. Starfsmenn
eru enn aðeins þrír auk forstjóra
og lausráðins fólks við fararstjóm
o.fl. Ferðaskrifstofan Príma nýtir
sameiginlegt húsnæði með Heims-
klúbbi Ingólfs á 4. hæð Austur-
strætis 17.
Fyrsta nýjungin hjá Prímu hf.
voru ferðir til Dominikana í Karíba-
hafi, sem boðnar eru vikulega frá
áramótum fram á sumar og njóta
mikilla vinsælda, enda fer saman
ágætis aðbúnaður með fullu fæði
og öllu inniföldu á verði með því
lægsta sem þekkist. Umboð Prímu
fyrir flugfélög og mörg bestu hótel
heimsins á sérkjörum bjóða upp á
verðlækkun, sem í mörgum tilfell-
um nemur 30-50%. Þegar slíkt
verð stendur til boða, finnst mörg-
um miksskilinn sparnaður að búa
annars flokks. Ifyrirtækið er hið
eina á íslandi sem sérhæfír sig í
ferðum á ijarlæga staði, sem kynna
fólki undur heimsins í meistara-
verkum náttúrunnar, lista, menn-
ingar og þjóðhátta, þar sem fólki
opnast ný sýn á jörðina, fólkið sem
á henni býr og líf þess.
Allar ferðir Heimsklúbbsins, sem
Príma skipuleggur, eru sérhannað-
ar fyrir íslendinga, sem teljast með
kröfuhörðustu farþegum. Til að
forðast mistök og lækka kostnað
eru samningar gerðir beint og milli-
liðalaust við gististaði og flutnings-
aðila. Þannig er hver einstök ferð
Heimsklúbbsins einstök útgáfa og
engri annarri ferð lík.
Það hefur vakið athygli farþega
hve vel tíminn nýtist vegna skipu-
lagsins, sem jafnframt gerir ferða-
lagið léttara og lengir tíma til eigin
ráðstöfunar, auk þess sem þjónusta
er nákvæmari og persónulegri en
tíðkast í fjöldaferðum nútímans,
jafnvel þeirra sem eru á eigin veg-
um en eyða mikilum tíma í vafstur.
Allar álfur heimsins eru á dag-
skrá Heimsklúbbsins í ár, t.d. Suð-
ur-Ameríka með Chile, Argentínu
og Brasilíu um páskana, tvær
menningarferðir um Evrópu, Aust-
urríki og Ungveijaland í júní, og
list og töfrar Italíu í ágúst undir
leiðsögn Ingólfs, þar sem m.a. gefst
kostur á að hlusta á Kristján Jó-
hannsson í aðalhlutverki í Aidu á
stærsta útisviði heims í Arenunni í
Verona. Það besta sem Kína hefur
að bjóða gestum sínum er á dag-
skrá undir fagurri septembersól og
lýkur með hvíldardvöl á fullkomn-
um hressingar- og baðstað í Thai-
landi. Ferð Heimsklúbbsins til
Malaysíu í fyrra var fjölmenn og
rómuð og verður nú endurtekin
breytt og lengd, en dvalist verður
í Kula Lumpur, Singapore og Pen-
ang og lýkur ferðinni með skoðun
og hvfldardvöl á frægum stöðum í
Thailandi. Loks verður hnattreisa í
nóvember með dvöl á mörgum
frægustu stöðum í fjarlægum Aust-
urlöndum og í sumrinu sunnan mið-
baugs, s.s. Bali, þekktustu stöðum
Ástralíu, s.s. Melboume, Sydney og
Caims, Nýja-Sjálandi, Fiji, Hawaii
o.fl. Svo margir hafa þegar pantað
í hnattreisuna að líkur em á að hún
fyllist, áður en hún verður auglýst
frekar.
Auk hópferðanna, sem auglýstar
eru og skipulagðar ár eða meir fram
í tímann, annast Príma hf. fjölda
ferða fyrir sérhópa, t.d. skóla, fé-
lagasamtök og einstaklinga. Áber-
andi er að margir hópar ungs fólks
sem hefur lokið framhaldsnámi,
velja sér nú þjónustu Heimskúbbs-
ins vegna gæða ferðanna, hagstæðs
verðs og þeirrar reynslu og skipu-
lagningar, sem veitir farþegum
visst öryggi. Reynsla farþeganna
segir allt sem þarf; fólki finnst betri
kosturinn alltaf ódýrari, þegar það
hefur gert raunhæfan samanburð
og séð muninn.
Ingólfur Guðbrandsson
í nafni VISA og Heimsklúbbs
Ingólfs er í gangi sértilboð til 20.
febrúar um inngöngu í ferðaklúbb-
inn, sem veitir ýmis fríðindi, marg-
háttaða fræðslu um ferðalög og
afslátt fyrir félagsmenn, sé pantað
fyrir 1. mars. Þannig geta hjón t.d.
sparað sér 17 þúsund krónur auk
árgjaldsins. Góð ferðalög eru eitt
helsta áhugamál fólks um allan
heim og ferðaþjónusta orðin
stærsta einstök atvinnugrein
heimsins. Fræðslu um ferðalög er-
lendis vantar hins vegar tilfinnan-
lega, t.d. hliðstæða þeirra sem
Ferðafélag íslands hefur veitt ára-
tugum saman við ísland og ferðir
innanlands. Heimsklúbbinn ætti því
ekki að vanta verkefni og telur sig
hafa nokkru hlutverki að gegna í
ferðaþjónustunni.
Að gefnu tilefni verður að láta
þess getið, að Heimsferðir hf. eru
og hafa frá stofnun verið Heims-
klúbbi Ingólfs og nú Ferðaskrifstof-
unni Príma hf. óviðkomandi. Nafn
Heimsferða var ekki valið í samráði
við Heimsklúbbinn og hefur skyld-
leiki nafnanna valdið óþægindum
og misskilningi, svo að fólk hefur
jafnvel talið sig vera að skipta við
Heimsklúbb Ingólfs í nafni Heims-
ferða, en nú verður Ijóst, að ferða-
skrifstofa Heimsklúbbs Ingólfs
heitir Príma hf.
Fimmtíu ár frá
Þormóðsslysimi
eftir Jón Kr.
*
Olafsson
Nú eru liðin fimmtíu ár frá því
að ms. Þórmóður fórst, nóttina milli
17. og 18. febrúar 1943. Margir
mætir menn hafa fest á blað frá-
sagnir af þessu sorglega slysi svo
máski er ekki miklu við að bæta.
Mér þykir þó rétt á þessum tíma-
mótum að leiða hugann að þessum
hörmulega atburði.
Það voru þung spor fyrir séra
Jón Kr. ísfeld, sem var sómi sinnar
stéttar, að ganga í hús hér á Bíldu-
dal og færa fréttir af þessu hörmu-
lega slysi, en það var hans fyrsta
prestsverk hér á staðnum. Fórst
honum það vel úr hendi, eins og
önnur prestsverk, sem hann vann
hér á lögnum og farsælum starfs-
ferli. Séra Jón lézt 1. desember
1991. Blessuð sé minning hans.
Þann 14. júní 1987 var hér á
Bíldudal minningardagur um látna
sæfarendur gegn um tíðina. Þá var
afhjúpaður minnisvarði um þá sem
drukknuðu með ms. Þormóði og
aðra sem tapast hafa á sjó, eins og
á steininum stendur. Hann var unn-
inn af Steinsmiðju S. Helgasonar
eftir minni fyrirsögn en fjárframlög
til verksins komu frá ýmsum aðil-
um, sem hafí kæra þökk fyrir. Gest-
ir við þá athöfn voru Þórarinn Þór
prófastur, séra Gunnar Bjönisson,
selloleikari, og kona hans, Ágústa
Ágústsdóttir, söngkona, og Sigríður
Pálsdóttir og fjölskylda. Sonur
hennar, Páll Ægir Pétursson, af-
hjúpaði minnisvarðann.
Jón Kr. Ólafsson við afhjúpun
minnisvarðans.
„Nú eru liðin fimmtíu
ár frá því að ms. Þor-
móður fórst, nóttina
milli 17. og 18. febrúar
1943.“
Ég lýk þessari upprifjan með
ljóðlínum, sem lýsa því er að baki
bjó gerð og uppsetningu minnis-
varðans:
Minnisvarði um þá sem drukkn
uðu með ms. Þormóði.
„Saga þeirra verður litríkt ljóð,
í ljósbroti minninganna, svo mildur
og hlýr sem morgunblær, sem
minnig hins liðna vekur“.
Höfundur er söngvari
Viðskiptafræði-
stofnun stofnuð
Á UNDANFÖRNUM árum hefur færst í vöxt að ein eða fleiri rannsókn-
arstofnanir hafa verið stofnaðar við deildir Háskólans. í tengslum við
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands hefur nýlega tekið til
starfa Viðskiptafræðistofnun. Hlutverk stofnunarinnar er að vera
vettvangur rannsókna í viðskiptafræðum og skyldum greinum og að
annast þjónusturannsóknir, ráðgjöf og veita álitsgerðir.
Viðskipta- og hagfræðideild hefur
skv. reglugerð stofnunarinnar kosið
eftirtalda í stjórn hennar: Ágúst
Einarsson, prófessor, formaður,
Árna Vilhjálmsson, prófessor, og
Þráin Eggertsson, prófessor, með-
stjómendur. Fulltrúi nemenda í
stjórn stofnunarinnar er Hreiðar Már
Sigurðsson, stud. oceon. Stjórnin
hefur ráðið Kristján Jóhannsson,
lektor, sem forstöðumann stofnunar-
innar.
Við Viðskiptafræðistofnun munu
starfa fastir kennarar við Viðskipta-
og hagfræðideild, sérfræðingar,
stúdentar og aðstoðarmenn. Þess er
vænst, að stofnuni verði vettvangur
fyrir kennara deildarinnar til að
sinna rannsóknum, samhæfa þær
og kynna niðurstöður þeirra. Einnig
að nánari tengsl myndist milli deild-
arinnar og aðila utan hennar gegn-
um þjónustuverkefni. Á þennan hátt
legði stofnunin sitt af mörkum til
að auka tengsl Háskólans við þjóðlíf-
ið og miðla þekkingu sem víðast á
nýjan hátt. Áuk þessa gefst kostur
á að veita stúdentum þjálfun í fræði-
legu vinnubrögðum við lausn verk-
efna fyrir íslenskt atvinnulíf.
í tengslum við Viðskipta- og hag-
fræðideild starfar einnig Hagfræði-
stofnun og hefur starfsemi hennar
verið með miklum blóma. Starfsemi
hennar hefur fyrst og fremst beinst
að sviðum þjóðhagfræðinnar. Við-
skiptastofnun er ætlað að sinna svið-
um viðskiptafræða eða rekstrarhag-
fræðinnar, þar sem höfuðáhersla er
lögð á fræðigreinar tengdar rekstri
fyrirtækja. Greinar þessar eru t.a.m.
fjármálafræði, reikningshald, stjórn-
unarfræði, markaðsfræði, fram-
leiðslufræði, upplýsingafræði, at-
vinnuvegafræði og aðgerðarann-
sóknir, svo nokkuð sé nefnt.
(Fréttatilkynning)
Viðskipta-
þing Versl-
unarráðsins
VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs
íslands verður haldið á morgun,
fimmtudaginn 18. febrúar og
hefst það klukkan 11,30 í Súlna-
sal Hótels Sögu. Umræðuefni
þingsins verður Island í EB, já
eða nei?
Framsöguerindi verða flutt, þar
sem ýmsir fyrirlesarar svara spurn-
ingunni: Hvað þýddi aðild íslands
að EB? Á eftir verða fyrirspurnir
og umræður. Eftir kaffíhlé verða
síðan pallborðsumræður með sendi-
herrum íslands í EB og EFTA og
loks fer fram skoðanakönnun meðal
þingfulltrúa.