Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993
Forseti lagadeildar á málþingi Orators um stríðsglæpi
Réttarríkinu ber að
rannsaka rökstuddan
gnrn um stríðsglæpi
STRÍÐSGLÆPIR voru val laganema á viðfangsefni á fjöl-
mennu málþingi Orators sem haldið var í Norræna húsinu
16. febrúar síðastliðinn. Framsöguerindi fluttu þeir Ágúst
Hjörtur Ingþórsson, heimspekingur, Guðmundur Eiríksson,
þjóðréttarfræðingur og Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlög-
maður. Gunnar G. Schram, forseti lagadeildar, kvaddi sér
hljóðs eftir framsöguerindin og sagði, að sem réttarríki
bæri íslandi að virða alþjóðaskuldbindingar sínar og hefja
rannsókn komi fram rökstuddar ásakanir um stríðsglæpi.
Bæði Eiríkur og Gunnar töldu fulla ástæðu til að taka upp
frekari ákvæði um stríðsglæpi inn í íslensk lög.
Ágúst Ingþórsson fagnaði því að
laganemar skyldu velja þetta við-
fangsefni, þar sem umræðan í þjóð-
félaginu undanfarið sýndi glöggt
hvað íslendingar vissu lítið um þessi
mál. Hann. ræddi um skilgreiningu
á hugtakinu „stríðsglæpur" og kom
inn á almenn viðhorf, að talað væri
um að „stríð geysi“ líkt og náttúru-
hamfarir og spurði hvort hægt
væri að fella siðferðilegan dóm yfir
Heklu, jafnvel þó hún myndi leggja
allt Suðurland í auðn.
Ágúst ræddi síðan um ríkjandi
tvöfeldni í siðferðilegu mati. Sið-
menning okkar stefndi að því að
gera stríð mannúðlegt, en stríð héldi
áfram að vera stríð, þó mannúð-
legri aðferðum væri beitt. Hann
sagðist að lokum ekki geta gefið
endanlegt svar, þar sem hver at-
burður ætti sér ákveðna forsögu,
umhverfi og aðstæður sem alltaf
þyrfti að taka tillit til.
Alþjóðlegur refsidómstóll
Guðmundur Eiríksson ræddi um
sögulegan aðdraganda lagasetning-
Morgunbiaöið/Porkeli
Þingið sett
JÓNAS Þór Guðmundsson, for-
maður Orators, setur málþingið.
ar á þessu sviði og breytt viðhorf
á skilgreiningu á stríðsglæpum, þar
sem nú væri aukinn áhugi á mann-
réttindum. Hann sagði að alþjóða-
laganefnd Sameinuðu þjóðanna
hefði lagt fram tillögur um að stofn-
setja alþjóðlegan refsidómstól, sem
myndi starfa samkvæmt milliríkja-
samningi. Guðmundur sagðist eiga
von á að nefndin myndi skila full-
mótuðum tillögum í haust. Aðal-
kosturinn við slíkan dómstól væri
að ekki yrði hægt að gagnrýna rétt-
arheimildir hans. Eiríkur Tómasson
sagðist vera eindreginn stuðnings-
maður slíks dómsstóls og stofnsetn-
ing hans væri eitt af forgangsverk-
efnum á alþjóðavettvangi.
Vantar ákvæði um
stríðsglæpi í íslensk lög
Eiríkur sagði að í íslenskum lög-
væri ekki að finna sérstök
ákvæði um stríðsglæpi né skyld
afbrot, einungis stuðst við almenn
ákvæði sem taka til brota á borð
við manndráp,- líkamsmeiðingar,
nauðgun og fleira.
Eiríkur sagði tímabært að taka
upp lagareglur um stríðsgjæpi og
þjóðarmorð í íslensk lög. Áður en
rannsókn hæfíst í málum af þessu
tagi yrðu grunsemdir um brot að
vera rökstuddar. Hann lagði áherslu
á að enginn væri sekur fyrr en sekt
hans hafí verið sönnuð. Eiríkur
fagnaði því að efnt væri til umræðu
um stríðsglæpi, en mikilvægt væri
að sú umræða væri málefnaleg og
laus við það ofstæki, sem því miður
hefði einkennt hana að undanfömu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kirkjuleg sveifla
FRÁ tónleikunum í Bústaðakirkju á sunnudag. Frá vinstri Sigrún
Hjálmtýsdóttir, James Olsen og Rut Reginalds.
Kirkjuleg’ sveifla
verður endurtekin
Fæni komust að en vildu á sunnudag*
FÆRRI komust að en vildu á kirkjulega sveiflu í Bústaða-
kirkju síðastliðið sunnudagskvöld og því hefur verið ákveð-
ið að endurtaka hljómleikana í kvöld klukkan 20:30. Á
dagsskrá er blús, negrasálmar og léttklassisk lög.
Á sunnudag seldust aðgöngumið-
ar upp á skömmum tíma og þurftu
margir frá að hverfa, Því hefur
verið ákveðið að tónleikamir verði
endurteknir í kvöld, miðvikudag 17.
febrúar, en aðgöngumiðasala hefst
í dag klukkan 14.
Flytjendur era hinir sömu og á
sunnudag: Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Rut Reginalds, Ema Gunnarsdóttir,
James Olsen, Magnús Kjartansson
og hljómsveit auk heimamanna í
kirkjunni, sem eru Guðni Þ. Guð-
mundsson ásamt kirkjukór og
bamakór og séra Pálma Matthías-
syni.
Málþing Stúdentaráðs undir yfirskriftinni Kjarkur gegn kreppu
Kjarkur gegn kreppu
FRÁ STÚDENT ’93, málþingi Stúdentaráðs HÍ. Þar var fjallað um mennta-, umhverfis-, og atvinnumál á íslandi. Á myndinni eru f.v.
Skúli Helgason, Jón Sigurðsson, iðnaðaráðherra, Hörður Ásmundsson frá Marel hf., Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða og Örn G.
Jónsson.
Tækifærin í hátækniiðnaði
BREYTA þarf forsendum I útreikningi hagvaxtar og leggja
áherslu á það að minnka mengun og vinna betur úr hráefni.
Einnig er nauðsynlegt að hætta dekri við bóknám og hefja
verknám til virðingar að nýju. Þessar skoðanir komu m.a.
fram á Stúdent ’93, málþingi Stúdentaráðs HÍ, sem var hald-
ið undir slagorðinu „Kjarkur gegn kreppu“, var fjallað um
umhverfis-, mennta-, og atvinnumál.
50 ára
miiminsf
Þormóos-
slyssins
HELGISTUND verður í
Bíldudalskirkju í kvöld,
miðvikudaginn 17. febr-
úar kl. 20 og í Dómkirlg-
unni fimmtudagskvöldið
18. febrúar kl. 21 af því
tilefni að þá eru liðin
fimmtíu ár frá Þormóðs-
slysinu."
Hinn 18. febrúar 1943 fórst
strandferðaskipið Þormóður í
Garðssjó og með honum 27
manns, þar af 21 maður frá
Bíldudal. Þetta era einhverjar
mestu slysfarir sem sögur fara
af á íslandi og fullyrða má að
engin byggð á íslandi hafí verið
svo þungt lostin sem Bílddæl-
ingar vora þá.
Mikið vatn hefur síðan til
sjávar runnið en óhætt er að
fullyrða að þetta hörmulega
slys hafí markað mjög ævi
þeirra sem urðu fyrir missi þá
og um margt sett mót sitt á
Bílddælinga sérstaklega.
Á helgistundinni í Bíldudals-
kirkju flytur Pétur Björnsson,
sonur eins mannsins sem fórst,
hugvekju. Sr. Karl Matthíasson
flytur bæn og ritningarorð. Að
Iokinni helgistundinni er kirkju-
gestum boðið til kaffíveitinga í
safnaðarheimilinu.
Helgistundin í Dómkirkjunni
er á vegum Arnfirðingafélags-
ins í Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
Bóknám og verkmenntun
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing-
maður Kvennalista, var einn af
ræðumönnum í umræðunni um
menntamál. Hún lagði áherslu á að
skólakerfíð yrði að kenna þrennt,
þ.e. umönnun, ábyrgð og fæmi.
Kenna þyrfti umönnun svo að fólk
gæti annast sjálft sig og fjölskyldu
sína, ábyrgð svo fólk hefði hæfni til
að búa í samfélagi með öðrum og
loks fæmi til þess að afla
lífsviðurværis.
Ingibjörg Sólrún lagði áherslu í
umfjöllun sinni um framhaldsskóla-
kerfíð á að nauðsynlegt væri að efla
virðingu fyrir handverki. Að sögn
hennar hefur verknámi verið misboð-
ið og ein af orsökunum er sú að
hugvísindafólk hefur of mikið mótað
menntakerfíð. Ingibjörg Sólrún sagði
að stjómendur atvinnulífsins yrðu
einnig að gera sér grein fyrir því að
starfsmenntun væri nauðsynleg.
Guðmundur Birgisson, háskóla-
ráðsfulltrúi, kom af stað töluverðri
umræðu, þegar hann tók undir orð
Ingibjargar Sólrúnnar um að nauð-
synlegt væri að efla virðingu fyrir
verknámi, með því að leggja til að
öll námslok á framhaldsskólastigi
enduðu með stúdentsprófi. Guð-
mundur benti á að öll námslok yrðu
að vera merkileg. Hann sagði að
algengt væri að heyra að nemar
væru í framhaldsskóla til að fá stúd-
entspróf en ekki til að hljóta mennt-
un.
Grænar hagtölur
Elsa Guðmundsdóttir, hagfræð-
ingur, sagði að breyta yrði ríkjandi
hagvaxtarstefnu. Þessi stefna
byggðist á því að auðlindir jarðar
væru óþtjótandi og menn þyrftu
þess vegna ekki að bera ábyrgð á
gerðum sínum. Hún sagði að breyta
yrði forsendum hagvaxtar-
stefnunnar. Það yrði að taka upp
langtíma stefnumótun sem uppfyllti
þarfir manna í dag án þess að ganga
á auðlindir. Elsa lagði áherslu á að
framleiðsla og neysla þyrfti ekki að
stöðvast en vemdun yrði að vera
forgangsatriði. Hún benti á að betri
hráefnisnotkun hefði í för með sér
spamað og fyrirbyggjandi meng-
unaraðgerðir væru atvinnuskapandi.
Sem dæmi nefndi Elsa að krafan um
umhverfisvænar vörur skapaði nýjan
markað sem stuðlaði að fíölbreytni í
atvinnulífi.
Tækifæri í hátækniiðnaði
Hörður Ámason hjá Marel hf.
sagði að nauðsynlegt væri að gera
langtímaáætlanir til 3-5 ára þegar
vinna ætti að þróunarstarfsemi í
hátækniiðnaði. En sá_ iðnaður ætti
mikla möguleika á íslandi. Hann
lagði áherslu á að til að stunda hag-
nýtar rannsóknir þyrfti sterka mark-
aðstengingu. Að sögn Harðar er sú
stefna að taka upp rannsóknartengt
framhaldsnám hjá Háskóla íslands
stuðningur við íslenskan iðnað. ís-
lensk fýrirtæki eiga ekki að keppa
við stórfyrirtæki heldur er lykilorðið
í hátækniiðnaði sérhæfíng.