Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 17.02.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 Barnsmorð vekur óhugá Bretlandi BRESKA lögreglan hefur hafið mjög umfangsmikla rannsókn eftir að lík tveggja ára drengs fannst við jám- brautarteina í borginni Liverpool. A föstudag hafði drengurinn orðið við- skila við móður sína í verslunarmið- stöð. Lögreglumenn hafa athugað myndbandaupptökur sem gerðar voru í versjunarmiðstöðinni á föstu- dag og á einni þeirra má sjá táning- spilt leiða bamið í burtu og vitni bera við að hafa séð bamið ganga burt með tveimur unglingum. Að sögn lögreglu var baminu „skelfilega misþyrmt“ áður en líkinu var varpað á brautarteina. Mál þetta hefur vak- ið mikla reiði á Bretlandi og lögregla hvatt foreldra til að líta ekki af böm- um sínum fyrr en hinir seku hafa fundist. Fyrsta skíðalyfta Grænlands FYRSTA skíðalyftan hefur verið sett upp í Græniandi og er hún við Diskó- flóann á vesturströndinni. Lyftan er 200 metra löng og kostaði 190.000 danskar krónur, jafnvirði 1,96 millj- óna króna. Ríkið borgar helming kostnaðar en skíðafélagið við Diskó- flóa, QS85, og sveitarfélagið hinn helminginn. Royal Greenland breytir merkingum Sjávarréttaverksmiðja Royal Gre- enland í Nuuk hefur látið undan þrýstingu grænlensku neytendasam- takanna og ákveðið að merkia fram- leiðsluvörur sínar með veiðidegi vör- unnar en ékki pökkunardegi svo sem verið hefur. Liðið geta margir mán- uðir frá því fiskur er veiddur þar til honum er pakkað. Herferð ge^n hassölum T Kristjaníu DANSKA fíkniefnalögreglan lét til skarar skríða í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn í gær og handtók 1? fíkniefnasala. Talið er áð 10 kíló af hassi skipti um eigendur í Kristjaníu á degi hveijum. Hjúkrunarkona sökuð um morð Réttarhöld í máli 24 ára gamallar hjúkmnarkonu hófust í borginni Nottingham á Bretlandi í gær. Konan er sökuð um að hafa myrt fjögur ungabörn á spítalanum sem hún starfaði á og reynt að myrða níu til viðbótar á árinu 1991. Hún heldur hins vegar fram sakleysi sínu. „Það var glæpamaður laus á deild fjögur. Þá þijá daga sem ekkert gerðist á deild fjögur var hin ákærða ekki við vinnu,“ sagði John Goldring saksókn- ari í gær. Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörur á kynningarverði. ÞQKKl Faxafeni 9, sími 677599 Clinton forsetí telur merki um efnahagsbata ekki raunhæf Boðar hærri skatta á millistétt og auðmenn Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti segir að ekki muni duga að hækka skatta á auðkýfinga heldur verði millistéttin einnig að taka á sig auknar byrðar eigi að takast að rétta efnahag landsins við. í ræðu sem forsetinn flutti þjóðinni í sjónvarpi aðfaranótt þriðjudags að íslenskum tíma reyndi hann að búa almenning undir þær tillögur sem hann hyggst leggja fyrir þingið í dag, miðvikudag, en fór þó ekki út í smáatriði. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að til þess að framkvæma þær breytingar sem landið þarfnast verða flestir Bandaríkjamenn að leggja sitt af mörkum svo að öll þjóðin geti haft það betra síðar,“ sagði forsetinn. Hann sagðist myndu biðja þingið að skera niður framlög til um 150 verk- efna til að draga úr fjárlagahallanum. Clinton sagði að óbreytt ástand yrði dýrkeyptara en breytingar, til- lögur sínar væru „herhvöt til að treysta á ný lífsþrótt bandaríska draumsins“. Hann andmælti þeim sem telja að efnahagslífið sé þegar á uppleið, brá upp línuritum og sagði að ef raunverulegur efna- hagsbati væri á ferðinni hefðu þijár milljónir manna úr röðum atvinnu- lausra þegar -fengið vinnu. Hann sagði fyrirrennara sína úr röðum repúblikana, George Bush og Ron- ald Reagan, hafa stundað eyðslu- stefnu án þess að skeyta um skulda- söfnun ríkisins. Afleiðingarnar hefðu orðið aukið atvinnuleysi, lækkandi tekjur, meiri ójöfnuður, verri menntunarskilyrði og heil- brigðiskerfi sem kostaði of fjár en skilaði of litlu. „Þá 26 daga sem ég hef verið forseti hef ég þegar uppgötvað að heilbrigð skynsemi er ekkert of al- geng hér í Washington. Þið hafið orðið að greiða fýrir þennan skyn- semisskort... Þegar ég var drengur var til orð yfir þá trú að við þyrftum öll að leggjast á plóginn til að byggja upp betra og sterkara sam- félag: Föðurlandsást," sagði forset- inn. Auknir skattar Clinton harmaði að þurfa að leggja aukna skatta á millistéttar- fólk, sem hann hefur áður heitið skattalækkunum, en sagði fjárlaga- hallann hafa vaxið hraðar en hann hefði gert ráð fyrir í kosningabar- áttunni. Hann sagði að 70% þeirra skattahækkana sem hann ætlaði að leggja til myndu leggjast á þá sem hefðu 100.000 dollara (um 6,5 milljonir ísl. kr.) eða meira í árstekj- ur. í kosningabaráttunni hét Clint- on því að skattar yrðu aðeins hækk- aðir á þeim sem hefðu 200.000 dollara árstekjur. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sagði í gær að Clinton væri ekki að hlaupa frá kosninga- •loforði sínu, aðeins að segja að sam- anlagðar hækkanir á sköttum og öðrum gjöldum myndu hafa mest áhrif á þá sem hefðu 100.000 doll- ara árstekjur. Að sögn embættismanna eru aðalatriði þeirra efnahagstillagna sem Clinton mun leggja fram eftir- farandi: • 31 milljarði dollara verður veitt í.opinberar framkvæmdir til að örfa efnahagslífið, þar af 16 milljörðum til samgöngubóta og annarra undir- stöðumannvirkja, og 15 milljörðum til að lækka skatta á einkafyrir- tækjum sem þá geta ráðið fleira fólk í vinnu. Clinton telur að alls Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu þar sem hann flutti fyrstu sjónvarpsræðu sína til þjóðarinnar aðfaranótt þriðjudags. Hann kynnti þar hugmyndir sínar um endurreisn efna- hagslífsins. geti störfum fjölgað um hálfa millj- ón við þessar aðgerðir. •Jaðarskattur á tekjur verður hækkaður úr 31% í 36% og tekinn verður upp sérstakur hátekjuskatt- ur á auðkýfínga. • Hæstu skattar á fyrirtæki fara úr 34% í 36%. •Lagður verður á orkuskattur sem ætlað er að hvetja til betri nýtingar á orkugjöfum. • 85% skattur verður lagður á fé- lagslegar bætur sem aldrað há- tekjufólk fær, þetta skatthlutfall er nú 50%. • Greiðslur í tengslum við Medicare og Medicaid til handa læknum og sjúkrahúsum verða skertar. Medic- are er heitið á bótum sem ríkisvald- ið greiðir vegna heilbrigðisþjónustu aldraðra en Medicaid bætur vegna sams konar þjónustu við fátækl- inga. Ráðgert að reka gyðinga sem trúa á Jesú úr landi Innanríkisráðuneytið í ísrael íhugar nú að neita gyðingum, sem trúa því að Jesús hafi verið Messías, um ríkisborg- ararétt og vísa þeim úr landi. Hæstiréttur landsins hefur, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten, úrskurðað að slíkt myndi ekki big'óta í bága við lögin. Talið er að um 700 til 2.000 gyðingar í ísrael trúi því að Jesús hafí verið Messías, eða frelsari gyðinga. Flestir þeirra hafa þegar fengið ríkisborgararétt þannig að yfirvöld geta ekki vísað þeim úr landi en búist er við að þau láti einskis ófreistað til að hafa uppi á hinum. Innanríkisráðuneytið í Israel hef- ur verið eitt af höfuðvígjum ofstæk- isfullra gyðinga. Hæstiréttur lands- ins virðist á bandi embættismann- anna því hann hefur úrskurðað að þeir sem trúa á Jesú sem frelsara gyðinga hafi ekki rétt til að fá tafarlausan ríkisborgararétt. Sam- kvæmt lögunum fá allir, sem eiga gyðingakonu fyrir móður eða hafa snúist til gyðingatrúar, sjálfkrafa rétt til að gerast ríkisborgarar í ísrael. Sú breyting hefur þó verið gerð að bætt hefur verið við: „svo fremi sem hann eða hún tilheyrir ekki öðru trúarsamfélagi". Ahöld eru um hvort líta beri á „Messíasargyðingana", eins og þeir kalla sig, sem trúarsamfélag. Þeir hafa ekki tekið kristinni trú, eru Samkomulag varð um að hvetja til stofnunar sérstakra lögreglu- sveita í þeim ríkjum sem þær væru ekki fyrir hendi og um gagnkvæma upplýsingamiðlun um fólksflutn- inga og smyglarafélög. Hvatt var til samræmds landamæraeftirlits og aukinnar og skilvirkari landa- mæravörslu. stoltir yfir því að vera gyðingar og að búa í ríki gyðinga. Hjónin Gary og Shirley Beres- ford eru á meðal þeirra sem eiga yfir höfði sér að verða reknir úr íandi og frá ástvinum sínum. Þau klæðast að hefðbundnum gyðinga- hætti og eiga syni sem hafa gengt herþjónustu í einni af úrvaldsdeild- Peter Boross, innanríkisráðherra Ungveijalands, sagði að sameigin- legar aðgerðir væru nauðsynlegar til að vinna á flóttamannavandan- um, þar á meðal aðgerðir til að gera þeim lífið bærilegra í heima- landi þeirra. Hundruð þúsunda flóttamanna frá fátækari svæðum austanverðrar um ísraelska hersins. Þau búa með móður Shirley sem hefur þegar fengið ríkisborgararétt og getur verið þar áfram ef hún vill. „Það sorglegasta við þetta mál er að það brýtur í bága við allt sem feður síonistanna trúðu á, börðust og dóu fyrir,“ sagði vinur hjónanna. Evrópu hafa streymt vestur á bóg- inn í von um betri tíð. í seinni tíð hefur reynst auðveldara að komast yfir landamæri sem áður mörkuðu járntjaldið milli Austur- og Vestur- Evrópu. Hefur flóttamannastraum- urinn ýtt undir kynþáttafordóma og leitt til ofbeldisaðgerða gegn útlendingum, einkum í Þýskalandi. Þangað leituðu um 310.000 flótta- menn í fyrra eða um 70% allra sem álitið er að komið hafi til Evrópu á árinu. Stemma stigu við aukn- um straumi flóttamanna Búdapest. Reuter. RÁÐSTEFNU innanríkisráðherra 35 Evrópuríkja um leiðir til þess að stöðva straum ólöglegra flóttamanna um Austur- Evrópu til Vesturlanda lauk í Búdapest I gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.