Morgunblaðið - 17.02.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993
RADAL/GÍ YSINGAR
Aukavinna
Aukastarf í boði, sem þú getur unnið heima.
Frjáls vinnutími. Há þóknun fyrir duglegt fólk.
Lysthafendur leggi inn nafn, heimilisfang og
síma fyrir vikulok á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „Gott mál - 97".
Hótel Borg
auglýsir eftir starfskrafti í gestamóttöku.
Upplýsingar veitir Þórdís (ekki í síma).
Hótel Borg,
Pósthússtræti 11.
Arkitekt
Húsafriðunarnefnd ríkisins óskar að ráða
arkitekt til starfa.
Starfið er fólgið í:
- Ráðgjöf við viðgerðir gamalla húsa, heild-
arsöfnun og skráningu eldri bygginga.
- Eftirliti með framkvæmdum, sem styrktar
eru af húsfriðunarsjóði eða eru á vegum
húsfriðunarnefndar.
Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu
við ráðgjöf, hönnun og eftirlit með viðgerð
gamalla húsa og geta hafið störf eigi síðar
en 1. apríl nk.
Starfsaðstaða verðurá Þjóðminjasafni íslands.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist húsafriðunarnefnd, Þjóð-
minjasafni íslands, póshólf 1489, 121
Reykjavík, eigi síðar en 5. mars nk.
Upplýsingar veitir Guðmundur L. Hafsteins-
son, framkvæmdastjóri húsafriðunarnefnd-
ar, í síma 622475 milli kl. 10 og 12 virka daga.
Húsafriðunarnefnd.
SJALFSTl
F !• I. A (i S S T A R
IIPIMDAUUK
Á að ieggja
Seðlabankann niður?
Heimdallur efnir til
fundar um stjórnun
peningamála og
hlutverk Seðlabank-
ans fimmtudags-
kvöldið 18. febrúar
kl. 21.00. Fram-
sögumenn verða
Már Guðmundsson,
hagfræðingur hjá
:« Seðlabankanum og
fyrrv. efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra, og Öli Björn Kárason, hag-
fræðingur og framkvæmdastjóri. Fundurinn verður haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Allir velkomnir.
I FASTCICN ER FRAMTID A A
FA S T E í G N A Ætm M IÐ L U N
SVERRIR KRISUANSSON LOGGHTUR fASMGNASALI^^^^r CÍMI CQ 77 CQ
SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 ' ' °°
Skútuvogur - til leigu
Við Skútuvog er til leigu 1.225 fm húsnæði,
er skiptist í vörulager sem er 937 fm með
mjög góðri lofthæð ca 6 m við mæni og 4,8
m við vegg, og skrifstofuaðstöðu, sem er
288 fm. Stórar innkeyrsludyr eru á lagerrým-
inu. Athafnasvæði og aðkoma að húsinu er
mjög góð. Frystir og kælir geta fylgt.
Húsnæðið verður laust fljótlega.
Langtímaleigusamningur.
HJÚKRUNARFÉLAG
ÍSLANDS
Fundur Reykjavíkurdeildar
Hjúkrunarfélags íslands
verður haldinn í húsnæði félagsins á Suður-
landsbraut 22 í dag, miðvikudaginn 17. febrú-
ar 1993, kl. 21.00. Húsið opnað kl. 20.30.
Dagskrá:
Kynning og kosning um nýgerðan
kjarasamning félagsins.
Kvenstúdentafélag íslands
og Félag íslenskra háskólakvenna
halda aðalfund 24. febrúar kl. 20.00 í Þing-
holti, Hótel Holti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Skemmtidagskrá. Stjórnin.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Keflavík skorar hér með á
þá gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á
virðisaukaskatti með gjalddaga 5. febrúar
1993 og fyrr, launaskatti og tryggingar-
gjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, aðflutningsgjöld-
um, skráningargjaldi skipshafna, skipagjöld-
um, lesta og vitagjaldi, bifreiðagjöldum og
þungaskatti með gjalddaga 1. janúar 1993
og fyrr, að gera þegar skil.
Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms
fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna,
með áföllnum verðbótum/vöxtum og kostn-
aði, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskor-
unar þessarar.
Athygli er vakin á því, að auk óþæginda
hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegar
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis-
sjóð er allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð.
Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og 1,5% a1
heildarskuldinni greiðist í stimpilgjald, auk
útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjald-
endur því hvattir til að gera full skil sem fyrsl
til að forðast óþægindi og kostnað.
Keflavík, 16. febrúar 1993.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Stéttarfélög:
Tilvistarkreppa?
Laugardaginn 20. febrúar nk.
verður haldinn ráðstefna f
Borgartúni 6 á vegum kynn-
ingar- og fræðslunefndar
BHMR um
Framtfðarhlutverk
stéttarféalga
ívar Jónsson
Tilgangurinn með þessari ráð-
stefnu er að kalla til fyrirlesara, sérfræðinga
og félagsmenn og forystu stéttarfélaga til
hreinskilinnar umræðu um markmið og leiðir
stéttarfélaga í framtíðinni.
Fyrirlesarar verða:
ívar Jónsson, félagsfræðingur.
Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur.
Elna Katrín Jónsdóttir, kennari,
varaformaður HÍK.
Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari,
fyrrv. alþingismaður
Meðal þátttakenda í pallborðsumræðum
verða:
Anna Ivarsdóttir, formaður SÍB.
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ.
Páll Halldórsson, formaður BHMR.
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB.
Þátttökugjald (v/matar og kaffis) er kr 1.000.
Ráðstefnan hefst kl 10 (skráning kl. 9:30).
Danfríður Elna Kartín IngólfurV.
Kynningar- og fræðslunefnd BHMR.
Reykhólahreppur
óskar eftir tilboðum í hlutabréf hreppsins í
Þörungaverksmiðjunni hf. Um er að ræða
bréf að nafnvirði 5.200.000 krónur eða 15%
hlutafjár fyrirtækisins. Reykhólahreppur
áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað fyrir 11. mars á skrif-
stofu hreppsins, þar sem þau verða opnuð
kl. 11.00.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
□ HELGAFELL 5993021719
IV/V 2
UTIVIST
I.O.O.F. 9 = 174217872 = 9.II
□ GLITNIR 5993021719 I 1
Frl. Atkv.
I.O.O.F. 7 = 174217872 =
ÉSAMBANO ISLENZKRA
' KRISHRNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60.
Samkoman fellur inn í samkomu-
viku með Ulrich Parzany í Breið-
holtskirkju.
REGLA MUSTERISRIDDARA
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Skrefið (10-12 ára krakkar)
kl. 18.00.
Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaöur Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
VAKNINGARSAMKOMA
með Ulrich Parzany
í Breiðholtskirkju
í kvöld kl. 20.30.
Mikill söngur, fyrirbæn, vitnis-
burðir, sönghópar og orð frá
Guði til þín.
Jesús á erindi við þig.
Velkomln(n) á samkomuna!
KFUM/KFUK/
KSH/SÍK.
H a 11 v e igarstigj*sirni614330j
Helgarferð 20.-21. febrúar
Kl. 9: Geysir-Biskupstungur.
Göngu- og skíðaferð um fjöl-
breytt og fallegt svæði, m.a.
Haukadal, Bjarnafell og Brekku-
skóg. Ekið að Gullfossi. Svefn-
pokapláss á Hótel Geysi. Hress-
andi upplyfting í byrjun góu.
Fararstjóri: Óli Þór Hilmarsson.
Nánari uppl. og miðasala á skrif-
stofunni.
Dagsferðir sunnud. 21. feb.
Kl. 10.30: Esjuberg - Saurbær.
Kl. 10.30: Skíðaganga.
Sjáumst í ferð með Útivist.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Kvöldvaka F.í. 17. febrúar
Hornstrandir
Miðvikudaginn 17. febrúar
verður kvöldvaka með nýju
sniði i Sóknarsalnum, Skipholti
50a, og hefst stundvíslega
kl. 20.30.
Efni:
1) Hallvarður Guðlaugsson fjall-
ar um örnefni á Hornströndum,
einkanlega örnefni og sig i Hæla-
víkurbjargi.
2) Dagný Kristjánsdóttir, bók-
menntafræðingur, les sjálfvalið
efni úr skáldverkum Hælavíkur-
skálda.
3) Björn Þorsteinsson, líffræð-
ingur, fjallar um gróðurfar og
sýnir myndir.
4) Jóhannes Kristjánsson les
draugasögu.
Guðmundur Hallvarðsson er
umsjónarmaður kvöldvökunnar.
Aðgangur kr. 500 (kaffi og með-
læti innifalið). Þátttaka í feröum
Ferðafélagsins til Hornstranda
hefur aukist ár frá ári og í sumar
verður unnt að velja um 11 for-
vitnilegar ferðir um svæðið frá
Ingólfsfirði í Strandasýslu til
Hlöðuvíkur og einnig liggur leiðin
um Fljótavík, Aðalvík, Hesteyri
og víðar.
Dagsskrá kvoldvökunnar beinir
athyglinni að lífi þeirra, sem
bjuggu á þessu svæði, og einnig
að því hvernig umhorfs er í dag
á Hornströndum.
Allir velkomnir, fólagar og aðrir.
Ferðafélag Islands.