Morgunblaðið - 17.02.1993, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1993
taUx. um ? "
TM Reg. U.S Pal 0(f.—all righls reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
hlaupa út um alla stofu hjá
Emmu!
HÖGNI HREKKVÍSI
JPHPrglWPJIMIlliP
BREF TIL BLAÐSENS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Brennandi ást og atgervisfólk
Frá Hirti Hjartarsyni:
Dagskrá Sjónvarpsins hefur ver-
ið með daufara móti upp á síðkast-
ið og því hvarflar hugur ósjálfrátt
til baka, til liðinna sólskinsstunda.
„Stutta og snyrtilega stríðið"
Ast Bush, fyrrverandi forseta, á
írösku þjóðinni blossaði upp árið
1991 með miklum hita þegar hann
varð þess vísari að Saddam Hus-
sein var ekki sá vammlausi dánu-
maður sem hann árum saman hafði
stutt og treyst. Og Bush lét ekki
sitja við ástarorðin tóm, heldur
sprengdi í loft upp nánast allt sem
þarf til daglegs lífs í írak: Raf-
magnsveitur, sjúkrahús, skóla,
vatnsból, holræsakerfi... Dánar-
Frá Gauta Kristmannssyni:
Tilefnið er nýfallinn dómur Evr-
ópudómstólsins í máli hollenskra
stjórnvalda gegn sjónvarpsstöð
sem hugðist fara fram hjá lögum
og reglum, sem giltu í Hollandi
um fjölmiðlun, með því að senda
út frá Lúxemborg. Frá þessu er
greint í Financial times 9. febrúar
sl. Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að ekki væri heimilt að
beita ákvæðum Rómarsáttmálans
til þess að komast hjá því að hlíta
þeim reglum, sem gilda í einstök-
um löndum um fjölmiðlun. Þessi
niðurstaða er gríðarmikilvæg fyrir
íslendinga og íslenskt sjónvarp því
hún þýðir í reynd að heimilt er að
hafa í íslenskum lögum ákvæði um
þýðingarskyldu sjónvarpsstöðva
sem starfsræktar eru á íslandi.
Krafan um þýðingarskyldu er
fyllilega eðlileg í málsamfélagi sem
telur aðeins 250 þúsund manns,
jafn eðlileg og hreinlætisskröfur
eru gerðar til fyrirtækja í iðnaði
tölur óbreyttra borgara í loftárás-
unum sjálfum (bandarískar tölur,
stýfðar) eru svona: 60.000 karlar,
40.000 konur og 30.000 börn. —
Einhveijar tugþúsundir hljóta að
hafa örkumlast? Saddam Hussein,
sá fékk nú á baukinn!
Vatnsskortur, menguð vatnsból,
alltumflæðandi skólp og viðskipta-
bann, sem m.a. nær til lyfja og
annarra lífsnauðsynja, hafa síðan
magnað upp drepsóttir, ungbarna-
dauða og aðra blessun. Heilsu-
gæsla, sem áður var góð, er nú í
molum; þúsundir barna reika betl-
andi um götur Bagdað ...
Laun heimsins
Bush tók margsinnis fram að
til að mynda. Hún er ekki krafa
um einangrun eða ritskoðun, auð-
vitað á öllum að vera frjáls aðgang-
ur að sjónvarpi um gervihnött eins
og verið hefur. En vilji fyrirtæki
dreifa sjónvarpsefni á íslandi og
hagnast á því er það eðlileg jafnrét-
tiskrafa að þau sitji við sama borð
og íslenskar sjónvarpsstöðvar og
sjái til þess að efnið sé sómasam-
lega þýtt.
Það er staðreynd að þýðingu er
hægt að koma við í flestum ef
ekki öllum tilvikum þótt oft hafi
öðru verið haldið fram og það er
nú einnig staðreynd að þótt Islend-
ingar séu komnir með annan fótinn
inn fyrir kastalaveggi Evrópu-
bandalagsins, þá leyfist þeim enn
að setja sjálfir lög um sjónvarps-
rekstur á íslandi. Vonandi berum
við gæfu til þess að það verði gert.
GAUTI KRISTMANNSSON,
An der Hochschule 2/36,
Germersheim,
Þýskalandi.
hann ætti ekkert sökótt við írösku
þjóðina; og allt var þetta gert til
að hrekja íraskar hersveitir frá
Kúvæt og lumbra á vonda kallinum
í Bagdað. En hvað gerist? Almenn-
ingur í írak, Araba-skrattarnir,
þeir taka þetta persónulega og eru
ekkert nema vanþakklætið; sumir
meiraðsegja ganga svo langt að
formæla Bush! — Eða hvað? En
nei nei, örvæntið ekki. Skýringuna
er að finna í forsíðufrétt Morgun-
blaðsins þann 19. janúar sl., en
þar segir: „Blóðug harðstjórn
Saddams veldur því að íbúar taka
ákaft undir slagorð stjórnvalda er
þeir ræða við erlenda fjölmiðla,
enda lífshættulegt að gagnrýna
einvaldinn." írökum er sem sagt
meinað að þakka Bush fyrir hans
höfðinglegu trakteringar — helst
vildu þeir náttúrulega gera hann
að forseta sínum, þótt Bandaríkja-
menn fúlsi við honum.
Atgervisfólk
Ekki verður hugsað til Persa-
flóastríðsins án þess að vaskleg
framganga íjölmiðla rifjist upp
fyrir manni. Sérstaka aðdáun vek-
ur að fjölmiðlafólk skyldi ekki láta
ritskoðun Bandaríkjahers spilla
starfsgleði sinni og með því eyði-
leggja hina góðu stemmningu.
Einnig hve hreinlegar fréttirnar
voru og smekklega framreiddar;
ekki alltaf þessar ósmekklegu
myndir af limlestu fólki og munað-
arlausum bömum, sem fréttamenn
hafa stundum verið að velta sér
uppúr.
E.t.v. er ekki viðeigandi, þegar
svo vel hefur tekist til, að víkja
að einum fjölmiðli fremur öðrum —
hlutur þeirra allra er svipaður —
en þó skulu fréttastofu Ríkissjón-
varpsins þakkaðar upplýsandi
fréttir af Persaflóastríði, fluttar
af næmum skilningi, djúpri þekk-
ingu, metnaði og fagmennsku.
HJÖRTUR HJARTARSON,
Freyjugötu 36,
Reykjavík.
*
Askorun til mennta
málaráðherra
Víkveqi skrifar
að er með ólíkindum hvernig
smekkleysan getur ráðið ríkj-
um þegar fólk í nauð er spurt spjör-
unum úr, var það fyrsta sem Vík-
veija kom í hug þegar hann fylgd-
ist með fréttatíma Ríkissjónvarps-
ins í fyrrakvöld, þar sem fjallað var
um ástandið í Bolungarvík, eftir að
liðlega 120 manns hafa misst at-
vinnu sína og óvissan blasir við.
Fréttaritari Sjónvarpsins á Vest-
fjörðum gerðist svo fádæma smekk-
laus að ota hljóðnema sínum upp í
opið geðið á einni fiskvinnslukon-
unni, sem var að koma af fundi,
þar sem hún fékk atvinnuleysi sitt
endanlega staðfest og spurði eftir-
farandi spurningar: „Er ekki bara
fínt að nota spariféð og fara bara
í frí?“ Blessuð konan kunni eflaust
ekki að meta gálgahúmor spyrils-
ins, en sagði án þess að sjáanlega
á hana kæmi: „Það er ekkert spari-
fé.“ Víkveiji gat ekki annað en
hugsað: Getur nokkur sett sig í
stöðu þeirrar manneskju sem er að
missa atvinnuna, og enginn veit um
hversu langt skeið? Líklega er eitt
af því sísta sem slíkt fólk þarf á
að halda, einmitt það augnablik,
sem það þarf að horfast í augu við
hina óþolandi óvissu sem framtíðin
ber í skauti, forkastanlega
heimskulegar spurningar á við
þessa frá fréttaritaranum á Vest-
fjörðum.
xxx
Annað sem vakti athygli Vík-
veija í sjónvarpinu í fyrra-
kvöld var sænski umræðuþátturinn
um kvikmynd Magnúsar Guð-
mundssonar um hvalveiðar og and-
óf gramfriðunga gegn hvalveiðum
okkar Islendinga. Víkveiji er þeirrar
skoðunar að Ríkissjónvarpið hefði
nú getað valið betri útsendingar-
tíma en þann sem ákveðinn var,
strax eftir seinni fréttir. Þau sjónar-
mið sem Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra reifaði, í þá veru
að aðgerðir grænfriðunga gegn ís-
lendingum væru sama og efnahags-
leg hryðjúverk, eiga vissulega er-
indi til fleiri áhorfenda en þeirra
sem enn sitja við kassann að loknum
seinni fréttatíma. „Ég held því fram
að Greenpeace-samtökin reyni að
beita þeim gegn smáríki sem bygg-
ir afkomu sína á fiskveiðum. Það
er smáríki sem byggir afkomu sína
á fiskveiðum. Það er veikt fyrir,“
sagði utanríkisráðherra meðal ann-
ars.
xxx
Ekki vakti það síður athygli Vík-
veija og ánægju um leið, að
verða vitni að því hversu góða
sænsku utanríkisráðherran talar og
hve fær hann er um að taka þátt
í umræðum sem þessum á sænskri
tungu, þótt í beinni útsendingu sé.
Heyrir það ekki beinlínis til undan-
tekninga að ráðherrar í ríkisstjórn
Islands séu yfir höfuð færir um að
koma fram í beinum sjónvarpsút-
sendingum á Norðurlöndum og taka
þátt í hörku-„debatt“ og sleppa frá
þeim kinnroðalaust?
xxx
Niðurstaða Víkveija af því að
fylgjast með ofangreindu
varð eftirfarandi: Við íslendingar
ættum fremur að líta á baráttu sem
þessa sem hreinan og kláran lands-
leik; Við stöndum alltaf saman í
slíkum leik hvort sem um fótbolta
eða handbolta er að ræða. Af hveiju
skyldum við ekki einnig gera það
þegar þjóðarhag getur varðað?