Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 41 Viðurkennt nuddnám Svargrein vegna „Ekkert viðurkennt nuddnám á íslandi“, 28. jan. sl. Frá Rafni Geirdal: Að gefnu tilefni vil ég taka fram að nuddnám við skóla minn er 100% löglegt, þó það sé ekki löggilt. Jafn- framt vil ég taka fram að sem for- maður Félags íslenskra nuddfræð- inga hef ég sótt um löggildingu á náminu sem iðngrein til mennta- málaráðuneytis, samkvæmt ráði heil- brigðisráðherra á fundi hinn 23. sept- ember sl. og eindregnu ráði deildar- stjóra framhaldsskóladeildar menntamálaráðuneytis hinn 24. sept- ember sl. Á undanfömum 3 árum hefur komið skýrt fram í viðtali við heil- brigðisráðuneyti, landlæknisembætti og menntamálaráðuneyti að skólinn ræður sér algjörlega sjálfur sem sjálfstæður einkaskóli og er á engan hátt háður viðurkenningu opinberra embætta. Þó ber þess að geta að í bréfi frá menntamálaráðuneyti hinn 21. nóvember 1989 kemur fram að námsmatsnefnd metur skólann til 10 stiga. Samkvæmt túlkun viðkomandi deildarstjóra þýðir það að skólinn er viðurkenndur sem slíkur, sem sér- skóli, og hafi fullt leyfi til starfa. Það þýðir hins vegar ekki að hann sé opinberlega viðurkenndur með því að vera lögvemdaður. Þessu hafa sumir ruglað saman, því miður. Ég sem skólastjóri get því haft nuddnám og starfað samkvæmt bestu vitund’; án þess að þurfa að sækja viðurkenningar nokkurs utan- aðkomandi aðila. Sem útskrifaður nuddfræðingur árið 1985 frá „Boulder School of Massage Therapy", með próf í nuddkennslu frá sama skóla, nieð löggildingu sem sjúkranuddari árið 1987, með lög- skráðan nuddskóla árið 1989, með lögskráða sjúkranuddstofu árið 1990, með því að gerast stjórnarmeð- Bréf til blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fylgja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. Pennavinir Sextán ára japönsk stúlka með mikinn áhuga á tónlist: Kaoru Iwamoto, 19-28 Izumi-cho, Haruki kishiwada-shi, Osaka-fu, 596 Japan. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á tónlist og póstkortum: Mary Mensah, P.O.Box 172, Cape Coast, Ghana. leiðrétting Rangt föðurnafn Rangt föðurnafn var í frétt og myndatexta um íslandsmeistara- keppnina í hárgreiðslu og hárskurði sem birtist á bls. M í blaðinu síðast- liðinn laugardag. íslandsmeistarinn í hárgreiðslu, Guðrún Hrönn Ein- arsdóttir, var sögð Emilsdóttir. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. limur í Félagi íslenskra sjúkranudd- ara árið 1991, með því að stofna Félag íslenskra nuddfræðinga árið 1992, og vera formaður þess, og að auki með 3 ára nám í háskóla að baki, tel ég að ég sé ágætlega í stakk búinn til að tryggja faglegt nuddn- ám. Ég er ekki í þörf fyrir ábendingu frá Félagi íslenskra nuddara um hvemig ég eigi að haga mér. Það er ágætt að óska eftir löggild- ingu á nuddi. Hins vegar ber þess að geta að ég veit ekki til þess í nokkru þjóðlandi að bæði sé löggild- ing á nuddi og sjúkranuddi. Annað- hvort er aðeins ein löggilding eða engin. Með því að Alþingi hefur sam- þykkt EES-samninginn er æskilegt að vera í auknu samræmi við sam- bærileg mál í Evrópu. Þar er sú stefna að falla frá löggildingu. Ég auglýsi ekki að fólk útskrifist með réttindi frá mínum skóla, í þeim skilningi að það sé um lögvemdun að ræða. Hins vegar hef ég sagt að nuddfræðingar hafi rétt til sjálf- stæðra starfa. Þar er ég að vísa í að þar sem skólinn er 100% löglegur era útskrifaðir nuddfræðingar það einnig. Hins vegar til að forðast mis- skilning era nýrri auglýsingar frá mér með því orðalagi að nuddfræð- ingur geti starfað sjálfstætt. Það er ágætt að Félag íslenskra nuddara geri meiri menntunarkröfur en ég. Gangi þeim vel að framkvæma þær. Ég tel hins vegar eðlilegt að hafa tiltölulega mildar menntunar- kröfur fyrir nuddnám til heilsubótar, en samþykki strangar kröfur fyrir löggilt sjúkranuddnám. Hins vegar ef menntamálaráðuneytið vill setja menntunarskilyrði yfir nuddnám, mun ég fylgja þeim kröfum. Ekki er trygging fyrir að aukin bókleg fög tryggi aukna getu nuddara eða nudd- fræðinga. í nýlegri skýrslu mennta- málaráðuneytis er rætt um að auka gildi starfsmenntunar í hlutfalli við bókleg fög. Ég fagna því. Sami aðili getur gegnt mörgum embættum. Sem dæmi er forsætis- ráðherra jafnframt formaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Guðjón Magnússon, staðgengill ráðuneytisstjóra heil- brigðisráðuneytis er jafnframt for- maður Rauða krossins. Eitt skiptið þurfti hann að svara fyrir ásökun ráðherra síns eigin ráðuneytis gagn- vart Rauða krossinum og hafði þá að orði að í litlu þjóðfélagi þurfi oft að skipta um hatta eftir málefnum. Því get ég verið kennari, skólastjóri og formaður í senn. Sem sagt: Skólinn er 100% lögleg- ur, eins og hann hefur alltaf verið. Þeir sem útskrifast geta starfað sjálf- stætt að námi loknu. Nú þegar er komin reynsla á það með þá sem hafa útskrifast héðan á undanfömum áram. Ég veit ekki til þess að nokk- ur hafi sett þeim stólinn fyrir dyrn- ar. Með því geta þeir þjónað lands- mönnum til góða. Með þvi get ég haldið áfram að skapa ný atvinnu- tækifæri, mitt í áhyggjum þjóðarinn- ar af atvinnuleysi og legg þannig fram minn skerf til lausna. Aukin menntun og aukin heilsa era visir lyklar til framfara. Megi svo vera. Eg þakka. RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. VELVAKANDI GOÐ MESSA MIG langaði að þakka fyrir sérstaklega góða messu á veg- um Biblíufélagsins sem flutt var í Ríkisútvarpinu sl. sunnudag. Ræða sr. Sigurðar Pálssonar var alveg frábær og bænirnar mjög fallegar og viðeigandi. Messan í heild var falleg og skildi mikið eftir. Auður Guðjónsdóttir ENGA ÞJÓÐAR- ATKVÆÐA- GREIÐSLU ÉG vil leyfa mér að mótmæla því aðkasti í orðum og skrifum sem forseti vor, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur mátt sæta vegna undirskriftar EES- samningsins. Fólk virðist gleyma hvað þessi kona, móðir lands og þjóðar, hefur afrekað gegnum sitt forsetaembætti. Hún hefur verið andlit okkar allra, bæði inn á við og út á við. Hvað hefur þjóð að gera með þjóðaratkvæði, fólk sem margt hvert hefur ekkert lesið í þess- um fimm eða tíu þúsund blaðs- íðna doðranti? Persónulega segi ég fyrr minn part í þjóðarsál- inni: Á ég að segja nei við ein- hveiju sem ég hef ekki lesið? Á ég og mínir líkar, sem mörg hver fylgjumst ekki með í því sem er að gerast í heiminum í dag, að ráða? Stilla bara upp mótmælaspjöldum mót ein- hveiju í dag, sem kannski er breytt á morgun? Eru þetta hinir ekta föðurland^vinir? „Staðreyndir" breytast frá degi til dags. Guðrún Jakobsdóttir TAPAÐ/FUNDH) Hringar töpuðust NOKKRIR hringir í rauðri taubuddu töpuðust fyrir u.þ.b. þremur vikum. Mögulegir staðir: Laugarvatn, Þorlákshöfn eða einhvers staðar í Reykjavík. Hringarnir hafa mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eigandann en eru ekki mjög verðmætir. Finnandi vinsamlega hringi í síma 615763. Skólataska hvarf úr bU SÁ sem tók svörtu skólatöskuna mína úr gráa Lancernum sl. sunnudagskvöld er vinsamlegast beðinn að vera svo góður að skila henni, a.m.k. bókunum, í pósthólf 220, Pósthússtræti 2. Ef einhver hefur fundið hana era upplýsingar vel þegnar í síma 624662. Svart vindlingaveski SVART vindlingaveski sem inni- hélt 5 gullhringi tapaðist í Land- spítalanum sl. miðvikudag, hinn 10. febrúar. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 678019. Seðlaveski glataðist SVART seðlaveski tapaðist föstudaginn 12. febrúar sl. Mögulegir staðir: Domus Medica eða þar fyrir utan, í leigubíl frá BSR eða einhvers staðar í Dal- seli í Breiðholti. Finnandi vin- samlega hafi samband við Mörtu Loftsdóttur vs. 691179, hs. 78860. GÆLUDÝR Köttur i óskilum Á TÓMASARHAGA 24 er í óskilum fressköttur. Hann er dökkbrúnn að lit með ljósar rákir, ljósa fætur og hvita höku. Upplýsingar í síma 26043. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Körfugerd L . Kennari: Margrét Guðnadóttir. 25. feb. - 18. mars, fimmtudaga kl. 20-23. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga - fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. 'V 0 . J Sparið tíma, fyrirhöfn og fjórmuni Viljið þið láta kanna fyrir ykkur hvort framleiðsluvara ykkar hefur markaðsmöguleika eða viljið þið láta leita að vöru fyrir ykkur í Hong Kong eða Kína? íslendingur og þrir Kínverjar eru reiðubúnir að liðsinna ykkur í öllu sem lýtur að markaðskönnun- um, vöruleit og öflun viðskiptasambanda. Fyllsta trúnaði heitið. Hafið samband við: N. ALFREDS (H.K.) LTD., 733 STAR HOUSE, 3 SALISBURY ROAD, TSINSHATSUI, KOWLOON, HONG KONG. SÍMI: 90-852-375 3373. MYNDSENDIR: 90-852-3759176. EGIA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fóst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Miele ÞVOTTAVÉL? MIELE W701: VINDUHRAÐI600-1200 SN„ MIELEGÆÐI. '-fyv.T’ TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. VEN JULEGT VERÐ: 117. Tilboðið gildir W W Jóhann Opnunartími Lokað á *Verð miðast við sunimhokí; \\ • Mmmmnmmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.