Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.02.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1993 ■ ÍSLENDINGAR keppa í boð- göngu á HM í norrænum greinum sem hefst í Falun á morgun. Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði, sem býr í Lillehammer, verður fjórði maður í sveitinni, en aðrir í sveitinni eru: Daníel Jakobsson, Haukur Eiríks- son og Sigurgeir Svavarsson. Ólaf- ur keppir aðeins í boðgöngunni. ■ BJARNI Friðriksson féll úr í 1. umferð á Alþjóðlega júdómótinu í Paris um helgina. Þetta var fyrsta mót Bjarna erlendis síðan á Ólymp- iuleikunum í Barcelona. ■ GUÐRÚN Arnardóttir, frjáls- íþróttakona úr Ármanni, varð í 2. sæti í 55 m grindahlaupi á 7,90 sek. á háskólamóti innanhúss sem fram fór í Iowa um síðustu helgi. Hún tryggði sér jafnframt þátttökurétt á háskólameistaramótinu með árangri sínum. ■ MARGRÉT Brynjólfsdóttir, UMSB, sigraði í 1.000 metra hlaupi á sama móti á 2.54,06 mín. og hjó nærri ísl_andsmeti Lilju Guðmunds- dóttur, ÍR, (2.52,1 mín.). ■ FRÍÐA Rún Þórðardóttir, UMSK, varð í 4. sæti í 3.000 metra hlaupi á 9.36,67 mín., en lágmark á háskólameistaramótið er 9.35,00 mín. ■ EINAR Kristjánsson, hástökk- vari úr FH, er við nám í Monroe, Lousiana. Laugardaginn 6. feb. stökk hann 2,10 m á móti í Baton Rouge og varð í 2. sæti. Helgina áður stökk hann 2,13 m á móti í Arkansas. íslandsmetið innanhúss er 2,15 metrar og eru í eigu Gunn- Iaugs Grettissonar, IR. SKIÐI Kristinn þridji í Noregi Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, náði besta árangri sínum í svigi á sterku stiga- móti í Hakadal í Noregi um síðustu hefgi. Kristinn, sem er í skíðamennta- skóla í Geilo, hafnaði í þriðja sæti í sviginu á laugardag (1.56,62 mín.) og hlaut 35,90 fis-stig (stig alþjóða skíðasambandsins) fyrir árangur sinn og var 1,32 sek. á eftir sigurvegaran- um, Haavard Veslehaug frá Noregi. Alls tóku 110 keppendur þátt í mót- inu. Besti árangur Kristins í svigi fyrir mótið um helgina var 37,43 stig, sem hann náði á móti í mars í fyrra. Á sunnudaginn var keppt í stór- svigi á sama stað og þar lenti Krist- inn einnig í þriðja sæti (2.16,46 mín.) og hlaut 34,86 stig og er það næst besti árangur hans til þessa. Hann var tæplega tveimur sekúndum á eft- ir sigurvegaranum, Mads Hoerch frá Noregi. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri og Amór Gunnarsson frá ísafírði kepptu einnig á mótinu í Hakadal. Vilhelm varð í 20. sæti í stórsviginu (2.23,14) og hlaut 75,62 stig og Amór í 23. sæti (2.23,52) og hlaut 79,89 stig. Þeir keyrðu hinsveg- ar báðir útúr í sviginu. Sigurður Jónsson, landsliðsþjálfari, sagði að árangur Kristins væri mjög góður. „Þetta er mjög gott hjá honum og greinilegt að hann er á réttri leið. Hann mun taka þátt í nokkrum sterk- um mótum í Noregi á næstunni og ef hann stendur sig vel er hugsanlegt ■Aé) hann keppi á heimsbikarmóti í Oppdal 23. mars,“ sagði Sigurður. Asta Halldórsdóttir, íslandsmeist- ari frá Bolungarvík, er við nám í Östersund í Svíþjóð og hefur æft vel. Að sögn Sigurðar hefur ekki gengið eins vel hjá henni og ætla mætti í þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í. Hún keppti í stórsvigi í Branár í Svíþjóð um síðustu helgi og hafnaði í 15. sæti og hlaut 78,14 stig. Hún féll úr keppni í sviginu sem fram fór á sama stað. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þrírhafa áður verið í Basancon LOKAUNDIRBÚNINGUR lands- liðsins í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppnina í Sví- þjóð er hafinn. Landsliðið erfar- ið til Frakklands, þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti í borginni Besancon við landa- mæri Sviss. Landslið Frakk- lands, íslands, Sviss og Tékkó- slóvakíu taka þátt í mótinu, sem hefst á morgun. „Hann er svipaður og hefur verið. Þorbergur er að glíma við sömu vandamál og Bogdan gerði, það er að fá menn á æfíngar. Þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn, þannig að róðurinn verður erfíður. Neikvæðar bylgjur og vandamál, sem virðist vera innan handknattleikssambandsins í sambandi við fjárhag þess, hefur ekki hjálpað." Getum afskrifað slgur ancon. Sigmundur ó. Steinarsson skrifar Þrír úr landsliðshópnum hafa áður komið með landsliðinu til Bes- Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, og Sigurður Sveinsson léku þar gegn Frökk- um í B-keppninni 1981, en þá hvíldi Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari. Sigurður skoraði fjögur mörk og Þor- bergur tvö mörk í leik gegn Frökk- um, sem tapaðist stórt, 15:23. Leikur- inn kom í kjölfarið á tapleik gegn Svíum og við það varð geysilegt spennufall hjá landsliðinu, sem tapaði síðan, 16:25, fyrir Póllandi og 19:25 fyrir Israel. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Aftureldingar, og fyrrum landsliðs- maður, tók þátt í B-keppninni 1981 og síðan í tveimur heimsmeistara- keppnum, tveimur Ólympíuleikum og tveimur öðrum B-keppnum. Guð- mundur lék með „draumaliðinu" und- ir stjóm Bogdans. Hvemig finnst honum undirbún- ingur liðsins fyrir HM-keppnina í Svíþjóð? gegn Svíum Hveijir em möguleikar liðsins í riðlakeppninni, gegn Svíum, Ungveij- um og Bandaríkjamönnum? „Eitt er ljóst, við eigum ekki mögu- leika gegn Svíum í opnunarleiknum fyrir framan átta þúsund áhorfendur. Menn ættu núna í fyrsta skipti í mörg ár að fara í þann leik á fullum krafti, en hætta að velta sér uppúr því að við getum lagt Svia að velli. Gleyma þeim vangaveltum. Ég man eftir áfallinu 1981 í B- keppninni í Frakklandi, þegar við töpuðum fyrir Svíum með einu marki eftir að hafa unnið Austurríkismenn og Hollend- inga. Þá átti að skella Svíum og við vorum svo sannarlega nálægt því, en eftir tapið, 15:16, í Grenoble, varð algjört skipbrot og eftir það töpuðum við fyrir Frakklandi, Póllandi og ísra- el. Það sama varð upp á teningnum á Ólympíuleikunum í Seoul, þá ver eitt of miklu púðri í að hugsa um að leggja Svía að velli. Að fenginni reynslu getum við afskrifað það að leggja Svía og það á þeirra heimavelli. Mitt mat er að við eigum að vinna 300 km Kferðalag X\írútu ORLEANI í;f< Þorbergur Aðalsteinsson og Sigurður Sveinsson léku i Besancon fyrir 12 árum. : u-j £ Lúxemborg PARIS St. Landsliðið í handknattleik leikur þrjá leiki í fæðingarborg Victor Hugo, Besancon. •Þar búa 120 þúsund íbúar. •Doubsáin rennur kringum gamla bæinn, sem er afar fagur. •Listamaðurinn frægi, Victor Higo, fæddist 1802 við aðaigötu gamla bæjarins, Grand Rue, í húsi nr. 140. Rútuferðin mikla FERÐIN um Frakkland í B-keppninni 1981 var kölluð rútuferðin mikla, en þá ferðaðist landsliðið vítt og breitt um Frakkland í langferðabifreið, sem einn minnsti bílstjóri Frakklands ók. Haldið var frá Lyon til St. Etienne og Grenoble, en síðan til Besancon, Dijon, Orlande og Parísar, þar sem ferðinni lauk. Ungveija og Bandaríkjamenn. Mögu- leikarnir eru einnig góðir í milliriðli þar sem við leikum gegn Rússum, Þjóðveijum, Dönum eða Suður- Kóreumönnum." Minni væntingar Nú eru ekki miklar væntingar fyr- ir heimsmeistarakeppnina. Léttir það ekki pressu af leikmönnum? „Jú, það hefur góð áhrif. Það hef- ur oft einkennt okkur Islendinga að við höfum verið búnir að stilla dæm- inu upp áður en út í slaginn er kom- ið. Það varð alltaf til þess að mikið spennufall kom í landsliðið þegar það tapaði. Sálræni þátturinn í að taka þátt í stórkeppni er mjög stór. Eftir áfallið á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 var farið með allt öðru hugar- fari í B-keppnina í Frakklandi 1989. Við vorum þá ekki mikið í sviðsljós- inu, eins og fyrir Seoul-ferðina, og væntingar voru ekki miklar. Það hafði mjög góð áhrif á okkur og menn höfðu gaman af því sem þeir voru að fást við. Væntingar voru ekki svo miklar, en fögnuðurinn meiri eftir hvern sigur. Landsliðið sem lék þá var geysilega samæft og sterkt. Ég held að menn geri sér grein fyrir því að landsliðið í dag er ekki eins sterkt. Því eiga væntingar að vera minni,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN ÚRSLIT Scottie Plppen átti góðan leik með Chicago. Loks sigraði Miami í framlengingu MIAMI Heat lenti íframlengingu ífyrrakvöld, annan daginn í röð og í sjötta sinn á tímabil- inu. Reyndar þurfti að tvíframlengja, en Heat hafði betur gegn Denver og vann 130:129 — fyrsti sigur liðsins í framlengingu íár. Steve Smith var bestur hjá Heat, skoraði 21 stig, en átti 12 stoðsendingar að auki og tók 10 fráköst. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð gegn Denver. Brian Shaw var stigahæstur hjá Heat með 23 stig og Grant Long skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Chris Jackson skoraði 27 stig fyrir Nuggets, en Reggie Williams var með 25 stig. Chicago Bulls sigraði loks eftir þijú töp heima í röð, vann Sacramento Kings 119:101. Michael Jord- an skoraði 32 stig, Scottie Pippen 26 og Trent Tucker 14, þar af 12 í fjórða leikhluta. Wayman Tisdale og Anthony Bonner skoruðu sín 18 stigin hvor fyrir Sacramento, sem hefur tapað átta af síðustu níu leikjum. Stjörnuliðsmaðurinn Mitch Ric- hmond lék ekki með Kings vegna meiðsla. Mark Price skoraði 25 stig fyrir Cleveland, sem vann Indiana í áttunda sinn i röð, 110:105 að þessu sinni. Þetta var áttundi sigur Cavaliers í síðustu níu leikjum, en sjöunda tap Pacers í röð. Pooh Richardson og Reggie Miller skoruðu sín 24 stigin fyrir Pacers. San Antonio Spurs vann Los Angeles Clippers 102:99. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð og 18. í síðustu 19 leikjum. David Robinson og Dale Ellis skiptu 44 stigum bróðurlega á milli sínu, en Ron Harper var stigahæstu rhjá Clippers með 26 stig. Karl Malone skoraði 38 stig, þegar Utah vann Minnesota 112:91. Jeff Malone skoraði 19 stig, en Chuck Person var stigahæstur hjá Minnesota með 26 stig. Alonzo Mourning skoraði 29 stig og tók 12 frá- köst fyrir Charlotte, þegar liðið tapaði 128:122 fyr- ir Milwaukee. Frank Brickowski skoraði 20 stig fyrir heimamenn. Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaramótt þriðjudags: Chicago - Sacramento.........119:101 Cleveland - Indiana..........110:105 Miami - Denver...............130:129 ■Eftir tvær framlengingar. Minnesota - Utah............. 91:112 Milwaukee - Charlotte........128:122 Knattspyrna EM U-21 árs 5. riðill: Aþena, Grikklandi: Gríkkland - Lúxemborg............6:0 Panos Gonias (7., 52.), Grigoris Giorgatos (9., 68.), Alexis Alexoudis (80.), Uias Po- ursanides (89.). Áhorfendur: 1.000. Staðan: Grikkland............4 4 0 0 14: 2 8 Rússland.............2 2 0 0 7: 1 4 Ungveri'aland........3 111 4: 4 3 Lúxemborg............3 0 12 1: 8 1 ísland...............4 0 0 4 3:14 0 Íshokkí íslandsmótið: Björninn-SR.......................2:12 Þórhallur Sveinsson, Geir B. Geirsson - Árni Bergþórsson 3, Ólafur Finnbogason 2, Haraldur Hannesson 2, Juoni Törmannen 2, Nikolai Nevfadov, Amar Sveinsson, Hannes Siguijónsson. Staðan: SR..........................5 45:23 8 SA..........................4 13: 9 6 Björninn....................4 10:36 0 í kvöld Körfuknattleikur: Úrvalsdeildin: Stykkish.: Snæfell - Haukar....kl. 20 Handknattleikur: 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur- Selfoss.......20 Seltjamam.: Grótta - Ármann....20 Austurberg: Fylkir - Haukar....20 Valsheimili: Valur-FH..........20 Garðabær: Stjaman - KR.........20 Höllin: Fram - ÍBV.............20 2, deild karla: Höllin: Ármann - Fylkir...kl. 18.30 Blak: Karlar: Hagaskóli: ÍS-ÞrótturR....kl. 19.45 Konur: Hagaskóli: ÍS - Víkingur.....kl. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.