Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 'r Söfn og ferðamenn eftir Þór Magnússon Fyrir nokkru var skýrt frá því, að gjaldeyristekjur íslendinga af ferðamönnum á síðasta ári hefðu numið yfir 12 milljörðum króna, tólf þósund milljónum. Þetta er hærri tala en margur gerir sér grein fyrir, þótt um nokkurt ára- bil hafi ferðamannaþjónusta verið önnur mesta tekjulind þjóðarinnar. Þessi síðustu árin hafa augu manna beinzt í ríkara mæli að ferðamannaþjónustu, enda er svo komið, að fjöldi bænda hefur hana sem aukabúgrein, hótel, gistihús og veitingahús hafa risið upp hvar- vetna um landið, hópferðir aukizt að mun um byggðir og óbyggðir pg að auki reyna menn að auglýsa ísland sem ráðstefnuland. Með því lengist nýtingartími hótela og í tengslum við ráðstefnur eru oft kynnisferðir um landið eða til ákveðinna staða. Hvarvetna þar sem ferðamenn fara eru þeim sýndir fornir merkis- staðir, sögustaðir, fornar bygging- ar, kirkjur, hallir og kastalar, söfn og fornrústir ekki síður en náttúra landanna. Við íslendingar höfum lengi laðað ferðamenn til okkar með óvenjulegri náttúru landsins og náttúruundrum, enda hér margt að sjá, sem ekki ber fyrir augu manna annars staðar. Náttúra landsins er að minnsta kosti það, sem mest er hampað í bæklingum fyrir erlenda ferða- menn eða sést á stórum auglýs- ingamyndum ferðaskrifstofanna. Frá því er aftur á móti minna sagt, að hér búi gamalgróin menn- ingarþjóð. Helzt er þá, að í bækl- ingunum sé mynd af gulnuðu skinnbandi eða af manni á hest- baki. Kannske bregður þó fyrir svo sem einni mynd af Perlunni og annarri af ráðhúsinu okkar Reyk- víkinga, sem eiga að sýna nútíma- menninguna í landinu. Ljóst má þó vera, að við íslend- ingar höfum lagt of litla rækt við menningarkynningu. Reynar hafa sennilega flestir, sem til landsins koma, heyrt eitthvað um fornbók- menntir okkar, fæstir þó líklega lesið neitt af þeim svo teljandi sé. Það hefur verið sagt, að velflest- ir ferðamenn á íslandi séu fólk í fróðleiksleit, fólk sem kemur til að skoða sérkennilegt landslag og náttúru og vilji kynnast sérstæðri þjóð og menningu hennar. Og því er brýn ástæða til að vekja at- hygli á einum þætti, sem betur þyrfti að rækja í sambandi við ferðamanninn, söfnin okkar ís- lendinga, gömlu byggingarnar úti um landið og aðrar þær menning- arminjar, sem við teljum, að helzt ætti að sýna ferðamönnum. Nú munu einhveijir segja, að söfn eigi einkum að vera fyrir heimamenn, landssöfnin fyrir þjóðina alla og byggðasöfnin fyrir heimamenn í héruðum. En reyndin mun samt vera sú, hérlendis sem annars staðar, að það eru ekki sízt ferðamenn, sem skoða söfn. Margir munu geta tekið dæmi af sjálfum sér. Menn fara á söfn er- lendis á ferðum sínum, að eigin frumkvæði eða vegna skipulags ferðanna, og margir njóta vel þeirra heimsókna. Margir þessir ferðalangar viðurkenna svo, að þeir hafi sjaldan eða nánast aldrei skoðað söfn í heimalandi sínu eða heimabyggð. Flest menningarsögulegu söfnin úti um landið, byggðasöfnin, eru ung að árum, hið elzta var opnað fyrir 40 árum og síðustu árin hafa enn nokkur verið opnuð. Þeim er ætlað að vera menningarstofnanir, varðveita héraðsminjar og fræða heimamenn og aðra um menningu og sögu lands og héraðs. Misjafn- lega vill þó til takast. Sum söfnin eru aðlaðandi, sérstæð og skemmtileg. Nokkur þeiiTa eru hýst í gömlum torfbæjum eða hús- um, sem sjálf eru safngripir og hafa því sérstakt aðdráttarafl. En að öðrum er miður búið, sumum komið fyrir til bráðabirgða þar sem á engan hátt getur kallazt viðun- andi aðstaða. Þau eru jafnvel hýst í kjallara, á háalofti eða í öðru afgangshúsnæði, sem ekki nýtist til annars. Oft er þetta þó aðeins hugsað til skamms tíma, en reynd- in er samt sú, að slíkar bráðabirgð- aráðstafanir verða furðu langæjar, og helzt þá í hendur, að mönnum hrýs hugur við að leggja í kostnað við nýtt og varanlegt húsnæði fyr- ir safnið eða að þetta þykir fullg- ott og ekki áhugi eða framtak til að bæta úr. Sum söfn skera sig úr fyrir sér- stæðar og áhugaverðar sýningar og gott safn sýningargripa. Þessi söfn fá enda flesta ferðamenn til sín, hróður þeirra berst víða og þannig auglýsa þau sig sjálf frá manni til manns. A undanfömum árum hefur verið unnið mikið að viðgerðum og varðveizlu margra gamalla og merkra bygginga hvarvetna um landið, sem kallaðar eru hluti af þjóðararfinum. Sum þessi hús eru notuð í þágu safna og ferða- mannaþjónustu og eru til sýnis almenningi. í sumum eru söfn, öðrum veitingastofur, minjasölur eða ýmsar sýningar. Önnur eru síðan notuð til íbúðar, önnur vinnuhús ýmiss konar eða nýtist til annars í þágu þjóðarinnar. Þessi hús vekja athygli hvarvetna. En það er vissulega áhyggju- og umhugsunarefni, að sumar þessara menningarminja, söfn og byggingar, ná ekki þeim tilgangi, sem vænzt er. Ferðamanna- straumurinn sveigir hjá og ekki hefur tekizt að vekja athygli á þeim sem skoðunarverðum. Hér má að einhveiju leyti kenna um vangá þeirra, sem skipuleggja ferðir um landið, en einnig er vafa- laust stundum um að kenna þeim, sem söfnunum eiga að ráða. Menn hafa oft ekki gert sér grein fyrir, hve miklu hlutverki þessi söfn gætu gegnt til að glæða áhuga og auka ánægju almennings, heimamanna í héruðum og ferða- manna jafnt innlendra sem er- lendra og aukið þar með enn ferða- mannastrauminn um landið. Einhveijir munu segja, að söfn séu orðin það mörg um landið, að þau geti ekki deilt með sér ferða- mönnum, þannig að hver sjái eitt- hvað sérstakt, sem honum finnist akkur í. Undir það má taka, sem oft heyrist líka nefnt, að byggða- söfnin séu um of hvert öðru lík, sömu askana og rokkana geti að líta frá einu til annars og öllum sé ætlað sama hlutverk, að sýna einvörðungu hluti úr gamla bændaþjóðfélaginu. Víst hefur þetta oft verið megin- tilgangur safnanna þegar til þeirra var stofnað í upphafi. Þetta voru þeir hlutir, sem helzt var að finna þá um byggðir landsins og þóttu áhugaverðir, en síðan hafa menn oft ekki gætt að hinni öru þróun þjóðfélagsins, breytingunum frá fábreyttu örbirgðarþjóðfélagi til tækniþjóðfélags, og söfnin því nánast misst af menningarþróun- inni. Ljóst má vera, að með nýskipan margra byggðasafna mætti auka aðdráttarafl þeirra. Á það er lögð áhersla í lögum, að byggðasöfn skuli einkum varðveita og sýna hluti, sem séu einkennandi fyrir menningu viðkomandi byggðar- lags. En menningin á íslandi hefur þó verið með næsta líku svipmóti frá einum landshluta til annars. Þess er því ekki að vænta, að byggðasöfn geti orðið svo mjög frábrugðin hvert öðru nema þá að safnmenn skipuleggi sýningar safnanna í samvinnu sín á milli og menn reyni að finna hveiju safni sérsvið í sýningum. Að sjálfsögðu ber hveiju safni að varðveita sem fjölbreyttastar sögulegar menningarminjar úr héruðum, sem að því standa. En hins ber líka að gæta, að ekki eru allir safngripir sýningargripir. Margir gripir eru þannig, að þeir hafa lítið gildi fyrir aðkomumann- inn, þótt þeir hafi mikið varð- veizlugildi fyrir heimamenn venga héraðssögunnar. Safnamenn ættu því ekki að vera hikandi við að setja í geymsl- ur og varðveita þar vel ýmsa þá hluti, sem eiga ekki sérstakt er- Þór Magnússon. „En það er vissulega áhyggju- og umhugsun- arefni, að sumar þess- ara menningarminja, söfn og byggingar, ná ekki þeim tilgangi, sem vænzt er. Ferðamanna- straumurinn sveigir hjá og ekki hefur tekizt að vekja athygli á þeim sem skoðunarverðum.“ indi fyrir augu hins venjulega safngest. í staðinn þyrfti að sýna umhyggjusamlega þá hluti, sem hafa sérstakt gildi til kynningar út í frá og geta fyllt upp í heild- stæðar sýningar, frábrugðnar þeim, sem annars staðar eru. Æskilegt væri þó, að geymslum safnanna væri svo háttað, að þeim mætti ganga auðveldlega að og sýna hvern þann hlut, sem menn kynnu að vilja sjá og þeir séu þar veþ aðgengilegir. í umræðum safnmanna hefur komið fram, að rétt væri að skipa söfnum í flokka, miðsöfn og út- söfn. í þjóðminjalögum er einmitt gert ráð fyrir þessu, aðalsöfnum landshluta og síðan smærri sér- söfnum. Þannig er mikils um vert, að aðalsöfnin hafi rúmgott sýning- arhúsnæði og að þar verði hægt að hafa nokkurt starfslið, þau söfn séu fræða- og rannsóknarstofnan- ir, en ekki sýningarsöfn eingöngu. Á þetta þarf að leggja enn frek- ari áhrerzlu í framtíðinni. Miðsöfn- in verða þá stór söfn á íslenzkan mælikvarða, útsöfnin aftur minni eða þar aðeins sérstakar sýningar og þau rekin frá miðsöfnunum, sum hugsanlega aðeins opin yfír sumartímann fyrir ferðamenn og hlutverk þeirra einkum sýningar. Menn gleyma því oft, að söfn, sem standa eiga undir nafni, kosta talsvert fé. Fjármunir til safna hljóta að verða á ýmsan hátt tak- markaðir. Bæði er, að sveitarfélög eða aðrir eigendur safnanna, hafa takmarkaða tekjustofna og í mörg horn að líta um útgjöld. Ríkisvald- ið hefur ekki reynzt geta uppfyllt HÆTTU... ...að eyða dýrmætum tíma í pappírsvinnu, tíma, sem hægt væri að nota í arðbæra vinnu eða til að njóta lífsins. Vaskhugi er bókhaldsforrit, sem sér um flesta þætti rekstrar- ins. Hann er í notkun á yfir 600 stöðum um land allt. Flestar starfsgreinar geta notað forritið: Iðnaðarmenn, verktakar, fé- lagasamtök, hjálparsveitir, endurskoðendur, lögfræðingar, heildsalar og sjoppur eru þegar meðal notenda. Vaskhugi reiknar út og prentar sölureikninga, gíróseðla, víxla, póstkröfur, límmiða af öllum stærðum, heldur utan um við- skiptamenn (félagsmenn), birgðir, verkefni, sölusögu o.s.frv. Ný útgáfa forritsins er tilbúin með um 30% fleiri möguleikum en sú fyrri. Hringdu og fáðu sendar upplýsingar um þetta frábæra forrit eða komdu og skoðaðu möguleikana. T i-i • i /» Grensásvegi 13, VaSKIlUgl m. sími 682680, fax 682679. þær óskir og lagaákvæði að veita þeim verulega fjárstyrki, þótt launastyrkir komi mörgum þeirra mjög til góða. Byggðasöfnin eru flest til orðin fyrir áhuga einstaklinga í önd- verðu. Þannig er nánast um öll söfn alls staðar á jarðarkringl- unni. Jafnvel það safn, sem stærst mun allra í heiminum, Smithson- ian Institute í Washington, var stofnað að frumkvæði einstakl- ings. Það er áhuginn, sem kemur söfnunum á laggirnar, menn stofna sjaldnast söfn með opinber- um samþykktum einvörðungu. Mikilvægt er, að safnmenn og yfirvöld lands og héraða geri sér ljósa grein fyrir nauðsyn á niður- skipan og hugsanlega sérhæfingu byggðasafna um landsbyggðina. Því er vert að hvetja til umhugsun- ar um þessi mál og jafnframt hvernig auka má gildi safnanna fyrir ferðamenn, innlenda og er- lenda, og þá um leið, hvernig unnt verði að skipuleggja safnamálin og búa þannig að söfnunum, að raunveruleg safnastarfsemi geti þróazt um landið og söfnin orðið þeir menningarvísar og menning- arstofnanir, sem vonir manna standa til. í þjóðminjalögum er kveðið á um minjasvæði og að þar séu minj- aráð sem sjái um að samhæfa safnastarfsemi. Minjasvæðin fylgja, skv. reglugerð, að mestu núverandi kjördæmaskipan. Ætl- unin með því var m.a. sú, að hinir kjörnu stjórnmálamenn bæru þannig nokkra ábyrgð á söfnunum sem og öðru sem snertir menning- armál kjördæmanna. Það hlýtur að vera von manna, að þegar minjaráðin komast á legg og taka til starfa muni þau fljót- lega taka til umræðu þessa um- töluðu sérhæfingu byggðasafna og frekari samvinnu þeirra í varð- veizlu þjóðminja, svo og fjölda og staðsetningu safnanna. Þá munu menn væntanlega einnig gera sér gleggri grein fyrir óhjákvæmileg- um kostnaði við söfnin, hvernig afla skuli fjár, hver aðbúnaður sé nauðsynlegur á hveijum stað til sýningar og varðveizlu gripa, og þá ekki sízt, hvernig betur megi vekja áhuga heimamanna og ferðamanna á gildi safnanna og þætti þeirra í menningu lands- manna. Til að þetta megi verða þarf að auka enn að mun fjárframlög til minjavemdar. Engin stórvirki verða framkvæmd á þessu sviði né öðrum, nema fyrir umtalsvert fé. Og því betur sem söfnin eru fallin til sýningar, fræðslu og kynningar menningarsögu þjóðar- innar, því meira hljóta þau að kosta í rekstri. Hitt verða menn þá einnig að hafa hugfast, að söfn- in geta aldrei staðið undir sér fjár- hagslega, tekjur af aðgangseyri og einhveijar smátekjur aðrar munu aldrei nema útgjöldum. Gott er ef þær gætu staðið undir nauð- synlegum gæzlukostnaði. Augljóst má vera, að færi menn rekstur safnanna saman, sérhæfi sýningar þeirra eftir getu og komi á betri kynningu safnanna sem menningar- og fræðslustofnana, muni auðveldara að kynna þau ferðamönnum einnig. Þá bættust við fleiri staðir tii að staldra við á og skoða á landsbyggðinni, ferða- mannastraumur til safnanna yrði jafnari, minnkaði hugsanlega eitt- hvað þar sem hann er nú mestur en ykist væntanlega til muna ann- ars staðar. Þá gætu söfnin orðið það, sem vonir manna stefna til, sómi hveiju héraði. Höfundur er þjóðminjavörður. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM rimlarúm - - vöggur - - barnavagnar & kerrur - - barnastólar - - öryggishliö baðborö - - barnahúsgögn - - þroskaleikföng - - fótstignir bílar - - ýmsar smávörur imr taifiiwmrnni I' t ii i iii " n i"i ii tHiliHf' t in»'i*'r iirii' li illf riitf l»B8«>aia»*iaaaBa^«.a<I»aiia!3a^^ Rauöarárstíg 16, simi 610120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.