Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það getur verið erfitt að komast að niðurstöðu í vinnunni og hætt við að áform þín breytist. Vina- fundur í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Frestur gæti orðið á ferða- lagi. Eitthvað gerist á bak við tjöldin í vinnunni sem er þér hagstætt. Samvinna skilar árangri. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Reyndu að komast hjá að lána öðrum peninga í dag. Vinnan hefur forgang um- fram skemmtanalífíð um þessar mundir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$8 Félagi getur skipt um skoð- un. Hafðu öryggið að leiðar- Ijósi í vinnunni í dag. Sjálf- sagi færir þig nær settu marki. (23. júlí - 22. ágúst) <et Einhver ruglingur ríkir á vinnustað og þú getur átt erfítt með að einbeita þér. Félagar axla sameiginlega ábyrgð í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septemberl Samkvæmislífíð getur haft óvænt útgjöld í för með sér í dag. Gerðu þér grein fyrir raunveruleikanum í ástar- sambandi. Vog (23. sept. - 22. október) Lausn á fjölskyldumáli vefst eitthvað fyrir þér. í kvöld gætir þú verið með ein- hverjar áhyggjur út af pen- ingum. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú getur orðið fyrir truflun- um í vinnunni í dag, en vinnur það upp þegar á líð- ur. Ofþreyttu þig ekki. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Taktu enga fjárhagslega áhættu í dag. Hvað skemmtanalífið áhrærir er heppilegast fyrir þig að fara troðnar slóðir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú gerir eitthvað óvænt í dag sem gæti komið ætt- ingja úr jafnvægi. Hagstætt er að kaupa inn til heimilis- ins í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Orðrómur kann að vera á kreiki í dag. Þú þarft að einbeita þér við vinnuna. Einhver er með óþarfa af- skiptasemi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -aiit Ekki eiga viðskipti við óá- reiðanlega aðila. Það er ekki ráðlegt að fiíka góðri afkomu eða ræða einkamál- in opinskátt. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK NO; r PON T KNOU) WHAT A M005E TA5TE5 LIKE.. Nei, ég veit ekki hvernig elgur er á bragðið... BRIDS Guðm. Páll Arnarson Þijú grönd var algengasti samningurinn í spili 33 í tví- menningi Bridshátíðar. Niður- staðan varð alls staðar tveir nið- ur, þar eð tíguldrottningin lá völduð á bak við KG. Öruggasti samningurinn er hins vegar 5 lauf og laufslemma er nánast sama spil og 3 grönd. Páll Bergs- son og Magnús Ólafsson sneiddu fram hjá grandgeiminu og end- uðu í 5 laufum eftir slemmuleit: Vestur gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 98654 VÁG103 ♦ 5 ♦ 963 Norður ♦ 32 *K52 ♦ KG83 ♦ ÁK85 III Suður ♦ Á ♦ D97 ♦ Á7642 ♦ D1074 Austur ♦ KDG107 ¥864 ♦ D109 ♦ G2 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 grand Pass 2 lauf* Pass 2 tígl. (l)Pass 2 spaðar* Pass 3 spa. (2)DobI 4 lauf* Pass 4 grö. (3)Pass 5 lauf Pass Pass Pass * spurningar (1) neitar hálit (2) sýnir skiptinguna 2-3-4-4 (3) 5 kontról Eftir spaðaútspil og þrisvar lauf, þarf sagnhafi aðeins að gæta sín á að leggja áttuna í tígli undir ásinn. Ella stíflast lit- urinn. Spil af þessu tagi eru erfíð í tvímenningi. Falli tíguldrottn- ingin fást 10 slagir (430) í 3 gröndum og þá gefa 5 laufín lítið í aðra hönd (400). En í þess- ari legu reyndust þau gull. Umsjón Margeir Pétursson Á afmælismóti Árhus skakklub um daginn kom þessi staða upp í skák ungverska stórmeistarans Gyula Sax (2.570) og landa hans, Soffíu Polgar (2.415), sem hafði svart og átti leik. IBA n X tt 191 a B * ii s A w ^■*1 b c d • f o h Svartur er í afar þröngri stöðu, en Soffía fann leið sem er nokkuð dæmigerð fyrir þær Polgarsyst- urnar. í stað þess að veija erfiða stöðu sína fórnaði hún manni fyr- ir tvö peð og gagnfæri: 19. — Rxf4!, 20. 4xf4 — Rxe5 (Svartur hefur fullnægjandi bætur fyrir mann, en mikilvægasti árangur fórnarinnar var þó sá að Sax ruglaðist gersamlega í ríminu og lék:) 21. Hf2?? - Rxd3, 22. cxd3 — De5, 23. Khl — Dxe3 og með tvö peð undir og stöðuna í rúst að gefast upp. Þetta slæma tap þýddi það að hann varð úr leik í baráttunni um efsta sætið á mót- inu í Árósum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.