Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 samningamaður og mannasættir. Honum tókst með hægð, festu og yfirveguðum málflutningi að koma málum sínum fram. Þannig tókst honum oft að ná sáttum í deilum sem virtust ósættanlegar. Hann var óþreytandi við að skipuleggja og halda fundi um hin ýmsu mál í fé- laginu sínu, stundum í samvinnu við önnur félög á svæðinu. Fundir um landbúnaðarmál, neytendamál og jafnréttismál voru þá á dagskrá auk kjaramálanna. Einnig stóð hann fyrir öflugu fræðslustarfi í félaginu. Oft hef ég tekið Verka- lýðsfélagið í Borgarnesi sem dæmi um það hvernig verkalýðsfélög ættu að starfa. Á vettvangi Alþýðusam- bandsins var Jón Agnar einnig mjög virkur. Hann átti sæti í miðstjórn allt frá árinu 1976, og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir hreyfing- una, t.d. var hann gjaldkeri sam- bandsins í fjölmörg ár. En félags- málaáhuginn náði ekki bara til verkalýðsmála, hann var um árabil virkur í sveitarstjómarmálum og átti sæti í hreppsnefnd Borgames- hrepps fyrir Framsóknarflokk. Hann sat 5 stjóm atvinnuleysis- tryggingasjóðs, og eftir að hann veiktist 1988 fór hann að vinna ötullega að málefnum krabbameins- sjúklinga og varð formaður Krabba- meinsfélags Borgarfjarðar. Jón Agnar var einn aðalhvatamaður að útgáfu héraðsfréttablaðsins Borg- firðings. Hann sá um verkalýðssíðu blaðsins alla tíð. Það er lýsandi dæmi um áhuga og athafnasemi Jóns Agnars að þegar sjúkdómurinn var um það bil að leggja hann að velli var hugsun hans bundin blað- inu. Hann bað okkur hér á skrifstof- unni að aðstoða sig við verkalýðs- málasíðuna í næsta tölublað. Hann dó tveimur dögum síðar. Öll störf vann Jón Agnar með sömu hátt- prýði, hávaðalaust en af einurð. Hann lét verkin tala. Jón Agnar var fæddur og alinn upp í Borgarnesi og unni Borgar- fjarðarhéraði. Hann talaði oft um það hve víðsýnt væri af Hafnar- fjalli og náttúrufegurð mikil. Ein- hvern tímann mun ég ganga á Hafnarfjall í minningu Jóns Agnars. Kona Jóns Agnars er Ragnheiður Jóhannsdóttir og áttu þau tvo unga syni. Einnig lifir móðir Jóns, Aðal- heiður Jónsdóttir, son sinn. Þeim öllum, systkinum og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Ég kveð góðan vin. Lára V. Júlíusdóttir. Nú er fallinn frá, langt fyrir ald- ur fram, maður sem helgaði líf sitt baráttu fyrir réttindum' annarra. Maður sem stóð í fylkingarbijósti launþegahreyfingarinnar í landinu, maður sem stóð vörð um rétt verka- lýðsins. Jón Agnar Eggertsson var um árabil formaður Verkalýðsfé- lags Borgarness. Hann sýndi það og sannaði með trúmennsku sinni og dugnaði að hann var verðugur fulltrúi í réttindabaráttu launþega. Auk þess að vera aðaldriffjöðrin í Verkalýðsfélagi Borgarness til margra ára sinnti hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðusam- band íslands. Störf hans voru ekki alltaf þökk- uð. Ýmsir þóttust tilkallaðir að gagnrýna það sem þeim þótti miður hafa farið, en þeir hinir sömu voru sjaldan tilbúnir að fóma sér til trún- aðarstarfa. Það vill því miður of oft brenna við að auðveldara er að rífa niður en byggja upp. Það má segja með sanni um Jón að hann fór erf- iðu leiðina. Hann byggði upp. Jón var einn ötulasti baráttumað- ur þess að hleypa héraðsfréttablað- inu Borgfirðingi af stokkunum og hefur frá upphafi borið hag þess fyrir bijósti. Það er ekki síst honum að þakka að Borgfirðingur hefur komið samfellt út frá upphafi. Fjölskyldur okkar Jóns tengjast nokkuð sterkum böndum. Eggert, faðir Jóns, var vetrarmaður hjá afa mínum og ömmu á Oddsstöðum veturinn 1928 til 1929 sem ku hafa veirð sérlega mildur vetur. Einnig var vinskapur með afa mínum og ömmu í Borgarnesi og foreldrum Jóns. Þrátt fyrir þetta urðu kynni okk- ar Jóns, því miður, ekki langvinn né mikil, en samstarf okkar var gott og mun ég minnast hans með hlýju. Eg varð þeirrar lærdómsríku lífsreynslu aðnjótandi að starfa með Jóni Agnari á landsþingi ASÍ á Akureyri síðastliðið haust. Þangað fór hann og sýnir það kannski best trúmennsku hans og dugnað að hann lét ekki veikindi sín aftra sér frá að skila því sem honum var trú- að fyrir. Fráfall Jóns Agnars er mikill missir. Missir fyrir samfélagið Borgarnes og nágrenni þess. Missir fyrir launþegahreyfínguna í land- inu. En missirinn er þungbærastur fyrir fjölskyldu hans. Henni votta ég innilegustu samúð mína; Konu hans og sonum, Ragnheiði, Eggert og Magnúsi, móður hans Aðalheiði og systkinum hans. Guð blessi minningu gæfumanns. Olgeir Helgi Ragnarsson. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, er lát- inn, aðeins 47 ára að aldri. Fráfall Jóns Agnars, eins og hann var jafnan nefndur, svona langt um aldur fram, er mikill mannskaði. Því vissulega væntu menn allir þeir er þekktu hann og störf hans, honum lengra lífs. Ég ætla ekki að rekja lífs- og starfsferil Jóns. Það vona ég að einhver færari mér geri. Jón var sonur hjónanna á Bjargi í Borgar- nesi, þeirra Aðalheiðar Jónsdóttur og Eggerts Guðmundssonar. Þau hjónin voru mikið félagshyggjufólk. Jón mun því hafa drukkið í sig með móðurmjólkinni samvinnu- og fé- lagsandann, sem nær allt hans líf snerist um. Jón var ungur kosinn formaður Verkalýðsfélags Borgamess og gegndi því starfi til dauðadags. Mér er óhætt að fullyrða að hann breytti starfsháttum verkalýðsfélagsins og hóf það á hærra svið. Hann lét sig ekki aðeins varða launamálin, held- ur einnig margt annað varðandi vinnandi fólk. Hann beitti sér fyrir fræðslufundum, meðal annars um neytendamál, verðlagsmál, aðstöðu á vinnustöðum og margt fleira. Undirritaður var kaupfélagsstjóri í Borgamesi í 20 ár. Nær allan þann tíma var Jón í forsvari fyrir verkalýðsfélagið, lengst af sem for- maður. Óhjákvæmilega þurftum við annað slagið að takast á um launa- og kjaramál. Vorum við þá eins og sagt er hvor sínu megin við borðið. Þó að fyrir kæmi að allmikill þungi væri í umræðunum, skildum við jafnan í vinsemd. Og svo mikils trausts naut Jón hjá verkalýðsfélag- inu að aldrei kom fyrir að verkalýðs- félagið felldi samninga sem Jón Agnar hafði gert við okkur í kaupfé- laginu. Ég kynntist einnig annarri hlið á Jóni því að í átta ár sátum við saman í sveitastjórn í Borgamesi. Hann sat þar einu kjörtímabili leng- ur en ég, eða samtals 12 ár. í sveit- arstjórninni reyndist Jón vera sami trausti samstarfsaðilinn, sem ann- ars staðar. Um það bar öllum sam- an. Einatt naut Jón trausts og álits allra sem til hans þekktu. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst og átt samstarf við svo góðan dreng sem Jón Agnar. Svo mun vera um marga fleiri. Jón var yngstur fimm systkina á Bjargi. Guðrún systir hans er for- stöðumaður bókhaldssviðs hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og býr á Bjargi ásamt aldraðri móður sinni, Aðalheiði. Hin systkinin eru búsett í Reykjavík. Eggert á Bjargi er lát- inn fyrir mörgum ámm. Þessi fáu orð verða ekki miklu fleiri en orðið er. Ég vil aðeins þakka Jóni Agnari fyrir gott og snurðulaust samstarf þau 20 ár sem við áttum saman að sælda í Borgar- nesj. Ég og Anna kona mín sam- hryggjumst fjölskyldunni frá Bjargi í Borgamesi. Sérstaklega aldraðri móður og eftirlifandi eiginkonu, Ragnheiði Jóhannsdóttur, svo og sonum þeirra tveimur. Ólafur Sverrisson. í bókum má lesa að í upphafi íslandsbyggðar hafí menn er námu landið afmarkað svæði það er þeir lögðu undir sig. Landnámsmennirn- ir vom framsýnir og helguðu sér stór lönd til að geta aflað sér og bústofni sínum viðurværis. Þeir gerðu ráð fyrir því að viðhalda því sem þeir þekktu og mynduðu sam- félag þar sem breytingar vom mjög hægar. Fólkið var búið (pndir að viðhalda því gamla. í starfi sínu fyrir íslenska verkalýðshreyfíngu hafði Jón Agnar Eggertsson það að leiðarljósi að búa fólkið undir að aðlagast breytingum á samfélag- inu og haga þeim sér í vil. Hann reif niður girðingar. Landnám Jóns Agnars byggðist á því að opna sýn, víkka sjóndeildarhringinn, efla skilninginn og auka kunnáttuna. Þátttaka hans í fræðslustarfí fyrir verkafólk grundvallaðist á þessum sjónarmiðum. Jón Agnar hafði á orði að eitt væri að halda stöku námskeið og annað að standa fyrir stöðugu fræðslustarfi. Þá yrði ætíð að leita að nýjum viðfangsefnum sem vektu áhuga fólksins og kæmu til móts við þarfir þess og yrðu að gagni. Fyrir löngu gleymdi Jón Agnar því hversu annasamt fræðslustarfið er. Þeir nema ekki land sem vilja hvíl- ast. Hann var ósérhlífinn. Þegar hugurinn og dugnaðurinn er svo mikill sem raun ber vitni er ekki rými fyrir þreytu og efasemdir. Ið- inn maður á sér ekki ófijóa stund. Landnám Jóns Agnars á vett- vangi fræðslustarfsins þarf ekki á samanburði við verk annarra manna að halda. Dugnaður Jóns Agnars og fómfysi þurftu ekki að fara á vigt til að verða vegin. Fé- lagslyndi Jóns Agnars og framsýni þurftu ekki lúðraþyt til að vekja athygli. Háttvísi Jóns Agnars áork- aði meiru en stórsjóir sem skella á bjargi. Þátttaka Jóns Agnars í fræðslu- starfí beindist fyrst og fremst að verkafólki í heimahéraði hans. Hins vegar leiddi starf hans þar til fram- fara í fræðslustarfi víða um land. Með samstarfi sínu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu stuðlaði hann að því að viðfangsefni sem tekin voru fyrir í Borgamesi og reynslan af því starfi nýttist annars staðar á landinu. Starfsfólk MFA er þakklátt fyrir kynni sín af Jóni Agnari og samstarfíð við hann. Fyrir verkafólk um allt land hefur verið unnið ómetanlegt brautryðj- endastarf í fræðslumálum hjá Verkalýðsfélagi Borgamess. Þar voru girðingamar rifnar niður, skilningurinn efldur og kunnáttan aukin. Ástvinir Jóns Agnars Eggerts- sonar, verkafólk og samstarfsmenn munu varðveita minningu um góðan mann. Megi hún létta byrðina af fráfalli hans. Jón Agnar nam land svo öðmm gæti betur farnast. Snorri S. Konráðsson. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð krabbameins síðustu ára- tugi. Sjúkdómurinn heggur þó enn skörð í raðir fólks á besta aldri. Nú standa krabbameinssamtökin frammi fyrir þeirri staðreynd að öflugur liðsmaður þeirra, Jón Agnar Eggertsson, er látinn, aðeins 47 ára að aldri. Jón Agnar var kosinn formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar vorið 1992 og í stjóm Krabbameins- félags íslands skömmu síðar. Enda þótt hann tengdist krabbameins- samtökunum ekki formlega fyrr en á síðasta ári höfðu samtökin árum saman átt ánægjulegt samstarf við hann sem formann Verkalýðsfélags Borgarness. Það félag var eitt af fyrstu stéttarfélögunum sem hvöttu félagsmenn sína til að nýta sér skipulega krabbameinsleit og styrktu þá til þess. Félagið var einn- ig mjög virkt í fræðslustarfi og hélt námskeið og fundi í samvinnu við Krabbameinsfélag Borgarfjarð- ar síðustu sex til sjö árin. Jón Agn- ar hafði sérstakan áhuga á barátt- unni gegn reykingum, ekki síst meðal ungs fólks, og beitti sér í því máli. Haustið 1992 var þess farið á leit við hann að árlegur fonnanna- fundur Krabbameinsfélags íslands yrði haldinn í Borgarnesi og féllst hann á það og stóð að undirbúningi og framkvæmd fundarins með mikl- um sóma, í samvinnu við það ágæta fólk sem var með honum í stjóm Krabbameinsfélags Borgarfjarðar. Það var mikill fengur fyrir krabbameinssamtökin að fá að njóta starfskrafta og reynslu Jóns Agnars Eggertssonar. Fjölskyldu hans vottum við innilega samúð við ótímabært fráfall hans. Stjórn Krabbameinsfélags íslands. í dag er kvaddur hinstu kveðju Jón Agnar Eggertsson frá Bjargi í Borgamesi. Margra mánaða hetjulegri bar- áttu við illvígan sjúkdóm er nú lok- ið. Fram til þess síðasta horfði hann fram á veginn og gerði ráð fyrir að vinna sigur eins og áður í barátt- unni, lét veikindin ekki buga sig fyrr en í fulla hnefana. „Meðan líf er, er von“ hefðu getað verið kjör- orð hans. Eftir stendur nú minningin um • góðan dreng, ósérhlífinn og ötulan, er helgaði krafta sína þrotlausri baráttu fyrir bættum kjöram verka- fólks í Borgarnesi og nágrenni. Frá unga aldri var hann einnig mjög virkur í hvers konar félagsmála- starfsemi. Af störfum hans nutu margir góðs, í heimabyggð, hérað- inu öllu og á landsvísu, þar sem honum voru fljótlega falin margvís- lega trúnaðarstörf. Of langt mál yrði að telja þau öll, en hér skal dvalið við störf hans á vettvangi stjórnmála. Jón fór ekki leynt með skoðanir sínar og varði mörgum stundum í þágu Fram- sóknarflokksins. Hann sat 12 ár sem fulltrúi flokksins í hreppsnefnd Borgarneshrepps og ávallt í meiri- hluta. Úr því sæti vék hann að eig- in ósk, en hélt áfram að vinna flokknum og bæjarfélaginu allt það gagn sem hann vissi best. Fyrir þau miklu og góðu störf skal nú þakkað og þeirra minnst með virðingu. Ekki er hægt að minnast Jóns Agnars án þess að fram komi, hve stóran þátt hann átti i að efla þekk- ingu og útbreiða menningu hvers konar meðal samferðamanna sinna. Ég leyfí mér að fullyrða, að fá stétt- arfélög á landinu hafa staðið fyrir eins mörgum námskeiðum, fræðslu- fundum, ferðalögum og fleiru af líkum toga, og Verkalýðsfélag Borgarness. Því helgaði hann starfsdag sinn allan og var formað- ur þess frá 1974 til dauðadags. Áð framkvæði Jóns var m.a. stofnaður fyrir 10 áram samkór í Borgamesi, sem enn lifir og starf- ar. Fyrir það framtak eru nú fluttar kærar þakkir frá félögum í Kveld- úlfskómum. Já, spor félagsmálamannsins og verkalýðsforingjans liggja víða og vandfyllt er það skarð, sem dauðinn hefur nú höggvið í raðir okkar Borgnesinga. Blessuð sé minning Jóns Agnars. Sár harmur er kveðinn að fíöl- skyldu Jóns, eiginkonu, ungum son- um, aldraðri móður og systkinum. Þeim eru sendar hlýjar samúðar- kveðjur með ósk um styrk og bless- un á sorgarstundu. Sú er hin mikla blessun best allra þeirra er meira megna en munninn fylla og sínu gegna, að þegar þeir deyja, þá er hún mest. Hver sem vinnur landi og lýð, treysta skal, að öll hans iðja allt hið góða nái styðja þess fyrir hönd, er hóf hann stríð. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda. Það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgrimsson) F.h. Framsóknarfélags Borgarness, Kristín Halldórsdóttír. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, lést á Landakotsspítala í Reykjavík 11. febrúar síðastliðinn. Jón Agnar var fæddur á Bjargi 5. janúar 1946. Foreldrar hans voru Eggert Guðmundsson frá Eyri i Flókadal og Aðalheiður Lilja Jóns- 33 dóttir frá Arnarfelli í Þingvalla- sveit. Jón var yngstur fimm systk- ina. Kona Jóns var Ragnheiður Jó- hannsdóttir frá Sauðárkróki. Þau eignuðust tvo syni, Eggert Sólberg og Magnús Elvar. Jón Agnar gekk í Verkalýðsfélag Borgarness 1961. Hann var vara- maður í trúnaðarráði árin 1964 og 1965, vararitari 1966 og ritari 1967 til 1973. Árið 1973 verður hann varaformaður og síðan formaður Verkalýðsfélagsins frá 1974 og gegndi hann því embætti til dauða- dags. Jón Agnar kom víða við í félags- málum. Hann átti meðal annars sæti fyrir Framsóknarflokkinn í hreppsnefnd Borgameshrepps á áranum 1974 til 1986 og var for- maður Krabbameinsfélags Borgar- fjarðar frá 1990. Einnig átti hann stóran þátt í að koma á samstarfi milli Neytendafélags Borgarfjarðar og Verkalýðsfélags Borgamess sem síðar varð fyrirmynd að slíku sam- starfi annars staðar. Hann var einn- ig um tíma formaður Alþýðusam- bands Vesturlands. Jón Agnar gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir Alþýðusamband ís- lands. Hann átti fyrst sæti á ASÍ- þingi 1972 og var þá kosinn vara- maður í sambandsstjórn. Á þinginu 1976 var hann fyrst kosinn í mið- stjóm sambandsins og átti sæti þar síðan. Hann var gjaldkeri ASÍ um árabil og átti sæti í fjölmörgum nefndum á vettvangi Alþýðusam- bandsins og var jafnframt fulltrúi þess í ýmsum stjómskipuðum nefndum. Nú síðast var hann full- trúi ASÍ í nefnd félagsmálaráðu- neytisins til að undirbúa ár fjöl- skyldunnar 1994. Jón Agnar var einn af aðalhvata- mönnum þess að hleypa héraðs- fréttablaðinu Borgfírðingi af stokk- unum og sat í ritnefnd blaðsins frá upphafi. Hann var umsjónarmaðui verkalýðssíðunnar alla tíð. Jón Agnar stýrði sterku verka- lýðsfélagi. Undir stjóm hans stóð Verkalýðsfélag Borgamess fyrir öflugu félags- og fræðslustarfi og var hann forgöngumaður um ýmis mál innan verkalýðshreyfíngarinn- ar. Samband hans og samkomulag við stjómarmenn var ætíð gott. Þó að stundum hvessti í samskiptum manna lægði þá storma jafnan eins fljótt og þeir risu. Það samræmdist ekki lundarfari Jóns að standa í ill- deilum eða þrefi um liðna atburði eða málefni. Eitt orð lýsir Jóni Agnari betur en margar lofræður. Orðið mann- vinur. Hann sinnti starfi sínu sem formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness af mannlegu innsæi og hlýju. Þeir era ófáir sem eiga honum margt að þakka. Fólk leitaði til hans, ekki aðeins með vandamál sem tengdust verkalýðsmálum, heldur ekki síður vandamál sem vora persónulegs eðlis. Segja má að Jón hafi verið allt í senn: sálfræð- ingur, læknir, lögfræðingur og prestur. Enda eyddi hann miklum tíma í að leysa úr persónulegum vanda þeirra sem leituðu til hans. Það var þungt áfall fyrir okkur að fregna fráfall félaga og vinar, Jóns Agnars Eggertssonar. Þrátt fyrir alvarleg veikindi hans gerðum við alltaf ráð fyrir því að hann kæmi aftur til starfa. Það verður erfitt að fylla sæti slíks manns. Það er mikill missir að Jóni fyrir Verka- lýðsfélag Borgarness og verkalýðs- hreyfinguna alla. Við söknum hans. Um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þess að starfa með Jóni vottum við aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Ragn- heiður og synirnir, Eggert Sólberg og Magnús Elvar, við þökkum ykk- ur fyrir þá þolinmæði sem þið sýnd- uð erilsömu starfi Jóns fyrir verka- lýðsfélagið. Aðalheiður, þú varst ætíð með uppdekkað borð með kræsingum þegar við komum með Jóni heim að Bjargi í hvers konar erindum meðan hann bjó enn þar. Fyrir ykkur er missirinn mestur. Jón var ungur maður í blóma lífs- ins. Engin orð fá tjáð þær tilfinning- ar sem hræra okkar hryggu hjörtu. Með hinstu kveðju frá okkur, félögum Jóns. Stjórn Verkalýðsfélags Rorgarness.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 46. tölublað (25.02.1993)
https://timarit.is/issue/125386

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

46. tölublað (25.02.1993)

Aðgerðir: