Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 43

Morgunblaðið - 25.02.1993, Page 43
'fiOf HATJf?93T? HTJOAQIJTMMN QIQA.ISVIUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 43 „Ber er hver að baki nema bróður eigi“ Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: „Það er reynt að hlífa aldraða fólkinu, öryrkjunum og börnunum svo sem kostur er.“ Viðtal við heilbrigðisráðherra, Sighvat Björgvinsson. Morgun- blaðið 27. jánúar 1993. Ráðherra segist reyna að hlífa m.a. öldruðum og þeim sem minna mega sín, en í hveiju er sú hlíf fólgin? Er mögulegt að ráðherrann telji að við þetta fólk sé hægt að segja eitt.en meina annað? Hver er gapuxi og hver ekki? Það er vegið þyngst að þeim, sem ráð- herra segist vera að hlífa. Er ver- ið að hlífa þessu fólki, þegar til- skipun kemur um að ekki skuli lengur greiddur helmingur tann- læknaþjónustu? Er ekki hætt við að aldraðir, foreldrar barna og öryrkjar fresti tannviðgerðum, að ekki sé talað um tannsmíðar? Er verið að hlífa bömum, öldruðum og öryrkjum, þegar þeir greiða lyf, m.a. fúkalyf, að fullu, sem áður voru niðurgreidd? Þau rök að íslendingar noti meira af fúka- lyfjum en nágrannaþjóðir okkar er ekki þessu fólki að kenna, mein- ið liggur annars staðar. Lífeyrissjóðirnir Fó!k sem byijar að taka lífeyris- sjóðsgreiðslur stendur frammi fyrir því vandamáli, að tekjur þess minnka oft um einn þriðja, en gjöld- in, þau hækka ef eitthvað er, eins og dæmin sanna. Tekjutryggingin byijar að skerð- ast við sameiginlegar tekjur, þ.m.t. lífeyrissjóðstekjur hjóna við kr. 24.615 á mánuði og smáeyðist og hverfur við sameiginlegar tekjur sem nema kr. 125.434 á mánuði. Tekjutryggingin virkar því eins og skattur á þá sem hafa greitt af launum í lífeyrissjóð tugi ára. Mál- TAPAÐ/FUNDIÐ Dúnúlpa tapaðist Dökkblá dúnúlpa með fuglsmynd á bakinu tapaðist sl. helgi í námunda við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 611354. LEIÐINLEGAR SPILADÓSIR Mig langaði að vekja athygli forráðamanna fyrirtækja á því að það er ákaflega hvimleitt fyrir fólk sem hringir til þeirra að þurfa að hlusta á spiladósir eða annan hávaða á símalínunni á meðan beðið er eftir sam- bandi við deildir innanhúss. efni þau sem kreíjast leiðréttingar eru þessi: Að ekki sé um þrísköttun að ræða þegar fyrst er tekinn tekju- skattur af tillagi sjóðfélaga, aftur er tekjuskattur tekinn þegar greidd- ur er lífeyrir úr sjóðnum, svo kemur til niðurfelling hluta tekjutrygging- ar hjá langflestum þeirra sem fá lífeyrissjóðsgreiðslur. I leiðbeiningum með skattafram- tali 1993 má lesa á síðu 33: Ríkis- stjórn íslands hefur gert samning við stjórnir eftirfarandi ríkja um að koma í veg fyrir tvísköttun tekria og eigna. (Upptalin 10 lönd.) Er ekki eins hægt að semja um þetta mál við þá sem hafa starfað og lifa á íslandi en búa við margsköttuð laun? Lífeyrissjóðsþegar greiða fullan tekjuskatt af vöxtum meðan aðrir geta átt milljónir í bönkum og ríkis- skuldabréfum, fá fulla tekjutrygg- ingu, niðurgreidd símaafnot, áskriftir fjölmiðla, læknis og lyfja- fríðindi, greiða enga tekjuskatta af vaxtatekjum, sama hve háar þær eru. Skorað er á alþingismenn að samþykkja tillögu til þingsályktun- ar (368) um afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Menn voru njörvaðir fastir og háðir greiðslum í lífeyrissjóði í tugi ára og það sem meira er, það er viðurkennt að í samningum um laun opinberra starfsmanna hefur verið tekið mið af lífeyrissjóðnum og þá að hann beri í sér forréttindi, sem talin eru til launakjara. Sá tími er liðinn með nýjum álögum. Opinberir starfsmenn og aðrir hljóta að huga alvarlega að þessu óréttlæti og veija lífeyrisþega og um leið eigin framtíð með samtaka- mætti sínum. Þetta fer um hugann á nýbyijuðu ári aldraðra, það er fallegt að hlífa öldruðum, öryrkjum og börnum, en Flestir sem ég hef talað við um þetta mál eru mér sammála og ég held að fyrirtæki ættu að endurskoða þessa „þjónustu" við viðskiptavini sína. ffildur GÆLUDÝR Kettlingar Tvo kassavana kettlinga, svarta læðu og blágráan högna, vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 651126 eftir kl. 15.00 Páfagaukur týndist Lítill blár páfagaukur flaug út um glugga á Sæbólsbraut 28 í Kópavogi sl. mánudags- kvöld. Upplýsingar í síma 44876. er nú ekki komið nóg af því í bili. Vökumenn, hvað líður nóttinni? Þetta er spurning okkar til þeirra, sem með samninga fara, við treyst- um því að þeir gæti réttar bræðra og systra, veiji rétt þeirra lægst- launuðu á kostnað þeirra sem meira bera úr býtum; í ykkur sjáum við og finnum að „ber er hver að baki nema bróður eigi“. Senn mun birta af degi í íslensku þjóðlífi, okkar er að biðja Guð um að leiða og styðja þá sem með samn- inga fara og gefa þeim vit og visku inn í allar kringumstæður, hvoru megin borðs sem þeir sitja. Þökkum Drottni fyrir að mega búa á íslandi, fjarri harkmiklum hermannastígvélum og blóðstorkn- um skikkjum. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, Látraströnd 8, Seltjamarnesi. Pennavinir Kanadískur eftirlaunaþegi vill skiptast á frímerkjum: G. E. Brunelle, 2302-20th Street, Vernon, British Columbia, Canada VIT 4C2. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á dansi, kvikmyndum og körfubolta: Celestina Ama Woods, P.O. Box 835, Cape Coast, Ghana. Þýskur 22 ára piltur sem starfar á ferðaskrifstofu, hefur mikinn áhuga á íslandi, einnig ferðalögum, tónlist, kvikmyndum, stjórnmálum o.fl.: Jens Miissigbrodt, Sch.-Deutzsch-Str. 21, 3000 Hannover 61, Germany. Þrettán ára bandarískur piltur með áhuga á homabolta, bandarísk- um fótbolta og körfubolta, safnar íþróttamannamyndum: Jimmy Grantham Jr., 6652 Belwood Dr. W, Theo. Al. 36583, U.S.A. LEIÐRÉTTINGAR Kokkurinn rangt feðraður Á baksíðu Versins í gær er rammi um „Soðninguna", þar sem rætt er um matreiðslu á gjölni, físki, sem íslendingar hafa lítt snætt til þessa. Yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti leggur þar til uppskrift, hvemig matreiða skuli þennan fisk. Hann er þar rangt feðraður, en hann heit- ir Eiríkur Ingi Friðgeirsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Nafn höfund- ar féll niður Á eftir síðustu minningargrein- inni um Örn S. Agnarsson í Morg- unblaðinu í gær féll niður nafn höfundarins, Páls Garðarssonar. Eru hlutaðeigandi innilega beðnir afsökunar á mistökunum. VELVAKANDI Ókeypis lögfræðiaöstoð ó hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í simu 11012. ORATOR, élag laganema. - Helgamdmskeið 5-7. mars ■ Upplifðu hver þú ert. ■ Stígðu yfir þröskuldinn sem takmarkar sjálfstjáningu þína. ■ Lærðu nýjar ieiðir tii að vera í samskiptum við aðra án þess að missa eigið jafnvægi. Leiðbeinandi: Sandra Schererfrá Kripalumiðstöðinni. Verð: 7.000 kr. - Upplýsingar í síma 679181 (kl. 17-19). Jógastööin Heimsljós, Kripalujóga á íslandi. NO NAME COSMETICS — Förðunarnámskeið Nú hefjast að nýju hin geysivinsælu förðunarnámskeið Kristínar Stefánsdóttur. - Eitt kvöld. - Dag- og kvöldförðun. - Persónuleg ráðgjöf. - Aðeins 8 í hóp. Hárgreiðslumeistari veitir hverri og einni persónulega ráðgjöf um eigið hár og hárgreiðslu. ____NÝJUNG_____ KENNSLA í FÖRÐUN Loks bjóðast tveggja kvölda námskeið í tísku- og sýningarförðun fyrir fagfólk jafnt sem áhugafólk, t.d. fatahönnuði, hárgreiðslufólk, snyrtifræðinga og fyrirsætur. Allir þátttakendur ljúka áfanga með viðurkenningarskjali (Diploma). Kennari: Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, íslandsmeistari í dag- og kvöldförðun. Félag íslenskra förðunarfræðinga I t.LAU ISLHNSKHA SNYkYlFKÆDlNGA Innritun og núnari upplýsingar í síma 26525 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. íþrótta- Síðustu dagar útsölunnar Ledur- stígvél skór Allir skór kr. 995. kr. 995. 1oppskórinn 1 VELTUSUNDI • SÍMl: 21212 kr. 1.995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.