Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Viðræður í gangi um sölu strandferðaskipanna Esju og Heklu Norskt tilboð íHeklu Ábataskiptakerfi fóstra og leikskólastjóra í Reykjavík Laun hafa hækkað um 12-13% fráí júní LAUN fóstra og leikskólastjóra á ieikskólum og skóladagheimilum í Reykjavík hafa hækkað um samtals 12 til 13% frá því í júní síðastiiðn- um þegar annar áfangi í samkomulagi Reykjavíkurborgar og Fóstrufé- lags Islands um ábataskiptakerfi tekur gildi 1. mars næstkomandi. Með ábataskiptakerfi hefur rýmum á leikskólum í fjögurra til sex stunda vistun verið fjölgað um 350 og á skóladagheimilum um 48 rými. Gert er ráð fyrir að 1. september næstkomandi hafi úthiutun farið fram. Ábataskiptakerfið felur í sér að að nýr leikskóli sé byggður. Arna Reykjavíkurborg og starfsmenn leik- Jónsdóttir, formaður samninga- skólanna skipta með sér stofn- og nefndar Fóstrufélags íslands, sagði rekstrarkostnaði á leikskóla án þess að fóstrur væru sáttar við þann N autgripakj öt boð- ið í neyðaraðstoð TIL ATHUGUNAR er að senda íslenskt nautgripakjöt sem neyðarað- stoð tii Bosníu. Bændur og afurðastöðvar hafa boðið fram hiuta af offramleiðslu undanfarinna mánaða í þessu skyni. Undanfarna mánuði hefur verið offramleiðsla á nautgripakjöti í land- inu. Lagt hefur verið á verðskerðing- argjald til að opna möguleika til að losna við umframframleiðsluna og undanfamar vikur hefur nautgripum verið slátrað og kjötið sett í frysti. 300 tonn af kjöti í geymslu Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að nú séu að verða til um það bil 300 tonn af nautgripakjöti í frystigeymsl- unum. Hann segir að kúabændur og afurðastöðvar hafi boðist til að láta hluta af þessu kjöti, ekki síst kýrkjöt- ið, sem matvælaaðstoð til Bosníu eða annarra ríkja sem á slíku þurfa að halda. Ætlunin er að verðskerðing- arféð verði þá notað til að gera upp við bændur og afurðastöðvar. Guðmundur segir að málið sé til athugunar í utanríkisráðuneyti og hjá Þróunarsamvinnustofnun. launalega ábata sem kemur í þeirra hlut. „Við viljum leggja áherslu á að þetta er grundvallað á þróunar- starfi fóstra og mikilli vinnu þeirra og annarra starfsmanna skólanna," sagði hún. „Við erum mjög ánægðar með samstarfið við Reykjavíkurborg og Dagyist barna um þessar breyt- ingar. Ég held að við komumst ekki lengra í bili.“ Þegar fyrri áfangi ábátakerfisins tók gildi í júní 1992 hækkuðu laun fóstra hlutfallslega meira en leik- skólastjóra. Að þessu sinni hækka laun skólastjóranna meira og hafa þá báðir hópar fengið sömu prósentu- hækkun eða 12 til 14%. Langnr aðdragandi „Þessar breytingar eiga sér langan aðdraganda," sagði Ama. „Þær eru byggðar á þróunarstarfi sem hófst árið 1987 með því að fimm leikskól- ar voru gerðir að tilraunaleikskóium, þar sem meðal annars fór fram end- urskipulagning á starfsemi þeirra. Reynt var að nýta betur húsnæði, vinnufyrirkomulagi starfsmanna var breytt og tilraun gerð með blandaða dvalartíma bamanna ýmist í fjórar, sex eða átta stundir á sömu deild og kannað út frá faglegum sjónar- miðum hversu mörg börn gætu dval- ið samtímis á leikskólum án þess að skerða gæðin.“ Reykt tindabikkja í evrópsk veitingahús TIL STENDUR að setja á markað erlendis reykta tindabikkju, krækl- •ng og rækju. Hugsanlegt er að varan verði seid til veitingahúsa í París, og ef til vill fleiri evrópskra borga. Fiskmetið er reykt á Grundarfirði af Friðfinni Friðfinnssyni, sem stendur fyrir þessari tilraun í samvinnu við Úlfar Eysteinsson veitingamann. tindabikkju og var hún reykt fyrir tíu dögum og_ hefur ekki verið fryst á þeim tíma. Ómeðhöndluð væri hún orðin kæst, en ekki vottaði fyrir því í reykta fískinum. „Kannski höfum við fundið aðferð til að geyma fisk- inn og senda hann þannig út. Tinda- bikkjan er í háum verðflokki í Frakklandi og Belgíu og velþekkt í Bretlandi." Úlfar taldi ekki ólíklegt að innan skamms yrði hægt að panta reykta tindabikkju af íslandsmiðum á veit- ingahúsi í París. Að vera „öðruvísi" „Málið snýst um að bjóða fiskinn í eitt til tvö veitingahús í hverri borg, þannig að þetta vaði ekki yfir markaðinn. Kokkurinn í eldhús- inu er spenntur fyrir svona nokkru og vill bjóða upp á annað en veit- ingahúsið hinum megin á horninu. Veitingahúsarekstur snýst um það að vera „öðruvísi" en næsta veit- ingahús," sagði Úlfar. Hann sagði að hér væri komin afurð til að heilla evrópska veitinga- húsamenn. í gær matreiddi hann SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ vinn- ur nú að því að selja strandferða- skipin Esju og Heklu sem liggja við bryggju í Reykjavík og hafa viðræð- ur verið í gangi um sölu skipanna. .Að sögn Þórhalls Jósepssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneyt- inu, hefur borist tilboð í Heklu frá norskum aðila en ekki hefur verið hægt að ganga frá sölunni þar sem tilboðsgjafinn hefur enn ekki getað tryggt greiðslur fyrir skipið. Þórhallur sagði að ráðuneytið væri opið fyrir sölu eða leigu skip- anna, sem voru áður í eigu Ríkis- skipa. Söluverð Heklu er um 70 milljónir kr. en vonast er til að fá megi nokkru hærra verð fyrir Esj- una. Morgunblaðið/Júltus Gömul ríkisskip við bryggju HEKLA, sem köiiuð var Búrfell meðan hún var í þjónustu Samskipa, og Esja liggja nú í Reykjavíkurhöfn. Gamli Her- jólfur lík- legast til Svíþjóðar SALA á gömlu Vestmanna- eyjafeijunni Herjólfi til Svíþjóðar er nú í burðar- liðnum en búist er við að væntanlegur kaupandi sendi endanlega staðfest- ingu á kaupunum að lok- inni skoðun skipsins fyrir hádegi í dag. Að sögn Sveinbjörns Ósk- arssonar í fjármálaráðuneyt- inu hafa fulltrúar sænska aðil- ans skoðað skipið sem var tek- ið í þurrkví í síðustu viku og liggur nú við bryggju í Vest- mannaeyjum. Hann vildi ekki greina frá hvaða aðila tilboðið kæmi frá eða hvert yrði sölu- verð skipsins fyrr en endanleg staðfesting lægi fyrir. Slysavarnafélag íslands óskaði eftir að fá gamla Heij- ólf til nota endurgjaldslaust sem skólaskip fyrir Slysa- varnaskóla sjómanna fyrr í vetur og var beiðnin lögð fyrir ríkisstjómina. Að sögn Svein- bjöms er gamli Heijólfur skráður í eigu útgerðar Her- jólfs hf. í Vestmannaeyjum en ef af sölu verður muni andvirð- ið að mestu leyti renna til ríkis- sjóðs sem greiðsla vegna áhvíl- andi skulda á skipinu. Sagði hann að sérstök nefnd hefði verið sett á laggirnar í sam- gönguráðuneytinu til að skoða kennsluskipamál Slysavarna- skólans og stæði m.a. til að skoða hvaða kostnaður fylgi viðgerð skólaskipsins Sæ- bjargar sem er í eigu Slysa- varnaskólans. í dag Evrópska efnahagssvæðiö Stefnt að því að samningurinn taki gildi 1. júií nk. 18 Danskeppni Úrslit í Jslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum 20 HM á íslandi Endurbætur á Laugardalshöll fyrir 60 milljónir kr. 21 Leiöari _______________________ Framburður ogþjóðfélagsþróun 24 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskm ► Viðskiptajöfrar með Domino ► Halldór Laxness tók á móti Pizzas - Aramót leyst upp - Fjár- Nóbelsverðlaunum 1955 - Innlent mál á fimmtudegi - Smábáta- efni alla daga á Stöð 2 - Camera framleiðsla látin sigla sinn sjó - Obscura, ný íslensk mynd - vasa- Myndbandamarkaðurinn. myndbandstæki í framleiðslu Metsala á fuglafóðri ALDREI hefur selst meira af fuglafóðri hjá Kötlu hf. en á þessum vetri. Salan undanfarin tvö ár hefur numið um 20 tonn- um hvorn vetur, en nú hafa þegar selst 60 tonn og líkur benda til að 20 tonn til viðbótar seljist. Tryggvi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Kötlu hf., segir að salan í vetur hafi að mestu verið eftir áramót. „Fólk er mjög dug- legt að gefa fuglunum, enda hefur tíðin verið þeim erfið,“ sagði hann. „Þá má minna á gömlu þjóðtrúna, sem segir að öskudagur eigi sér átján bræður. Ekki bendir það til batnandi tíðar á næstunni." Katla framleiðir maís-kurl, sem fuglunum virðist líka vel. „Það er líka gott að gefa það, því það fýkur ekki jafn auðveldlega og ýmislegt annað korn,“ sagði Tryggvi. „Við höfum þegar selt 60 tonn af þessu kurli og ég á fastlega von á að lagerinn, sem er núna 20 tonn, seljist upp í vet- ur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.