Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 21 Borgin greiðir 7,5 millj. í HM-kynningu Endurbætur á Laugardalshöll fyrir 60 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt samkomulag milli Reykja- víkurborgar og Handknattleikssambands íslands um sam- starf við framkvæmdir vegna HM í handknattleik í Reykja- vík árið 1995. Um er að ræða skipulagsvinnu og kynningu á borginni. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgar- stjóra er gert ráð fyrir að borgin leggi árlega fram 2,5 milljónir í þrjú ár til að standa undir þeim útgjöldum. Þá er gert ráð fyrir að viðhald og endurbætur á Laugardals- höll kosti um 60 milljónir. taka þátt í kynningarkostnaði sem hlýst af kynningu keppninnar er- lendis. Þá mun borgin styrkja ís- „Þarna á að vinna að ymsum skipulagsþáttum vegna heims- meistaramótsins og er ætlunin að vekja athygli á Reykjavík og laða að erlenda gesti til að fylgjast með mótinu," sagði Markús. Gengið hef- ur verið frá samkomulagi um að mótið fari fram í Laugardalshöll og er gert ráð fyrir um 4.000 áhorfend- um þar. Sagði borgarstjóri að verið væri að vinna að endurbótum á Laugardalshöll og er áætlaður kostnaður rúmar 60 milljónir. „Þetta verður unnið í áföngum fram að mótinu,“ sagði hann. „Við erum að hefja allumfangsmikil viðhalds- verkefni á þessu ári og reyndar má gera ráð fyrir að 40 milljónir af þessum 60 milljónum hafi nauð- synlega þurft að leggja fram hvort sem er til viðhalds á Laugardals- höll en hún er orðin nokkuð lúin. Þessum framkvæmdum á að vera lokið árið 1995.“ Reykjavík kynnt í Svíþjóð Samkomulagið gerir ráð fyrir, að HSÍ beiti sér fyrir kynningu á Reykjavíkurborg í tengslum við Heimsmeistarakeppnina árið 1993 í Svíþjóð og þátttöku íslands í henni. HSÍ mun bjóða til alþjóðlegr- ar handknattleikskeþpni í Reykja- vík haustið 1994 og er gert ráð fyrir þátttöku 6 til 12 þjóða. Auk 2,5 milljón króna árlegs framlags borgarinnar mun borgin lenska karialandsliðið til æfinga í húsnæði borgarinnar fyrir HM ’95. HSÍ mun tryggja að merki borg- arinnar verði ávallt notað í tengsl- um við HM ’95 og ennfremur tryggja að borgin hafi aðgang að landsliðsmönnum í auglýsinga- skyni, fram að heimsmeistara- keppninni. Þá er gert ráð fyrir að áður en ti! HM ’95 kemur verði gerður samningur um skiptingu tekna vegna aðgangseyris, auglýs- inga og sjónvarpsútsendinga. Formaður BHMR eftir samninga HÍK Nýrra leiða þörf í sanuimgamáliim PÁLL Halldórsson, formaður BHMR, segist telja líklegt að önnur aðildarfélög BHMR feti í fótspor Hins íslenska kennarafélags og geri kjarasamning við ríkisvaldið sem feli í sér ákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá því í fyrravor. Hann tekur undir með Eggerti Lárussyni, for- manni HÍK, að fara verði nýjar leiðir í samningamálum. Aðspurður hvort þetta þýddi ekki hana táknræna. Hins vegar væri ljóst í raun formlega endalok samnings BHMR frá 1989, sem bráðabirgðalög voru sett á sumarið 1990, sagðist Páll alls ekki líta svo á. Ríkisvaldið hefði verið með kröfu um að BHMR félögin fengju ekki miðlunartillöguna nema skrifa upp á að hann væri úr gildi fallinn og um það hefði stríðið staðið. Niðurstaðan hefði orðið sú að einungis stæði að eldri samningar framlengdust, eins og venjan væri. Aðspurður hvort gerð þessa samn- ings væri táknræn og hvort BHMR hefði gefíst upp á að fá samninginn frá 1989 í gildi, sagði Páll ekki telja að leita yrði nýrra leiða til þess að ná markmiðum kjarasamningsins frá 1989 fram. „Markmið samningsins frá 1989 standa fyrir sínu. Það er hins vegar ljóst að á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur þetta ekki náðst fram. Hvaða leiðir þarf að fára til að ná fram markmiðum þessa samn- ings er vandamál sem framtíðin verð- ur að svara,“ sagði Páll. Hann sagðist binda vonir við það að þessi samningagerð markaði upp- hafíð að bættum samskiptum BHMR við ríkisvaldið,. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Opnun nýbyggingar KAÞÓLSKI biskupinn, herra Johlson, ásamt nemendum Landakotsskóla fyrir framan nýbygginguna sem tekin var í formlega notkun. Landakotsskóli tekur í notkun nýbyggingu LANDAKOTSSKÓLI tók formlega í notkun nýbyggingu við skólann á mánudag. Meðal gesta við opnunarathöfnina var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Að sögn sr. Georgs, skólastjóra Landakotskóla, er nýbygginginn liður í áætlun um að gera skólann einsetinn. í nýbyggingunni eru átta skóla- skólann. Ef það tækist að ljúka þeirri stofur. Þar af eru sex aimennar vinnu fyrir haustið yrði skólinn ein- kennslustofur og tveir sérstofur, ein setinn næsta vetur. fyrir smíði og önnur fyrir handa- í Landakotsskóla eru um 140 vinnu. Sr. Georg sagði að næst ætti nemendur. Ekki eru kenndir allir að vinna að því að gera upp gamla bekkir grunnskólans en í fyrra var byrjað með kennslu fyrir fimm ára nemendur. Sr. Georg sagði að fram- tíðardraumurinn væri að byggja skólann upp til þess að kenna alla bekki grunnskólans. Hátíðardagskrá var haldin í tilefni opnunarinnar mánudaginn 22. febr- úar. Athöfn var haldin í Krists- kirkju, Landakpti með nemendum og kennurum. Á eftir sýndi sr. Ge- org gestum nýbygginguna og síðan var boðið upp á kaffíveitingar. Vikuita 25.feb.-3.mars \f SHERW00Dgeislaspilaii • Einfaldur í notkun en fullkominn • Fullkominn lagaleitari. • Stafrænn skjár. »Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. *Tekur bæði 5 og 3jatommu diska. Kf.17.900 Stgr, 11 SHERW00D útvarpsmagnari (víöóma). • Útgangskraftur2x65W DIN. • 30 stöðvar í minni. • Sjálfvirkur stöðvaleitari.»„Surround„ möguleiki • Fullkomin fjarstýring Kr.23.900 stgr. PHILIPS rakvél. Meö þremur sjálfbrýnandi hnífum, fjaörandi. Bartskeri Stillanlegir hnífar fyrir mismunandi skeggrót. Vélina er hægt að tengja við 100-240 volt. Kr. 6.9 PHILIPS ryksuga. 1100 Watta sogkraftur. Vélin er mjög hentug og létt. 4 síurhreinsa loftið sérlega vel áður en það fer út í andrúmsloftið. Pokinn rúmar 4,5 lítra. 6 metra inndraganleg snúra. Kr. 10.940.- SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 15 ■ KRINGLUNNI SlMI69 15 20 aaser-Hi o«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.