Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Framburður og þjóðfélagsþróun A Aráðstefnu um íslenzkan framburð, sem íslenzk málnefnd hélt um síðustu helgi, komu fram mörg athyglisverð sjónarmið varðandi þróun tal- málsins. Óhætt er að draga þá ályktun af frásögn Morgun- blaðsins af umræðum á ráðstefn- unni að ýmsar blikur séu á lofti í þeim efnum. Kristján Árnason prófessor spáði því í erindi sínu að á næstu öld yrðu meiri skil í íslenzkri málsögu en hefðu orðið frá land- námstíð, á þann veg að íslenzkan hætti að vera beygingarmál. Kristján telur framburðinn sífellt vera að fjarlægjast stafsetningu og að í íslenzku málumhverfi sé nú „jarðvegur fyrir byltingu". Veturliði Óskarsson, málfars- ráðunautur Islenzka útvarpsfé- lagsins, sagði að þótt íslendingar væru meðvitaðir um móðurmál sitt, hefðu þeir lítið hugsað um framburð, sem víða annars stað- ar skipti fólki í stéttir. Hann sagði ýmsar framburðarbreyt- ingar orðnar áberandi. Þær væru ekki stéttbundnar, en ákveðinn hópur, til dæmis leikarar, rithöf- undar, kennarar, sumir stjóm- málamenn, lögfræðingar og fleiri, gætu myndað málfarslega yfirstétt, sem starfs síns vegna vandaði framburð sinn. Vegna þessarar hættu væri ástæða til að leggjast gegn breytingum í nútímamáli. Margrét Pálsdóttir málfræð- ingur sagði að skólakerfið hefði ekki staðið sig í því að kenna fólki að koma fram og flytja mál sitt á opinberum vettvangi. Hikorð og talhækjur væru áber- andi í máli margra og oft gæti verið erfítt að greina hismið frá kjamanum. Hér skal tekið undir þær við- varanir, sem fram komu á ráð- stefnu íslenzkrar málnefndar. Þeim er ekki hægt að vísa á bug með því að segja að öll tungu- mál hljóti að þróast og framburð- ur breytist í tímans rás, eins og stundum heyrist þegar málvernd ber á góma. Vísbendingar um mismunandi framburð eftir þjóð- félagshópum eru sérstaklega al- varlegar. I mörgum nágranna- löndum okkar er framburður tungumálsins sundrandi þáttur, ýmist milli héraða og landshluta eða milli þjóðfélagsstétta. Sums staðar talar alþýða manna með framburði, sem er ekki „opinber- lega samþykktur", til dæmis í fjölmiðlum. Ákveðnir þjóðfélags- hópar sitja því að miklu leyti einir að upplýsingamiðlun og skoðanaskiptum á opinberum vettvangi. Stétt- eða landshluta- bundinn framburður getur því í raun verið hindrun í vegi þeirra, sem vilja hafa áhrif á þjóðfélag- ið eða láta til sín taka á opinber- um vettvangi, til dæmis í stjórn- málum og ijölmiðlun. Þannig hefur ekki háttað til hér á íslandi. Mállýzkuleysi og svipaður framburður íslenzkunn- ar í öllum þjóðfélagshópum er ein af undirstöðum hins menn- ingarlega einsleita og samheldna samfélags okkar. Tungumál og framburður eru ekki menningar- þættir, sem sundra okkur, heldur sameina. Aftur á móti er ekk- ert, sem mælir gegn hefðbundn- um blæbrigðamun í framburði milli landshluta, slíkt auðgar aðeins tunguna. Að hafa tök á réttum og skýr- um framburði íslenzks máls er forsenda þess að geta tekið full- an þátt í lýðræðis- og upplýs- ingaþjóðfélagi. Æ meiri áherzla er lögð á fjölmiðlun og tjáskipti. Hinn almenni borgari þarf að vera fær um að flytja mál sitt á fundum eða í Qölmiðlum, skýrt, hnökralaust og þannig að allir skilji. Sá, sem aldrei hefur lagt rækt við framburð móðurmáls- ins, er ekki fær um það og raun- ar er þegar farið að bera á slíku í sjónvarpi og útvarpi, bæði hjá starfsmönnum þessara fjölfniðla og viðmælendum þeirra. Ábyrgð skólakerfisins er mikil í þessu efni. Markmið skólanna hlýtur að vera að mennta sem hæfasta þjóðfélagsþegna. Sé slegið slöku við í kennslu með- ferðar íslenzks máls, hafa menn misst sjónar á því markmiði. Ástæða er til að taka undir orð Guðmundar B. Kristmundsson- ar, lektors, á ráðstefnu mál- nefndar. Hann sagði þar að leggja þyrfti áherzlu á framburð- arkennslu í grunnskólunum. Mikilvægt væri að kenna börn- um og leiðbeina og láta þeim fínnast eftirsóknarvert að tala skýrt. Kennsla, æfing og notkun eiga að vera lykilorðin í þessu efni, sagði Guðmundur. Fjölmiðlar gegna ekki síður mikilvægu hlutverki í viðhaldi rétts framburðar, sérstaklega þeir sem byggjast á miðlun tal- aðs máls. Vöndun talmáls á ljós- vakamiðlunum hlýtur að vera þeim, sem þar starfa, keppikefli. Þróun framburðar íslenzks máls getur haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir þróun þjóðfélags- hátta á íslandi. Væntanlega vill enginn Islendingur að framburð- ur eða máilýzkur fari að skipta þjóðinni í hópa, sem hafa mis- munandi þjóðfélagslega stöðu. Þess vegna ættum við öll - skól- ar, fjölmiðlar og fjölskyldur - að leggja okkar af mörkum til að efla og bæta fræðslu um rétt- an framburð. Nefnd allra flokka athugi breytingar - segir Þorgils Ottar Mathiesen um nýbyggingu í Hafnarfirði ÞORGILS Ottar Mathiesen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði, lagði til á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, að skipuð yrði nefnd með aðild bæjarstjóra og einum fulltrúa frá hveijum bæjarstjórnarflokki til að skoða möguleika á því að gera breytingar á fyrirhugaðri byggingu í miðbænum vegna áskorana sem borist hafa frá meirihluta bæjarbúa. TiIIögunni var vísað til bæjarráðs. Sagði Þorgils í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði lagt þessa til- lögu fram með tilvísun í niðurstöður undirskriftasöfnunar sem Byggða- vernd efndi til meðal Hafnfírðinga, en alls. skrifuðu 5.300 manns undir áskorunina, og til álits Arkitektafé- lagsins í síðustu viku. Stórkostlegnr árangur Þorgils Óttar sagði að þótt hætta væri á að málið yrði kæft með þess- ari afgreiðslu tillögunnar væri þó þama um framför að ræða því allar fyrri tillögur um endurskipulagningu hefðu verið felldar í bæjarstjóm. „Ég vona að meirihlutinn ætli sér að taka tillit til þessara áskorana. Niðurstaða undirskriftasöfnunarinnar er stórkostlegur árangur á skömmum tíma og hún sýnir að það er stór meirihluti bæjarbúa mótfallinn þessari hæð byggingarinnar sem um ræðir,“ sagði hann. Fyrsta þjóðminjaþingið hefst á morgun Vettvangnr umræðu um Þjóðminjasafnið ÞJÓÐMINJASAFN íslands efnir til fyrsta þjóðminjaþings sem haldið hefur verið hérlendis á morgun föstudag. Þingið verður í safnhúsinu og stendur í tvo daga en Þjóðminjasafnið á nú 130 ára afmæli. Sjálf afmælissýningin verður haldin í vor. Guðmundur Magnússon þjóðminja- vörður segir að áformað sé að halda þjóðminjaþing árlega eða á tveggja ára fresti í framtíðinni. „Þessu þingi er ætlað að vera vettvangur um- ræou um Þjóðminjasafnið," segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar lagði hann hugmyndir sínar um þjóðminjaþing fyrir Þjóðminjaráð í sumar í tengslum við umræðu um að efla Þjóðminjasafn- ið. Þjóðminjaráð samþykkti síðan að halda þingið á 130 ára afmæli safnsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð- minjaþing er haldið en í tengslum við það hafa starfsmenn safnsins, starfs- menn byggðasafna og aðrir sem tengj- ast þessum málið verið kallaðir til,“ segir Guðmundur. „Hér er einkum um að ræða fólk sem vinnur að minja- vernd og minjavörslu. Einniger ætlun- in að vekja athygli á starfsemi Þjóð- minjasafnsins en hún er mun víðtæk- ari en reksturinn á safnhúsinu.“ Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra ávarpar þjóðminjaþingið við setningu þess og mun hann væntan- lega ræða um húsnæðismál Þjóð- minjasafnsins sem verið hafa í brenni- depli. Guðmundur Magnússon ávarpar einnig gesti við setninguna og segir hann að í máii sínu muni hann gefa yfirlit um umfang starfsemi safnsins, þau verkefni sem framundan eru hjá því og þá framtíðarsýn sem við blasir. Nýtt merki Meðal þess sem gert verður á þjóð- minjaþinginu er afhjúpun á nýju merki fyrir Þjóðminjasafnið en það hefur ekki áður átt slíkt merki. Efnt var til samkeppni í samvinnu við Félag ís- lenskra teiknara um merkið og alls barst 121 tillaga til safnsins. Sýning á tillögunum verður í Bogasal. Viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli tekin í notkun Morgunblaðið/Björn Blöndal Vígsluathöfn SIGURÐUR Helgason forstjóri flytur ávarp við athöfnina. Á innfelldu myndinni eru Hörður Sigurgestsson stjómarformaður Flugleiða, Einar Sigurðsson blaðafull- trúi, Sigurður Helgason forstjóri, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Hallbjörn Sævars flugvirki, sem tók við viðhaldsstöðinni fyrir hönd starfsmanna Vinnustaður 160 starfsmanna - kostnaður tæpur milljarður Keflavík. ^ VIÐHALDSSTÖÐ Flugleiða á Keflavíkurflugvelli var formlega opnuð í gær. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra opnaði stöðina með því að Ijúka upp annarri af 1.100 fermetra hurðum flugskýlisins og síðan var Heiðdís TF-FID, ein af Boeing 737-vélum félagsins, dregin inn. Þar með flyst öll starfsemi tæknisviðs undir sama þak, en viðhald og stórskoðanir hafa farið fram í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og í leiguhúsnæði hjá Bandaríkjaher á Kefla- víkurflugvelli. Með tilkomu nýju viðhaldsstöðvarinnar mun vinnu- rými flugvirkja verða fjórum sinnum stærra og þar munu starfa um 160 manns. Við athöfnina voru viðstaddir nokkur hundruð gestir auk starfs- manna Flugleiða. Hörður Sigur- gestsson formaður stjómar flutti ræðu og sömuleiðis Sigurður Helgason forstjóri sem í lok athafn- arinnar afhenti starfsmönnum bygginguna formlega með því að afhenda Hallbirni Sævars fulltrúa flugvirkja skóflu þá sem fyrsta skóflustungan var tekin með haust- ið 1991. Sigurður gat þess að félag- ið ætti nú í harðnandi samkeppni og allt væri gert til að gera rekstur- inn sem hagkvæmastan, væri við- haldsbyggingin einn liðurinn í því átaki. Sigurður sagði að í sumar yrði nýtt þak lagt ofan á það sem fyrir væri, en það skemmdist í ill- viðrum í vetur, og kæmi félagið ekki til með að bera neinn kostnað af því. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið að nýja viðhaldsstöð- in væri um 12.500 fermetrar. Gerð- ur hefði verið svokallaður alverk- tökusamningur um bygginguna við kanadíska verktakafyrirtækið Matthews Contracting. Bygginga- kostnaður hefði verið áætlaður tæplega einn milljarður króna, sem væri talið hagstætt. Fengist hefði hagstæð fjármögnun og væri sýnt að kostnaður yrði innan marka áætlunarinnar. Fyrsta verkefnið beið svo flugvirkjanna, en það er að skipta um mótor í Boeing 727- vél frá bandaríska flugfélaginu Federal Express sem bilaði við flugstöðina í gærmorgun. - BB Fyrsta skrefíð í að losa um starfs- menn á launaskrá - segir stj órnarformaður Herjólfs um uppsagmr háseta og þerna GRÍMUR Gíslason, sljórnarformaður Herjólfs, segir að uppsagnir háseta og þerna um borð í Herjólfi séu fyrsta skrefið í því að losa um starfsmenn á launaskrá ef verkfallið dragist á langinn, þannig að félagið sitji ekki uppi með menn á launaskrá fram eftir ári. Elías Björnsson, formaður sjómannafélagsins Jötuns, segir að uppsagnirnar hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti og ef stjórn Herjólfs haldi að hún komist undan samningunum með þessu móti þá sé það misskilningur. Tilkynnt var um uppsagnirnar fímm háseta og sjö þerna í fyrradag, en Jötun hafnar að eiga aðild að heild- arkjarasamningi starfshópa um borð, en lýsir sig reiðubúið til að framlengja núgildandi kjarasamning. Verkfall tveggja stýrimanna um borð hefur staðið frá 3. febrúar. Ætlunin er að halda almennan fund í Vestmannaeyj- um í dag um málið. Ekki verkbann fram kjörum umfram yfírmenn, á því væri engin launung. Deilan stæði um sérkjarasamning sem sjómannafélag- ið Jötunn hefði gert við stjóm Her- jólfs. Hásetarnir gætu ekki látið eins og þeim kæmi málið ekki við. Þetta sneri að þeirra samning, sem væri viðaukasamningur við samning Sjó- mannafélags Reykjavíkur, en þar væru þeim tryggð kjör sem væru umfram það sem allir aðrir farmenn hefðu. Aðspurður hvers vegna ekki væri boðað verkbann á aðrar starfsstéttir um borð sagði Grímur að Vinnuveit- endasamband íslands væri sá aðili sem gerði það og ekki hefði reynst áhugi á slíku, en það sem gert hefði verið í deilunni til þessa væri unnið í fullu samráði við Vinnuveitendasambandið. Hann sagðist ekki sjá neina lausn á málinu eins og staðan væri í dag, það væri engin hreyfíng. Aðspurður hvort kæmi til greina að semja við stýrimennina á sama grundvelli og hásetana sagði Grímur að það þýddi miklar launahækkanir fyrir fyrirtækið. Að mati stjómar Heijólfs væri ekki önnur leið fær til lausnar á þessu máli en ganga til heildarsamninga um kjör starfsmanna um borð. Með gerð heildarsamnings væri verið að tala um breytingar á vinnufyrirkomulagi og samræmingu á launakerfi yfír- og undirmanna sem væru sitt hvort. „Það eru slíkar breyt- ingar sem við emm að hugsa um og að reyna binda þetta í einn samning þannig að við fáum ekki þá víxlverkun sem verið hefur. Fyrst er samið við eitt félagið og þá koma hin á eftir og vilja auðvitað fá hið sama og helst eitthvað meira,“ sagði Grímur. Hann sagði að hásetamir hefðu náð Uppsagmirnar komu á óvart Elías Bjömsson, formaður Jötuns, sagði að uppsagnimar hefðu komiðr eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann hefði haft meiri trú á stjóm Heijólfs en að hún gerði slíka vitleysu sem þessa. Hann gæti ekki séð að það væri hægt að gera meiri vitleysu en segja upp fólki sem ætti ekki í vinnu- deilu og hefði lýst þvi yfír að það ætlaði sér ekki að gera neinar kröfur í komandi samningum. Elías sagði að það yrði bara að koma í ljós hvað næst gerðist, en ef stjóm Heijólfs héldi að hún slypppi frá samningunum með þessum hætti, þá væri það algjör misskilningur. Það væri ekki hægt að segja upp fólki og ráða nýtt á lægri launum, það væri óheimilt. Stjómin yrði að semja sig frá þeim samningi sem hún ætti hlut að. Þessi samningur hefði verið sam- þykktur samhljóða í stjórn Heijólfs árið 1989, en upphaflegi samningur- inn væri frá árinu 1977. Ekki færri en fjórir núverandi stjómarmenn hefðu verið í stjóminni sem sam- þykkti samninginn 1989. „Þeir vilja rifta sinni eigin undirskrift og lækka launin,“ sagði Elías. „Hið góða sem ég vil, það geri ég ekki“ eftir Halldór Guðmundsson Heimsbókmenntirnar, allt frá grískum harmleikjum um íslend- ingasögur til nútímabókmennta, geyma fjölmörg dæmi um menn sem lenda í erfíðri aðstöðu, taka ranga ákvörðun og eiga þá ekki lengur afturkvæmt af braut ógæfunnar, allt snýst þeim til verri vegar, uns kemur að hörmulegum endalokum. Og kannski er hvert skref stigið í nafni einhverrar hugsjónar eða leið- arstjörnu, sem öllum utanaðkomandi sýnist vera þráhyggja. Hetjur sem þessar eru sýnu hættulegri umhverfi sínu þegar þær stíga á svið mannkynssögunnar, ger- ast þjóðarleiðtogar eða stjómmála- skörungar og stefna öllu í voða í kringum sig. Þráhyggjan réttlætir allar athafnir slíkra manna og það er markvert einkenni á þeim jafnt í bókmenntum sem stjórnmálum að þeir geta ekki séð sig úr fíarlægð og sjá fyrir vikið ekki hvert þeir stefna. Hér skal ekki fullyrt að svona sé komið fyrir forystumönnum Islend- inga, en í einu dæmi þar sem ég þekki til verður erfitt að bægja frá sér hugleiðingum á borð við þessar. “Enginn ráðamaður virðist hafa tekið þessa ákvörðun glaður, hvað þá gert sér hana að hugsjón, allir harma hana á svipaðan hátt og jarðskjálfta eða flóð með tilheyrandi tjóni, rétt einsog við henni verði ekki gert“ Sú ranga ákvörðun sem ráðamenn tóku og ég hef í huga er skattalagn- ing lesefnis og á að koma til fram- kvæmda nú í sumar. Enginn ráða- maður virðist hafa tekið þessa ákvörðun glaður, hvað þá gert sér hana að hugsjón, allir harma hana á svipaðan hátt og jarðskjálfta eða flóð með t.ilheyrandi tjóni, rétt eins og við henni verði ekki gert. Og það er vegna þess að hún er tekin, rétt eins og margar aðrar ákvarðanir um þessar mundir, ekki beinlínis í nafni hugsjónar en þó leið- arstjörnu, sem kalla mætti ástandið. Og er þá átt við efnahagsástandið og hina síumtöluðu bágu burði þess. Allir stjórnmálaflokkar stóðu að því fyrir nokkrum árum að fella nið- ur virðisaukaskatt af íslenskum bók- um. Engar af þeim röksemdum sem menn héldu þá á loft hver með sínu lagi hafa fallið úr gildi síðan: ís- lenska málsvæðið hefur ekki stækk- að svo vitað sé, ekki hefur dregið úr gervihnattasjónvarpi né alþjóð- legri ijölmiðlun, samkeppnisstaða bókmenningar hefur ekki batnað né afkoma íslenskra útgáfufyrirtækja, ekki hafa rithöfundar skyndilega fundið fé, engum nágrannaþjóðum nema Bretum hefur dottið í hug að hækka skatt á bókum að nýju, þvert á móti beitir þing Evrópubandalags- ins sér fyrir lækkun hans. Hvað í ósköpunum fær þá meirihluta þings- ins til að skipta um skoðun? Engin rök, aðeins þetta margumtalaða ástand, sem virðist eiga það sameig- inlegt með veðrinu að fara síversn- andi. En batnar ástandið þá við þetta? Engar líkur eru til þess. Ráðamönn- um hefur verið bent á með ítarlegum greinargerðum, einnig frá óháðum aðilum, að skatturinn muni líkast til hafa í för með sér stórum verri af- komu íslenskra prent- og útgáfufyr- irtækja og auka enn á atvinnuleysið í þeim greinum, og sá tiltölulega litli fjárhagslegi ávinningur sem hlýst Halldór Guðmundsson af honum fyrir ríkissjóð verður fljótt rokinn út í veður og vind. Enda hafa ráðamenn ekki einu sinni reynt að sýna fram á annað. Verður þá engu tauti við þá kom- ið, fremur en hetjur grískra harm- leikja? Enn er ekki útséð um það, stjórnmálaforingjarnir eru ekki per- sónur í harmleik þótt tæpast verði heldur talað um gleðileik eins og ástandið er; hins vegar er ekki of seint að sjá að sér - ekki síst í ljósi þeirra alvarlegu upplýsinga sem Þor- björn Broddason hefur lagt fram um bóklestur barna og unglinga. Samkævmt könnunum hans hefur lestur þeirra minnkað jafnt og þétt síðan 1979 og, það sem verst er, sá hópur barna og unglinga sem aldrei lítur í bók fer stækkandi svo um munar. Ekki veit ég hvort mönnum er ljóst hvað það þýðir, en að mínum dómi er þetta skýrasta dæmið um að það sé að myndast óbrúanleg gjá í íslensku menningarlífí. Gjá, stærri en sú sem kalda stríðið lauk upp, milli þeirra sem aldrei sækja neitt til bóka og allra hinna. Kannanir um versnandi lestrarkunnáttu hníga í sömu átt: Hér er að verða til og mun stækka allstór minnihluti meðal þjóðarinnar sem ekkert hefur til bók- menningar að sækja. Vonandi þarf ekki að útmála hvað það þýðir á öll- um sviðum, ekki bara á sviði vísinda og fagurbókmennta. Hætt er við að þá fyrst verði ástandið verulega vont. Og nú reynir á ráðamenn, að þeir stökkvi út úr sjálfum sér og sjái úr fjarlægð brautina sem þeir halda eftir. Vissulega er þróunin sem Þor- björn lýsir ekki þeim að kenna, en með því að halda fast við þá stefnu að leggja skatt á íslenskar bækur að nýju, eru þeir ekki að sporna við henni, heldur í raun að ýta undir hana eins og þeim er framast unnt. Sjái þeir ekki að sér eftir að allar þessar staðreyndir eru komnar fram er ekki hægt að líta öðruvísi á en svo að þeir séu viljandi og vísvitandi að vinna bókmenningu þjóðarinnar tjón. Ekkert ástand getur réttlætt það. Eins og þeir vita sem hafa yndi af skáldskap getur verið undarlega gaman að lesa um persónur sem rata í ógæfu og gera síðan illt verra með hverri sinni athöfn. En slíkar hetjur eru best geymdar í bókum. Höfundur er útgáfusljóri Máls og menningar. Morgunblaðið/Signrgeir Jónasson Einangrunin rofin Vestmannaeyj um. I GÆR viðraði til flugs í Eyjum og voru um 400 farþegar fluttir flugleiðina milli lands og Eyja. Fjöldi fólks hafði verið veðurtepptur í Reykjavík frá því á sunnudag en einungis tókst að flytja hluta farþega sem þangað áttu pantað á mánudagsmorgun áður en þoka skall yfir og kom í veg fyrir flug. Um 100 ungmenni úr fram- haldsskólanum og handboltalið frá ÍBV sem höfðu beðið fars frá því á sunnudag komust heim í gærmorgun eftir öllu lengri viðdvöl á fastalandinu en áætlað var þegar lagt var af stað. Flugleiðir fluttu um 300 farþega í gær í 5 ferðum og íslandsflug fór 3 ferðir með nálægt 70 farþega. Þá voni leiguvélar í flutningum með fólk og mjólk milli lands og Eyja. Á myndinni eru tvær Fokker vélar Flugleiða og Domier vél íslandsflugs á planinu við Flug- stöðina í Eyjum í gærmorgun. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.