Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRUAR 1993 23 Nefnd fjallar um norðanverða Vestfirði Finni leiðir til að nýta aflaheim- ildir sem best ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja á laggirnar nefnd, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem verði eins konar bjargráðanefnd sem fjalli um og geri tillögur um leiðir sem farnar verði hvað varðar byggðavanda norðanverðra Vestfjarða, meðal annars með tilliti til þess atvinnu- og byggðavanda sem upp er kominn í Bolungar- vík í kjölfar gjaldþrots Einars Guðfinnssonar hf. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mark- miðið með störfum nefndarinnar væri að gera tillögur sem stuðl- uðu að því að þær aflaheimildir, sem væru fyrir hendi á svæð- inu, nýttust sem best. Jóhanna sagði að lífeyrissjóðs- málum hefði verið þokað fram í tíð Jóns Baldvins sem fjármálaráð- herra en síðan hefði lítið gerst. „Lykillinn til að taka á því máli er fjármálaráðuneytið, þar er líf- eyrissjóðakerfið. Fólkið í landinu hefur gert kröfu til þess að tekið verði á þessum málum,“ sagði hún. Ágúst Einarsson prófessor sagði lífeyrismálin stærstu tíma- sprengju sem tifaði í íslensku efna- hagslífi. Mikill ójöfnuður ríkti á milli sjóðanna sem sumir byggju við opinbera ábyrgð meðan aðrir þyrftu að skerða lífeyrinn. Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra sagði að heilbrigðisráðu- neytið hefði samið tillögur á síð- asta ári um að lífeyrissjóðamál sem heyrðu bæði undir heilbrigðis- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið yrðu skoðuð í heild. Þær hafi hins vegar mætt andstöðu bæði í ríkis- stjórninni og í hópi þeirra verka- lýðsleiðtoga sem leitað var til. Yfirbygging Seðlabankans Jóhanna varði aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í ræðu sinni og sagði að engin ríkisstjórn hefði gert eins alvarlega tilraun og núverandi stjórn til að taka á efnahags- vandanum. Jóhanna sagði að skýringarinn- ar á hve illa gengi að ná niður vöxtum væri ekki síður að leita í bankakerfinu en ríkisfjármálun- um. Sagði hún skýringarinnar á háu vaxtastigi einnig að leita í afskriftum og útlánatöpum bank- anna vegna þátttöku þeirra í óarð- bærum og glæfralegum fjárfest- ingum. Sagði Jóhanna að ástæða væri til að gera úttekt á stöðu lánastofnana og leggja hlutlaust mat á réttmæti vaxtamismunar inn- og útlána. Einnig sagði hún ástæðu til að skoða hvort trygg veð væru að baki þeirri ábyrgð sem lánastofnanir hafa gengist í. Gagmýndi Jóhanna yfirbyggingu Seðlabankans sem hún sagði að þyrfti að taka í gegn og þar mætti spara verulegar fjárhæðir. Jafnaðarmenn í Evrópu missa völd Sighvatur Björgvinsson sagði að á síðustu tíu árum hefði framf- arasókn í efnahagsmálum hins vegar stöðvast og spurningin væri ekki lengur sú, hvernig ætti að veija verðmætunum, heldur hvernig mætti varðveita það sem til væri. Jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hefðu ekki getað risið und- ir þessu og því horfið frá áhrifum í hveiju landinu á fætur öðru. „Við eigum að læra af umhverfi okkar vegna þess, eins og formað- ur okkar hefur sagt; það sem ger- ist í nágrannalöndunum gerist líka hjá okkur, en bara svolítið seinna,“ sagði hann. Mestum hluta ræðu sinnar varði Sighvatur til að veija aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismál- um. Sagði hann að á síðustu tíu árum hefðu þessi útgjöld vaxið um sjö milljarða umfram vöxt þjóðar- tekna. Tíunda hver króna af öllu aflafé þjóðarinnar færi til að greiða kostnað við heilbrigðismál eftir tíu ár til viðbótar ef ekkert yrði að gert. Sagði hann að al- menningur á íslandi greiddi beint vegna heilbrigðismála um 13% af raunverulegum kostnaði heilbrigð- isþjónustunnar. Inn í þessari tölu fælist einnig kostnaður við líkams- rækt og heilsunámskeið. Lækkun vaxta Jón Baldvin Hannibalsson fjall- aði ítarlega um mikilvægi EES- samningsins fyrir íslenskt atvinnu- líf og vék síðan tali sínu að ríkis- fjármálum og skuldasöfnun sjáv- arútvegs og heimila. Árangurinn í ríkisfjármálum væri nokkur þótt ekki væri það mikið til að státa af. „Við höfum með erfiðismunum verið að reyna að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta,“ sagði Jón Baldvin. Sagði hann að ekki hefði þó enn tekist að keyra vexti niður á eðlilegt stig. Skýringin væri m.a. sú að bankakerfið sæti uppi með skuldug heimili og stórskuld- ugan sjávarútveg. Bankarnir þyrftu að leggja til hliðar til að mæta útlánatöpum. Sagði hann bankana reyna að auka vaxtamun- inn og þeir skirrðust ekki við að ganga lengra í að halda uppi vöxt- um en efnahagslegar forsendur væru fyrir. Málamiðlun í tvíhöfðanefnd Jón Baldvin fjallaði einnig um störf tvíhöfðanefndarinnar um mótun sjávarútvegsstefnu sem hann sagði að myndi skila niður- stöðu sinni fljótlega. „í tillögum tvíhöfðanefndarinnar er reynt að vinna að málamiðlun. Þessi sjóður á að standa undir öllum skuldbind- ingum við hagræðingarátak og skuldabyrði í sjávarútveginum sem er gert með því að leggja á þróunargjald, sem sumir vildu kalla veiðileyfagjald, og þar með hefur því verið forðað að þessi skuldabyrði lendi á almenningi í landinu. Við sjáum á næstu dögum hvort þetta tekst,“ sagði Jón Bald- vin. Skipt verði um ráðherrastóla Að loknum framsöguræðum ráðherranna urðu nokkrar umræð- ur á fundinum og kom fram gagn- rýni á tillögur tvíhöfðanefndarinn- ar um kvóta á smábáta og einnig var gagnrýnt að Alþýðuflokkurinn hefði ekki sinnt ýmsum mikilvæg- um málum að undanförnu sem flokkurinn hefði lengi barist fyrir. Magnús Nordal sagði að þegar í stað yrði að koma á fjármagns- tekjuskatti og væru engir tækni- legir örðugleikar á því. „Ég hefði viljað sjá ráðherra Alþýðuflokksins skipta um stóla á miðju kjörtíma- bili og láta til sín taka í öðrum ráðuneytum en þeir hafa gert fram til þessa,“ sagði hann. „Þessir aðilar, einn frá Lands- bankanum, einn frá Byggðastofn- un og einn frá forsætisráðuneyt- inu, eiga í sameiningu að taka upp viðræður við fyrirtækin og for- ráðamenn sveitarfélaga á svæð- inu, með það fyrir augum að stuðla að því að þær aflaheimildir sem eru til staðar, nýtist sem best á þessu svæði, norðanverðum Vest- fjörðum,“ sagði Davíð. Davíð sagði að nefndin myndi kanna með hvaða hætti ríkið gæti stuðlað að því að það markmið næðist, en á þessu stigi væri með öllu útilokað að segja til um það hvað kæmi út úr störfum bjarg- ráðanefndarinnar. Páll Arnór Pálsson, annar tveggja skiptastjóra þrotabús E.G., sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að fundur skiptastjóra með veðhöfunum, sem eiga veð í skipum þrotabúsins, yrði haldinn hér í Reykjavík síðdegis í dag. Þar yrði framtíð skipanna Heiðrúnar og Dagrúnar ákveðin, þ.e. hvort þau yrðu seld, boðin upp á nauð- ungaruppboði eða leigð út. Úttekt á bönkunum JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði á stjórnmálafundi Alþýðuflokksins að skýr- inga á háu vaxtastigi væri ekki síst að leita hjá bönkunum sjálfum og vill hún að gerð verði hlut- laus úttekt á stöðu lánastofnana og hversu trygg veð þær hafi fyrir lánveitingum. Jón Baldvin vísar á bug hugmyndum um erlenda lántöku Hagfræðileg heimska, ábyrgðarleysi og ósvífni JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðlierra sagði að ríkis- samningsins fyrir íslenskt atvinnu- stjórnin væri í stórum dráttum á réttri leið í efnahagsmálum líf og vék síðan tali sínu að ríkis- og batamerkin væru sýnileg á opnum stjórnmálafundi sem Al- fjármálúm og skuldasöfnun sjáv- þýðuflokkurinn boðaði til á Hótel Sögu á þriðjudagskvöldið. arútvegs og heimila. Árangurinn Sagði hann að falskenningar verkalýðsleiðtoga um að hægt 1 ríkisfjármálum væri nokkur þótt væri að bjarga málum með því að taka meiri erlend lán væri ekki vær' Það mikið til að státa af. hagfræðileg heimska, algjört ábyrgðarleysi og ósvífni í ljósi >>Við höfum með erfiðismunum ástandsins sém skapast hefði í Færeyjum. Jóhanna Sigúrðardótt- verið að reyna að skapa forsendur ir félagsmálaráðherra sagði að ekki yrði lengur undan því vik- |jr’r bækkun vaxta,“ sagði Jón ist að koma á fjármagnstekjuskatti og samræma lífeyrisréttindi Baldvin. Sagði hann að ekki hefði landsmanna. Hún sagði að aftur á móti yrði erfitt að koma lK) enn að keyra vexti mður báðum þessum málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. a e le^» ^ýjingm vær! x " tn o £311 O ri honrnbon+wl otnti nnni Kópavogur HVERFISSKIPULAG fyrir vesturbæ Kópavogs verður kynnt íbúum. Skipulag í vestur- bæ Kópavogs kynnt HVERFISSKIPULAG fyrir vesturbæinn í Kópavogi verður kynnt á fundi í Þinghólsskóla kl. 20.30 í kvöld. Sýning á skipulaginu hefur staðið yfir í Sundlaug Kópavogs frá 18. febrúar og stendur hún út mánuðinn. Að sögn Birgis Sigurðssonar hjá Bæjarskipulagi Kópa- vogs, gefst íbúum kost á að ræða um skipulagið á fundinum í kvöld og koma með athugasemdir og fyrirspurnir. Að sögn Birgis er hverfisskipu- lagið eins konar millistig milli bæj- arskipulags og deiliskipulags ein- stakra bæjarhluta. Hann segir að reynslan sýni að íbúar séu viljugri að láta skoðanir sínar í ljósi við kynningu hverfisskipulags en aðal- skipulags, enda standi það þeim nær. Varðveizla strandlengju Kársness Birgir segir að hverflsskipulagið taki til umferðarmála í vesturbæ Kópavogs, umhverfismála og skipu- lags byggðar. Einnig séu í því tekn- ir fyrir félags- og þjónustuþættir, náttúrufar og saga. Hverfisskipu- lagið eigi að verða leiðbeinandi þátt- ur við gerð deiliskipulags og fram- kvæmdaáætlana. Sem dæmi um þætti, sem tekið er á í hverfisskipulaginu, nefndi Birgir að þar væri rætt um hvernig varðveita ætti strandlengju Kárs- nessins, en fyrir höndum er að hætta að dæla skólpi út í Fossvog og Kópavog og leiða það í staðinn norður fyrir Seltjarnarnes og út í Faxaflóa. Þá nefndi hann að þáttur í umferðarátaki hefði verið að fá skólabörn til að merkja gönguleiðir sínar í skólann inn á bæjarkort. Þær hefðu síðan verið bornar saman við upplýsingar um helztu slysstaði í umferðinni og reynt að gera úrbæt- ur. Fundurinn í Þinghólsskóla i kvöld er öllum íbúum í vesturbæ Kópa- vogs opinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.