Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Minning
Jón Agnar Eggerts
son, Borgarnesi
Fæddur 15. janúar 1946
Dáinn 11. febrúar 1993
Jón Agnar Eggertsson er öllum
sem til hans þekktu harmdauði.
Hann var í næstum tvo áratugi
atorkusamur verkalýðsforingi í
Borgarfirði og í forystu Alþýðusam-
bandsins. Hygg ég að hjá honum
hafi forsjálni verið í fyrirrúmi fyrir
kappi á þeim vettvangi.
Jón Agnar vann einnig mjög að
öðrum framfaramálum í héraðinu,
en ég þakka sérstaklega stuðning
hans og Verkalýðsfélagsins við
Neytendafélag Borgarfjarðar. Hug-
ur hans til þess birtist margvíslega.
Neytendafélagið hefur afdrep fyrir
fundi sína í húsi verkalýðsfélaganna
í Borgamesi og nýtur þar ýmiskon-
ar fyrirgreiðslu. Og minnisstæðir
eru Qölsóttir fundir sem haldnir
voru í samvinnu félaganna í Hótel
Borgamesi um mál sem komu öllum
við og ræða þurfti. Þar var frum-
krafturinn Jóns Agnars. Vakti efni
þessara funda verðskuldaða at-
hygli.
Jón Agnar var kvæntur Ragn-
heiði Jóhannsdóttur kennara og
áttu þau tvö böm. Ragnheiður
starfar á Fræðsluskrifstofu Vestur-
lands og er jafnframt formaður
Neytendafélags Borgarfjarðar.
Neytendamál voru Jóni Agnari hug-
leikin en samstarf félaganna naut
þess auðvitað hve góðir vinir þau
hjónin vom. Einkahagi þeirra
þekkti ég lítið, en augljós var ein-
drægni þeirra um ijölskylduna,
gagnkvæmur stuðningur vegna fé-
lagsstarfanna og hin seinni árin í
baráttu við veikindi Jóns Agnars.
Ástvinum hans votta ég innilega
samúð.
Aðalsteinn Geirsson.
Það er grimmilega óréttlátt þeg-
ar fjölskyldumaður á besta aldri,
hæfur, virkur og framtakssamur
fellur frá. Það er sárt og erfitt að
skýra út fyrir ungum bömum að
pabbi sé dáinn.
Þó að Jón Agnar hafí vissulega
lengi átt við alvarlegan sjúkdóm að
stríða og margt hafí bent til þess
í veikindum hans síðastliðið ár að
stutt væri eftir, tókst mér að loka
augunum fyrir því að svo gæti far-
ið. Jón átti svo margt ógert og það
vora svo margir háðir návist hans.
Kynni okkar Jóns hófust í bam-
æsku. Ifyrstu minningamar era frá
því að ég dvaldist í nokkrar vikur
sumrin sem ég var sex og sjö ára
hjá frændfólki mínu á Bjargi. En
Heiða á Bjargi, mamma Jóns, er
afasystir mín. Alltaf var nokkur
samgangur á milli ijölskyldnanna
og við Nonni nánast jafnaldra þann-
ig að vinskapurinn hélst. Um leið
og ég minnist góðs félaga úr starf-
inu innan verkalýðshreyfingarinnar
sækir á söknuður vegna góðs vinar.
Bráðungur varð Jón Agnar for-
maður Verkalýðsfélags Borgamess.
Hann stóð sig ekki aðeins frábær-
lega sem forastumaður verkalýðs-
félags í hefðbundnum skilningi.
Hann kom á öflugra starfí en ann-
ars staðar þekkist. Jafnframt þvf
sem félagið er öðrum verkalýðsfé-
lögum hin trausta fyrirmynd í virku
starfí hefur Borgames og héraðið
allt notið framtaksins í fræðslu- og
útgáfustarfsemi. Þá hafa reglu-
bundnir þjóðmálafundir verkalýðs-
félagsins og neytendafélagsins
dregið fjölmenni að og lagt til efni
í fréttir og fréttatengda þætti út-
varps og sjónvarps.
Jón Agnar var enginn hávaða-
eða fyrirgangsmaður. Hann var
einn þeirra góðu verkamanna sem
allt gengur undan, en sjaldan sjást
taka á af afli. Hann kom því fram
sem hann vildi með mýkt og lagni.
Jón Agnar var skilvirkur og far-
sæll í starfí.
Jón Agnar var ekki aðeins virkur
á heimavelli. Frá 1976 sat hann í
miðstjóm ASÍ, frá 1980 sem kjörinn
gjaldkeri Alþýðusambandsins.
Hann sat í samninganefndum og
ótal nefndum öðrum. Þó að Jón
stæði fast á sínu var hann manna-
sættir, hugmyndaríkur, úrræðagóð-
ur og fundvís á sameiginlega fleti.
Það reyndist mér vel að leita ráða
hjá Jóni með ræðuskrif og undir-
búning umræðna.
Jón Agnar var einlægur fram-
sóknarmaður. Hann var einarður
vinstrisinni, en fyrirgangur og yfír-
boð Alþýðubandalagsins vora hon-
um lítt að skapi og Alþýðuflokkinn
taldi hann heldur valtan á sigling-
unni. Þegar í odda skarst á milli
Framsóknarflokksins og verkalýðs-
hreyfíngarinnar var valið hins vegar
ekki erfítt. Hjartalagið var þannig
að hann hlaut að fylgja hugsjón
hreyfíngarinnar. Þegar flokkurinn
villtist af leið stóð hann fast á sínu.
Stundum varð af nokkurt hark og
minnist ég þá sérstaklega vorsins
1978. Þó að Jón færi hvergi leynt
með flokkspólitíska skoðun sína
varð hann aldrei með réttu ásakað-
ur um þjónkun við sinn flokk.
Jón Ágnar var lipur ræðumaður
og honum var létt um að skrifa.
Hann þurfti því ekki að leita í smiðju
til annarra í því efni. Þó gerðist það
einu sinni að hann hringdi í mig
og sagðist í vandræðum með leiða-
raskrif í Borgfírðing. Hann væri
hálf lasinn og illa upp lagður.
„Sýndu nú að þú getir verið til
gagns,“ sagði hann, „og skrifaðu
fyrir mig uppkast að leiðara um
stöðu samvinnuhreyfíngarinnar."
Ég skrifaði uppkastið. Þegar ég
hitti Jón stuttu seinna hló hann
mikið. „Ég snurfusaði þetta aðeins
og lét það bara flakka og nú er ég
skammaður um allt héraðið fyrir
framsóknaráróðurinn í leiðara
Borgfírðings. Það hefur aldrei kom-
ið fyrir áður.“ Ekki bað hann mig
aftur að gera uppkast að leiðara
og ekki mun hann síðar hafa verið
ásakaður fyrir að nota leiðaraskrif-
in í flokkspólitískum tiigangi.
Við sem nutum samstarfsins við
Jón Agnar innan verkalýðshreyf-
ingarinnar minnumst þess með
þakklæti. Þar fór verkmaður sem
skilaði heilladijúgum árangri. Enn
frekar sækir þó á mig söknuður
vegna frænda míns og vinar.
Ragnheiður. Ég og fjölskylda
mín öll sendum þér og drengjunum,
Heiðu og frændfólkinu öllu samúð-
arkveðjur. Ég kann engin ráð gagn-
vart óréttlæti lífsins, en ég er þess
fullviss að minningin um góðan
dreng gefur ykkur styrk á þessari
erfíðu stundu.
Ásmundur Stefánsson,
fyrrverandi forseti ASÍ.
Látinn er Jón Agnar Eggertsson,
langt fyrir aldur fram.
Það era víst komin um og yfír
20 ár síðan við Jón kynntumst. Það
var á vettvangi Framsóknarflokks-
ins þegar við voram bæði ung og
upprennandi. Síðar fékk ég þá flugu
í höfuðið að reyna að verða þing-
maður og í Borgamesi myndaðist
merkilega stór og harður hópur sem
studdi þá áætlun mína. Þar var
Jón, óþreytandi að stappa stálinu í
frambjóðandann sem óneitanlega
var tálsvert óreynd í hlutverkinu.
Jón var ákaflega góður félagi og
reyndur í félagsmálum þá þegar.
Starfaði ötullega með framsóknar-
mönnum í Borgamesi og á Vestur-
landi.
Mér er það ákaflega minnisstætt
að í prófkjörsslagnum einu sinni var
ég stödd í Borgamesi, en var á leið
á fund að mig minnir í Logalandi.
Þetta var að haustlagi og gekk á
með dimmum éljum og var talsverð
hálka. Þama keyrðu frambjóðendur
á milli funda, hver á sínum bíl í
halarunu. Jóni Agnari fannst þetta
vera alveg út í hött og satt að segja
aftók að ég færi ein. Svo að hann
ók mér sjálfur og sagði mér sögur
alla leiðina til að ég yrði ekki svo
mjög skelkuð. Og kom mér aftur
heilli á húfí í Borgames að kvöldi.
Ónefnd era svo störf hans fyrir
verkalýðshreyfínguna, en þar
reyndist hann góður liðsmaður eins
og vænta mátti. Kunna aðrir þá
sögu betur.
Okkar samband var ekki mikið
seinni ár, en höfðum það fyrir sið
að tala saman í síma svona tvisvar
á ári. Það var alltaf eins og við
hefðum talað saman í gær.
Ég vil með þessum fáu orðum
kveðja góðan félaga sem átti svo
mikið eftir að starfa. Átti eftir að
sjá drengina sína vaxa og dafna.
Ég votta þeim og eftirlifandi konu
Jóns ásamt móður hans og aðstand-
endum öllum samúð mína og
hryggð.
Dagbjört Höskuldsdóttir,
Grundarfirði.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Jón Agnar Eggertsson, formaður
Verkalýðsfélags Borgamess. Með
honum er genginn traustur og far-
sæll leiðtogi og góður félagi.
Á kveðjustund viljum við verslun-
armenn þakka samfylgdina og sam-
starfíð á liðnum áram. Fyrir 20
áram hófst náið samstarf stéttarfé-
laganna í Borgamesi, þegar ráðist
var í kaup á húsnæði fyrir starfsemi
þeirra í Gunnlaugsgötu 1, en húsið
var nefnt Snorrabúð. Þetta gjör-
breytti allri aðstöðu félaganna og
gerði þeim kleift að ráða starfs-
mann til að annast daglegan rekst-
ur. Árið 1974 var Jón kjörinn for-
maður verkalýðsfélagsins og gegndi
því starfí til dauðadags. Sama ár
var hann kjörinn í sveitarstjóm og
sat þar í þrjú kjörtímabil, eða 12
ár. Störf sín rækti hann af mikilli
samviskusemi og áhuga og í störf-
um sínum að verkalýðsmálum fór
saman bæði vinna og áhugamál sem
óneitanlega er mikill kostur. Mál-
efni neytenda vora honum ofarlega
í huga og átti hann stóran þátt í
að Neytendafélagi Borgarfjarðar
var komið á legg.
Ég átti þess kost nokkrum sinn-
um að sitja samningafundi með
Jóni fyrir hönd okkar stéttarfélaga.
Hann var ákveðinn og fylginn sín-
um málstað, en um leið sáttfús
þegar ásættanlegar niðurstöður
vora í sjónmáli. Það var greinilegt
að hér fór maður með gífurlega
reynslu af samningamálum og það
var lærdómsríkt að starfa við hlið
hans á þeim vettvangi. Jón ræddi
oft nauðsyn þess að sameina stétt-
arfélögin í Borgamesi í eitt öflugt
félag. í nóvember sl. samþykkti
félagsfundur í Verslunarmannafé-
lagi Borgamess að óska eftir við-
ræðum við verkalýðsfélagið og
ræða kosti og galla sameiningar.
Því miður gátu þær viðræður ekki
hafíst eins og að var stefnt, en það
væri verðugt verkefni að heiðra
minningu Jóns Agnars Eggertsson-
ar með því að láta draum hans verða
að veruleika.
Lífsstarf hans helgaðist að því
að búa betur í haginn fyrir borg-
fírskt verkafólk, skapa því betri
kjör, bættan aðbúnað, betri mennt-
un og að það gæti eytt frítíma sín-
um í skapandi verkefni. Hann var
óhræddur við að fara inn á nýjar
brautir ef það mátti verða til að
styrkja granninn undir árangursríkt
félagsstarf. Atvinnumálin vora hon-
um ofarlega í huga og það tók á
hann að horfa upp á vaxandi at-
vinnuleysi, sem ekki síst bitnaði á
hans fólki. Hann ræddi atvinnumál-
in oft við okkur sveitarstjórnarmenn
og kom á framfæri hugmyndum
sín'um, er mættu verða til þess að
skapa fleiri störf. Við þökkum hon-
um óeigingjamt starf í okkar þágu,
því það var fyrst og síðast velferð
samferðafólksins sem hann bar fyr-
ir bijósti, en ekki eigin metorð.
Borgames hefur misst mætan
son, sem með störfum sínum hefur
lagt dijúga skerf til uppbyggingar
sveitarfélagsins.
Ég votta fjölskyldu Jóns dýpstu
samúð. Ég bið Guð að gcfa eigin-
konu og sonum styrk á kveðju-
stund. Blessuð sé minning hans.
Eyjólfur T. Geirsson.
í dag er kvaddur einn ötulasti
og traustasti verkalýðsforastumað-
ur landsins, Jón Agnar Eggertsson,
aðeins 47 ára gamall. Andlát hans
er mikið áfall. Við vissum að Jón
barðist síðustu árin við illkynja
sjúkdóm sem lagðist með ofurþunga
á hann. En svo oft hafði hann unn-
ið baráttuna við vágestinn að í
lengstu lög trúðum við því og von-
uðum að hin mikla bjartsýrti hans
og þrautseigja væra dauðanum
sterkari, mennirnir álykta en Guð
ræður.
Jón Agnar var fæddur að Bjargi
í Borgarnesi hinn 5. janúar 1946,
sonur merkishjónanna Aðalheiðar
Jónsdóttur og Eggerts Guðmunds-
sonar er þar bjuggu í áratugi og
komu víða við til góðra verka í
uppbyggingu Borgamesbæjar.
Eggert faðir Jóns lést 1979 en
Aðalheiður lifír son sinn. Jón Agnar
var yngstur 5 systkina.
Jón Agnar var ekki gamall þegar
samborgarar hans fóra að treysta
honum fyrir ýmsum trúnaðarstörf-
um og þrátt fyrir að Jón væri að
eðlisfari hlédrægur og langt frá því
að ota sér fram, þá fundu menn
að hann var eldhugi sem átti sér
hugsjónir og hafði vit og vilja tl að
framkvæma þær, aldrei með bram-
bolti og hávaða heldur elju, yfírveg-
un og fyrst og fremst næmum skiln-
ingi og þekkingu á kjöram fólksins
i kringum hann.
Hann sýndi það með lífí sínu og
starfí að það þarf ekki langar og
háværar ræður til að ná árangri á
sviði félagsmála. Málflutningur
Jóns Agnars vakti hvívetna athygli
fyrir hógværð og rökfestu, en
hnitmiðuð markmið leyndu sér aldr-
ei í máli hans. Hann var sannur í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur,
sagði fátt en framkvæmdi því
meira.
Fyrir Framsóknarflokkinn vann
hann mikið og óeigingjamt starf
bæði sem miðstjórnarmaður til
margra ára og fulltrúi flokksins á
ýmsum vettvangi, einkum á sviði
verkalýðsmála. Hann var hrepps-
nefndarmaður í Borgamesi á áran-
um 1974-1986 fyrir Framsóknar-
flokkinn og þar sem annars staðar
munaði um vérkin hans. Hann hafði
mikið persónulegt fylgi sem skilaði
sér jafnan þegar talið var upp úr
kjörkössunum. Sama ár og hann
28 ára gamall tók sæti í hrepps-
nefnd var hann kjörinn formaður
Verkalýðsfélags Borgamess og
gegndi því starfi til dauðadags.
Jón Agnar var enginn venjulegur
foringi í verkalýðsfélagi, enda sýna
verkin merkin. Hann byggði upp
öflugt félagsstarf þannig að hús
Verkalýðfélagsins, sem hann hafði
forgöngu um að félagið eignaðist,
Félagsbær, iðar af lífi og starfi alla
daga. Jákvæður baráttuvilji Jóns
Agnars sveif yfír vötnum og sífellt
vora nýjar og nýjar hugmyndir að
vakna, stofnað var tii nýrra upp-
byggjandi námskeiða sem komið
gætu umbjóðendum hans til góða.
Hann byggði upp fastar hefðir varð-
andi 1. maí hátíðarhöld í Borgar-
nesi þar sem þátttaka er langt
umfram það sem menn eiga að
venjast. Þar fléttaði hann á snilldar-
legan hátt saman menningarvið-
burðum og verkalýðsbaráttu. Hin
almenna þátttaka í hátíðarhöldum
dagsins er fyrst og fremst að þakka
þeim einstaka hæfileika Jóns Agn-
ars að fá fólk til að vinna með sér.
Það var ekki aðeins á heimaslóð
sem Jón Agnar vann. Hann gegndi
mörgum veigamiklum störfum fyrir
Alþýðusamband íslands og var þar
sem annars satðar virtur og vel
látinn. Hann var einn af framkvöðl-
um útgáfu héraðsfréttablaðsins
Borgfírðings sem komið hefur út
allt frá árinu 1987 og er einstak-
lega myndarlegt blað, eitt síðasta
verk hans var að fara yfir nýútkom-
ið blað og leggja drög að því næsta.
Þá var hann orðinn mjög veikur.
En eljan og áhuginn éntust honum
til síðustu stundar.
Neytendamál lét hann mikið til
sín taka og bryddaði upp á nýjung-
um varðandi samvinnu neytendafé-
lagsins og verkalýðsfélags í Borgar-
nesi, sem síðan var forskrift fyrir
starfsemi annarra verkalýðsfélaga.
Ég hef aðeins talið fátt eitt upp
af verkum Jóns Agnars, en hann
hefur komið víða við og hvarvetna
skilur hann eftir sig störf sem varða
veginn til framtíðar. Ég sem þessar
línur rita ræddi oft við Jón um erf-
ið viðfangsefni. Ég fór alltaf bjart-
sýnni af hans fundi. Það var mann-
bætandi að vera í návist hans. Hann
var ráðhollur og réttsýnn. Ég heyrði
hann aldrei leggja slæmt orð til
nokkurs manns, en umburðarlyndi
hans var ávallt viðbragðið. Þegar
ég hugsa til hans verður mér minn-
isstæðust ró hans og festa. Þessir
tveir eðliskostir gerðu honum kleift
að sigrast á hverri þrautinni eftir
annarri.
Síðastliðin 10 ár hefur hann átt
traustan lífsföranaut, Ragnheiði
Jóhannsdóttur kennara. Saman
eignuðust þau tvo sólargeisla, Egg-
ert Sólberg, 8 ára, og Magnús Elv-
ar, 6 ára. Það er erfítt fyrir svo
unga drengi að skilja hvers vegna
pabbi fær ekki lengur að vera hjá
þeim, en þeir eiga fagrar minningar
um góðan föður. Þegar ég mætti
Jóni Agnari nýorðnum föður í fyrsta
sinn þá sá ég hann kátastan. Hann
geislaði af hamingju og þrátt fyrir
það að hann hafði oft staðið frammi
fyrir margs konar viðurkenningum
fyrir störf sín kom ekkert í staðinn
fyrir þá miklu hamingju að eiga
góða konu og mannvænlega sjmi.
Ég hef fylgst með því úr fjarlægð
hversu vel Ragnheiður hefur reynst
manni sínum í langri og strangri
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún
stóð ávallt sem klettur. Henni og
drengjunum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur, einnig aldr-
aðri móður og systkinum.
Gott mannorð er gulli betra.
Mannorð Jóns Agnars var gott.
Hann átti traust og virðingu sam-
ferðamanna sinna. Framsóknar-
menn á Vesturlandi þakka Jóni
Agnari öll hans störf, góða leiðsögn
og þau jákvæðu áhrif sem frá hon-
um streymdu. Megi líf hans og störf
vera öðram hvatning til góðra
verka.
Guð styðji og styrki ástvini hans
alla.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Agnar Eggertsson, formaður
Verkalýðsfélags Borgamess, er
fallinn frá, langt um aldur fram,
aðeins 47 ára að aldri. Minningar
koma upp í hugann um samskipti
liðinna ára, minningar sem lýsa
smitandi eldmóði og félagslegum
áhuga Jóns Agnars sem einkenndu
allt hans líf. Eitt það fyrsta sem
Jón Agnar benti mér á, þegar hon-
um fannst ég treg til að koma á
fund upp í Borgames, var að það
væri jafnlangt frá Reykjavík til
Borgamess og frá Borgamesi til
Reykjavíkur. Upp frá því setti ég
ekki fjarlægðina fyrir mig. Þau
vora ófá símtölin sem við áttum,
þar sem hann hvatti og leiðbeindi
um verkefnin hér á skrifstofu Al-
-þýðusambandsins, en flest erindin
vora tengd réttindamálum launa-
fólks í Borgarnesi.
Vfst er að Jón Agnar var meira
en venjulegur formaður í félagi. Til
hans leitaði fólk með hin margvís-
legustu vandamál og allra vanda
vildi Jón leysa. Eitt síðasta samtal-
ið sem við áttum nú um áramót
tengdust rétti félagsmanns á slysa-
bótum, en þá var Jón sjálfur orðinn
mjög veikur og hafði aðeins litið inn
á skrifstofuna. Jón Agnar var snjall
/