Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 KÖRFUBOLTl || SKÍÐl / HM í NORRÆNUM GREINUM Suns vann Spursí toppslag PHOENIX Suns sigraði San Antonio Spurs á útivelli, 105:103, í uppgjöri bestu liða vesturdeildar í IMBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Liðin mættust í San Antonio og telja spekingar að leikmenn Phoenix hafi undirstrikað með sigrinum að þeir skipi nú besta lið deild- arinnar. Suns státar nú af besta árangrinum í deildinni í vetur, Spurs féll niður í þriðja sæti við tapið en New York Knicks, sem sigraði Minne- sota, er annað í röðinni og efst í austurdeildinni. Charles Barkley var í aðalhlut- verki hjá Phoenix sem fyrr. Gerði 29 stig og hirti 12 fráköst og Tom Chambers gerði 20 stig. Þetta var 14. sigur Phoenix í 16 leikjum. David Robinson gerði 35 stig og tók 11 fráköst fyrir Spurs. Liðið hafði unnið 15 leiki í röð á heima- 'Velli, þar til Barkley og félagar komu í heimsókn. Phoenix er lang efst í Kyrrahafsr- iðlinum, hefur unnið 39 leiki en tap- að 10. San Antonio hefur unnið 34 leiki en tapað 16, og er efst í mið- vesturriðli. Liðið, sem bytjaði illa, hefur unnið 24 leiki en aðeins tapað 5 síðan John Lucas tók við þjálfun- inni. Þar af eru tvö töp gegn Phoen- ix. Stjömuleikurinn fór fram í Salt Lake City, á heimavelli Utah Jazz við miklar vinsældir heimamanna, en áhangendur Utah-iiðsins komu hressilega niður á jörðina er Hous- ton Rockets kom í heimsókn. Hake- em Olajuwon fór á kostum í liði gestanna, sem tóku andstæðingana í kennslustund og sigruðu 105:78. Olajuwon gerði 24 stig. Karl Malone, sem kjörinn var besti maður Stjömuleiksins ásamt samheijan sínum John Stockton, gerði 18 stig fyrir Utah. Liðinu gekk best allra liða á heimavelli síð- asta keppnistímabil — vann 37 leiki en tapaði fjórum — en nú em sam- svarandi tölur 18-8. Shaquille O’Neal gerði 28 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot er .Orlando Magic sigraði Portland 125:107 á heimavelli. Scott Skiles gerði 23 stig fyrir Orlando og átti 11 stoðsendingar. Cliff Robinson var stigahæstur í liði Portland með 2-3 stig. Patrick Ewing gerði 23 stig fyrir Knicks og John Starks 20 er liðið vann Minnesota, 95:91, á heima- velli í New York. Michael Jordan gerði 34 stig er Chicago vann Milwaukee 99:95 á heimavelli, þar af tíu í síðasta fjórð- ungi þegar allt var í járnum. Mark Price, 3-ja stiga kóngurinn frá því um Stjörnuleiks-helgina, gerði 29 stig fyrir Cavaliers er liðið vann Miami 102:100. Dominique Wilkins var í miklum ham þegar Atlanta vann Washing- ton 109:94. Hann gerði 31 stig og tók mikið af fráköstum. Ron Harper var stigahæstur í LA Clippers-liðinu þegar það sigraði Sacramento 123:116. Harper gerði 25 stig og Danny Manning gerði 19 stig þegar Clippers vann sinn fjórða leik í röð. Örmagna - en nældi í gullið Reuter Norðmaðurinn Bjöm Dæhlie féll örmagna til jarðar eftir að hann kom í markið samhliða Vladímir Smírnov. En hann var fljótur að jafna sig og hampaði gull- inu skömmu síðar. Vona ad hann verði áfram vinur minn - sagði Björn Dæhlie, sem var aðeins sjónarmun á undan Vladímír Smírnov BJÖRN Dæhlie frá Noregi sigr- aði í tvíkeppni í göngu í gær- morgun, var sjónarmun á undan Vladímír Smírnov frá Kazakhst- an og vann þar með fimmtu gullverðlaun Norðmanna á heimsmeistaramótinu í Falun í Svíþjóð. „Ég var undrandi á styrk Vladímírs. Ég vona að hann verði áfram vinur minn þrátt fyrir þetta og ég yrði mjög ánægður ef hann gæti borðað með okkur í kvöld og smakkað norskan mat,“ sagði Dæhlie eft- ir sigurinn. Dæhlie og Smímov tóku fljótlega forystuna í 15 km göngunni og háðu mikið einvígi. Þeir skiptust á um að hafa forystu, en Smímov þó oftar sérstaklega upp brekkurnar en Dæhlie náði honum á rennslinu og fylgdi eins skugginn. Þegar 200 metrar voru eftir í markið hófst mikið kapphlaup. Dæhlie komst upp að hlið Smírnovs, þeir komu samsíða í markið og var Smírnov sagður sig- urvegari í fyrstu, en eftir að dómar- ar höfðu skoðað myndband var Dæhlie dæmdur sigurvegari, sjónar- mun á undan. „Ég er í sjöunda himni með sigur- inn en ég skil vel að það er ekki auðvelt að tapa á þennan hátt eins og Vladímír," sagði Dæhlie, sem vann þrenn gullverðlaun og ein silf- urverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. „Þetta var tvísýnt en ég vissi að ég yrði að hanga í honum ef ég ætti að eiga möguleika. Hugmyndin var að ganga fast á hæla hans þar til 200 metrar voru eftir og taka það síðan. En ég var mjög þreyttur og Reuter Verdlaunahafarnir Þrír efstu menn í göngutvíkeppninni; frá vinstri: Vladímir Smírnov frá Kaz- akhstan, sem hreppti silfur, Normaðurinn Björn Dæhlie sem vann gullverðlaun og bronsverðlaunahafinn Silvio Fauner frá Ítalíu. ekki alveg í jafnvægi og þetta var mun erfiðara en ég bjóst við,“ sagði Dæhlie. Smírnov, sem vann bronsverð- launin í 30 km göngunni og silfur í 10 km göngunni, sá nafnið sitt efst á tímatöflunni er hann kom í mark- ið og fagnaði sigri. „Þeir sögðu að ég hefði unnið. Eg sagði við sjálfan mig „Ég er heimsmeistari“ en síðan breyttist það. Ég var reiður í fyrstu en nú hef ég jafnað mig. Svona eru íþróttirnar, það er ekki hægt að deila gullinu með öðrum og það var Björn sem vann í dag,“ sagði Smírnov, sem býr og æfir í Svíþjóð. Hann var vel studdur af sænskum áhorfendum sem vilja eigna sér hann að hluta því enginn sænskur göngu- maður var í toppbaráttunni. Það var einnig mikil keppni um bronsverðlaunin milli Norðmannsins Vegard Ulvang og Silvio Fauner frá Ítalíu. Ulvang var í þriðja sæti lengst af-í göngunni, en ítalinn sem var ræstur af stað númer 6, saxaði jafnt og þétt á forskotið og fór framúr þegar nokkrir metrar voru eftir í markið og tryggði sér bronsið. Norðmaðurinn Sture Sivertsen, sem sigraði svo óvænt í 10 km göngunni og fór því fyrstur af stað í gær, dróst flótlega aftur úr og var ekki að meðal tíu fyrstu. HANDKNATTLEIKUR Bodö vill Sigurð sem þjálfara Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, er efstur á lista yfir þá sem norska hand- knattleiksliðið Bodö hefur áhuga á að fá sem þjálfara næsta keppn- istímabil. Formlegar viðræður hafa rekki enn farið fram, en stefnt er að þeim fljótlega. Gylfi Birgisson, fyrrum leikmaður ÍBV, leikur með Bodö. Bodö er efst í 2. deild og í norsk- um blöðum er því slegið föstu að liðið leiki í 1. deild næsta tímabil. Dag Vidar Halmstad, þjálfari þess, sem lék 150 landsleiki með norska landsliðinu, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta að loknu yfirstand- andi tímabili og hefur félagið sýnt áhuga á þremur þjálfurum, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Sigurður þar efstur á blaði. Aðspurður sagðist Sigurður vita af áhuga norska félagsins, en for- svarsmenn þess hefðu ekki sjálfir haft samband og því gæti hann ekki sagt neitt um málið að svo stöddu. „Ég hef um allt annað að hugsa. Ég er samningsbundinn hérna í Eyjum og efst á baugi er að einbeita mér að verkefninu hérna,“ sagði Sigurður. Daníel upp um 18sæti DANÍEL Jakobsson fór upp um 18 sæti ítvíkeppninni í gær en þá var keppt í 15 km göngu með frjálsri að- ferð. Hann var 8,6% á eftir sigurvegaranum, Birni Dæ- hlie frá Noregi. Daníel sagðist í samtali við Morgunblaðið vera nokk- uð ánægður með árangurinn ( gær. Hann var með 52. besta tímann f 15 km göngunni, en það er samanlagður árangur úr 10 og 15 km göngunni sem telur í tvíkeppninni og þar end- aði hann í 67. sæti. „Gangan var nokkuð erfið en þó ekki eins erfið og ég bjóst við. En það var þröngt í braut- inni á kölfum og maður varð þá að olnboga sig áfram. Ég datt í brekku þegar ég átti tvo kílómetra eftir og missti þá þrjá keppendur framúr mér, en náði einum þeirra aftur. Ég er sáttur við frammistöðuna og hún lofar góðu fyrir heims- meistaramót unglinga sem hefst í Tékkóslóvakíu í næstu viku,“ sagði Daníel. Tími Daníels í samanlagðri göngu (10 + 15 km) var 1.08,25 klst. en tíminn í 15 km í gær var 39,56 mín. Sigurgeir Svavarsson fór upp um þrjú sæti og endaði í 88. sæti. Tími hans var 1.12,49 klst. en 43,55 í 15 km göngunni í gær. Hann sagðist vera sáttur við árang- urinn í 10 km göngunni en ekki í göngunni í gær. Hann sagði rennslið hafa verið frekar lélegt. Haukur Eiríksson hafn- að í 91. sæti á 1.13,59 klst., en hann gekk 15 km í gær á 44,13 mínútum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.