Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Algengustu tegundir krabbameins í bömum eftirJónR. Kristinsson Krabbamein er sjaldgæfur sjúk- dómur hjá börnum. Árlega greinast hér á landi að meðaltali 8-9 börn á aldrinum 15 ára og yngri með krabbamein. Tíðni er svipuð og á öðrum Vesturlöndum eða um það bil 14 ný tilfelli af 100 þúsund börnum ár hvert. Þó þessi sjúk- dómaflokkur sé fátíður þá er dánar- tíðni hlutfallslega há miðað við aðra sjúkdóma hjá bömum. Krabbamein hjá börnum eru um margt ólík krabbameinum hjá full- orðnum. Þannig þekkjast sumar tegundir krabbameina hjá fullorðn- um varla hjá bömum eins og t.d. maga- og lungnakrabbamein. Aðrir illkynja sjúkdómar sem finnast hjá bömum em aftur á móti nær óþekktir hjá fullorðnum og má þar nefna taugakímsæxli (neuroblast- Oma) og nýrnaæxli (Wilms æxli). Um orsakir krabbamejna hjá bömum er afar lítið vitað. í undan- tekningartilfellum geta erfðir skipt máli. Umhverfisþættir geta haft þýðingu. Þekkt er að kjarnorku- sprengjur sem féllu á Japan í síð- ari heimsstyijöldinni orsökuðu aukningu á hvítblæðistilfellum. Meðferð krabbameina er marg- þætt og nauðsynlegt er að hún fari fram þar sem sérþekking og fullkomin aðstaða til meðferðar er fyrir hendi. Meðferð beinist að því að eyða æxlisvef með skurðaðgerð- um, lyflum og geislum, allt eftir því sem við á hveiju sinni. Stöðugt er verið að þróa og bæta þessar helstu aðferðir við að eyða æxli- svefnum. Öll stuðningsmeðferð er einnig mjög sérhæfð þar sem unnið er að því að bæta almennt ástand sjúklingsins, bæði andlegt og lík- amlegt. Algengasta krabbameinið hjá börnum er hvítblæði (Leukaemia) sem er samheiti krabbameina sem upprunnin eru í beinmerg. Árlega veikjast að meðaltali tæplega 3 börn á Islandi af hvítblæði og er þessi tegund (flokkur) um þriðjung- ur af öllum illkynja sjúkdómum í börnum. Hjá tæplega 90% barn- anna er um bráða eitilfrumu-hvítbl- æði að ræða. Algengast er að þau veikist á aldrinum 2-5 ára. Tíðni sjúkdómsins er mjög svipuð og í nágrannalöndunum og fjöldi nýrra tilfella hefur hvorki aukist né minnkað á síðustu áratugum. Or- sakir eru að mestu óþekktar., Erfð- ir virðast ekki skipta máli. Áhrif umhverfis eru einnig óþekkt og enda þótt enginn einn umhverfis- þáttur hafí afgerandi þýðingu geta þeir samt skipt máli. Átómsprengj- urnar í Japan í seinni heimsstyijöld- inni juku tíðni hvítblæðis hjá þeim sem urðu fyrir geislun. Einkenni sjúkdómsins eru margvísleg, fölvi, marblettir, lystarleysi og slen, lang- vinn þreyta, hitavella, beinverkir og eitlastækkanir. Sjúkdómsgreining byggist fyrst og fremst á blóð- og beinmergs- rannsóknum. Ef mikið finnst af óþroskuðum, afbrigðilegum hvítum blóðfrumum (blöstum) staðfestist sjúkdómsgreiningin. Meðferð hvítblæðis er margþætt og flókin. Þegar greining liggur fyrir þarf að meta margvíslega áhættuþætti og kanna hversu al- varlegt hvítblæðið er. Venja er að flokka það niður í nokkra áhættuflokka s.s. minnstu áhættu, meðal áhættu og mikla áhættu. Eftir þessu mati er síðan meðferð ákveðin, sem byggist nær eingöngu á lyfjagjöf en í einstaka tilvikum einnig geislun. Lyfjameð- ferð stendur yfir i 2-3 ár. Margir fylgikvillar koma í kjölfar meðferð- arinnar, s.s. blóðleysi, sýkingar- hætta, ógleði, uppköst og hármiss- ir. Auk hinna ýmsu aukaverkana lyijanna eru oft á tíðum langar og strangar sjúkrahúslegur og með- ferðin öll er barninu og aðstandend- um þess erfið. Það er þó engum vafa undirorpið að sjúkdóminn á að meðhöndla. Með lyfjameðferð hreinsast mergurinn hjá langflest- um sjúklingum á nokkrum vikum. í flestum tilvikum verður barnið frískt og heilbrigt um alla framtíð og af þessu tækifæri má barnið ekki missa. Aðrar tegundir krabbameina hjá börnum eru sjaldgæfari og er þar um að ræða krabbameinsæxli af ýmsum vefjagerðurn. Algengast af s.k. föstum æxlum er krabbamein í miðtaugakerfi (heila- og mænu). Æxli í miðtaugakerfi er næst al- gengasta krabbameinið hjá börn- um. Á íslandi greinast að meðal- tali 2 börn á ári hveiju með æxli i miðtaugakerfi. Tegundir heila- æxla eru margar og oftar upprunn- ar úr stoðfrumum heilans en tauga- frumum. Sjúkdómseinkenni fara nokkuð eftir því hvar æxlið er stað- sett. Helstu einkenni eru höfuð- verkur, uppköst, krampar og skyn- truflanir. Greining byggist á rann- sóknum með svokallaðri tölvusneið- myndarannsókn og segulómrann- sókn. Meðferð við heilaæxli byggist aðallega á skurðaðgerðum, stund- um er hægt að nema æxlið á brott að fullu og án þess að valda skaða á nærliggjandi taugavef. í sumum tilfellum þarf einnig að beita geislun og krabbameins- lyfjum. Eins og við svo mörg önnur æxli byggjast lífslíkur á staðsetn- ingu og gerð æxlisins. Um það bil helmingur barnanna Iæknast. Taugakímsæxli (neuroblastoma) er illkynja æxli útgengið frá sjálf- virka (sympatiska) taugakerfinu sem liggur meðfram hryggnum. Mikilvægur hluti þessa kerfis er nýrnahettur og flest neuroblastoma eiga upptök sín í nýrnahettumergn- um (nýrnahettuæxli). Tíðni þessara krabbameina er um það bil 7-8% af illkynja sjúkdómum hjá börnum. Einkenni fara eftir útbreiðslu sjúk- dómsins. Stundum eru almenn ein- Til eigenda h 1 u t d e i 1 d a r s k í r t e i n a í V e r ð b r é f a s j ó ð u m VÍB hf., Sjóði 3, Sjóði 4 og S j ó ð i 10. TILKYNNING UM BREYTINGAR A SAMÞYKKTUM VERÐBRÉFASJÓÐA VÍB HF. í samræini við 18. grcin laga nr. 20/1989 tilkynnist hér jncð að samþvkklum \'crðhicIasjóða\TB hl. hcfurvcriðhrcylt áþann vcgað frá og mcð 1. mars 1993 munu Sjóður 3 og Sjóður 4 samcinast Sjóði 1. jafnframt mun Sjóður 10 samcinast Sjóði 7 frá sama tíma að tclja. Wrðhrcfamarkaður íslaiulshanka hf. Bjórn Jónsson sjóðsstjóri VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Jón R. Kristinsson „Algengasta krabba- meinið hjá börnum er hvítblæði (Leukaemia) sem er samheiti krabbameina sem upp- runnin eru í beinmerg.“ kenni eins og við hvítblæði, stund- um fyrirferðaraukning í kvið. Greining byggist á röntgenrann- sóknum, tölvusneiðmynd og óm- skoðun af kviðarholi svo og mæl- ingu á ákveðnum efnum í þvagi sem slík æxli mynda. Meðferð er skurðaðgerð, geislun og lyfjameð- ferð. Bestu horfur eru hjá yngstu börnunum sem veikjast innan við 1-1V2 árs aldur. Horfur eru yfirleitt ekki góðar hjá eldri börnum þar sem sjúkdómurinn hefur oft dreift sér verulega fyrir greiningu. Nýrnaæxli (Wilms) er illkynja æxli í nýrum. Tíðni þessa krabba- meins er svipuð og taugakímsæxlis eða um 7% af illkynja sjúkdómum. Þetta krabbamein er oftast hjá ungum börnum, 2-4 ára, og grein- ist oft vegna fyrirferðar í kviðar- holi og er staðfest með röntgen- rannsókn og ómskoðun af nýrum. Börnin fá krabbameinslyf, venju- ga fyrir og eftir skurðaðgerð. kurðaðgerð er alltaf nauðsynleg. 'leð því að gefa fyrst krabbameins- yf rýrnar æxlið og er þá auðveld- ara að nema það á brott. Oftast er hið sjúka nýra tekið en líkaman- um dugar vel eitt nýra: Stundum þarf einnig að gefa geislameðferð ef æxlið hefur vaxið út fyrir nýrað. Horfur eru yfirleitt mjög góðar. Beinæxli eru fátíð í ungum börn- um, koma frekar upp á unglingsár- unum. Beinæxli eru fremur sjald- gæf eða um 5% af öllum illkynja sjúkdómum hjá börnum. Algeng- ástar eru tvær tegundir, svokölluð Ewing’s sarkmein og beinsarkmein (osteosarcom). Einkenni eru verkur og fyrirferðaraukning. Greining byggist á röntgenrannsókn og síð- an sýnistöku til vefjagreiningar. Þessi æxli hafa, eins og flest önnur krabbamein, tilhneigingu til að dreifa sér með meinvörpum. Með- ferð fer eftir tegund krabbameins- ins. Ef um Ewing’s sarkmein er að ræða eru gefin krabbameinslyf og geislun og stundum er gerð skurðaðgerð. Ef um beinsarkmein er að ræða er framkvæmd skurðað- gerð þar sem beinæxlið er fjarlægt og einnig gefin lyf. Eins og við önnur krabbamein hafa lífslíkur batnað og meðferð er árangursrík. Eitilæxli eru upprunnin í eitilvef og greinast aðallega hjá eldri börn- um og unglingum og er um tvo aðalflokka að ræða, „Hodgkin’s og non-Hodgkin lymphoma". Tíðni er um 10% af krabbameinssjúkdóm- um barna. Sjúkdómurinn byrjar í eitli og dreifist eftir sogæðum. Ein- kenni eru eitlastækkanir, þá oftast í sjáanlegum eitlum t.d. á hálsi. Taka verður fram að eitlastækkan- ir á hálsi eru í langflestum tilvikum saklaust fyrirbrigði. Önnur ein- kenni eitilæxla eru almenns eðlis, þreyta, lystarleysi, hiti og svita- köst. Eins og við önnur krabba- mein eru vefjarannsóknir nauðsyn- legar til að staðfesta greiningu og eins til að kanna útbreiðslu sjúk- dómsins í eitilvef. í meðferð er beitt lyfjum og geislun. Horfur við eitilæxli eru góðar, meira en helm- ingur barnanna læknast. Vöðvaæxli (rhabdomyosarcoma) eru um 9% af illkynja sjúkdómum hjá börnum. Æxlið er gert úr frum- stæðum, þverráka vöðvafrumum og getur komið upp hvar sem er í líkamanum. Það er algengast hjá ungum börnum. Meðferð er lyfja- meðferð, skurðaðgerð og stundum geislun. Lífslíkur fara eftir velja- gerð, staðsetningu og útbreiðslu æxlisins en í heild eru horfur góð- ar, meiri hluti læknast. Hér hefur verið stiklað á stóru hvað varðar krabbameinssjúkdóma hjá börnum en helstu tegundir æxla hafa verið taldar upp. I heild hafa lífslíkur barna með krabba- mein batnað verulega á undanförn- um árum og er margt sem hjálpar til, framfarir í greiningu, aukin reynsla í notkun krabbameinslyíja, nákvæmari tækni í geislameðferð og skurðaðgerðum og síðast en ekki síst mun betri stuðningsmeð- ferð. Höfundur er barnalæknir Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Kosningar í Háskólanum Stúdentar í Háskóla Islands velja 15 fulltrúa í Stúdentaráð og tvo fulltrúa í Háskólaráð, Ódýrir dúkar X HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 sem jafnframt sitja í Stúdenta- ráði, í dag. Tólf kjörstaðir verða opnir milli kl. 9 og 18 og hafa allir nemendur sem skráðir hafa verið til náms við skólann á yfirstandandi skóla- ári kosningarétt. Pétur Oskarsson, formaður Stúdentaráðs, sagði að kosninga- baráttan hefði verið venju fremur hörð og átakamikil að þessu sinni. Hann sagðist eiga von á að kosn- ingaþátttaka yrði góð enda hefði hún verið að aukast síðustu ár. I fyrra kusu um 60% nemenda. Kjörstaðir í kosningunum verða í Háskólabíói, Læknagarði, Haga, VR II, Grensás, Aðalbyggingu, Lögbergi og Árnagarði. Að kvöldi kosningadagsins verða fylkingarnar tvær sem bjóða fram í kosningunum með kosn- ingavökur. Röskva verður með kosningavöku í Risinu og hefst hún kl. 21.30. Kosningavaka Vöku verður hins vegar í Ingólfscafé og hefst kl 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.