Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.02.1993, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C 46.tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kominn tími til að víkja - segir Mulroney Ottawa. Reuter. BRIAN Mulroney, forsætis- ráðherra Kanada, skýrði frá því í gær að hann hefði sagt af sér embætti leiðtoga íhalds- flokksins en myndi veita ríkis- stjórninni forystu þar til arf- taki hefði verið Igörinn. „Eftir nær 10 ár sem flokksleiðtogi og hálft níunda ár sem forsæt- isráðherra er kominn tími til að ég víki,“ sagði Mulroney í bréfi til flokksmanna. Mulroney, sem er 53 ára gamall og frá Quebec, hefur átt mjög í vök að veijast í könnunum, fékk aðeins 17% fylgi í þeirri nýjustu. Helsti stjórnar- andstöðuflokk- Mulroney urinn, Fijáls- lyndir, er með mikið forskot á Ihaldsmenn, fær um 46% fylgi í könnunum. Eftirmaður Mulroneys verður valinn í júní en þingkosn- ingar verða síðar á árinu. Efnahagskreppa Þrálát efnahagskreppa hefur orðið Mulroney fjötur um fót en margir kjósendur kenna fríversl- unarsamningi við Bandaríkin um mikið atvinnuleysi. Mörg fyrirtæki hafa flutt framleiðsluna suður yfir landamærin, nær helstu mörkuð- um. Einnig hefur umdeildur sölu- skattur gert það að verkum að Mulroney er einhver óvinsælasti leiðtogi í sögu landsins. Sérkröfur Quebec Rætt hefur verið um afsögn Mulroneys frá því í október er til- laga stjórnvalda um lausn á deilum vegna sérkrafna Quebec-manna, sem eru flestir frönskumælandi, var felld í þjóðaratkvæði. Morgunblaðið/Kristinn Kötturinn úr tunnunni BÖRN um allt land fögnuðu öskudeginum í gær og mátti sjá marga um óánægjumuldur þegar uppskeran af heimsóknum varð rýr. í skringilega andlitsskreytinguna. Lítið bar hins vegar á öskupokunum Reykjavík var mikill hópur á Lækjartorgi um hádegið þar sem mynd- sem áður einkenndu daginn; fullorðnir vegfarendur þurfa ekki lengur in var tekin þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni að akureyrskum að vera á varðbergi til að forðast pokana. Er líða tók á daginn voru sið. sælgætisbirgðir víða á þrotum, sönglistin nægði ekki og heyrðist stund- Sjá bls. 22 „Annir á öskudegi". Ráðgast í Washington BILL Clinton Bandaríkjafor- seti og John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, áttu sinn fyrsta fund í gær er Major kom til Washington. Clinton sagði á blaðamannafundi að ekki mætti líta á fyrirhugaða loft- flutninga með hjálpargögn til handa nauðstöddum múslim- um í Bosníu sem fyrsta merki um mikil hernaðarumsvif Bandaríkjanna í landinu. Maj- or sagði aðspurður að Bretar styddu hugmynd Clintons og teldu enga hættu á að Serbar gripu til hefndaraðgerða gegn breskum friðargæsluliðum. Hagsmunaaðilar í útgerð og fiskvinnslu Evrópubandalagsins Krafist innflutning’s- banns á þorski og ýsu Brussel.' Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMTÖK hagsmunaaðila í útgerð og fiskvinnslu innan Evrópu- bandalagsins (Europech) ætla að krefjast þess í dag, fimmtudag, að framkvæmdastjórn bandalagsins standi að innflutningsbanni á nokkrar tegundir sjávarafurða til aðildarríkjanna. Áætlað er að nefnd sérfræðinga frá EB-ríkjunum gefi í dag umsögn um þá tillögu framkvæmdastjórnarinnar að tekið verði upp lágmarks- verð á nokkrar innfluttar sjávarafurðir til bandalagsins. Búist er við því að lágmarksverðið taki gildi á laugardag. Forsætisráðherra Frakka, Pierre Beregovoy, segir að ekki sé hægt að láta „blindar reglur markaðsafl- anna og óhefta fijálshyggju" ráða öllu um fiskverðið. Ráðherrann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að verðfallið á físki ætti rætur að rekja til gengisfellinga í Bretlandi og Skandinavíu. Framkvæmdastjórn EB yrði að grípa inn og tryggja lág- marksverð, lausnin fælist í meiri skipulagningu markaðarins. Engin vettlingatök Forsvarsmenn Europech eiga í hádeginu í dag fund með Yannis Paleokrassas, sem fer með sjávarút- vegsmál innan framkvæmdastjórnar EB. Á fundinum munu fulltrúar Europech krefjast þess að nú þegar verði lagt bann við öllum innflutn- ingi á þorski, ýsu, ufsa, lýsingi og skötusel til bandalagsins. Talsmaður samtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hér væri vissulega verið að krefjast harka- legra aðgerða en ástandið væri þess eðlis að engin vettlingatök dygðu. Svipuhögg vill á þing London. Reuter. ÞEKKTASTA vændiskona Breta, Lindi St Clair, sagðist í gær ætla að bjóða sig fram í aukakosningum til þings á næstunni. Þetta kom fram í bréfi sem St Clair, er kallar sig Ungfrú Svipuhögg, sendi fjölmiðlum frá Papúa Nýju- Gineu en ekki er vitað hvað hún er að gera þar. Svipuhögg komst í fréttir fyr- ir skömmu er hún hvarf um hríð. Hún segir nú að tveir þungavigtarmenn hafi hótað að myrða sig daginn eftir að hún hét því að birta nöfn úr bók sem hún segist eiga með nöfnum þekktra viðskiptavina, þ. á m. stjómmálaleiðtoga. Bannið yrði að vera í gildi um hríð eða þangað til jafnvægi næðist á mörkuðunum. Eftirlit með uppruna Framkvæmdastjórn EB hefur þegar sent stjórnvöldum í aðildar- ríkjunum tilmæli þess efnis að hert verði eftirlit með því að þeim reglu- gerðum og tilskipunum sem eru í gildi um heilbrigðiseftirlit með inn- fluttum sjávarafurðum og uppruna þeirra sé framfylgt til hins ýtrasta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun stjórnin kynna fyrir sérfræðingum ríkjanna hugmyndir sem gera ráð fyrir því að lágmarks- verð verði tekið upp fyrir frystar og og ferskar afurðir unnar úr þorski, ýsu, lýsingi, ufsa og skötusel. Skötu- selur stendur ein þessara tegunda utan við bókun sex við fríverslunar- samning íslands og EB og nýtur þess vegna engra tollaívilnana. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.