Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Nemendafyrirtæki - Sætt- umst ekki við atvinnuleysið SJiiiiilin Hemlaklossar Hemlakjálkar Hemladiskar Hjóldælur Höfuðdælur Hemlaslöngur Hemlagúmmí Handbremsubarkar Hemlavökvi Hemlarofar eftir Skúla Helgason Stúdentar hafa ekki farið var- hluta af atvinnuleysi síðustu miss- era. Liðin er sú tíð að sumarstörfín biðu námsmanna við heygarðshorn- ið að skóla slitnum á vorin. Við stúdentar verðum einfaldlega að skapa okkur tækifærin sjálf. Nemendafyrirtæki að erlendri fyrirmynd Stúdentaráð hefur síðan í ágúst haft til athugunar hugmynd um stofnun nemendafyrirtækis við Háskóla íslands. Nemendafyrirtæki eru í dag starfrækt í fjölmörgum Evrópuríkjum, þ. á m. á Norðurlöndunum og Frakklandi þaðan sem hugmyndin er uppr- unnin. Stúdentaráð hefur fengið upplýsingar frá fyrstu hendi um reynslu Norðmanna af rekstri nemendafyrirtækja en þar var árið 1988 stofnuð ráðgjafaþjónusta námsmanna (StudConsult). Fyrir- tækið er rekið af nemendum þriggja tækniháskóla í Osló á sviði viðskiptafræði, verkfræði og tölv- unarfræði. Heildarvelta StudCon- sult nam u.þ.b. 16,5 milljónum króna á síðasta ári. Á okkar forsendum Ljóst er að norska aðferðin verður ekki notuð hér í óbreyttri mynd. Háskóli íslands er akademísk stofnun sem skipt er í 9 deildir og tugi námsgreina og það er í senn kostur og galli við stofnun nemendafyrirtækis. Galli vegna þess að undirbúningur og fram- kvæmd er margbrotnari og þyngri í vöfum en ella. Ávinningur þar sem nemendafyrirtæki getur nýtt fjölbreytta fræðilega undirstöðu, sem víða er hér á heimsmælikvarða og tryggir fagleg vinnubrögð. Gagnrýni á misskilningi byggð Undirbúningur að stofnun nem- endafyrirtækis við Háskólann stendur nú yfir. Margt er eftir óunnið enda mikilvægt að tryggja hugmyndinni víðtækan stuðning meðal háskólamanna og aðila í atvinnulífinu. Morgunblaðið hefur Frá A til Ö! Bókhalds- og rekstrarnám Raunhæft verkefni, fjárhags-, launa- og viðskiptamannabókhald, skil og innheimta virðisaukaskatts, afstemmingar, frágangur og uppgjðr. Námið er 68 klst. langt og sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Markmið námsins er að út- skrifa nemendur með hagnýta þekkingu á bók- haldi og færslu tölvubókhalds. Námið hentar þeim sem vilja: Ákveðna sérþekkingu. Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum. Annast bókhald fyrirtækja. Starfa sjálfstætt. Viðskiptaskólinn býður upp á litla hópa • Einung- is reynda leiðbeinendur • Morgun- og kvöldtíma • Sveigjanleg greiðslukjör • Sérstakt undirbún- ingsnámskeið. Mörg stéttarfélög og starfsmenntunarsjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna í námskeiðinu. Upplýsingar um næstu námskeið eru hjá Við- skiptaskólanum í síma 624162. Fáið senda námsskrá. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, sími 624162. nú í tvígang fyallað um nemenda- fyrirtæki þar sem m.a. var rætt við Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóra VSÍ, Magnús Þór Jónsson dósent í vélaverkfræði og Bjarna Þórð Bjarnason, nema í vélaverkfræði og formann Vöku. Þar kemur fram gagnrýni sem byggir að verulegu leyti á mis- skilningi og röngum upplýsingum. í fyrsta lagi er rétt að undirstrika að nemendafyrirtækjum er vitan- lega einkum ætlað að sjá stúdentum fyrir sumarvinnu meðan á námi stendur. Þar með fellur um sjálfa sig sú gagnrýni að þátttaka stúd- enta í nemendafyrirtækjum sé merki um lítið námsálag, hvað þá að stúdentar muni þiggja námslán meðfram starfinu. Þá er með öllu tilhæfulaus sá ótti að stúdentar muni nýta sér endurgjaldslaust tækjabúnað Háskólans við rekstur- inn. Það hefur aldrei verið ætlunin og kemur vitanlega ekki til greina. I öðru lagi hafa ofangreindir áhyggjur af því að stúdentar hygg- ist selja þekkingu sem þeir hafa ekki vald yfir. Sá ótti er ástæðu- laus, því hugmyndin er sú að nem- endur leiti ráðgjafar kennara og fræðimanna við skólann við úrlausn fræðilegra verkefna. í þriðja lagi er rangt að stofnun nemendafyrirtækis feli í sér óeðli- lega samkeppni við atvinnulífíð. Undirbúningur okkar miðar m.a að því að finna nemendafyrirtækinu starfsvettvang sem gefur því færi á að veita þjónustu sem nú er lítt sinnt með skipulögðum hætti. Þar er m.a. litið til ýmissa skammtíma- verkefna er krefjast mikils mann- afla. Tökuni höndum saman Hugmyndin um nemendafyrir- tæki hefur þegar verið kynnt ýms- um aðilum innan Háskólans þ. á m. háskólarektor auk iðnfyrirtækja og annarra, en ætlunin er m.a. að finna samstarfsaðila úr atvinnulífínu. Viðbrögð manna eru mjög uppörv- andi. Við munum leggja okkar af mörkum til að hugmyndin um nemendafyrirtæki verði að veruleika og samstaða náist um stofnun þeirra. Ég harma það mjög að Vaka hafí ekki viljað taka þátt í því með okkur að vinna þessu framtaki fylgi. Hugmynd af þessu tagi á ekki að vera þrætuepli milli fylkinga í kosningabaráttu. Höfundur er frnmkvæmdastjóri SHÍ og stúdentaráðsliði Röskvu. Skúli Helgason „Hugmyndin um nem- endafyrirtæki hefur þegar verið kynnt ýmsum aðilum innan Háskólans þ. á m. há- skólarektor auk iðn- fyrirtækja og annarra, en ætlunin er m.a. að finna samstarfsaðila ár atvinnulífinu. Við- brögð manna eru mjög uppörvandi.“ Naflaskoðun er einmitt það sem SHI þarfnast eftir Þóru Björnsdóttur Nú nálgast kosningar til Stúd- entaráðs óðum í Háskólanum eins og varla hefur farið fram hjá þeim sem þar stunda nám. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur gagnrýnt árangursleysi og lá- deyðu sem hefur verið ríkjandi í hagsmunabaráttunni í vetur. Við höfum sett fram hugmyndir til lausnar þessu vandamáli. Að fela árangursleysið með hálfum sannleika Það er skemmst frá því að segja að enginn árangur hefur náðst í neinum af þeim málaflokkum sem SHÍ á að standa vörð um, hvort sem um er að ræða baráttuna gegn niðurskurði til Háskólans, námslánakjörum stúdenta eða á öðrum vettvangi þar sem forystu- menn stúdenta hafa farið fremstir í flokki. Til að fela þetta árangurs- leysi hafa þeir sem setið hafa í stjórn stúdentaráðs í vetur, Röskva, félag félagshyggjufólks til vinstri og á miðju (eins og þeir skilgreina sig í fréttatilkynningu í Morgunblaðinu), reynt að skýla sér á bak við það að aldrei hafí fleiri nýtt sér þjónustu SHÍ í vetur og fyrra vetur. Það var ekkert skríðið, því aldrei hafa fleiri stund- að nám við Háskólann en síðasta vetur. Þessu gleymdu Röskvu- menn að segja frá. Atvinnuleysi og kreppa Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira og það hefur sýnt sig að þegar atvinnuástand er lélegt þá leitar fólk frekar til ráðningaskrif- stofa eins og Atvinnu- og hluta- starfsmiðlun stúdenta. Þá er einn- ig ekkert bogið við það að lána- sjóðsfulltrúinn hafi aldrei haft jafn mikið að gera og síðasta ár. Þær reglur sem settar voru um lána- sjóðinn síðasta vetur eru mjög flóknar og fólk hefur átt í erfíðleik- um með að skilja þær. Það er heldur ekki ólíklegt að mikill tími hafi farið í það að útskýra eigið getuleysi við að afstýra þeim hörmungum sem þessar reglur höfðu í för með sér. Stúdentaráð virkar ekki Á sama tíma ganga forystu- menn Röskvu fram fyrir skjöldu og segja að Stúdentaráð megi ekki gleyma sér í naflaskoðun þegar svo mörg og alvarleg mál knýja dyra. Ef ekki núna hvenær þá? Það hefur sýnt sig að Stúd- entaráð eins og það er í dag, 30 manna málfundafélag, kemur engu í verk sem máli skiptir. Er því ekki rétti tíminn til að bylta núverandi fyrirkomulagi á Stúd- entaráði, færa verkefni eins og NÝJAH FLÍSAIi Gæðaflísar á góðu verði Nýkomin sending af glæsilegum gólf- og veggflísum. - r .. r: 4;r iM T StórhöfBa 17, við Gullinbrú sími 67 48 44 Þóra Bjömsdóttir „ A sama tíma ganga forystumenn Röskvu fram fyrir skjöldu og segja að Stúdentaráð megi ekki gleyma sér í naflaskoðun þegar svo mörg og aivarleg mál knýja dyra. Ef ekki núna hvenær þá?“ félags- og menningarmál yfir til deildarfélaganna? Þau eru í nánari tengslum við hvern stúdent og betur í stakk búin til að þjóna þessu hlutverki. Fækkun í stúd- entaráði úr 30 í 15 og það að gefa aðild að ráðinu fijálsa, yrði til þess að við fengjum aukinn kraft og skilvirkni í starfið. Það er einmitt forsenda þess að árang- ur náist og baráttan fyrir hags- munum stúdenta yrði markvissari. Höfundur er nemi í sálnrfræði og skipar 6. sæti á framboðslista Vöku til Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.