Morgunblaðið - 25.02.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 25.02.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 29 Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra I Fræðsluftind- TT _ T , , ^ A _ _ urumheima- Hræðsluaroður omarktækur fæðingar Fólk hefur ekki efni á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, segja sljórnarandstæðingar AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum voru tii um- ræðu utan dagskrár í gær. Stjórnarandstæðingar sögðu gerræð- islegar ráðstafanir Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra hafa leitt til þess að fólk hefði ekki lengur efni á nauðsynlegum lyfjum og þjónustu. Og þessar aðgerðir hefðu litlum árangri skilað. Heilbrigðisráðherra taldi málflutn- ing stjórnarandstæðinga mótsagnakenndan og miða að því að „hræða og rugla fólk upp úr skónum“. Málshefjandi, Finnur Ingólfsson (F-Rv), sagði að stefna ríkisstjómar Davíðs Oddssonar í heilbrigðismál- um hefði einkennst af handahófs- kenndum vinnubrögðum, vanhugs- uðum og illa undirbúnum aðgerðum sem gerðar hefðu verið án samráðs við heilbrigðisstéttirnar og skapað vantraust milli ríkisstjórnarinnar og þeirra. Finnur sagði að fyrrgreint væm ekki sín orð, þótt hann tæki undir þau. Finnur greindi tilheyrendum frá því að forsætisráðherra hefði lýst því yfir á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík, að aðgerðir ríkisstjórnar- innar í heilbrigðismáium væm handahófskenndar. Þetta væri þung- ur dómur yfir verkum heilbrigðisráð- herra og yfir stefnu eigin ríkisstjórn- ar. Ræðumaður vitnaði einnig til Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins þar sem sagði að núverandi heil- brigðisráðherra hefði lag á því að espa þjóðina upp gegn þeim breyt- ingum sem hann hefði viljað koma fram í stað þess að laða fólk til fylg- is við þær breytingar. Finnur Ingólfsson sagði að sáralít- ill sparnaður hefði náðst í embættist- íð núverandi heilbrigðisráðherra. Útgjöld sjúkratrygginganna hefðu lækkað vegna þess að álögur hefðu verið lagðar á sjúklinga, öryrkja og ellilífeyrisþega. Þeir hefðu verið skattlagðir sérstaklega til að efla svonefnda kostnaðarvitund þeirra. Á sama tíma hefði heilbrigðisráðherra séð sig tilknúinn að halda hlífiskildi yfir lyfsölum, sem samkvæmt upp- lýsingum Ftjálsrar verslunar kæm- ust upp í að hafa 1.600.000 krónur á mánuði. Úr 250 krónum í 21.885 Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) sagði svo komið að hér á landi væri óumdeilanlega hópur fólks sem fengi ekki notið eðlilegrar heilbrigðisþjón- ustu vegna þess að hún kostaði of mikið. Margrét rakti dæmi máli sínu til stuðnings. Hún greindi frá manni á áttræðisaldri sem yrði að nota þtjár mismunandi tegundir lyfja vegna hjartveiki. Áður en heilbrigð- isráðherra hefði hafið sparnaðarað- gerðir sínar hefði þessi sjúklingur orðið að greiða 250 krónur fyrir þriggja mánaða skammt af lyfjum. 5. febrúar þessa mánaðar hefði þess- um sjúklingi verið gert að greiða 21.885 krónur fyrir umbeðinn skammt. Samkvæmt reikningnum var heildarverð lyfjanna 24.958 krónur. Þar af greiddi sjúkrasamlag- ið 3.073. Margrét sagði að þessi aldraði maður hefði skilað lyfjunum aftur vegna þess að hann hefði ekki og myndi ekki hafa efni á að borga þau. Ræðumaður sagði endurteknar reglugerðarbreytingar heilbrigðis- ráðherra litlu hafa skilað. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisendur- skoðun voru heildargreiðslur sjúkra- trygginga vegna lyfjakostnaðar á árinu 1991 2.423 milljónir króna en 2.764 milljónir króna árið 1992; 14% hækkun. Væri miðað við fast verðlag ársins 1992 væri mismunurinn 10% hækkun. Margrét Frímannsdóttir sagði ráðstafanir þessarar ríkisstjórnar einkennast af „óðagoti, flumbru- gangi og skyndiáhlaupum" í ein- staka málaflokkum. Hún lá ekki á þeirri skoðun að þessar ákvarðanir bitnuðu harkalega á þeim sem við lökust kjörin byggju og ættu við erfiða sjúkdóma að etja. Hún boðaði að ef heilbrigðis- og tryggingaráð- herrann drægi ekki til baka þær hækkanir sem orðið hefðu á lyfja- kostnaði sem fylgdu síðustu reglu- gerðarbreytingu hans, myndi þing- flokkur Alþýðubandalagsins leggja fram tillögu á Alþingi um það efni. Viðkvæmt en nauðsynlegt Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra taldi rétt að menn inntu eftir því hvort það væri ástæðulaust að grípa til aðgerða í heilbrigðismálum. Væru þessar að- gerðir gerðar af mannvonskunni einni? Heilbrigðisráðherra svaraði því til að á árunum 1981-91 hefðu heilbrigðisútgjöld vaxið frá því að vera 6,5% af landsframleiðslu í það að verða 8,5%, m.ö.o. vöxtur út- gjalda í heilbrigðisþjónustunni hefði numið 7 milljörðum króna umfram það sem þjóðartekjur hefðu vaxið. Og allar horfur væru á því, ef ekk- ert væri að gert, að þessi útgjöld myndu nema 9-10% af landsfram- leiðslu. ilitlillli MMMI Heilbrigðisráðherra benti tilheyr- endum á að það væri ekki víst að stöðugt aukin útgjöld í heilbrigðis- þjónustunni færðu okkur stöðugt betri þjónustu. Það væri eðlilegt að þjóð sem ætti í vök að veijast í efna- legu tilliti velti því fyrir sér hvemig peningum til heilbrigðisþjónustunn- ar væri varið. Heilbrigðisráðherra var það fullljóst að þetta væri við- kvæmt mál og það væri eðiilegt að aðgerðir væru gagnrýndar. En ráð- herra gat ekki dulið þá skoðun sína að gagnrýni sú sem hann hefur mátt sæta, væri mótsagnakennd. í einu orðinu væri fullyrt að lítið hefði orðið úr áformuðum spamaði en í næstu andrá mætti heyra að hann hefði velt milljónum og milljörðum af ríkinu yfir á sjúklinga. Árangur náðst Heilbrigðisráðherra sagði árangur aðgerða í lyfjamálum liggja fyrir. Niðurstaða sérfræðinganna væri sú að á ámnum 1991 til 1992 hefðu lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækkað um 1.300 milljónir. Það lægi líka fyrir að af þessari upphæð mætti þakka 200 milljónir aðgerðum fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Það væri líka rangt að þessu hefði öllu verið velt á bök sjúklinganna. 200-300 milljónir króna hefðu komið fram sem aukinn kostnaður sjúkl- inga. En heildarsparnaður þjóðfé- lagsins vegna lækkunar lyfjakostn- aðar á þessu tímabili hefði verið um 1 milljarður króna. Það væri umtals- verð fjárhæð. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa óskað eftir því að Ríkis- endurskoðun legði mat á árangur aðgerða á öðmm sviðum og vænti hann þess að niðurstöður kæmu fljótlega. Sjálfur taldi ráðherrann ástæðu til að ætla að sá árangur hefði náðst að útgjöld ríkisspítalanna hefðu lækkað um 570 milljónir króna milli áranna 1991 og 1992. Þessi árangur hefði ekki náðst með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti hefðu fleiri sjúklingar verið með- höndlaðir og aðgerðum fjölgað. Héilbrigðisráðherra sagði ljóst að álag hefði aukist á starfsmenn heil- brigðiskerfisins en hann vísaði því á bug að staðið hefði verið að aðgerð- um í heilbrigðismálum með ger- ræðislegum hætti. Rætt hefði verið við stjómendur allra sjúkrastofnana og fundir hefðu verið haldnir með starfsfólki fjölmargra þessara stofn- ana. Undir lok sinnar ræðu sagði heil- brigðisráðherra að hann væri að sjálfsögðu reiðubúinn til að gera leið- réttingar og lagfæringar á því sem færi úrskeiðis þegar gerðar væru miklar breytingar í viðkvæmum málum. En hann væri líka gagnrýnd- ur fyrir það. Það væri alveg rétt að hann hefði breytt lyfjareglugerð fimm sinnum. Tvær af þessum breytingum hefðu eingöngu verið lagfæringar til hagsbóta sjúklingun- um. Sighvati þótti ekki mikið til um ásakanir um að halda hlífiskyldi yfir sérfræðingum og lyfsölum, sagðist ekki ætla nú að deila við fram- sóknarmenn með samanburði á ástandi heilbrigðismála þá ráðuneyt- ið var í þeirra höndum og núna. En hann gat þó sagt þeim það að lyf- salastéttin myndi telja sér hagsbót í því að skipta á þeim aðbúnaði sem þeir yrðu nú að hafa, og þeim hag sem þeir nutu í ráðherratíð fram- sóknar. Varð að spara Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjómin hefði mátt finna fyrir því þegar reynt væri að draga úr útgjöldunum og kostnaði, að ríkissjóður ætti fáa vini en hins- vegar væru „vinir eyðslunnar og útgjaldanna“ margir. Þetta hefði ekki hvað síst komið fram þegar leitast hefði verið við að spara í heilbrigðismálum. Hefði ríkisstjórnin og sérstaklega heilbrigðisráðherr- ann orðið að sitja undir ómaklegum árásum. Forsætisráðherra benti á að fleiri lönd hefðu orðið að grípa til aðgerða til að sporna við útgjaldavexti til þessara mála. Þegar rifa yrði seglin eins og íslendingar hefðu þurft að gera ætti það ekki að koma nokkrum manni á óvart að heilbrigðismálin væru ofarlega á blaði. Útgjöld heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins á þessu ári væru áætluð 41,5% en hefðu fyrir aðeins örfáum árum verið um 35%. Þetta væri staðreynd- in, þrátt fyrir að ríkisstjórn og heil- brigðisráðherra hefði tekist að lækka nokkuð útgjöldin til heilbrigðismála væru útgjöldin til heilbrigðismála að raungildi hærri nú í ár heldur en þau hefðu verið á síðasta heila starfsári fyrri ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði að við ákvörðun þjónustugjalda í heilbrigð- isþjónustunni hefði þess verið gætt að stilla þeim í hóf og þess verið gætt að enginn þyrfti að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna hárra gjalda. Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne) formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar benti á að við verðum í ár tæplega 176 þúsundum króna á hvern einstakling vegna heilbrigðis- og tryggingamála. Og eins og fram hefði komið væri 41,5% af heildarút- gjöldum ríkisins varið til þessa mála- flokks. Þetta væri nú árásin sem gerð væri á hag sjúkra, öryrkja og aldraðra. Sigbirni var fullljóst að heilbrigðismálin væru sérlega við- kvæmur málaflokkur og þau málefni yrðu að vera í stöðugri endurskoðun. Ávallt bæri að gæta að því að byrð- um væri jafnað á sem réttlátastan hátt. Það hefðu verið þau sjónarmið sem heilbrigðisráðherra yrði að hafa og þetta hefði núverandi heilbrigðis- ráðherra haft að leiðarljósi við van- þakklát skylduverk sin. Frumvarp gegn einokun ílyfsölu Formaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar sagði því fara fjarri að aðgerðir heilbrigðisráðherrans í lyfjamálum hefðu eingöngu miðað að því að auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Náðst hefði árangur í notkun ódýrari lyfja sem skiluðu sama árangri og auk þessa hefði álagning lækkað. Sigbjörn sagði að á næstu dögum væri vænt- anlegt frumvarp um lyíjadreifingu. Frumvarpið fjallaði um það að einok- un yrði aflétt og fijálsræði yrði auk- ið í lyfjadreifingunni. Sigbjörn var sannfærður um að hagur samfélags- ins og neytenda myndi batna til muna ef frumvarpið yrði að lögum. En Sigbjörn taldi nokkuð ljóst að frumvarpið myndi eiga sér harða og sterka andstæðinga og þá fyrst og fremst þá sem notið hefðu einok- unarinnar í dag. Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar sagði að mikil þró- un hefði orðið í heilbrigðisþjón- ustunni á allra síðustu árum. Hún vildi benda á að aðgerðir 'sem áður hefði þótt nauðsynlegt að gera á sjúkrahúsum væru nú gerðar utan þeirra og sjúkdómar sem áður kröfð- ust aðgerða væru nú meðhöndlaðir með lyfjum þannig að sjúklingar misstu vart úr vinnudag. En einnig hefðu orðið breytingar á upplýsinga- streymi til sjúídinga. Nú vissi fólk meira um sjúkdómseinkenni og hvemig bregðast skyldi við þeim. Fólk vissi líka betur hvaða ráð væru tiltæk. Breyttar kröfur Fólk gerði meiri kröfur um skjóta og góða lækningu og til með- höndlunar með nýjustu tækni. En þessum framförum fylgdi einnig breyting á kostnaði. Og því hvernig skyldi meta þennan kostnað. Hún taldi ljóst að þjónusta utan sjúkra- húsa væri hægkvæmari og ætti að velja þá leið hvenær sem það væri tæknilega mögulegt. Þess yrði að gæta að greiðslukerfi fyrir utanspít- alaþjónustu hefði ekiri óhagstæð áhrif á þá jákvæðu þróun. Lára Margrét sagði að nauðsyn- legt væri að auka þekkingu almenn- ings á því hvemig kostnaður við heilbrigðisþjónustuna yrði til. Slíkt hefði einnig verið gert með því að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga vegna þjónustunnar. Þessi breyting hefði haft þau áhrif að umræða um kostnaðinn hefði aukist gríðarlega og læknar hefðu í ríkari mæli en áður hugað að kostnaðinum áður en meðferðarúrræði væm valin. Ræðu- maður ítrekaði áður yfirlýstan stuðnipg sinn við hlutfallsgreiðslu- fyrirkomulagið en lagði ríka áherslu á að allrar sanngimi yrði að gæta, þannig að ekki yrði komið í veg fyr- ir að fólk gæti sótt sér nauðsynlega þjónustu. Ruglað fólk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) taldi reynsluna sýna að við- leitni ríkisstjórnarinnar til að efla kostnaðarvitund almennings gagn- vart lyfjum væri ekki vænleg. Fólk borgaði það verð sem upp væri sett á meðan það gæti borgað. Hún taldi að breytingar sem heilbrigðisráð- herrann hefði beitt sér fyrir hefðu hvorki verið sanngjarnar né réttlát- ar, síendurteknar og vanhugsaðar reglugerðarbreytingar hefðu mglað fólk í ríminu. Við lok umræðunnar hafði Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra orðið og útskýrði nokkur atriði sem fram höfðu komið í um- ræðunni, s.s. um mismunandi kostn- aðarhlutdeild varðandi blóðfitulyf. Hann sagðist ekkert hafa á móti gagnrýni en frábað sér gagnrýni sem miðaði að því að hræða fólk og „mgla upp úr skónum". Það hafði verið sammæli þingfor- seta og formanna þingflokka að fresta þingflokksfundum um eina klukkustund vegna þessarar utan- dagskrárumræðu en henni skyldi ljúkja kl. 17. Þetta samkomulag stóðst. Auk fyrrgreindra ræðu- manna töluðu: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (S-Vf), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Svavar Gestsson (Ab-Rv) og Guðmundur Bjamason (F-Ne). SAMTOKIN Náttúruböm halda fræðslufund um heima- fæðingar í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. í nágrannalöndum era heima- fæðingar einn af valkostum í fæð- ingarþjónustu. Heimafæðingar hafa hins vegar verið fáar á ís- landi undanfarna áratugi. Erindi á fundinum flytja Hrefna— Einarsdóttir, ljósmóðir, Hulda Jensdóttir, ljósmóðir, Margrét Kristjánsdóttir, móðir og Dýrfínna H.K. Siguijónsdóttir, Ijósmóðir. Fundurinn er öllum opinn. (Úr fréttatUkynningu) ♦ ♦ ♦ Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu. NORSKA kvikmyndin Herman verður sýnd sunnudaginn 28. febrúar í Norræna húsinu. Myndin gerist árið 1961 þegar Zorro er aðalhetjan í kvikmynda- húsunum og klipping hjá rakaran- um Tjukken kostar 3 kr. Herman er 11 ára gamall strákur sem á mömmu sem vinnur í búð og pabba sem keyrir kranabíl. Dag einn breytist líf hans skyndilega því hann veikist og missir hárið. Krakkarnir í skólanum stríða hon- um en hann iætur það ekki mikið á sig fá og er það ekki síst að þakka Ruby, stelpunni með rauða hárið sem brosir svo fallega til hans. Þessi kvikmynd er frá árinu 1990 og gerð eftir samnefndri sögu Lars Saabye Christiansen. Hún er ætluð bömum frá 10 ára aldri og er rúmlega ein og hálf klst. að lengd með norsku tali. Allir em velkomnir og er aðgengur ókeypis. (F réttatilkynning) -4- 11 prestar sækja um 4 prestembætti UMSÓKNARFRESTUR _ um embætti sem biskup íslands hefur auglýst laus til umsókn- ar rann út 20. febrúar. Um embætti fangaprests sækja séra Guðmundur Öm Ragnarsson í Reykjavík, og séra Hreinn §y. _ Hákonarson, sóknarprestur í Söðulholtsprestakalli. Um starf héraðsprests (far- prests) í Reykjavíkurprófastsemb- ætti eystra sækja séra Guðmundur Guðmundsson í Reykjavík, séra Helga Soffía Konráðsdóttir í Kefla- vík, séra Hörður Ásbjömsson í Reykjavík, séra Sigrún Óskars- dóttir aðstoðarprestur í _ Laugar- neskirkju, dr. Sigutjón Ámi Eyj- ólfsson, aðstoðarprestur í Bústaða- kirkju og séra Þórhallur Heimis- son, fræðslufulltrúi á Austurlandi. Tveir umsækjendur era um starF aðstoðarprests í Keflavíkurpresta- kalli, bæðir óska nafnleyndar. Um starf aðstoðarprests í Vest- mannaeyjaprestakalli sækir séra Jóna Hrönn Bolladóttir í Vest- mannaeyjum. Enginn umsækjandi var um Desjamýraprestakall í Borgarfirði eystra. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.