Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 22
’et HA'Jítar'N .5S HUOAnUTMMM (TIGAJSMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Morgunblaðið/Rúnar Þór Annir á öskudegi ÞAÐ ER enginn syfjaður á öskudagsmorgni á Akureyri, engin þreytumerki að sjá á æskunni, þó svo að árla sé risið úr rekkju og haldið á vit ævintýranna. Furðuverurnar eru komnar á kreik upp úr sjö, ganga a milli fyrirtækja og versl- ana, kyrjandi Fyrr var oft í koti kátt og þiggja að launum sælgæti í poka. Kötturinn er sleginn úr tunnunni og þá kem- ur í ljós að hann er orðin að ljóni. Þannig er haldið áfram til hádegis og síðan eru öskudagsböllin í skólunum og leik- skólunum þannig að ungviðið er úrvinda eftir annasaman dag þegar kvöldar. Fundur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um stöðu kjaramála Verðum að hafa verkfallsvopn- ið tilbúið ef á þarf að halda - segir Hólmkell Hreinsson félagsmaður í Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar „VIÐ verðum að standa saman, við megum ekki lata troða á okkur Iengur,“ sagði Hólmkell Hreinsson félagi í Starfs- mannafélagi Akureyrarbæjar á fundi BSRB um stöðu kjara- mála í gær. Félagið hefur samþykkt að efna til atkvæða- greiðslu um að efna til verkfalls er hæfist 22. mars næst- komandi ef af yrði. Ögmundur Jónasson formaður BSRB hafði framsögu á fundinum. „Ég tel að ef við ekki segjum já í atkvæðagreiðslunni þá gefum við frá okkur þennan möguleika sem við ef til vill þurfum á að halda. Við verðum að hafa þetta vopn tilbúið ef á þarf að halda, því annars hygg ég að verði notuð breiðu spjótin og valtað verði yfir menn,“ sagði Hólm- kell. Ekki trú á miklum kjarabótum Ögmundur Jónasson fór nokkrum orðum um kröfugerð félagsins, en hún er í sjö liðum og þar er m.a. lögð áhersla á að efla atvinnumál, að kaupmáttur verði svipaður og var í upphafi þjóðarsáttartímabilsins, á menntunarmál, skatteftirlit, skatt- kerfisbreytingar, að lögum um at- vinnuleysistryggingasjóð verði breytt og að horfið verði frá niður- skurði til velferðarmála. Ögmundur sagði ríka áherslu lagða á víðtæka samstöðu launafólks í þeim viðræðum sem framundan væru og væru allir aðilar sammála um að ná þyrfti samningum sem allra fyrst. „Ég hef ekki trú á að einhveijar stórfelldar kjarabætur vinnist í kjarasamningum," sagði Ögmundur, en bætti við að ef menn stæðu saman væri hann sannfærður um að hægt yrði að snúa við óheilla- þróun sem átt hefði sér stað varð- andi velferðarmál, m.a. að menn ættu að greiða fyrir aðgang að vel- ferðarkerfmu. í máli Þorsteins Óskarssonar sem sæti á í samráðshópi innan samtak- anna kom fram að vissulega vildu menn ekki fara í verkfall, „við viljum samninga, en ef þeir ekki nást þá verður farið í verkfall“, sagði Þor- steinn. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Hnefinn á lofti ÖGMUNDUR Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í ræðustól á fundi um stöðu kjaramála á Akureyri í gær, en þar var m.a. lögð áhersla á að félagsmenn segðu já í atkvæða- greiðslu um boðun verkfalls 22. mars næstkomandi. Ríkisbréf seld fyrir 434 millj. ALLS reyndust vera 33 gild til- boð að fjárhæð 454 milljónir í útboði á 6 mánaða ríkisbréfum þegar tilboðin voru opnuð í gær. Heildarfjárhæð tekinna tilboða var 434 milljónir frá 29 aðilum. í frétt frá Lánasýslu ríkisins kemur fram að meðalávöxtun sam- þykktra tilboða er 12,40% en lægsta ávöxtun er 12,30% og hæsta 12,49%. Ríkisvíxlar voru síðast boðnir út 27. janúar og þá bárust 66 tilboð að fjárhæð 758 milljónir. Heildar- fjárhæð tekinna tilboða var þá 518 milljónir frá 46 aðilum. Meðalávöxt- un samþykktra tilboða var 12,47% og hefur hún því lækkað um 0,07 prósentustig milli tilboða. Næsta útboð verður 24. mars næstkomandi. ----♦ ♦------ Mörg um- ferðaróhöpp í hálkunni MÖRG umferðaróhöpp urðu í hálkunni I Reykjavík í fyrradag. Alls voru skráð hjá lögreglu 35 óhöpp eftir daginn, þar af þijú umferðarslys. Meðal óhappanna var árekstur milli strætisvagns og fólksbifreiðar við Hlemm snemma morguns. Öku- maður bifreiðarinnar og farþegi úr strætisvagninum voru fluttir á slysadeild en meiðsii þeirra voru minniháttar. Þrír bílar skullu saman á Bústaðavegi síðdegis og voru öku- menn tveggja bifreiðanna fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. Við Straum varð harkalegur árekst- ur tveggja bifreiða og ökumenn beggja fluttir á slysadeild en meiðsli reyndust minniháttar. Rútubifreið fauk út af veginum á Suðurlandsvegi við Svínahraun. Fjórir farþegar voru fluttir á sjúkra- húsið á Selfossi en fengu að fara heim eftir skoðun. ♦ ♦ ♦--- Samkomulag um vaktafyr- irkomulag Siglufirði. FUNDUR var haldinn í Verka- lýðsfélaginu Vöku og var þar samþykkt að ganga til samninga um vaktavinnufyrirkomulag í rækjuvinnslunni. Þetta var sam- þykkt með rúmlega 100 atkvæð- um gegn 30. Með samkomulaginu fellur niður næturvinna og verður greitt jafnað- arkaup í staðinn. Samningsgerðin hefur staðið yfir í nokkra daga og mun í framtíðinni unnið á tvöfaldri vakt. Arnarnes og Sunna veiða nú rækju fyrir Rækjuvinnslu Þormóðs ramma og er fyrirhugað að Stálvík fari einnig á rækju. _ MJ. Tjón á bílum er Akraborgin fékk á sig hnút Akranesi. AKRABORGIN fékk á sig hnút um miðjan dag á þriðjudag er hún var á siglingu til Reykjavík- ur. Slæmt veður var og vont í sjó. Þrír bílar færðust til og skullu út í síðu og skemmdust. Vestanrok var þegar þetta gerðist og gekk á með byljum. Skipið fór ekki fleiri ferðir vegna veðurs. Stór- ir bílar eru yfirleitt bundnir á bíla- þilfari Akraborgarinnar, en minni bíiar ekki. - J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.