Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 61. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Auknar líkur á að samið verði um launalækkanir Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. AFAR slæmar fréttir um þverrandi lánstraust Finna á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum virðast ætla að verða til þess að reynt verði í alvöru að ráða fram úr efnahags- vanda þjóðarinnar. í fyrsta skipti frá því efnahagskreppan skall á virðist vera einlægur vilji af hálfu ríkisvaldsins, stéttarfélaga og at- vinnurekenda til að standa fyrir uppstokkun á finnsku efnahagslífi, til að mynda með launalækkunum. Þótt kjarasamningar séu enn í gildi í flest- um atvinnugreinum gáfu atvinnurekendur og verkalýðsforystan út yfirlýsingu um kjaramálin á föstudag. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að launakröfur stéttarfélaga verði „í samræmi við efnahagslega getu þjóð- arbúsins". Hefur þetta þegar verið túlkað sem vísbending um lækkun launa í komandi kjarasamningum. Yfiriýsingin kom í kjölfar frétta frá Bandaríkjunum um minnkandi lánstraust Finna sem gæti þýtt hækkun vaxta á erlend- um lánum. Með yfírlýsingunni vilja aðilar vinnumarkaðarins sýna að Finnar séu stað- ráðnir í að halda verðbólgunni niðri og stefna að auknum fjárfestingum til að stemma stigu við atvinnuleysinu. Vonast menn til að slíkt megi auka traust erlendra lánardrottna á finnsku efnahagslífi. Skuldirnar 188% af útfiutningstekjunum Atvinnuleysið í Finnlandi er nú hartnær 17% og búist er við að erlendar skuldir Finna verði um 188% af útflutningstekjum lands- manna á árinu. Fjárlagahallinn verður að mati bandarísku lánastofnunarinnar Stand- ard & Poor’s 15% af þjóðarframleiðslunni. Fjármálanefnd fínnska þingsins ávítaði á föstudag ríkisstjórnina fyrir slæma efna- hagsstjórn. Stjórnarliðar og fulltrúar stjórn- arandstæðinga í nefndinni voru þar á einu máli. Nefndin hvatti stjómina, seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins til að hefja strax „alvarlegar viðræður" til að freista þess að finna leiðir til að minnka lánsfjárþörfina og draga úr atvinnuleysinu. Stærsta dagblað Finna, Helsingin Sano- mat, sagði í forystugrein í gær, laugardag, að tvísýnt þætti hvort yfirlýsingar þær sem fram hafa komið leiddu til grundvallarbreyt- inga á samskiptum ríkisvaldsins, verkalýðs- forystunnar og atvinnurekenda. Blaðið benti á að ríkisstjórn Eskos Ahos hefur þegar mistekist tvisvar að ná sáttum við stéttarfé- lögin. LAGFÆRT VIÐ LÆKJARGÖTU Morgunblaðið/Sverrir Uggur í Finnum vegna frétta um þverrandi lánstraust Rússneskur rétt- trúnaðarbanki EKKI er nóg með að rússneskir komm- únistar hafi gerst heildsalar í hrönnum og grískur milljarðamæringur hafi keypt gamla málgagnið þeirra, Prövdu, heldur ætlar nú rússneska rétttrúnaðarkirkjan að stofna banka. Kirkjan hefur á undanförnum tveimur árum tekið við 9.000 kirkjum og 160 klaustrum af ríkinu og ljóst er að við- gerðarkostnaðurinn verður óguðlega mikill. Kirkjan hyggst því hasla sér völl á peningamarkaðinum og stofna banka sem verður með um hundrað útibú í Moskvu, Pétursborg og fleiri borgum. Náðhúsið kost- aði 1,3 milljarða Geimrannsóknastofnun Bandaríkj- anna, NASA, sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa látið smíða salerni sem kostaði jafnvirði 1,3 milljarða króna. Salernið er ætlað til langra geimferða og var notað í geimfeijunni Endeavo- ur í janúar. Það reyndist ákaflega vel en geimvísindanefnd Bandaríkjaþings var ekki ánægð með að kostnaðurinn við salemið reyndist þrefalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. „Hér höfum við mistök sem hafa kostað skattborgarana milljónir dala og eng- um er sparkað," sagði repúblikaninn Dana Rohrabacher við yfirheyrslur nefndarinnar. „Svartur kassi“ fyrir bifreiðar ÞÝSKT fyrirtæki hefur hannað „svart- an kassa“ fyrir bifreiðar svo bílstjórar þurfi ekki að fara í hár saman þegar þeir lenda í bílslysum. Þetta nýja tæki er í höfuðatriðum eins og flugriti, getur jafnvel séð árekstra fyrir og byijar sjálfkrafa að safna upplýsing- um um aksturinn þegar hætta steðjar að. V opnaleitartæki í unglingaskólum YFIRVÖLD í Los Angeles hyggjast á næstunni setja upp vopnaleitartæki í öllum framhaldsskólum borgarinnar fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára. Þetta var ákveðið eftir að 17 ára nem- andi var skotinn til bana og var það annað morðið í skólunum á árinu. 15 ára unglingar hafa verið handteknir vegna seinna morðsins. HÚTEl MMM öÐRtmsi DAGAR Hressar hverfislömir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.