Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 23 Vildi helst verða arkitekt Meðan við Jón tölum saman er hann sífellt að teikna. Ungar og drengjalegar hendur hans munda pennann, undan fingrum hans spretta alla vega myndir sem Jón snyrtir og skyggir annars hugar. „Finnst þér gaman að teikna?" spyr ég. „Mjög svo,“ svarar Jón. „Ef ég væri laus við allt dóp myndi ég helst vilja vera arkitekt." „Hvað heldur þú að þú segðir ef einhver færi eins með húsin sem þú teiknaðir og þið fóruð með sumarbú- staðinn," spyr ég. „Eg yrði mjög reiður,“ svarar Jón. „Heldurðu að þú vildir hitta fólkfð sem átti bústað- inn og biðja það fyrirgefningar?" Hann þegir litla stund og teiknar. „Eg held ekki, ég myndi ekki meika það. Þetta er 5 milljóna króna tjón, ég held að fólkið geti ekki fyrirgefíð mér,“ svarar hann og lítur á mig. „En myndir þú vilja gera eitthvað til að bæta fyrir eyðilegginguna,“ spyr ég. „Já, ég myndi vilja smíða í staðinn og teikna nýtt hús fyrir fólk- ið sem átti bústaðinn," svarar hann og það birtir aðeins yfír honum. Ég óska þess í huganum að ég gæti lát- ið þessa ósk rætast. Við þegjum dálitla stund. „Mín mestu mistök í lífínu voru að fara út í dópið,“ segir Jón og horfír út í grátt regnveðrið. „Við vorum nokkur saman að drekka og vorum í þessum bústað," heldur hann áfram. „Svo fór allt í steik þegar einn strákur varð afbrýðisam- ur út af því að annar strákur var með stelpu sem hann var hrifinn af. Sá afbrýðisami tók bílinn og keyrði á sumarbústaðinn. Þá voru þrír krakkamir dauðir inn í herbergi en við vorum þijú inni í húsinu. Við rukum út og það greip okkur eitt- hvert bijálæðiskast. Við þrír strák- amir rústuðum bústaðnum. Skúrinn var keyrður í tætlur. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta er það versta sem ég hef gert. Ég hef stolið bílum, brotist inn, falsað .ávísanir, en þetta er það langversta. Ég vildi óska að ég hefði ekki gert þetta og ekkert af því sem ég hef gert. Ég sat í fímm tíma með rannsóknarlögreglunni og fór yfir allt sem ég hef verið handtek- inn fyrir og samt vorum við ekki búnir. Ég veit ekki hvað ég á að gera núna. Ég vil reyna í meðferð og losna við dópið. Helst af öllu vildi ég svo komast í vemdaðan stað meðan ég væri að byggja upp nýtt líf. Ég get sjálfsagt ekki verið hjá foreldram mínum. Mamma vill mig ekki aftur og pabbi er giftur aftur og vill mig heldur ekki. Hann er samt góður við mig, hann á engin böm nema mig. Hann kom og heimsótti mig þegar ég var í meðferð og gaf mér skíði. En hann verður að fara eftir kon- unni sinni og mamma eftir mannin- um sínum. Þegar ég var lítill fannst mér að allt gæti orðið gott ef pabbi og mamma giftust aftur. Það varð ekki. Ég bið ekki bænir, en ég þakka samt fyrir að vera ekki lamaður af öllu sniffínu. Ég sniffaði í þrjú ár, menn hafa lamast af minna. Nú er ég hættur að sniffa og hef ekki snert amfetamín í hálft ár. Sundum fyllist ég mikilli reiði. Þá langar mig mest til beija alla krakkana í þorpunum þar sem ég ólst upp. Mig langar líka stundum til að beija sljúpforeldra mína og jafnvel mömmu. En ekki pabba, alls ekki afa og ömmu og því síður litlu hálfsystkini mín. Þótt ég segi þetta þá er ég samt óskaplega feginn að hafa ekki orðið til að slasa neinn. Slík verk er aldrei hægt að bæta fyrir. Eignatjónið er samt nógu slæmt.“ Ég kveð þennan unga dreng og held af stað. Himinninn grætur á bílrúðuna mína og ég græt innra með mér. Græt æsku þessa ólánss- ama drengs, alla þá harðneskju sem hann hefur sætt og öll þau ólánsverk sem hann hefur unnið. Ég græt það að hann skuli ekki hafa borið gæfu til að rata rétta leið þegar erfíðleikar og mótlæti mættu honum og ég græt það ráðaleysi sem við í þessu samfé- lagi finnum til þegar við stöndum andspænis svo dapurlegum örlögum íslenskra ungmenna. Síðast en ekki síst er ástæða til að gráta yfír öllum þeim sem eiga eftir að ganga ámóta píslargöngu og þessi ungi piltur ef okkur lánast ekki með sameinuðu átaki að snúa vöm í sókn í uppeldis- málum á íslandi. Olafur Grétar Guðmundsson augnlæknir dr. med. læknastöðinni Landakoti, Marargötu 2, 101 Reykjavík, tilkynnir: Hef ákveðið að taka aftur upp fastan símaviðtals- tíma (ath. ekki tímapantanir!) alla virka daga kl. 8.30-9.00 í síma 624740. Viðtalsbeiðnum (tímapöntunum) og snerti- linsupöntunum er veitt móttaka í síma 26133 kl. 10-16 alla virka daga. Ath. Linsupantanir er nú unnt að geía í bréfsíma 624740 állan sólarhringinn. VOGASKÓLIÁRGANGUR 1956 Við ætlum að hittast þann 19. maí nk. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til einhvers eftirtaiinna: F. Gunnars Árnasonar s. 30153, Vignis Guðmundssonar s. 653315, Kötu Gunnars s. 34478, Helgu Haralds. s. 651952, Rósu Andrésar s. 667133, Hönnu Rúnu s. 812842, Guðrúnar Stefáns, s. 31215, Jónu Ólafs, s. 46747. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Spjaldvefnaður L . i Kennari: Ólöf Einarsdóttir. 25. mars - 13. maí. Fimmtudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. i _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.