Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
ERLEINIT
INNLENT
Tveir bátar
stranda
Tíu sjómenn björguðust giftu-
samlega um síðustu helgi þegar
tveir bátar strönduðu. Fimm var
bjargað úr Dalaröst sem strand-
aði á Húsaflögum utan við
Stykkishólm og fimm björguðust
úr Farsæli sém rak vélarvana í
strand við innsiglinguna til
Grindavíkúr. Dalaröstin er ónýt
en Farsæll náðist á flot.
Sprengjuhótun í Leifsstöð
Mikill viðbúnaður var á Kefla-
víkurflugvelli síðdegis á þriðju-
dag vegna tilkynningar um að
sprengja væri í Leifsstöð. Flug-
stöðin var rýmd og flugvellinum
lokað svo allt flug fór úr skorð-
um. Tilkynningin reyndist gabb.
Nýtt útgerðarfélag
í Bolungarvík
Stofnað hefur verið nýtt út-
gerðarfyrirtæki í Bolungarvík,
Utgerðarfélagið Ósvör hf. með
þátttöku fjölda bæjarbúa, bæjar-
sjóðs og verkalýðsfélaganna á
staðnum. Félagið mun leita eftir
leigu og kaupum á eignum þrota-
bús Einars Guðfinnssonar hf.
Tap og sigur
íslenska landsliðiðtapaði fyrir
Svíum, 21-16, í opnunarleik
Heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik í Svíþjóð á þriðjudag.
Liðið vann síðan Ungverja,
25-21, á fímmtudag og tryggði
sér með því sæti í milliriðli.
Meginmarkmið kjara-
viðræðna kynnt
Aðilar vinnumarkaðarins
kynntu ríkisstjóminni megin-
markmið kjaraviðræðna á þriðju-
dag. Veruleg lækkun raunvaxta,
stöðugleiki í gengi og verðlags-
málum og stöðugleiki á vinnu-
markaði, sem þýðir að kjara-
samningar þurfa að nást til allt
að tveggja ára, eru meðal
markmiðanna.
SÍS krafið um afslátt
af hlutabréfum
Landsbréf hf. hafa óskað eftir
því við Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, fýrrum eiganda
Samskipa, sem hófu sölu hluta-
bréfa félagsins í apríl sl., að
kaupendum verði bættur skaðinn
af óraunsærri áætlanagerð fyrri
stjómenda sem hafi skilað sér í
óraunhæfu gengi bréfanna.
K. Jónsson gjaldþrota
Niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar og co. hf. á Akureyri hefur
verið úrskurðuð gjaldþrota. Um
70 manns vinna hjá fyrirtækinu.
Bústjóri freistar þess að fá önnur
fyrirtæki í bænum til að stofna
nýtt félag um reksturinn.
Verðhrun á gámaþorski
Verðhmn varð á gámaþorski
á Bretlandsmarkaði í vikunni,
eða um allt að 40%, einkum
vegna mikils framboðs á þorski
úr Barentshafí. Verð á karfa á
Þýskalandsmarkaði féll einnig
töluvert.
Smyglaði sorpi til
Hvolsvallar
Flutningabflstjóri úr Reykja-
vík var staðinn að því að urða
sorp _af höfuðborgarsvæðinu í
óleyfi að næturlagi á sorphaug-
um Hvolsvallar. I ljós kom að
bflstjórinn hefur stundað þessa
iðju lengi. í bakaleiðinni hefur
hann flutt hey frá Stórólfsvelli
til borgarinnar.
ERLENT
Átök Jeltsíns
og þingsms
náhámarki
ÁTÖK Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta og rússneska full-
trúaþingsins náðu hámarki á
föstudag. Beið
Jeltsín auð-
mýkjandi ósigur
þegarsamþykkt
var ályktun Sem
gerir andstæð-
ingum forsetans
kleift að draga
enn frekar úr
völdum hans.
Auk þess bannaði þingið beinlín-
is þjóðaratkvæðagreiðslu sem
Jeltsín hafði boðað en í henni
hugðist hann láta þjóðina skera
úr um valdaskiptinguna.
Spánveijar tengja gildistöku
EES við Maastricht
SPÁNVERJAR telja sig ekki
geta staðfest samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
fyrr en að loknum þingkosning-
um í október í haust og hafa
lýst yfir því að samningurinn
tengist Maastricht-samkomulagi
Evrópubandalagsins. Sögðu þeir
í vikubyijun að óraunhæft væri
að miða staðfestingu EES við
1. júlí þar sem fyrirséð væri að
EB-ríkin hefðu ekki öll staðfest
Maastricht-samkomulagið fyrir
þann tíma.
Áfall fyrir Major
JOHN Major forsætisráðherra
Breta varð fyrir áfalli sl. mánu-
dag er neðri málstofa þingsins
samþykkti breytingartillögu
Verkamannaflokksins við frum-
varpið um Maastricht-samkomu-
lagið. Talið er að samþykktin
geti tafíð lokaafgreiðslu um
nokkrar vikur. Er þetta í fyrsta
sinn frá árinu 1986 sem stjómar-
andstaðan vinnur sigur af þessu
tagi í atkvæðagreiðslu á þingin
en breytingartillagan var sam-
þykkt með 314 atkvæðum gegn
292. Major reyndi ákaft að tala
um fyrir andstæðingum Ma-
astricht-samkomulagsins í
íhaldsflokknum og er talið að
niðurstaðan sé til þess fallin að
grafa undan honum.
Fær Fischer ekki
verðlaunaféð?
JEZDIMIR Vasiljevic, fjár-
málamaðurinn sem skipulagði
skákeinvígi Bobby Fischers og
Borís Spasskís í Serbíu og
Svartfjallalandi, hefur nú flúið
til ísraels og segir að glæpamenn
á vegum serbneskra stjómvalda
hafi reynt að myrða hann. Flótti
Vasiljevics olli vangaveltum um
að Fischer og Spasskí fengju
ekki það fé sem þeim var lofað
greitt að fullu. Aðrir menn hafa
tekið yfir stjórn banka Vas-
iljevics, Yugoskandik.
Þorskkílóið á krónu
TÆPLEGA króna fyrir kflóið af
fyrsta flokks þorski. Þetta er
verðið sem áhöfnin á norsku
fiskiskipi fékk í síðustu viku i
Vadsö í Norður-Noregi og að
sögn talsmanna fiskiðnaðarins á
Finnmörku er ástæðan ofur ein-
föld: Gífurleg kaup á rússnesk-
um fiski á spottprís. Lágmarks-
verð á þorski til norskra sjó-
manna er tæplega 99 íslenskar
krónur. Fiskverkendum kemur
hins vegar ekki til hugar að
kaupa þorskinn á þessu verði
þegar þeir geta fegið hann miklu
ódýrari frá Rússum.
Erfiður róður
SÉRFRÆÐINGAR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segja, að Færeyingar eigi erfiðan róður framundan en
spá því, að þjóðarframleiðslan geti farið að aukast eftir tvö ár. Atvinnuleysisvandinn virðist hins
vegar lítt leysanlegur í nánustu framtíð og erlendu skuldimar verða þjóðinni erfíður baggi í langan tíma.
Spá 20% samdrætti
í þjóðarframleiðslu
Mælt fyrir um tekjuafgang á fjárlögum, fækkun í flot-
anum, stöðvun niðurgreiðslna og lántöku erlendis
„FÆREYSKT efnahagslíf er í mikilli kreppu. Þjóðarfram-
íeiðslan hefur minnkað um 20% á síðustu fjórum árum og
á þessu ári stefnir enn í verulegan samdrátt. Atvinnuleysið
er þegar komið í 20% og það þrátt fyrir töluverðan fólks-
flótta frá eyjunum á síðustu mánuðum og árum.“ Með þess-
um orðum hefst skýrsia, sem þriggja manna nefnd á vegum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur skilað af sér um efnahags-
ástandið í Færeyjum, en þar eru raktar ástæður kreppunn-
ar og framtíðarhorfur og bent á ráðstafanir, sem grípa
verður tU varðandi almenna efnahagsstjórn, fjármál rikisins
og grundvallaratvinnuveginn, veiðar og vinnslu. Verður hér
á eftir stiklað á stóru í skýrslu
í skýrslunni segir, að á síðasta
áratug hafi einkaneysla og fjár-
festing í Færeyjum vaxið hratt,
ekki sist fyrir tilstilli hins opin-
bera, sem hafi annars vegar fjár-
fest mikið í samgöngum, á og
milli eyjanna, og hins vegar veitt
ríkisstyrki til aukinnar uppbygg-
ingar í veiðum og vinnslu. Þessi
fjárfesting hélst ekki í hendur við
aukna framleiðslu, þvert á móti
fór aflinn minnkandi, og afleiðing-
in er sú, að fiskiðnaðurinn ein-
kennist af allt of mikilli fram-
leiðslugetu en að sama skapi lítilli
getu til að borga skuldimar.
Efnahagsstjómin á siðasta ára-
tug olli því, að erlendar skuldir
þjóðarinnar jukust hratt og
áhyggjur af þróuninni ollu því, að
1989 var dregið úr opinberum
framkvæmdum og lánafyrirgre-
iðslu innanlands og lögð fram
áætlun um að draga úr sókn með
fækkun skipa. Þetta hafði þau
áhrif, að vemlega dró úr eftir-
spurn innanlands og allri efna-
hagsstarfseminni en greiðslujöfn-
uðurinn, sem hafði verið neikvæð-
ur, hefur verið jákvæður tvö síð-
ustu ár.
Skuidirnar tvöfölduðust á
fjórum árum
[11*
Ieiðslu í 140%. Bendir það til veru-
legs fjármagnsflótta frá Færeyj-
um á þessu tímabili vegna
áhyggna manna af þróun mála.
Það hefur gert afleiðingar að-
haldsaðgerðanna verri, að á sama
tíma hefur fískafli minnkað mikið.
Heildarafli 1992 var tveir þriðju
af aflanum um miðjan síðasta ára-
tug og samsetningin miklu óhag-
stæðari.
Bankakerfið á heljarþröm
Efnahagserfiðleikamir endur-
speglast í fjármálakerfínu fær-
eyska. Tekjuhrapið í fiskiðnaði,
vegna minni afla og minni ríkis-
styrkja, hefur valdið gjaldþroti
margra fyrirtækja og alvarlegum
afleiðingum fyrir bankana. Sjó-
vinnubankanum vom lagðir til
fimm milljarðar kr. í neyðarhjálp
í október og 3,5 milljarðar í febr-
úar og eigendur hins aðalbankans,
Föroya Banka, urðu að hjálpa
honum með nýtt fé.
Reynsla síðustu ára sýnir erfið-
leikana við mótun heildarstefnu í
efnahagsmálum á tímum mikilla
breytinga. Hún sýnir líka mikil-
vægi þess, að bættur sé sá tölu-
legi upplýsingagrunnur, sem mót-
un efnahagsstefnunnar verður að
að byggjast á.
Færeyska landsstjómin hefur
eins og fyrr segir dregið úr út-
gjöldunum síðustu fjögur árin en
á móti kemur, að tekjur lands-
sjóðsins hafa minnkað að sama
skapi vegna efnahagssamdráttar-
ins. Frá 1989 til 1991 var fjárlaga-
hallinn um
10,5% af
þjóðartekjum
árlega og hann
var að mestu
leytí fjármagn-
aður með er-
lendum lánum.
Á síðasta ári var hallinn 10%. Á
þessum tíma hafa erlendar skuldir
hins opinbera farið úr 45% af þjóð-
arframleiðslu 1989 í 95% um síð-
Óvissar framtíðarhorfur
Framtíðarhorfur í færeyskum
efnahagsmálum eru afar óvissar.
Líklegt er, að aflasamdráttur á
þessu ári verði um 10% en vegna
væntanlegrar aukningar í fiskeldi
er trúlegt, að
útflutningur
minnki um
2,5% á þessu
ári miðað við
síðasta ár.
Efnahagssam-
drátturinn
verður þó meiri en þessu nemur
og útlit er fyrir, að þjóðarfram-
leiðslan minnki um næstum 20%
á árinu 1993. Á miklu veltur
BAKSVID
eftir Sveirt Sigurðtson
ustu áramót en nettóskuld þjóðar-
innar við útlönd hefur vaxið
minna, eða úr 125% af þjóðarfram-
hvernig tekst að leysa fjárhags-
vanda fiskiðnaðarins og bankanna
en það er alveg Ijóst, að hvorki
útgerð né fiskvinnsla munu geta
greitt nema lftið brot af skuldum
sínum. Alvarlegt vandamál er at-
vinnuleysið, sem virðist vera óleys-
anlegt á næstu árum.
Skýrsluhöfundar telja ekki
ósennilegt, að gera megi ráð fyrir
einhverri aukningu í afla og út-
flutningi á árinu 1995 og segja,
að verði alls gætt.muni færeyska
þjóðarskuldin við útlönd fara úr
140% af þjóðarframleiðslu um síð-
ustu áramót í 110% við lok ársins
1997.
Tekjuafgangur og
skuldasöfnun hætt
Mikilvægt er, að landsstjómin
skili hallalausum fjárlögum strax
á þessu ári og búi sig jafnframt
undir afborganir af erlendum lán-
um á tímabilinu 1994-97, sjö millj-
arða kr. Með það í huga stefnir
landstjómin að tekjuafgangi á
fjárlögum, sem verði 4,5% af þjóð-
arframleiðslu. Annað mikilvægt
markmið á þessu ári og næsta er
endurskipulagning í sjávarútvegi,
veiðum og vinnslu, og heilbrigðara
fjármálakerfi. Þá ætlar lands-
stjómin ekki að taka eða ábyrgj-
ast ný, erlend lán að því undan-
skildu, að heimilaðar verða lántök-
ur hjá danska -ríkinu, danska
seðlabankanum og sala færeyskra
ríkisskuldabréfa erlendis.
Hallalaus fjárlög og viðunandi
greiðslustaða munu þó ekki nægja
til að landssjóður geti staðið við
greiðsluskuldbindingar sínar á
þessu ári innanlands og utan, 3,8
milljarða kr. Til verður að koma
endurfjármögnun og landssjóður
hefur ákveðið að selja færeysku
sparisjóðunum og færeyska trygg-
ingarfélaginu ríkistryggð skulda-
bréf fyrir þijá milljarða kr.
Endurskipulagning í
sjávarútvegi
Landsstjórnin stefnir að því að
nýta auðlindir hafsins með skyn-
samlegum hætti en það felur með-
al annars í sér að draga úr allt
of mikilli sókn. Togaraflotinn er
langtum of stór, fískiðnaðurinn
allt of skuldsettur og hefur auk
þess verið háður opinberum styrkj-
um. Launakostnaður er auk þess
of mikill. Stefnt er að því, að niður-
greiðslur í þessari grein verði
horfnar með öllu eftir fimm ár og
einn liður í að fækka skipum er
að innkalla veiðileyfi þeirra út-
gerða, sem verða gjaldþrota. Hvað
fiskveiðistjómina viðvíkur þá hug-
leiðir landsstjórnin að setja á heild-
arkvóta í öllum fisktegundum.