Morgunblaðið - 14.03.1993, Side 20

Morgunblaðið - 14.03.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 Texti og myndir: Anna Gulla ÞAÐ HAFA orðið þó nokkur þáttaskil í tízkunni. Stuttu pilsin, sem verið hafa ríkjandi í nokkur ár eru nú alveg horf- in og í staðinn komin ökklasíð pils og kjólar og útvíðar buxur í anda 8. áratugarins. Þessu fylgja gjarnan mussur eða heklaðir toppar, oft bert á milli laga. (Þó á maður tæp- lega von á að berir magar verði ríkjandi tízka við okkar veðurfar). Skór eru gjarn- an þykkbotna eða uppreimuð ömmustígvéi. Þetta mátti meðal annars glöggt greina á vörusýning- unni Prét a Porter Féminin í París, þar sem fatafram- leiðendur kynntu nýverið fatnað þann, sem standa mun almenningi til boða og setja svip sinn á götulífið veturinn ’93 - ’94. SÍGILDUR KLÆÐNAÐUR, framþróun frá uppatískunni. ÞJÓÐLEG ÁHRIF FRÁ ASÍU OG MIÐ-EVRÓPU ERU ÁBERANDI. HIPPAÁHRIF Blómabamaáhrifanna gætir orðið heilmikið í hár- og förðunartízku. Hár er ýmist sítt, slétt, með miðju- skiptingu, eða missíðar tjás- ur. í andlitsförðun er mikið um þessi stóru augu, með miklum gerfíaugnhámm, brúnimar plokkaðar örþunn- ar, augnskuggar í fölum pastellitum og fremur fölir varalitir. Þessi hippatízka er eðli sínu samkvæmt fyrst og fremst ætluð yngri kynslóð- inni, en nú sem endranær era nokkrar mismunandi tízkustefnur í gangi sam- síða: SÍÐ PILS Alltaf er um að ræða sí- gildan, notadijúgan fatnað, sem fólk í atvinnulífínu þarf á að halda. Þar verða yfír- leitt ekki stórtækar breyt- ingar í sniðum, en síð pils eru alveg tekin við af þeim stuttu og engir sterkir né skærir litir sjást þessa dag- ana. Regnfrakkar í anda Humphrey Bogart, einnig stuttir frakkar og kápur. Blússur og vesti áberandi. Þessi lína minnir á Montp- amasse og Saint Germain des Prés 5. áratugarins, þar sem lista-og gáfumenn, m.a. Hemingway og Picasso héldu til. HERRAGARÐSSTÍLL Einnig er í gangi sígild lína, sem kennd er við herra- garða og sveitaaðal. (Ralph Lauren hefur sérhæft sig í þess háttar stíl, einnig Bur- berry’s, Hermés o.fl.) Þar er á ferðinni hágæðafatnað- ur úr fínum efnum, með vönduðum frágangi, virðu- legur fatnaður, sem gjarnan höfðar til aðeins eldri hóps. Hvað varðar frístunda- fatnað er mikið um útpijón- aðar peysur, gjaman með kaðlamunstri og stórköflótt- ar skógarhöggsmanna- skyrtur og tweedjakkar. Þama er höfðað til náttúru- unnenda og útivistarfólks og liggur við að maður fínni tært fjallaloft og skógarilm leika um vit sín. JARÐARLITIR RÍKJANDI Jarðariitir era alfarið ríkj- andi í tízkunni framundan. Einnig er mikið af mildum og djúpum litum úr ríki nátt- úrunnar. Má gjarnan sjá fyrir sér lyng og berjaliti,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.