Morgunblaðið - 14.03.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.03.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 29 og hvemig maður hafði það. Sá áhugi var svo sannur og hlýr, hún vildi og varð að vera viss um að manni liði vel. Umhyggja hennar og ástúð gerðu það að verkum að mér finnst ég geta verið eitt af bama- bömunum hennar, þó að við væmm ekkert skyld. Það er tilfinning sem maður fær ekki hjá öllum. Fyrir um það bil ári síðan veiktist Ingibjörg og var flutt á sjúkrahús Húsavíkur. Þaðan átti hún ekki aft- urkvæmt. Ég kom nokkrum sinnum til hennar á sjúkrahúsið síðastliðið sumar og það var eins og alltaf sér- lega notalegt að kom til hennar. Þegar ég leit til hennar 15. febr- úar sl. var hún orðin veikari en hún hafði verið, og ég þóttist viss um að ég sæi hana þá í síðasta sinn. Hún sofnaði útaf 8. marz. Um leið og ég kveð Ingibjörgu með þessum fátæklegu orðum vil ég nota tækifærið og þakka henni ógleymanlega samfylgd. Bömum, tengdabömum, bama- bömum og öðmm aðstandendum vil ég senda mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sveinn Valdimar. Nú er hún amma okkar horfin yfir móðuna miklu og eftir lifa minn- ingar sem styrkja okkur á þessari sorgarstundu. En minningarnar em margar, því að hún amma var ávallt svo indæl og ljúf við alla. Margs er að minnast, ekki síst frá því er við heimsóttum hana á Húsavík, þar sem hún tók á móti okkur með opn- um örmum, því að það var fátt sem gladdi hana meir en að fá gesti. Þá var hún léttstíg og lék við hvem sinn fingur. Sama var hvem bar að garði, honum var tekið sem höfð- ingja og framreidd veisla á ör- skammri stundu. Það var hennar aðal að hugsa fyrst og fremst um aðra og að þeim liði sem best. Það er af mörgu að taka þegar hugsað er til baka og allar þær stundir rifjaðar upp sem við eyddum með ömmu. Minningarnar hrannast upp. Þá fínnur maður hversu gott og gaman var að ræða við ömmu. Hún var margfróð og sérstaklega minnug. Hún gat hlustað vel og lengi og þegar við átti sló hún á Iétta strengi. Þar til fyrir nokkmm ámm mátti bóka það að 5 jólapakkanum frá ömmu á Húsavík vom vel pijónaðir ullarsokkar eða ullarvettlingar, því að hún sat með pijónana allan dag- inn og sönglaði jafnframt lítið lag fyrir munni sér. Það var áður en sjónin fór að gefa sig, en sokkamir ylja enn og eins vettlingamir. Þegar hugsað er svona aftur í tímann man maður hversu fallegt hár amma hafði, svo silfurgrátt og sítt. Sjaldan sáum við það slegið því að það var oftast í fléttu en þegar gægst var á hana á morgnana eða kvöldin, þegar hún greiddi það, sást hversu mjög fallegt það var. Ef amma var spurð um einhvern afmælisdag, innan fjölskyldunnar sem utan, stóð ekki á rétta svarinu hjá henni því að varla var til sá af- mælisdagur sem hún mundi ekki. Það eitt sýnir hversu vænt henni þótti um fjölskyldu sína og vini. Alltaf var amma glöð og ánægð með lífið og tilvemna, sama hvað gekk á, hún lét ekki margt raska ró sinni. Eflaust hefur hún haft sitt skap, en við krakkarnir fundum það aldrei. Víst verða heimsóknir okkar til ömmu á Húsavík ekki fleiri í þessu lífi, en við höfum þó alltaf minning- una um hana í huga okkar og þar getum við rifjað upp og verið glöð því að hún lifir þar á meðal okkar. Nú líður ömmu okkar ömgglega vel, því að nú hafa þau hist, hún og afí, sem hefur beðið hennar með óþreyju. Og hvar sem þau eru nú, ganga þau saman hönd í hönd heim að gamla bænum. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, guð mun vitja um þitt ból. (Ókunnur höf.) Elsku amma, við kveðjum þig, farðu í guðs friði. Þórunn, Ingibjörg, Snorri, Dagmar og Bryndís. Mmmng Anna Guðmonsdótt- irfrá Kolbeinsvík Fædd 2. janúar 1899 Dáinn 7. mars 1993 Lækkar Iífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvildinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Það að eiga góða ömmu er dýr- mæt gjöf. Amma okkar, sem hér er kvödd, var svo sannarlega dýr- mæt gjöf. Amma var orðin 94 ára þegar hún lést í Sjúkrahúsi Akraness, södd lífdaga, en þar hafði hún dval- ið skamma hríð, þegar kallið kom. Meðan amma átti heima á Dval- arheimilinu Höfða á Akranesi tók hún virkan þátt í starfinu þar. Meðan heilsa hennar leyfði fannst henni dagurinn ekki vera byijaður fyrr en hún hafði gert leikfimi- æfingar og hefðum við, unga fólk- ið, mátt taka okkur hana til fyrir- myndar hvað það snerti. Bestu stundir ömmu tel ég þó hafá verið þegar hún stundað þá iðju sem var handavinna, en amma var mikil hannyrðakona. Það sýna best verkin hennar. Voru það ófáir sokkamir og vettiingamir sem hún rétti að okkur og bömum okkar. Ef maður lokar augunum og rifj- ar upp minningar koma m.a. í ljós myndir af ömmu sitjandi í stól að telja út, og þá i gegnum stækkunar- gler, því að stramminn er svo fínn. Amma taldi ekki eftir sér að rekja upp, hvort heldur voru lykkjur eða spor, hún sagði gjarnan að það væri ekki gaman að gera hlutina, ef maður þyrfti ekki að rekja upp. Svona var amma. Amma las mikið og vom þá bækur um ættfræði og dulræn málefni henni afar kærar. Amma taldi að það væri líf eftir dauða og sagði hún að þegar hennar tími væri kominn þá myndi hún hitta afa, en afi lést árið 1989. Helst hefði hún viljað fá að fylgja honum, en hennar tími var ekki kominn þá. Amma var hvíldar þurfi og hún kveið ekki ferðalaginu mikla. Við vitum að hún á eftir að hitta ást- vini sína sem á undan vom farnir. Elsku mamma, Guðmundur, Lauga, Auður og fjölskyldur, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi amma okkar elskuleg hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Árni, Klara, Gunnar, Gylfi og fjölskyldur þeirra. Nú hefur hún kvatt þennan heim, blessunin hún amma mín, orðin 94 ára gömul. Flestum finnst það hár aldur, en amma bar ávallt aldurinn vel og var hraust og vel á sig kom- in þar til fyrir rúmum mánuði er hjartað fór að gefa sig og ekki varð aftur snúið. Tími var kominn til að kveðja þennan heim og halda á aðrar slóðir. Mig langar til að minn- ast hennar í nokkrum orðum. Amma var fædd á Kaldrananesi á Ströndum, dóttir hjónanna Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Guðmons Guðnasonar, þriðja í röð sex systk- ina sem nú eru öll látin. Eftir er lifandi uppeldissystir hennar, Hans- ína Guðmundsdóttir, sem tekin var í fóstur af þeim hjónum Guðrúnu og Guðmoni er hún var þriggja ára að aldri. Amma starfaði á heimili foreldra sinna þar til hún giftist afa, Áma S. Ingvarssyni, f. 10. mars 1906, d. 26. júní 1989, 29. desember 1928. Þau hófu búskap sinn á Fiskinesi á Selströnd, en byggðu sér síðan bæ á Sólheimum í landi Hafnarhólms. Þau áttu fjög- ur börn: Guðmund Lúðvík, f. 1930, skipstjóri á Sauðárkróki, Sveinsínu Andreu, f. 1931, starfskona á Sjúkrahúsi Akraness, og tvíburana Sigurlaugu Ingu, ritara á Akranesi, og Auði Minný, stöðvarstjóra Pósts og síma á Suðureyri, f. 1937. Árið 1946 brugðu þau búi og fluttust til Akraness. Afí stundaði sjómennsku alla tíð og amma var húsfreyja (í orðsins fyllstu merkingu). Síðustu æviárin bjuggu þau á dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. Amma hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna, enda fædd fyrir aldamótin, og lifað allar þær breyt- ingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á þessari öld. Við sem fædd erum á seinni helmingi aldarinnar eigum sjálfsagt erfitt með að gera okkur í hugarlund hvað það fólk sem fæddist inn í gamalt bændasamfé- lag sem lítið hafði breyst frá miðöld- um, hefur á einni ævi tekið þátt í stórkostlegum breytingum á öllum sviðum, í umhverfi, atvinnu, búsetu, samgöngum og ekki síst á félags- legum aðstæðum. Þegar amma sagði frá lífinu þegar hún var ung var stundum eins og hún væri að tala um lífið á annarri plánetu, allt var svo ólíkt því sem það er í dag. Mér finnst það ómetanlegt að hafa fengið að kynnast ömmu og hafa hana svo lengi hjá okur til að fræða okkur um gamla tímann. Engar bækur, hversu vel sem þær eru skrifaðar, geta komið í stað frá- sagna fólks af atburðum sem það sjálft hefur upplifað. Amma sagði vel frá og lýsti atburðum og fólki svo vel að unun var á að hlusta. Hún var svo mörgum hæfileikum gædd sem hefðu vel mátt njóta sín betur. Hún var mikil handavinnu- kona eins og svo margar konur af hennar kynslóð, og liggja eftir hana fjölmörg listaverk á því sviði. Ótrú- leg færni í hekli og pijónaskap kom okkur yngra fólkinu alltaf jafn mik- ið á óvart. Þó að skömm sé frá að segja kann ég ekki einu sinni að nefna mynstrin sem notuð voru í hinar ýmsu flíkur og skrautmuni sem prónaðir eða heklaðir voru úr svo þunnu garni að það líktist helst tvinna. Þetta er sannköluð listaiðja sem stunduð hefur verið á íslensk- um heimilum öld fram af öld, sem sannarlega væri ástæða til að halda meira á loft. En amma lét ekki þar við sitja, komin yfir áttrætt lærði hún að mála á tau og ekki voru þau listaverk síðri. Hún var komin yfir nírætt þegar hún lagði pijónana á hilluna þar sem sjónin var ekki nógu góð lengur. Amma var vel gefin og las mikið og fylgdist með í þjóðamálaumræð- unni. Hún hafði mjög róttækar skoðanir og lá ekki á ef svo bar undir. Sérstaklega voru verkalýðs- málin henni hugleikin, hún stóð allt- af með þeim sem minna máttu sín, reynslan frá tímum fátæktar og kreppu markaði þar sín óafmáan- legu spor. Við vorum ekki alltaf sammála í skoðunum á þjóðmálun- um og var þá gaman að rökræða við þá gömlu, hún gaf ekkert eftir. Þá var amma mjög ljóðelsk og kunni hún fjöldann allan af ljóðum og sálmum. Hún átti sjálf létt með að yrkja og setja saman vísur, en vildi lítið við það kannast, hafði þetta bara fyrir sjálfa sig. Á sínum yngri árum var hún sérstaklega dugleg við kveðskapinn og liggja eftir hana fjölmargar vísur og kvæði frá þeim tímum en það var nú ekkert verið að halda því sam- an. Verður það hlutverk okkar af- komendanna að reyna að grafa það upp og halda saman. Þau kvæði sem ég hef séð fjalla flest um bömin hennar og um menn og málefni á líðandi stund. Eru þau bæði falleg og vel ort. Hún hafði og yndi af fallegum söng og hafði sjálf góða söngrödd. Ömmu fannst það alltaf miður að hafa ekki fengið tækifæri til að mennta sig þegar hún var yngri og talaði hún oft um það þegar aldur- inn var farinn að færast yfír hana og hún taldi að það færi að styttast í að hún færi yfír landamærin miklu, að þá vonáðist hún til að fá tækifæri til að fara í skóla og mennta sig og ferðast eins og hana hafði alltaf iangað til. Amma var alltaf mjög trúið og lagði mikið uppúr bæna- og biblíulestri. Hún var óhrædd við að mæta dauðanum og talaði oft um það hin síðari ár að nú færi að styttast í það að hún færi yfir. Nú hefur amma vonandi fengið óskir sínar uppfylltar og tyll- ir sér á skólabekk á æðri tilverustig- um. Guð geymi þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Elín Árnadóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARLJ. MAGNÚSSON rafeindavirkjameistari, Ljósheimum 20, verður jarðsunginn fró Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 16. mars kl. 14.30. Ólöf Eiríksdóttir, Magnús Karlsson, Ingibjörg Gfsladóttir, Sæunn E. Karlsdóttir, Palle S. Pedersen, Eiríkur S. Karlsson, Sigrún S. Karlsdóttir, Karl J. Karlsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL BJARNASON fornbókasali, Kópavogsbraut 1 a, sem lést 7. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Gyða Siggeirsdóttir, Hrafnkell Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Ólaffa Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Sofffa Stefanfa Egilsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, syst- ir, amma og langamma, VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, Mímisvegi 6, Reykjavík, er lést í Vífilsstaðaspítala 8. mars verð- ur jarðsungin frá Frfkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30. Erna Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, Árni Ólafsson, Bjarni Sigurgrimsson, Hjördis Óskarsdóttir, Ingibjörg Sigurgrímsdóttir, Örn Leósson, Magnea Benia Bjarnadóttir, Valdemar Konráðsson, Guðmundur Bjarnason, María Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÓLAFSSON frá Reykjarfirði, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést 8. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 17. mars kl. 15.00. Sigurlaug Magnúsdóttir, Ölafur Gunnarsson, Sibylle Gunnarsson, Anna Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Selma Gunnarsdóttir, Kristján Jóhannesson, Bragi Gunnarsson, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.