Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 48

Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Ungt fólk er lengnr í foreldra- húsum FLEST virðist nú benda til þess að ungt fólk dveyi lengur í heimahúsum en áður tíðkað- ist. Ógiftum einstaklingum innan við þrítugt hefur fjölg- að um nær helming síðustu tuttugu árin og námsmönnum sem búa í foreldrahúsum hef- ur fjölgað úr 30% í 46% á sex árum. Talið er að bæði efna- hagslegar og uppeldislegar ástæður geti legið að baki þessarar þróunar. Samkvæmt manntali Hagstofu Islands voru giftir einstaklingar á aldrinum 20 til 29 ára 18.664 og ógiftir 14.566 árið 1972, en árið 1992 voru hinir giftu aðeins 7.660 en hinir ógiftu 34.111. Fólki í óvígðri sambúð hefur fjölgað síðustu árin og hefur það áhrif á ofangreindar tölur. Tölur frá LÍN sýna þó ótvírætt að námsmönn- um sem búa í foreldrahúsum hefur fjölgað, því árið 1987 til ’88 voru 30% bamlausra og makalausra námsmanna í foreldrahúsum, en nú em þeir 46%. Seinkar þroska? Talið er að þróun þessa megi rekja til þrenginga í þjóðfélaginu og atvinnuleysis, á sama tíma og ungu fólki í langskólanámi hefur fjölgað. í samtölum við foreldra kemur fram að það getur bæði ver- ið kostur og ókostur að hafa ungt fólk á þrítugsaldri heima, en að mati uppeldissálfræðings getur bæði þroska og sjálfstæði einstakl- ingsins seinkað við núverandi að- stæður. Sjá grein á bls. 10: „Hótel mamma". Signrður skoraði níu mörk ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik átti ekki í erf- iðleikum með landslið Bandaríkjamanna á HM í Gautaborg í gær, laugardag, og vann örugglega, 34:19, eftir að hafa verið sjö mörk- um yfir í hálfleik, 14:7. Þetta var annar sigur íslands í riðlinum, en liðið byijar keppni í milliriðli á mánudag með tvö stig í farteskinu. Bandaríkjamenn stóðu í íslend- ingum til að byija með. ís- lendingar skor- uðu ekki fyrr en í þriðju sókn, Bandaríkja- menn jöfnuðu, 1:1, og aftur, 2:2, en eftir það höfðu íslensku strákamir undir- tökin án þess þó að nýta sér yfir- burðina fyrr en undir lokin. Sigurður Sveinsson gerði níu mörk og er kominn með 20 mörk í þremur leikjum. Gunnar Gunn- arsson og Júlíus Jónasson komu næstir með sín fimm mörkin hvor. Morgunblaðið/RAX Brotajámshaugar STARFSMENN Furu hf. eru byijaðir að flokka og vinna úr 30 þúsund tonna brotajámshaugnum við stálverk- smiðjuna í Hafnarfirði en áætlað er að um 20 þúsund tonn af nýju og óunnu brotajámi falli til á hveiju ári hérlendis. 75 til 80% jámsins era brotin niður í málmtætara en stærra jám þarf að vinna með sérstakri 800 til 1.000 tonna pressu sem klippir jámið niður í ákjósanlegar stærðir. Rýmun við vinnslu brotajámsins er um 30%. Atvinnuleysistryggingar Bætur tílfólks í vinnu BRÖGÐ hafa verið að því menn sem skráð hafa sig at- vinnulausa hjá verkalýðsfé- lögunum hafi verið í svo- nefndri „svartri vinnu“ eða verið skráðir í skóla. Farið er að bera á því að fólk sé farið að segja til félaga sinna sem þannig ætla að fara í kringum kerfið, að sögn Sól- veigar Guðmundsdóttur, starfsmanns Dagsbrúnar. „Það er nýlega komið upp á borð hjá okkur að fólk er farið að segja til félaga sinna. Því hef ég ekki kynnst allt síðasta ár. Fólk upplýsir að hinn eða þessi sé í vinnu eða í skóla þótt hann sé skráður atvinnu- laus. Það gefur allar upplýsingar en óskar eftir nafnleynd. Við reyn- um síðan að sannreyna slíkar ásak- anir og hafa þær átt við rök að styðjast í nokkuð mörgum tilfell- um,“ sagði Sólveig. Reiðasta fólkið Hún sagði að það væri e.t.v. reið- asta fólkið sem segði til þeirra sem reyndu að svíkja út atvinnuleysis- bætur, þeir sem væra fúsir til að vinna. „í mörgum tilfellum era þetta ungir menn, fæddir 1970 og síðar, sem era að svindla. Annar hópur, sem hefur ekki fengið vinnu frá því hann hætti í skóla og vill fara að vinna, segir til félaga sinna,“ sagði Sólveig. Hún sagði að íslenskt þjóðfélag væri ekki búið undir atvinnuleysi eins og nú ríkti og því erfitt að fá uppgefið t.a.m. hjá framhaldsskól- unum hveijir væra skráðir í skóla. Sigurður Guðmundsson, formað- ur Félags starfsfólks í veitingahús- um, kvaðst ekki geta neitað því að hafa orðið var við þetta. „Það er erfitt að fýlgjast með svartri vinnu, en þetta er hlutur sem kemur upp þjá okkur,“ sagði Sigurður. Hann sagði að atvinnuleysi væri mikið í stéttinni og farið að nálgast 20% af vinnufæram félögum. Þýska lögreglan vill fá stolnu Benzana til baka Talið er hæpið að það verði gert nema fyrst verði höfðað einkamál hér á landi RANN SÓKNARLÖGREGLU ríkisins hefur nú borist fyrirspurn frá þýskum lögregluyfirvöldum um möguleikana á því að hinar stolnu Mercedes Benz bif- reiðar, sem fluttar voru hingað til lands á árunum 1989-90, verði fluttar út aftur og afhentar réttum eigendum. Sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins er hér um að ræða fjórar bifreiðar sem allar voru fluttar inn af sama aðila. Beiðni þýsku lögreglunnar kemur í gegnum höfuðstöðvar Interpol í París sem haft hefur milligöngu í málinu. í lok janúar sendi RLR til Interpol verk- smiðjunúmer af yfir 40 Mercedes Benz bifreiðum sem fluttar voru til landsins á fyrrgreindum árum og nú hefur svar borist frá Þýskalandi. Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri segir að hér sé um lögfræðilegt atriði að ræða sem kanna þurfi. Hann sjái hinsvegar ekki möguleika á því að lögreglan hér sendi Benzana aftur til Þýska- lands eða taki þá af núverandi eigendum, nema ef viðkomandi hafi gerst sekir um afbrot. „Lögin segja það að mínum dómi að þessir bílar verða ekki teknir úr vörslu manna nema þeir hafi gerst sekir um afbrot," segir Bogi. „Almennt talað sé ég ekki að það sé fært nema viðkomandi eigandi bílanna erlendis, tryggingarfélög eða aðrir, höfði til þess einkamál fyrir dómstólum hérlendis." í góðri trú Örn Clausen hrl., sem mikið hefur starfað á þessu sviði lögfræðinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að jafnvel þótt höfðað væri einkamál teldi hann mjög hæpið að hægt sé að skylda skráða eigendur Benzana til að skila þeim þar sem þeir hafi keypt bílana í góðri trú. „Málið er að þótt bílar séu taldir lausafé gilda um þá svipað- ar reglur og fasteignir. Þetta era skráningarskyld- ir hlutir," segir Öm. „Ef bíllinn er á annað borð fluttur löglega inn til landsins, skráður löglega og eigandinn hefur keypt hann í góðri trú tel ég mjög hæpið að hægt sé að dæma hann til að skila honum aftur. Ef hinsvegar væri um annað lausafé eins og myndavél eða sófasett að ræða sem væri stolið þyrfti núverandi eigandi að skila því umyrðalaust án bóta.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.