Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 1 ÉBmuám Boaeart eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HANN er fremur lágvaxinn, geðugur drengur með greindarleg augu. Við sitjum saman við borð og tölum um hlutdeild hans í atferli sem samfélagið hefur fordæmt. Nokkrir unglingar eyðilögðu sumarbústað um daginn. Viðbrögðin við þessum verknaði voru svo hörð að helst verður jafnað til atburðar sem varð í lok sjötta áratugarins. Þá fóru nokkrir unglingar í kirkju á Norðurlandi og þar gaf einn þeirra sam- an tvö skólasystkini sin samkvæmt kirkjunnar aðferðum. Almenningi blöskraði mjög guðleysi þessara unglinga og fordæmdi sín í millum verknað þeirra. Nú eru þessir unglingar sem betur fer löngu orðnir nýtir borgarar í hinu íslenska samfélagi, en enn þann dag í dag er stundum vitnað í þennan atburð þegar nöfn þeirra eru nefnd. Ungling- urinn sem ég sit andspænis hefur líka á sinum ungum herðum byrði smánar og fordæmingar. „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmd- ir,“ segir í Biblíunni. Víst er eyðilegging á eignum manna Ijótur verkn- aður sem enginn mælir bót. En allir eiga rétt á að bæta fyrir brot sín og rísa að því loknu upp sem nýir menn tilbúnir til þátttöku í samfélag- inu. Unglingarnir sem eyðilögðu sumarbústaðinn eiga Iíka þennan rétt og það er öllum fyrir bestu að þeir noti hann og stefni að nýju og betra lífi. Þeir hafa unnið vont verk og gert afdrifarík mistök sem þeir sjálfir og margir aðrir læra vonandi af. Til þess að svo megi verða þarf að svara þeirri brennandi spumingu hvað leiði til þess að unglingar geri svona hluti og sömuleiðis spyr fólk hvað sé að hægt gera til að afstýra þvílíkum atburðum. Yið skulum kalla þennan unga pilt Jón Hansson og gefa honum í huganum andlit þess unglings sem hveiju okkar um sig þykir vænst um. Við skulum vera minnug þess að öll höfum við gert sitt hvað sem við sjáum eftir og ekki setja okkur í dómarasæti. Við skulum reyna að skilja þá ungu sál sem hér á eftir lýsir reynslu sinni af skammri lífs- göngu. „Eg er fæddur og alinn upp til níu ára aldurs í litlu þorpi út á landi. Ég var þá einkabam foreldra minna. Það var ekki óregla á þeim og ég vissi ekki annað en þeim kæmi bæri- lega saman. Þrátt fyrir þetta var ég ekki hamingjusamt bam. Flest það sem ég man frá æsku minni á heimil- inu eru þó góðar minningar. Erfið- leikar mínir byijuðu þegar ég fór í skóla. Þá hófst 8 ára samfelld þrauta- ganga. Ég var frá upphafí lagður í einelti. Það voru 50 krakkar í skólan- um sem ég var í í fæðingarþorpi mínu. Þau sameinuðust öll gegn mér, ég átti engan vin og fékk aldr- ei að vera með neinum. Eg var mjög lítill eftir aldri og aumur. Þau bundu mig við staur og létu mig vera svo- leiðis lengi, þau hengdu mig upp á snaga í skólanum, hjólið mitt tóku þau og skrúfuðu það í sundur og sprengdu dekkin og hentu því jafn- vel í sjóinn. Ég reyndi að segja for- eldrum mínum þetta, en það þýddi ekki, þau skildu þetta ekki. Ég þorði heldur ekki að segja of mikið, ég var hræddur um að krakkamir yrðu þá enn verri við mig. í staðinn reyndi ég eins og ég gat að eignast vini, bauð krökkum í afmæli mitt, keypti nammi og gaf þeim en það þýddi ekkert. Þau skipuðu mér að búa tii snjóhús, en svo fékk ég aldrei að vera með í snjókastinu og leiknum. Ég var alltaf einn. Mér leið oft illa og grét mikið á þessum tíma. Ég hugsaði oft um hvemig ég gæti hefnt mín á öllu liðinu, ég gat ekkert, þau vom svo mörg. Það var ekki fyrr en í sumar sem leið sem ég náði í einn og gat barið hann aðeins. Ég veit svo sem vel að það þýðir ekkert, mér fínnst bara stundum að þótt ég væri alla mína æfí að beija menn þá gæti ég ekki barið alla sem vora vondir við mig þegar ég var lítill. Ég missti mikið þegar foreldrar mínir skildu Mamma var oftast góð við mig þegar ég var lítill og ég hafði gott samband við pabba minn. Ég var mikið með honum, ég var alltaf hjá honum á daginn. Ég var líka mikið hjá gömlum manni sem nú er nýlega dáinn. Hann var prestur og hjá hon- • um var ég oft allan daginn. Hann talaði mikið við mig og sýndi mér margt og kenndi mér. Eg missti því mikið þegar foreldrar mínir sögðu mér einn daginn, þegar ég var níu ára gamall, að þau væra að skilja. Þetta kom mér mjög á óvart og ég varð mjög sorgmæddur, ég skildi vel hvað það þýddi að skilja. Eftir1 skilnaðinn fórum við mamma í annað þorp, en ég var hjá pabba á sumrin. Fyrsta sumarið braust ég inn og stál sígarettum. Það komst ekki upp fyrr en seinna hver gerði þetta. Ég stal heilu kartoni og mamma fann það hjá mé_r þegar ég kom til hennar aftur. Ég sagðist hafa fundið það. Hún tók sígarett- umar og reykti talsvert af þeim en gat ekki reykt þær allar af því ég tók þær frá henni aftur. Þegar ég kom heim til mömmu, eftir sumar- dvöl hjá pabba, þegar ég var 12 ára, þá var mamma komin með kall sem hún hafði kynnast á balli. Mér leist illa á hann. Allt í einu var einhver kall kominn í fjölskylduna og farinn að stjóma mér. Ég fékk ekki að kynnast honum neitt áður en við fluttum til hans. Þá fór ég að drekka. í nýja þorpinu vann mamma í búð, en ég byijaði í skóla. Ég vonaði að krakkamir þar myndu vera betri við mig en í gamla þorpinu. En þau vora líka vond við mig. Ég talaði um þetta við kennarana, sem ég var helst að tala við í frímínútum, þeir sögðu að þetta væri stundum svona þegar krakkar kæmu í nýja skóla og þetta myndi lagast, en það lagað- ist aldrei. Þau urðu þó aldrei eins vond við mig og krakkamir í gamla skólanum. Eg var góður í fótbolta á þessum aldri. Þau notuðu mig til að vera með í fótbolta en svo fékk ég ekki að vera með meira. Ef ég kynnt- ist einhveijum krökkum eitt kvöld þá var ég mjög glaður og fannst þetta vera bestu vinir mínir, en það endaði alltaf eins, þau vildu ekki vera með mér. Ég var samt ekki búinn að fá neitt vont orð á mig þá. Ég held að þetta hafí verið svona af því ég var svo lítill og aumur. Mér gekk ágætlega í námi fyrst, varð fluglæs og lærði að reikna og þess háttar, en svo hætti ég að nenna að læra. Þegar ég var 12 ára voru Rœtt vid pilt sem átti þátt i miklu eignatjóni fyrir skömmu Þetta er ein af þeim myndum sem pilturinn teiknaði annars hugar meðan á samtali hans og blaðamanns stóð einkunnir mínar 5 og þar fyrir neð- an. Mér samdi hins vegar alltaf ágætlega við kennarana, þeir vora mér góðir og töluðu við mig. Ég gat líka stundum verið í búðinni hjá mömmu þegar ég var ekki í skólanum og enginn vildi vera með mér. í nýja þorpinu voram við mamma í tvö ár. Þá fluttum við eins og fyrr sagði til mannsins sem mamma hafði kynnst á ballinu. Ég vildi hann ekki, ég vildi frekar búa með mömmu og hafa þetta eins og það var, úr því pabbi gat ekki verið með okkur líka. Ég saknaði alltaf pabba og fannst ég að sumu leyti vera að svíkja hann ef ég væri almennilegur við kallinn sem mamma bjó með. Ég byijaði að drekka með því að fara niður í bæ og fá sopa hjá krökk- unum. Seinna fór ég að geta reddað mér landa og víni úr ríkinu. Ég fór í pönkið og þá kynntist ég þessu liði sem ég hef síðan verið með. Þau vora einu krakkamir sem vildu vera með mér og ég var ánægður með að hafa kynnst einhveijum. Mér fannst það meiriháttar. Mamma var hins vegar alveg bijáluð, en ég hlust- aði ekkert á hana. Hún lét mig samt hafa peninga og stundum rændi ég úr veskinu hennar eða betlaði pen- inga niðri í bæ. Ég keypti vímuefni fyrir peningana sem ég náði í, hass byijaði ég að reykja 13 ára. Gramm- ið kostaði 1.500 krónur. Ég fór líka að sniffa lím og allt sem hægt er að sniffa. Töflur fór ég að eta þegar ég var 14 ára. Einu sinni át ég eitt og hálft box af töflum, hjartatöflur, svefntöflur og róandi töflur. Ég var í blakkáti í fjóra daga og í vímu í viku. Á þessum tíma át ég allar töfl- ur sem ég náði í, líka sjóveikitöflur. Fyrst fór ég í vímuefnin út af félags- skapnum en seinna var það víman sjálf sem ég vildi komast í. Notaði vímuefni til að deyfa reiði og sorg Ég fór í meðferð þegar mér var hótað sjálfræðissviptingu og að vera settur á geðdeild eða þá að ég færi í meðferð. í meðferðinni komst ég að raun um að mér þótti í rauninni miklu betar að vera edrú. Krakkam- ir sem vora með mér í meðferðinni höfðu öll verið með mér í vímuefna- neyslunni. Þegar ég kom út hélt ég áfram að umgangast þá. Ég kynntist fáum öðram krökkum, fáeinum þó, helst í gegnum hljómsveitaræfíngar. Ég hef smávegis fiktað við að spila á gítar. Fyrst gekk allt sæmilega. Ég var hjá mömmu og reyndi að fara eftir alls konar reglum sem hún setti. Mér fannst sumar af þessum reglum ósanngjamar. Hún henti mér út þegar ég braut þær. Ég notaði vímuefnin til þess að deyfa tilfínningar mínar, bæði reiði og sorg. Ég á lítið bam með stelpu sem ég var með eina helgi í rugli. Ég hef ekkert samband við bamið. Stelpan er með öðrum strák og hann lætur sem hann eigi barnið, ég kynn- ist því sennilega aldrei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.