Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 13

Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 13 Hvað á unglingurinn að greiða heim? Neytendasamtökin birtu árið 1988 tillögu um framfærslukostnað unglings þegar hann fer að afla eigin tekna án þess að flytjast að heiman. Tölurnar eru hér framreiknaðar skv. framfærsluvisitölu í febrúar 1993 Verð á mánuði Hlutfall Hlutur unglings Nvlenduvörur 48.375 25% 12.094 Húsnæði, húsmunir 39.112 15% 5.867 Bifreið 28.893 10% 2.800 Útvarp, sjónvarp, blöð 4.117 25% 1.029 Sími 2.470 30% 741 Samtals 122.983 22.613 við álitum að þeir peningar gætu komið henni vel síðar meir. Sú varð einnig raunin.“ Æ, greyin! Þær konur sem rætt var við fóru sjálfar að heiman á aldrinum 18 til 22 ára. Sögðust þær ekki geta ímyndað sér að þeirra eigin börn færu svo snemma, því kröfurnar til menntunar og veraldlegra gæða væru orðnar það piiklar. „Þegar ég var ung varð ég að kyngja því að eiga ekki það sama og hinir, en núna má engan skorta neitt," sagði ein móðir. „Foreldrar vilja ekki að neitt bitni á börnum þeirra og því neita þeir sér heldur um allt svo að börnin líði ekki fyrir vesaldóm þeirra.“ Mæðurnar töldu jákvætt að hafa börnin heima svo framarlega sem þau gengju ekki á rétt foreldranna eða sýndu heimtufrekju. „Það veitir ekki af því að styrkja fjölskylduna," sagði ein móðirin, og önnur sagði að þjóðfélagið væri að visna, því umhyggja fyrir öðrum færi sífellt minnkandi. „Því vil ég að börnin fínni að heimilið umvefur þau.“ Ein móðirin sagði að ókosturinn við að börn byggju í foreldrahúsum væri sá, að þau yrðu ekki nógu sjálf- stæð.„Þau verða alltof háð foreldr- unum og það tel ég ekki hollt fyrir þau. Okkur hættir einnig til að líta á þau áfram sem börn meðan þau dvelja undir sama þaki og við.“ Önnur móðir var enn harðari í afstöðu sinni, sagðist ekki sjá nokk- urn kost við það að hafa börnin heima á þrítugsaldri, foreldar væru einfaldlega að gera börn sín að aum- ingjum löngu eftir að þau gætu stað- ið á eigin fótum, unga fólkinu væri ekki treyst til að gera nokkurn hlut upp á eigin spýtur og ævinlega væri viðkvæðið hjá foreldrum: Æ, greyin. „Þetta er tóm leti í krökkunum, það er nefnilega svo gott að vera heima. Þarna er allt fyrir hendi, all- ar græjur, einhver sem þrífur, kaup- ir í matinn, eldar, þvær þvotta, þetta er þjónusta sem kostar ekki neitt.“ Einstök þvottavél Mæður voru flestar óánægðar með framlag unga fólksins til heim- ilisstarfa og sögðu að vinnan bitnaði á þeim. Karlarnir tækju bara upp budduna. „Ég kalla það enga hjálp þótt þau skúri á hálfsmánaðarfresti eða rífi fram ryksuguna einu sinni í viku, sagði ein móðirin. „Þau eru alltaf svo voðalega upp- tekin og bregðast því illa við þegar maður biður þau um að gera eitt- hvað, en aldrei flögrar að þeim að ég sé upptekin. í raun er ég sjálf að drukkna í vinnu og verkefnum," sagði önnur. I einu tilviki var þó dóttur hrósað fyrir myndarskap og dugnað þegar heimilisstörf voru annars vegar, en yfirleitt virtust synirnir hafa verra orð á sér en dæturnar í þeim efnum. „Sonur minn fékk áfall þegar ég hætti að strauja skyrturnar af hon- um,“ sagði ein. „Það er ljótt að segja þetta, en ég bíð eftir því að sonurinn fari að heiman, sagði önnur. „Letin í honum er óþolandi, og þegar ég kem heim eftir langan vinnudag hef ég ekki krafta til að standa í þessu eilífa nuddi. Ég vorkenni væntan- legri konu hans, það er að segja ef einhver vill hann þá.“ Ein móðirin hafði fengið tvo syni til baka. Þegar rætt var um verka- skiptingu á heimilinu sagði hún að ein lítil saga svaraði þeim þætti. „Þeir voru búnir að vera heima í nokkra mánuði þegar ættingi okkar bauð þeim gefins þvottavél, gerði líklega ráð fyrir því að þeir færu að búa aftur síðar. En þá sagði annar sonurinn: Veistu það, þvottavélin hennar mömmu er bara miklu betri, sú albesta í bænum. Maður fer bara úr óhreinu fötunum þar sem maður er, og svo koma þau samanbrotin inn til manns aftur. Ég var sem sagt búin að þjóna svo glæsilega að það var ekki ástæða til að líta við gefins þvottavél.“ Sjálfstæði seinkar Þegar ungt fólk á þrítugsaldri er í heimahúsum losnar það víst ekki svo auðveldlega við afskiptasemi foreldranna, sem á öllum tímum hefur þótt frekar þreytandi. En hve- nær lýkur uppeldi að mati uppeldis- fræðinga? „Eitt meginmarkmið uppeldis hlýtur að vera að börnin verði sjálf- ráða,“ segir Guðný Guðbjörnsdóttir, uppeldissálfræðingur og dósent við Háskóla íslands. „Börn verða nú sjálfráða 16 ára, en ef þau eru í skóla eru foreldrar framfærsluskyld- ir þar til þau eru 18 ára gömul, sam- kvæmt barnalögum frá 1992. Guðný segir að í þroskasálfræði sé oft talað um að til þess að börn geti staðið á eigin fótum þurfi tvennt að koma til, efnahagslegt sjálfstæði og tilfinningalegt sjálfstæði. „Ef það er rétt, sem ég veit ekki nú sökum skorts á tiltækum rannsóknum, að börn á þrítugsaldri dvelji lengur í foreldrahúsum en áður, gæti ástæð- an verið að þau eigi erfiðara með það núna að verða efnahagslega sjálfstæð vegna þrenginga í þjóðfé- laginu, eða að þau séu ekki tilfinn- ingalega tilþúin til að standa á eigin fótum, jafnvel þótt þau geti það efnahagslega. Ef um tilfinningalegt ósjálfstæði er að ræða má ef til vill rekja það til þess róts sem hefur verið á upp- eldi þessarar kynslóðar, en ef ástæð- an er efnahagsleg getur hugsanlega verið um leti í börnunum að ræða. Að þeim finnist það bara þægilegt að vera heima hjá foreidrum sínum. Þetta er kynslóð sem hefur alist upp við tiltölulega góð efnahagsleg skil- yrði, er góðu vön og nennir kannski ekki að leggja það á sig að fara út í lífsbaráttuna. Ef til vill hefur tíðar- andinn, sem meðal annars einkenn- ist af sjálfsdýrkun, haft hér einhver áhrif. Ef þetta er ástæðan þá held að foreldrar séu ekki að gera börnum sínum neinn greiða með því að hafa þau heima, því þá er bara verið að ala upp í þeim leti og ódugnað." Guðný bendir á að áður fyrr hafi margar kynslóðir búið saman, það hafi verið eðlilegt ástand og þannig sé það víða enn, til dæmis í þróunar- löndum og ýmsum þjóðfélögum. „Hér sem víðar á Vesturlöndum höfum við vanist því að búa í kjarna- fjölskyldum og gerum ráð fyrir því að ungarnir fari úr hreiðrinu um tvítugt. Það er i sjálfu sér ekkert slæmt við það að kynslóðir búi sam- an, því geta auðvitað fylgt ýmsir kostir, til dæmis varðandi uppeldi barna, en við erum búin að venjast ákveðnum stöðlum í sambandi við húsnæði, þar sem ekki er gert ráð fyrir að tvær kynslóðir búi saman. Ef litið er á þetta frá sjónarmiði foreldra, þá vilja þeir kannski fara að losna úr hlutverki uppalandans. Staða kvenna í þessu sambandi er athyglisverð. Þegar konur voru ein- göngu húsmæður var oft talað um að það væri áfall fyrir þær þegar börnin fóru úr hreiðrinu. Nú þegar flestar konur eru komnar út á vinnu- markaðinn er það vandamál leyst, en á móti kemur að þær verða áfram í tvöföldu hlutverki. í stað þess að hafa lítið að gera þegar ungarnir fóru, hefur vinna þeirra tvöfaldast, þær eru bæði á vinnumarkaðinum og börnin eru- lengur heima. Ef börn þurfa að vera háð foreldr- um sínum er ekkert ólíklegt að þroska þeirra og tilfinningalegu sjálfstæði seinki. Það eru því ýmsir ókostir við þetta, miðað við núver- andi aðstæður." Skemmtilegir foreldrar Margir telja að samband foreldra og barna sé nánara nú en það var fyrir tuttugu eða þijátíu árum, að bilið milli þeirra sé ekki eins breitt, einkum vegna breytinga á lífsstíl foreldra. Þeir séu nú öllu nýtísku- legri en áður og opnari fyrir nýjung- um, skokki um á æfingagöllum og séu yfírleitt bæði smekklegri og skemmtilegri. Það kostar þó sitt að vera svo skemmtilegur að bömin neiti að yfir- gefa mann, því samkvæmt útreikn- ingum Neytendasamtakanna kostar það að minnsta kosti um 23 þúsund á mánuði að hafa fullorðinn einstakl- ing í húsinu. Er þá ekki meðtalinn kostnaður við fatnað, lyf, tann- læknaþjónustu, gleraugu, skólabæk- ur, námskeið, og svona eitt og annað smotterí sem þau fá stundum aðstoð við. Foreldrar sem sjálfir eru lang- þreyttir á skuldum og lánum reyna að hlífa börnum sínum við þeim óskapnaði, en líklega hafa fæstir leitt hugann að þroska og sjálfstæði barna sinna í þessu sambandi. En greinilegt er að unga fólkið unir sér vel í heimahúsum og má það helst þakka röggsömum mæðrum sem hafa tekið að sér hótelstjórn á kvöld- in eftir vinnu og um helgar. I lastabæli Orgons Helga Braga Jónsdóttir og Ellert A. Ingimundarson í hlutverkum sinum. Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur TARTUFFE Höfundur: Moliére Leikstjóri: Þór H. Tulinius Aðstoðarleikstjóri: Hafliði Arngrímsson Leikmynd: Stígur Steinþórs- son Búningar: Þórunn E. Sveins- dóttir Myndskyggnusyrpa: Inga Lísa Middleton Tónlist: Ríkharður Örn Páls- son Hattari: Árný Guðmundsdóttir Lestir mannfólksins eru efni- viður Moliéres í Tartuffe, eins og í öðrum leikritum hans. Heimskur aðall, sem er rorrandi í velmegun, þarf ekki að hugsa, bara láta tímann líða við að syngja og hlæja, sinna frumþörf- unum og eyða peningum. Þannig er fólk Orgons, en á heimili hans gerist leikurinn. Við fyrstu sýn virðist það lastabæli, en undir yfirborðinu eru meinlausar og ágætar manneskjur. Dag einn hittir Orgon Tartuffe, sem þykist vera heit- trúaður meinlætamaður. Hann bendir á alla spillinguna á heim- ili Orgons og vegna þess að sá gamli vill endilega betrumbæta móralinn í húsinu, tekur hann þennan flæking að sér. Tartuffe nær þvílíkum tökum á Orgon, að áður en yfir lýkur, hefur sá afneitað syni sínum og" rekið hann að heiman og ánafnað Tartuffe allar sínar 'eigur. En auðvitað er Tartuffe hræsnari, sem bíður þess að lifa eins og þessi fjölskylda, stígur rösklega í vænginn við unga eiginkonu Orgons og ætlar sér að hirða eigurnar. Á heimili Orgons eru, auk hans og eiginkonunnar, börn hans af fyrra hjónabandi, Damis og Mariane, Cléante, mágur hans, Valere, sem er tilvonandi tengdasonur hans og þjónustu- stúlkan Dorine. Frú Pernilla, móðir Orgons, kemur í eftirlits- ferðir — og sé sonurinn blindur á Tartuffe, þá er móðirin hálfu verri. Mér hefur alltaf þótt gaman að þeim ýkjustíl sem einkennir Moliére; sem liggur þó ekki í textanum; hann er skrifaður blátt áfram af fullri hreinskilni. En ýkjustíllinn sem sannleikan- um er pakkað inn í, er bráð- skemmtilegur. Hinsvegar er hann æði vandmeðfarinn. í þess- ari sýningu er árangurinn nokk- uð misjafn. í hlutverki Tartuffes er Þröst- ur Leó Gunnarsson. Persónu- sköpun hans er heilsteypt en fremur föl; talandi Tartuffes er fremur stirður og hann er allur einhvern veginn kantaður. Hann talar ekki af neinum sannfæring- arkrafti við Orgon og er of mik- ið til hlés, til að trúlegt sé að hann nái þessum heljartökum á fólki. í hlutverki Orgons er Pétur Einarsson og fannst mér nokkuð á skorta að hann kæmi þessum ringlaða karli til skila; leikstíllinn var of eintóna og látlaus Aðrir höfðu hinsvegar ágæt tök á ýkjustílnum. Edda Heiðrún Backman sýnir enn einu sinni á sér skemmtilegar hliðar. Hún leikur hlutverk eiginkonunnar, sem lætur eins og hún sé galtóm í hausnum, en á bak við þá grímu er kæn og heilsteypt kona, sem ein er þess megnug að afhjúpa Tartuffe. Sérlega gott var ein- mitt það atriði, þar sem hún dregur hann á tálar. Edda Heið- rún er þar ýkt tælandi, án þess að fara út í fíflagang. Það er ljóst að þessi eiginkona hefur margar hliðar. í hlutverki sonarins, Damis, er Steinn Ármann Magnússon. Damis er kauðskur og klunna- legur, en þó meinleysisgrey sem tekst ekki að sýna föður sínum fram á hræsni Tartuffes. Hann vill vera ægilegur riddari, en hefur enga burði í það. Steini Ármanni tekst að koma því til- skila. í hlutverki Valere, tilvon- andi tengdasonar Orgons er svo Ellert A. Ingimundarson. Undir spilltu yfirborði hans er góður og göfugur drengur, sem elskar Mariane af öllu hjarta og fannst mér Ellert leika það hlutverk ágætlega. Sömuleiðis fannst mér Ingrid Jónsdóttir skila hlutverki forvitnu og hreinskilnu vinnu- konunnar vel. í hlutverki Mariane, dóttur Orgons, er Helga Braga Jóns- dóttir — og kafleikur alla hina. Öllum svipbrigðum og látbragði er rækilega fylgt eftir með radd- beitingu og litla dekurrófan, Mariane, verður langskemmti- legasta persóna sýningarinnar. Það er ljóst að Helga Braga er árans mikil ganmnleikkona. Guðmundur Ólafsson leikur Cléante, mág Orgons. Hann var í allt öðrum leikstíl en restin af leikurunum. Þótt hann héldi sig við farsastílinn, hafði hann allt aðrar áherslur. Hann talaði með frönskum áherslum og þótt hann gerði það oftast vel, fannst mér þetta skjóta skökku við, auk þess sem mér fannst Guðmundur á stöku stað fara yfir strikið í ýkjustflnum. __ Guðrún Ásmundsdóttir var bráðskemmtileg í litlu hlutverki Pernillu, móður Orgons, hæfi- lega þversum, heyrir það sem hún vill heyra og lítur alltaf á rígfullorðinn soninn sem hálfgert pelabam. Ari Matthíasson leikur örlítið hlutverk liðsforingja úr varðsveit konungs, sem kemur rétt í lokin. Ari gerir sér ótrúlega mikinn mat úr nánast engum texta og tekst bókstaflega að stela sen- unni í þessu litla hlutverki. Sýningin er bráðskemmtileg fyrir augað; leikmyndin er aðal- lega eitt herjans mikið upphækk- að gólf og leikmunir að meira eða minna leyti utan við það. Þetta gaf sýningunni skemmti- lega hreyfimöguleika, auk þess sem það undirstrikaði að heil- mikið væri að gerast í húsinu, þótt það gerðist ekki allt á þessu gólfi. Hinsvegar fannst mér myndskuggnusyrpan út í hött. Þótt hún sé falleg, finnst mér hún engu bæta við verkið, auk þess sem hún var of langdregin. Ég get engan tilgang sé með henni, nema skilaboð leikstjórans um nútímann. Þau skilaboð eru í verkinu, því það fjallar um mannlegt eðli og það breytist aldrei neitt. Búningamir fannst mér frábærir, sem og allt gervi; hárkollur, hattar og förðun. Leikstjórnin er að mörgu leyti góð; einkennist af hugmynda- auðgi sem kemur fram í ótal smáatriðum sem hreyfa sýning- una vel áfram. Helsti veikleikinn er að leikstjórinn virðist ekki hafa unnið nógu vel með leikur- unum. Það leikur bara hver með sínu nefi og sýningin verður ekki nógu heilsteypt. Hún nær því ekki að hrífa mann, þótt þetta sé hin ágætasta kvöldskemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.